Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 24

Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Arásir NATO hertar eftir vopnahlésyfir- lýsingu Serba ARASIRNAR Belgrad, London. Reuters, Daily Telegraph. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) undirstrikaði algera höfnun sína á vopnahlésyfirlýsingu serbneskra stjórnvalda í gær með hörðum árásum á höfuðborgina Belgrad auk annarra serbneskra borga. Serbneskar fréttastofur greindu frá því að fjölmörg skotmörk í Serbíu, Kosovo og Svartfjallalandi hefðu verið sprengd. Þá bárust frétt- ir af öflugum sprengingum í Novi Sad, annarri stærstu borg Jú- góslavíu, en borgin hefur legið undir hörðum árásum undanfama daga. I Kosovo réðust breskar Hamer-orr- ustuþotur á vopnaðar sveitir Serba. Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í gær að á þeim fimmtán dögum sem árásir NATO hefðu stað- ið væri heildartala árása orðin um 190. Þar af hefðu 80 þeirra átt sér stað síðustu fjóra daga. Serbneskar fréttastofur sögðu í gær að harðar loftárásir hefðu verið í Kosovo-héraði og að ráðist hefði verið á flugvöll og olíustöðvar rétt fyrh’ utan Pristina. Sögðu sömu heimildir að eldur hefði logað í íbúð- arbyggingum inni í borginni sjálfri og að mannfall hefði orðið. Ráðist var á skotmörk í og við Belgrad, m.a. úthverfi borgarinnar og Surchin-alþjóðaflugvöllinn. Ser- bnesk sjónvarpsstöð sagði einnig að efnaverksmiðja í miðborg Lucani, 170 km suðvestur af Belgrad, hefði orðið fyrir árás og að mannfall hefði orðið. í Svartfjallalandi heyrðust öflugar sprengingar rétt fyrir utan Pogorica, höfuðborg landsins, og fylgdu eld- glæringar í kjölfarið. I viðtali við fréttamann CNN-sjónvarpsstöðvar- innai’ í gær sagði háttsettur embætt- ismaður hjá NATO, að engar árásir á Podgorica hefðu verið áætlaðai’ að- faranótt miðvikudags. Taldi hann líklegt að sprengingarnar sem heyrðust hefðu orðið þegai’ flug- skeyti voru skotin niður. Vandræði bresku flugsveitarinnar að baki Flugmenn bresku Harrier-orr- ustuþotnanna notuðu klasasprengjur með góðum árangri gegn hersveitum Serba í Kosovo aðfaranótt miðviku- dags. Var því lýst yfii’ að ráðist hefði verið gegn fjölmörgum „færanlegum skotmörkum" og að vopnageymsla nærri Pristina hefði verið eyðilögð. Voru notaðar RBL755-klasasprengj- ur, sem ætlaðar eru fyrir árásir á brynvarða vagna og skriðdreka. Hver sprengja inniheldur 147 sprengjubúta sem eru á stærð við gosdós úr áli. Með árásunum í fyrrinótt lauk átta daga þrautagöngu bresku flug- sveitarinnar sem áður hafði ekki náð að ráðast á skotmörk sem henni voru ætluð. Slæm veðurskilyrði settu fyrst strik í reikninginn en efth’ að skýjafari létti voru hersveitir Serba hvergi sjáanlegar í Kosovo. Þegar veðurskilyrði voru loks orð- in hagstæð voru hermálasérfræðing- ar NATO mjög vongóðir um að góð- ur árangur myndi nást við að upp- ræta færanlegar hersveitir Serba í Kosovo-héraði. Gervihnattamyndir af vettvangi hafa hins vegar sýnt, að mati New York Times, að lítið hafi verið um árásir á hersveitir þar sem júgóslavneski herinn hafi náð mikilli færni í að fela þungavopn sín fyrir NATO-hemum í skóglendi, hlöðum, kh-kjum og bæjum og hafi þetta valdið NATO miklum vandræðum. Telur blaðið að ef það lægi fyrir að landher yrði sendur inn í Kosovo myndu Serbar láta stórskotaliðs- sveitir sínar taka sér stöðu á hernað- arlega mikilvægum svæðum, sem myndi gera flugsveitum NATO kleift MAÐUR leiðir dóttur sína frá rústum íbúðarhúsa í miðborg Pristina í Kosovo í gærmorgun. Sú útgáfa sem verið er að flytja til Albaníu er talin geta eytt helmingi stærra svæði. Talið er fullvíst að ekkert í vopna- búri Júgóslava geti skákað ATACMS-vögnunum bandarísku. Vagnarnh- eru mjög færanlegir og um leið og einu flugskeyti hefur ver- ið skotið getur hin fimm manna áhöfn fært sig um set með skjótum hætti og komið í veg fyrir að árásinni sé svarað. Breska dagblaðið The Times sagði frá því í gær að hernaðaraðgerðimar á Balkanskaga gætu kostað Banda- ríkjamenn allt að 280 milljörðum ís- lenskra ki’óna. Kostnaður þeirra er þegar talinn nema um 35 milljörðum króna og muni fara ört vaxandi á næstu vikum. Er talið að hinn gríð- arlegi kostnaður muni valda deilum á bandai’íska þinginu þar sem full- víst er talið að repúblikanar krefjist þess að fjárlög verði skorin niður samfara hækkandi kostnaði við stríðsreksturinn. Flugskeyti hafa verið dýrasti út- gjaldaliður hernaðaraðgerðanna til þessa, enda getur kostnaður við hvert Tomahawk-flugskeyti numið allt að 70 milljónum króna. Leysi- stýrðai’ sprengjur kosta tæpar fímm milljónir ki’óna og það sem af er árásum hafa bandarískar vélar varp- að slíkum fyrir andvh’ði sjö milljarða króna. 