Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 15
AKUREYRI
Vinnusmiðja um sjálfbæra
þróun á norðurslóðum
Skrifstofa PAME
Þrír sóttu um
starf for-
stöðumanns
ÞRÍR umsækjendur voru um stöðu
forstöðumanns PAME (Protection of
the Arctic Marine Environment), en
þeir eru Lúðvík E. Gústafsson, Soff-
ía Guðmundsdóttir og Hilmar On-
fjörð Magnússon.
Átta lönd sem liggja að norður-
heimskautinu, þ.e. Bandaríkin, Dan-
mörk, Finnland, Island, Kanada,
Noregur, Rússland og Svíþjóð,
stofnuðu Norðurskautsráðið árið
1996 en það er samstarfsvettvangur
ríkjanna, einkum á sviði sjálfbærrar
þróunar og umhverfisverndar.
PAME er einn af vinnuhópum ráðs-
ins og vinnur að framkvæmd að-
gerðaáætlunar um varnir gegn
mengun sjávar á norðurslóðum.
Skrifstofa PAME verður á Akur-
eyri en þar er fyrir skrifstofa CAFF,
(Conservation of Arctic Flora and
Fauna) sem er annar vinnuhópur á
vegum Norðurskautsráðsins.
-------------------
Skíðaganga
í Baugasel
FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir
til skíðagönguferðar í Baugasel í
Barkárdal á laugardag, 10. apríl.
Baugasel er gamalt eyðibýli sem
Hörgdælir hafa af myndarskap gert
upp. Um er að ræða létta göngu-
ferð, 5-6 klukkutíma langa. Mæting
er við skrifstofu Ferðafélags Akur-
eyrar við Strandgötu kl. 9 á laugar-
dag, en skráning er á sama stað frá
kl. 17.30 til 19 á fóstudag, sími 462-
2720.
Vegstikur
endur-
nýjaðar
STARFSMENN Vegagerðarinn-
ar á Akureyri, þeir Kristján
Benediktsson og Páll Kristjáns-
son, voru að endurnýja vegstik-
ur á Hámundarstaðahálsi,
skammt sunnan Dalvíkur, er
ljósmyndari Morgunblaðsins
rakst á þá í blíðskaparveðri á
dögunum. Kristján sagði nokkuð
um að vegstikur hafi látið undan
í öllum þeim snjómokstri sem
fram hefur farið í vetur en eins
og kunnugt er hafa snjóruðn-
ingsmenn haft í nógu að snúast.
Vegstikur eru mikið öryggis-
tæki og sagði Kristján að vega-
gerðarmenn færu reglulega yfír
ástand þeirra.
Vinabæjar-
blástur
GÓÐIR gestir frá vinabæ Akur-
eyrar, Hafnarfirði, koma í heim-
sókn á laugardag, 10. aprfl, en það
eru tvær lúðrasveitir, Lúðrasveit
Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar undir
stjóm Stefáns Ómars Jakobssonar.
Gestgjafar þeirra em Lúðrasveit
Akureyrar undir stjóm Atla Guð-
laugssonar og Jóns Halldórs
Finnssonar og Eldri blásarasveit
Tónlistarskólans á Akureyri undir
stjóm Sveins Sigurbjömssonar.
Sveitirnar halda tónleika í Gler-
árkirkju kl. 15 á laugardag og leika
hvor um sig nokkur lög og svo allar
saman í lokin. Á efnisskránni era
fjölbreytt verk fyrir lúðrasveitir,
m.a. einleiksverk, marsar og ætt-
jarðarlög. Aðgangur er ókeypis.
STOFNUN Vilhjálms Stefánsson-
ar í samstarfi við Alþjóðaráð norð-
urvísinda, Háskóla norðurslóða og
Háskólann á Akureyri efnir til
vinnusmiðju um sjálfbæra þróun á
norðurslóðum á Akureyri.
Markmiðið er að koma á sam-
ráðsferli þar sem lykilmenn í
ákvarðanatöku um sjálfbæra þró-
un á norðurslóðum er kallaðir
saman til óformlegra viðræðna og
er þátttakan á persónulegum for-
sendum en ekki opinberam. Hug-
myndin er sú að þessir lykilmenn,
vísindamenn, embættismenn, full-
tráar norðurslóðabúa, alls um 30
manns komi saman til að ræða
vandamálin óformlega, án skuld-
bindinga og að hægt sé að taka
vandamálin fyrir með markvissari
hætti, einangi-a ásteytingarsteina
og liðka þannig fyrir samkomulagi.
I opinberam viðræðum á vett-
vangi Norðurskautsráðsins hefur
ágreiningur verið mjög greinilegur
hvað varðar hugmyndina um sjálf-
bæra þróun. Á fundinum er stefnt
að því að finna nýja hugsun og
nálgun að vandamálum og í leið-
inni sameiginlegn samræðugrand-
völl.
Vinnusmiðjan hefst í dag,
fimmtudag, og stendur til laugar-
dags.
«7.