Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Vinnusmiðja um sjálfbæra þróun á norðurslóðum Skrifstofa PAME Þrír sóttu um starf for- stöðumanns ÞRÍR umsækjendur voru um stöðu forstöðumanns PAME (Protection of the Arctic Marine Environment), en þeir eru Lúðvík E. Gústafsson, Soff- ía Guðmundsdóttir og Hilmar On- fjörð Magnússon. Átta lönd sem liggja að norður- heimskautinu, þ.e. Bandaríkin, Dan- mörk, Finnland, Island, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð, stofnuðu Norðurskautsráðið árið 1996 en það er samstarfsvettvangur ríkjanna, einkum á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfisverndar. PAME er einn af vinnuhópum ráðs- ins og vinnur að framkvæmd að- gerðaáætlunar um varnir gegn mengun sjávar á norðurslóðum. Skrifstofa PAME verður á Akur- eyri en þar er fyrir skrifstofa CAFF, (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem er annar vinnuhópur á vegum Norðurskautsráðsins. ------------------- Skíðaganga í Baugasel FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skíðagönguferðar í Baugasel í Barkárdal á laugardag, 10. apríl. Baugasel er gamalt eyðibýli sem Hörgdælir hafa af myndarskap gert upp. Um er að ræða létta göngu- ferð, 5-6 klukkutíma langa. Mæting er við skrifstofu Ferðafélags Akur- eyrar við Strandgötu kl. 9 á laugar- dag, en skráning er á sama stað frá kl. 17.30 til 19 á fóstudag, sími 462- 2720. Vegstikur endur- nýjaðar STARFSMENN Vegagerðarinn- ar á Akureyri, þeir Kristján Benediktsson og Páll Kristjáns- son, voru að endurnýja vegstik- ur á Hámundarstaðahálsi, skammt sunnan Dalvíkur, er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá í blíðskaparveðri á dögunum. Kristján sagði nokkuð um að vegstikur hafi látið undan í öllum þeim snjómokstri sem fram hefur farið í vetur en eins og kunnugt er hafa snjóruðn- ingsmenn haft í nógu að snúast. Vegstikur eru mikið öryggis- tæki og sagði Kristján að vega- gerðarmenn færu reglulega yfír ástand þeirra. Vinabæjar- blástur GÓÐIR gestir frá vinabæ Akur- eyrar, Hafnarfirði, koma í heim- sókn á laugardag, 10. aprfl, en það eru tvær lúðrasveitir, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Tón- listarskóla Hafnarfjarðar undir stjóm Stefáns Ómars Jakobssonar. Gestgjafar þeirra em Lúðrasveit Akureyrar undir stjóm Atla Guð- laugssonar og Jóns Halldórs Finnssonar og Eldri blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri undir stjóm Sveins Sigurbjömssonar. Sveitirnar halda tónleika í Gler- árkirkju kl. 15 á laugardag og leika hvor um sig nokkur lög og svo allar saman í lokin. Á efnisskránni era fjölbreytt verk fyrir lúðrasveitir, m.a. einleiksverk, marsar og ætt- jarðarlög. Aðgangur er ókeypis. STOFNUN Vilhjálms Stefánsson- ar í samstarfi við Alþjóðaráð norð- urvísinda, Háskóla norðurslóða og Háskólann á Akureyri efnir til vinnusmiðju um sjálfbæra þróun á norðurslóðum á Akureyri. Markmiðið er að koma á sam- ráðsferli þar sem lykilmenn í ákvarðanatöku um sjálfbæra þró- un á norðurslóðum er kallaðir saman til óformlegra viðræðna og er þátttakan á persónulegum for- sendum en ekki opinberam. Hug- myndin er sú að þessir lykilmenn, vísindamenn, embættismenn, full- tráar norðurslóðabúa, alls um 30 manns komi saman til að ræða vandamálin óformlega, án skuld- bindinga og að hægt sé að taka vandamálin fyrir með markvissari hætti, einangi-a ásteytingarsteina og liðka þannig fyrir samkomulagi. I opinberam viðræðum á vett- vangi Norðurskautsráðsins hefur ágreiningur verið mjög greinilegur hvað varðar hugmyndina um sjálf- bæra þróun. Á fundinum er stefnt að því að finna nýja hugsun og nálgun að vandamálum og í leið- inni sameiginlegn samræðugrand- völl. Vinnusmiðjan hefst í dag, fimmtudag, og stendur til laugar- dags. «7.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.