Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 25 Klerks- morðingj- ar líflátnir FJÓRIR menn hafa verið líf- látnir í Irak, ásakaðir um að hafa framið morðið á Ayatollah Mohammed Sadiq al-Sadr, leiðtoga shíta-múslima í frak. Morðið kom af stað óeirðaöldu sem beindist gegn stjórnvöld- um í Bagdad, en þar á bæ eru menn súnní-múslimar. Menn- irnir fjórir - þar á meðal þrír kennarar í trúarkenningum shíta-múslima - voru hengdir eftir réttarhöld fyrir sérskip- uðum dómstól, að því er opin- bera íraska fréttastofan greindi frá. íraska sjónvarpið hafði áður sýnt fjórmenning- ana játa á sig morðið á klerkin- um og tveimur sonum hans. íraska leyniþjónustan til- kynnti: „Við höfum upprætt verkfæri glundroðans.“ Naumur sigur stjórnarflokks Sri Lanka ALÞÝÐUBANDALAGIÐ á Sri Lanka, sem þar er við stjórnvölinn, vann í gær naum- an sigur í fimm héraðsstjórna- kosningum, sem gefa góða vís- bendingu um gengi flokkanna í landinu í þingkosningum sem fram fara á næsta ári. Helzti stjómarandstöðuflokkurinn, Sameinaði þjóðaiTlokkurinn (UNP), fékk 112 fulltrúa kjörna af 263 sætum sem kjör- ið var til, en stjórnarflokkur- inn fékk 130 fulltrúa, þar af 10 uppbótarsæti. Framkvæmda- stjóri UNP, Gamini Atukorale, sagði að „þrátt fyrir kosninga- svik Alþýðubandalagsmanna í nokkrum kjördæmum hefðu kjósendur sent skýr skilaboð um að meirihluti þeirra styðji bandalagið ekki lengur". 91 látinn úr svínaveiru HAFINN hefur verið stór- felldur innflutningur á kjúklingakjöti til Malasíu í því skyni að slá á áhyggjur lands- manna um kjötskort eftir að eldissvínum hefur verið slátrað í stórum stíl vegna veirusýk- ingar sem talin er frá svínum komin og deytt hefur að minnsta kosti 91 mann í land- inu á undanförnum vikum. Til- kynnt var í gær um tvö ný dauðsföll af völdum sýkingar- innar og þrjú ný smitunartilvik í aðalsvínaræktarhéraði Malasíu. Vísindamenn segja tvær veirur að verki frekar en eina. Meiri skógar- eyðing VÍSINDAMENN við rann- sóknarstofnun í Massachusetts í Bandaríkjunum greindu frá því í gær, að meira en tvöfalt stærra svæði væri eytt árlega af regnskóginum í Amazón- héruðum Brasilíu en hingað til hefur verið áætlað. Sögðu þeir allt að 15.000 ferkílómetra regnskógarins höggna eða brennda á ári hverju. Vísinda- mennirnir greindu frá þessum niðurstöðum sínum, sem byggðar eru á gerfihnatta- myndum og -mælingum, í nýjasta hefti náttúruvísinda- tímaritsins Nature. ERLENT Aukin spenna vegna morða á A-Tímor Djakarta. Reuters. CARLOS Belo, biskup og friðar- verðlaunahafi Nóbels, hélt í gær ásamt Tono Suratman, herforingja, til Liquisa í Austur-Tímor þar sem talið er að skæruliðar, hlynntir indónesískum yfirráðum, hafi orðið allt að 45 manns að bana í kirkju þar á þriðjudag. í kjölfar aukinna árása skæruliðanna, hefur Xanana Gusmao, einn af leiðtogum and- spyi-nuhreyfingarinnai- á Austur- Tímor, hvatt til þess að landar sínir grípi til vopna gegn stuðnings- mönnum Indónesíustjórnar í land- inu. Talsmaður Indónesíuhers neitar ásökun- um um mannfall Ekki virðast allir á eitt sáttir um hversu margir féllu í árásinni á kirkjuna í bænum Liquisa, þar sem um 2000 flóttamenn höfðu leitað sér skjóls eftir atlögu skæmlið- anna sl. mánudag, þar sem 17 manns létu h'fið. 45 manns sagðir hafa látist Sjálfstæðissinnar segja að um 45 manns hafi látist og að líklega hafi indónesíski herinn stutt árásar- mennina og jafnvel tekið þátt í árásinni. „Eins og er, getum við aðeins staðfest að árásin var gerð af skæmliðunum, sem studdir vom af indónesíska hernum með vopnum og fjármunum," sagði Amandio Araujo, baráttumaður fyrir mann- réttindum. Indónesískur herforingi sagði á blaðamannafundi eftir ódæðisverk- ið, að enginn hefði týnt lífi í árásinni, en sagði herinn muna rannsaka málið. Fréttamenn í Austur-Tímor sögðu hins vegar að vitni hefðu sagt að fimm manns hefðu fallið og að minnsta kosti 21 hefði slasast í árásunum. Belo og Suratman vildu ekkert segja um málið í gær, en þá var áætlað að þeir færa til Liquisa til að skoða vegsummerki voðaverk- anna. Carlos Belo Reuters Morðingjum Hani neitað um sakaruppgjöf SANNLEIKSNEFND Suður- Afríku tilkynnti í gær að Clive Derby-Lewis og Janusz Walus, yrði ekki veitt sakaruppgjöf vegna morðsins á Chris Hani árið 1993. Samkvæmt starfs- reglum sannleiksnefndarinnar er sakaruppgjöf hugsanleg, hafi glæpur verið framin sam- kvæmt tilskipun á tímum að- skilnaðarstefnunnar. Hins veg- ar