14. ÁRÁSARDAGURIWN Skotmörk NATO aðfararnótt miðvikudags Belgrad Prjár öflugar sprengingar skóku höfuðborgina ^ Pristina Serbneskar sjónvarpsstöðvar sögðu að (búðarhverfi hafi orðið fyrir árásunum sem ollu mannfalli. <*> Novi Sad Flugskeytum skotið að olíu- og birgða- geymslu við olíuhreinsistöð <$> Nis A.m.k. tfu öflugar spreningar heyrðust í iðnaðarhverfi borgarinnar <$> Lucani Átta flugskeyti haefa efnaverksmiðju að ráðast á þungavopnin með miklu skilvh’kari hætti. Ennfremur hefur blaðið heimildir fyrir því að óhæfu- verk Serba í Kosovo séu framkvæmd af fámennum og léttvopnuðum sveit- um Serba sem ekki myndu hafa roð við NATO-landher. í ljósi þess að NATO-ríkin hafa aftekið að senda inn landher telur blaðið hættu á að skilvirkni loftárásanna verði minni fyrir vikið. Kostnaður Bandaríkjamanna gæti numið 280 milljörðum Á sunnudag tilkynntu Bandaríkja- menn að þeir myndu senda Apache- árásarþyrlur, 2.000 manna aukaher- lið auk annars búnaðar til Albaníu með það að markmiði að styrkja NATO-herinn sem fyrir er á og við Balkanskaga. Meðal annan’a vopna í þessari sendingu Bandaríkjahers eru færanlegir ATACMS-stórskota- liðsvagnar sem skotið geta öflugum flugskeytum að skotmörkum í allt að 160 km fjarlægð. Voru vagnar þessir notaðir með góðum árangi’i í Flóa- bardaga 1991. Þeir vagnai’ sem flutt- ir verða til Albaníu verða af sér- stakri gerð, með öflugri tækjabúnaði en hin upprunalega, auk þess sem flugskeyti þeirra hafa meiri llug- drægni. I Flóabardaga var sagt að sprengjurnar sem flugskeyti vagn- anna gátu borið næðu að eyða land- svæði á stærð við knattspyrnuvöll. p „Skrið- drekabani“ NATO- flughersins A-10 THUNDERBOLT orrustuþot- an er fyrsta orrustuvél bandaríska flughersins sem er hönnuð með það fyrir augum að ráðast á skriðdreka, brynvarða vagna og hersveitir á landi. Eiginleikar vélarinnar, sem tekin var í notkun árið 1975, njóta sín best í lágrí flughæð og á litlum hraða. Þotan er þeim eiginleikum búin að þuifa stutta flugbraut og hefur mik- ið flugþol og getur hún sveimað yfir árásarsvæði í lengri tíma og gert árásir allt niður í 300 metra hæð. Víðtækir hernaðareiginleikar henn- ar gera það að verkum að hún er tal- in góður kostur í hernaði nærri víg- línum. A-10 vélin er með næturflugsbún- aði, sem gerir flugmanni kleift að sjá í myi’kri. Ennfremur er flugstjórn- arklefínn þakinn títaníumplötum til að verja flugmanninn fyrir kúlna- hríð frá jörðu. Hlutar flugstýrikerf- isins á ytra byrði vélarinnar eru einnig brynvarðir. Þotan er því var- in fyrir vélbyssuskotum og allt að 23 mm sprengikúlum. Vökvakerfí vél- arinnar er þannig búið að flugmaður getur flogið og lent vélinni þrátt fyr- ir að vökvakerfið hafí Iaskast. A-10 ORRUSTUÞOTAN flugskeyti Varnar- búnaður Vél 1 Aðalvopnið í nýjustu hrinu árása NATO á skotmörk í Júgóslavíu er A-10 Thunderbolt II orrustuþotan, sem gjarnan er kölluð „vörtusvínið" eða „skriðdrekabaninn11 • VOPNABÚNAÐUR A-10 ÞOTUNNAR • GAU-8/A 30 mm fallbyssa með 1.350 skotraðir • Alls 7,3 tonn af hergögnum, þar á meðal; • Paveway- leysistýrðar eldflaugar • Rockeye- klasasprengjur • Maverick- flugskeyti • Mk 84 sprengjur 30 mm falbyssa OÁRÁSARAÐFERÐIR Vél 2 - með 30 mm fallbyssu Q Tvær A-10 orrustuþotur gera árás á skriðdrekalest úr tveimur Q Flugmaður vélar 1 flýgur yfir skriðdrekalestina, o Flugmenn beggja véla halda árásum áfram áttum. Flugmaður vélar 1 hefur árás sem fylgt er eftir af vél 2. snýr skart við og hefur árás á ný. Flugmaður eftir áttalaga mynstri og ráðast á þá Vélarnar ráðast á fremsta og aftasta skriðdreka lestarinnar. vélar 2 fylgist með framvindunni. skriðdreka sem eftir eru. * I f Heimild: Bright Star World Aircraft Information Files JW, -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.