Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
EITT af brýnustu
verkefnum í atvinnu-
málum á Islandi er að
efia stöðu ferðaþjón-
ustunnar sem at-
vinnugreinar og bæta
arðsemi í greininni.
Ferðavertíðin er stutt
hér á landi, og arð-
semi í þessum at-
vinnuvegi ekki viðun-
andi. Tekist hefur að
bæta verulega afkomu
greinarinnar á höfuð-
borgarsvæðinu utan
háannar, en sá árang-
ur nær að mjög litlu
leyti til landsbyggðar-
innar. Innanlandsflug,
sem er ein af meginforsendum
íyrir velgengni ferðamála á lands-
byggðinni, hefur veikst í harka-
legri samkeppni. Efling ferða-
þjónustunnar úti á landi utan há-
annar yrði til að styrkja stoðir
innanlandsflugsins.
Þróun ferðamála í heiminum
bendh- til þess að vaxandi markað-
ur sé fyrir ferðir, sem tengjast
fræðslu. Island getur og á að nýta
sér slíka ferðamarkaði. Þessi þróun
er þegar hafin. Það er brýnt að ýta
undir hana og leita leiða til að
fræðslustofnanir taki þátt í að
beina þróun atvinnugreinarinnar
inn á brautir þekking-
armiðlunar og kynn-
ingar á íslenskri
menningu. Það er ekki
síst brýnt að frum-
kvæði að þessari þró-
un verði á landsbyggð-
inni. Nú þegar starfa
þar stofnanir, sem
geta stuðlað að því að
þetta viðfangsefni geti
hlotið brautargengi.
Til þess að finna
farveg fyrir þessa
þróun og svara áhuga
ferðamanna á fræðslu
um náttúru Islands,
um þjóðina, menningu
hennar og sambýli við
náttúruöflin, tel ég rétt að stofnað-
ur verði „Umhverfisháskóli Evr-
ópu“ við Háskólann á Akureyri.
Slíkur umhverfisháskóli yrði
skipulagður á grundvelli stuttra
námskeiða. Hann ætti að byggja
upp í tengslum við Norðurslóðahá-
skóla (University of the Arctic),
sem er verið að stofna í samvinnu
við Norðurskautsráðið. Einnig má
hugsa sér samstarf við Sumarhá-
skóla Háskólans á Akureyri. Þá er
æskilegt að stofnun af þessu tagi
tengist fræðslu- og menntastarfi í
Mývatnssveit og á Húsavík.
Viðfangsefni slíkrar stofnunar
Ferðaþjónusta
Til þess að finna farveg
fyrir þessa þróun tel
ég rétt, segir Tómas
I. Olrich, að stofnaður
verði „Umhverfis-
háskóli Evrópu“.
væri að kynna sérstaklega menn-
ingu á norðurslóðum, samskipti
manns og náttúru, nýtingu nátt-
úruauðlinda og náttúruafla, há-
tækni og vísindi. Þá yrði lögð sér-
stök áhersla á að kynna sérkenni
mannlegs og náttúrulegs umhverf-
is, gæði heilsugæslu og heilbrigðis-
þjónustu, langlífi þjóðarinnar, þró-
un menntakerfis og upplýsinga-
mála, hreinleika lofts og vatns og
hollustu matvæla. Síðast en ekki
síst bæri að leggja áherslu á kynn-
ingu á orkumálum og á gnógt
þeirra verðmæta, sem eru fólgin í
heitu og köldu vatni.
Gera þarf ráð fyrir því að nám-
skeið við skólann væru þannig upp
byggð að námsdvöl væri styrkhæf,
t.d. innan Evrópubandalagsins.
Markhópar skólans væru m.a.
stúdentar og námsfólk, kennarar
og þá ekki síst kennarar sem
stunda fræðslu í jarðfræði, eld-
fjallafræði, sögu, landafræði og
umhverfisfræðum. Þá væri skyn-
samlegt að skipuleggja nájn fýrir
þá sem selja ferðir til Islands,
bæði eriendis og hér heima. Að
lokum má gera ráð fyrir að tveir
hópar ferðamanna, sem fer nú ört
fjölgandi, myndu hafa áhuga á ferð
til Islands, sem sameinaði það að
bjóða upp á að kynnast einstakri
náttúru og fá formlega fræðslu um
menntun og umhverfi. Lækkandi
eftirlaunaaldur veldur því að aldr-
aðir ferðast meir en áður og sá
hópur ferðamanna er yfirleitt
mjög áhugasamur um menningu
og umhverfi. Þá fer fjölgandi
ferðamönnum sem tengjast um-
hverfissamtökum og leggja
ákveðna hugmyndafræði til grund-
vallar ferðalögum sínum.