var það mat nefndarinnar að mennirnir hefðu drýgt glæpinn að eigin frumkvæði. Hani var leiðtogi kommúnistaflokks Suður-Afríku og talinn líkleg- asti eftirmaður Nelson Mand- ela, fráfarandi forseta. Morðið á Hani kveikti mikið reiðarbál meðal Suður-Afríkubúa og var óttast um tíma að það gæti haft slæm áhrif á kosningarnar árið 1994, þar sem öll þjóðarbrot landsins höfðu í fyrsta skipti kosningarrétt. í yfirheyrslum yfír morðingjunum árið 1997, sagðist Derby-Lewis hafa skipulagt. morðið til að skapa ringulreið og kynda undir valdarán af hálfu hægrisinn- aðra til að festa völd hvítra í sessi. Sex fórust í flugslysi í Tyrklandi Ankara. Reuters. FARÞEGAÞOTA í eigu tyrkneska flugfélagsins Turkish Airhnes fórst í gær í Suður-Tyrklandi og með henni sex flugliðar. Engir farþegar vom um borð í vélinni, sem var af gerðinni Boeing 737-400. Vélin lenti síðast í borginni Adana en þangað hafði hún flutt pílagríma, sem sótt höfðu hina helgu staði múslima í Saudi-Ara- bíu. Hvarf hún af ratsjárskjánum skömmu eftir flugtak og hrapaði til jarðar skammt frá bænum Ceyhan, sem er í 40 km fjarlægð frá Adana. Segja að eldur hafí verið kominn upp í vélinni Brakið úr flugvélinni dreifðist yfir hálfs km langt svæði en þai’ sem hún kom niður er nú 10 m djúpur gígur. Fólk, sem býr við slysstaðinn, segir, að verðið hafi verið mjög slæmt, þrumuveður og úrhellisrigning. Er haft eftir því, að eldur hafi verið í flugvélinni áð- ur en hún kom til jarðar. Rannsókn hafin Rannsókn á tildrögum slyssins hófst strax í gær með leit að „svarta kassanum" eða hljóðrita vélarinnar. Flugvél frá Turkish Airlines hrapaði síðast 1994, skammt frá borginni Van í austur- hluta landsins, og þá fómst 57 manns. Aðalfundur Bætur til þolenda ófrjósem- isaðgerða Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að þeir sem voru gerð- ir ófrjósamir gegn vilja sínum í samræmi við lög fyrr á öldinni eigi kröfu á skaðabótum er nema 175 þúsund sænskum krónum eða tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. Þó talið sé að allt að sextíu þúsund manns hafi verið látnir gangast undir aðgerðii- af þessu tagi reiknar stjórnin með að aðeins um þúsund manns muni sækja um skaðabætur. Lögin um ófrjósemisaðgerð- ir voru við lýði frá því um 1930 og þar til fram á sjöunda ára- tuginn, en flestar aðgerðirnar fóru fram fyiri hluta tímabils- ins. Aðgerðirnar vora gerðar á fólki, sem úrskurðað var and- lega vanheilt, fatlað eða var fá- tækt. Tilgangurinn var einkum mannbótastefna, sem átti fylgi að fagna meðal sænskra stjórn- málamanna á þessum tíma eins og víðar. Hindra átti að eigin- leikar þessa fólks gengju í arf. Þó svipuð lög hafi víðar verið í gildi em ófá dæmi um að þeim hafi verið framfylgt jafn mis- kunnarlaust og kerfisbundið og í Svíþjóð. Urskurður stjórnarinnar kemur í kjölfar umræðna um málið í Svíþjóð, en nefnd á veg- um hins opinbera, sem á að meta umfang aðgerðanna er enn að störfum. Hún átti að Ijúka störfum í vor, en nú stefnir í að hún skili ekki skýrslu fyrr en í haust. Einar með sorgina Undanfarna mánuði hafa sænskir fjölmiðlar birt viðtöl við ýmis fórnarlömb aðgerð- anna. Megnið af þeim eru kon- ur og þar er mörg sorgarsagan sögð, því auk þess að vera sviptar möguleikanum á að eignast börn hafa konurnar verið einar með sorg sína. Þær hafa flestar skammast sín svo mjög fyrir meðferðina að þær hafa ekki sagt neinum frá henni. Sumar segjast ætla að fara fram á bætur, aðrir hafa ekki áhuga þar sem peningar bæti ekki þá sorg sem þær hafi orðið fyrir. Óljóst er af hverju gert er ráð fyrir að svo fáir sæki um bætur. Auk skammarinnar, sem þolendur finna fyrir, era margir þeirra látnir og sumir hafa hugsanlega aldrei fengið að vita hvernig var í pottinn búið. Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn laugardaginn ío. aprfi kl. 15.00. Fundarstaður er Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins árið 1998. 2. Lagðir fram til staðfestingar reikningar sparisjóðsins fyrir síðastliðið reikningsár ásamt tillögum stjórnar um ráðstöfun tekjuafgangs. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Kosning sparisjóðsstjórnar. 5. Kosning löggilts endurskoðanda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir fimmtudaginn 8. aprfl og föstudaginn 9. aprfl í afgreiðslu sparisjóðsins, Borgartúni 18, svo og á fundarstað. Spansjoðlir stjórnin vélstjóra í8 spv
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.