Rétt er að undirstrika mikilvægi
safna og annarra fræðslustofnana,
þegar starfsemi af þessu tagi er
undirbúin. Náttúrugripasafnið á
Akureyri gegnir því mikilvægu
hlutverki, Vesturfarasafnið á
Hofsósi og Síldarminjasafnið á
Siglufirði mundu styrkja starfsemi
Umhverfisháskólans, og á það ekki
síst við Hvalasafnið á Húsavík. A
Hólum í Hjaltadal er þróttmikil
starfsemi á sviði fræðslu og rann-
sókna í landbúnaði, auk þess sem
þar eru góðar aðstæður til að
koma upp kirkjusögusafni í tengsl-
um við Hóladómkirkju. Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri
er ört vaxandi norðurslóðastofnun,
sem einbeitir sér að rannsóknum á
samspili mannlífs og umhverfis á
heimskautasvæðum.
Rétt er hins vegar að huga að
því að setja sérstakt safn upp á |
Akureyri, sem helgað væri því
verkefni, sem ekki hefur enn verið
sinnt sem skyldi, en það eru sigl-
ingar, viðskipti og landafundir á
miðöldum.
Slíkt miðaldasafn yrði tengt
verslunarstaðnum að Gásum en
mundi einkum vinna að því að gera
aðgengilegar þær gríðarmiklu j
upplýsingar um miðaldasamfélag, 1
sem er að finna í fornum heimild-
um og enn eru afar óaðgengilegar, ‘
bæði innlendum sem erlendum
ferðamönnum. Er þá ekki síst átt
við lagatextana fornu, sem varpa
miklu og athyglisverðu ljósi á dag-
legt hf manna á miðöldum, lífsbar-
áttu þemra og efnahagslíf. Safnið
yrði staðbundið safn, en jafnframt
yrði unnið að því að koma upplýs-
ingum þess á Netið bæði sem sjálf- j
stæðu netsafni og sem kynningar- I
efni fyrir sjálft miðaldasafnið og
Umhverfisháskólann.
Með tilliti til þessara hugmynda
og þeirra sem kynntar hafa verið
um menningarhús á landsbyggð-
inni er æskilegt að menningarhús
á Akureyri yrði reist á lóð Háskól-
ans á Akureyri og í því húsi yrði
framtíðarbækistöð Umhverfishá-
skóla Evrópu ásamt með safni, t
sem væri helgað miðöldum og sér-
staklega viðskiptum, siglingum,
lagasetningu um viðskipti og efna- '
hagsmál og daglegu lífi á miðöld-
um. Menningarhúsið gæti með
þessum hætti orðið starfsemi Há-
skólans á Akureyri til styrktar og
auðveldað skólanum að tengja vís-
indastarf sitt þróun ferðaþjónust-
unnar og nýsköpunar á sviði
menningar- og ferðamála.
Höfundur er þingmaður.
Umhverfís-
háskóli Evrópu
Tómas I.
Olrich
Afnemum
ranglátan
eignaskatt
EIGNASKATTUR
sem einstakhngur
greiðir af eigin íbúðar-
húsnæði er bæði rang-
látur skattur og í fullu
ósamræmi við eðlileg-
ar og sanngjarnar for-
sendur sem lagðar eru
til grundvallar skatt-
lagningu á einstak-
linga. Þetta er flatur
skattur umfram
ákveðin eignamörk,
óháður tekjum og af-
komu einstaklinga og
öðrum fjárhagslegum
aðstæðum þeiiTa.
Gagnvart fjölmörgum
íbúðareigendum er um
að ræða hægfara eignaupptöku
sem í mörgum tilvikum hefur þau
áhrif að fólk er knúið til að flytja
sig úr húsnæði sem það vildi
gjarnan eiga áfram. A þetta eink-
um við um eldra fólk og þá ekki
Isbm) f Negro
Skólavörðustíg 21a-101 Reykjavík
sími/fax 552 1220
síst einstæðinga, ekkj-
ur eða ekkla.
Eldri borgarar
verst settir
Nálægt 85% þeirra
sem eru 67 ára og
eldri eru eigendur
þess íbúðarhúsnæðis
sem þeir búa í. Á
stærstum hluta þess-
ara eigna hvíla litlar
eða engar skuldir.
Þessir íbúðareigendur
greiða því flestir
eignaskatt. Slík skatt-
lagning stríðir gegn
þeirri stefnu að gera
eldra fólki kleift að
búa í því húsnæði, sem það hefur
byggt upp og hlúð að árum saman,
svo lengi sem mögulegt er og vilji
þess stendur til.
Veigamestu breytingarnar á
álagningu eignaskatta áttu sér
stað árið 1988 og tóku þessar
breytingar gildi gjaldárið 1989.
Megininntak þeirra var að al-
mennir eignaskattar hækkuðu úr
0,95% í 1,2% og tekinn var upp
svokallaður „ekknaskattur" sem
var fólginn í því að af eignum um-
fram 7.000.000 kr. (kr. 11.263.000 í
febr. 1999) greiddist að auki 1,5%.
Þegar umræður fóru fram um
upptöku fjármagnstekjuskattsins
var rætt um að þegar skatturinn
kæmi til framkvæmda yrði eignar-
skattur felldur niður eða lækkaður
verulega. Gjaldárið 1990 var
eignaskattur lækkaður þannig að
„ekknaskatturinn" var lækkaður í
0,75% og tekjutengdur. Gjaldárið
1995 var „ekknaskatturinn“ af-
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
numinn, m.a. í tengslum við vænt-
anlega skattlagningu fjár-
magnstekna. í dag er staðan sú að
almennur eignaskattur er 1,2% og
einstakhngar þurfa ekki að greiða
af fyi’stu 3.743.043 kr. af eigna-
skattsstofni og er sú upphæð tvö-
föld fyrir hjón. Við fráfall skamm-
lífari maka er reiknaður eigna-
skattur hjá langlífari maka eins og
hjá hjónum næstu fimm ár eftir lát
maka.
Rök fyrir niðurfellingu
skortir ekki
Árið 1992 var svokallað aðstöðu-
gjald á fyrirtæki sem sveitarfélög-
in innheimtu afnumið m.a. með
þeim rökum fulltrúa ríkis og at-
vinnurekendasamtaka að gjaldið
væri bæði ranglátt og óeðlilegt þar
sem það tæki á engan hátt tillit til
Eígnaskattur
Niðurfelling eigna-
skatts af íbúðarhús-
næði, segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, þar
sem eigandi hefur
búsetu er mikið
réttlætismál.
afkomu íyi’irtækjanna. Ennfremur
var fyrir nokkium ánim ákveðið
með sömu rökum að fella niður í
áföngum sérstakan skatt á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði. Svip-
uð rök eiga einnig við um eigna-
skattinn.
Niðurfelling eignaskatts af íbúð-
arhúsnæði þar sem eigandi hefur
búsetu er mikið réttlætismál. Hún
stuðlar enn frekar að því að fólk
vilji eignast íbúðarhúsnæði. Jafn-
framt myndi niðurfelling eigna-
skatts auðvelda fjölmörgum eldri
borgurum að búa lengur í íbúð
sinni og skapa aukið öryggi í bú-
setumálum þeirra. Því er nauðsyn-
legt að finna leiðir til að fella niður
eignaskatt af íbúðarhúsnæði. Rök
og forsendur til þess skortir ekki.
Höfundur er borgarfulltrúi og for-
maður Samh. ísl. sveitarfélaga.
Hornsteinn
höllum fæti
VIÐ íslendingar
höfum alla möguleika
til þess að búa vel að
þeirri grunneiningu
þjóðfélagsins, fjöl-
skyldunni, sem á góð-
um stundum er kölluð
hornsteinn þess. Við
búum í tiltölulega litlu
samfélagi, þar sem
auðvelt er að skynja
þarfir og vanda, sem
bæta má úr. Við erum
vel stæð þjóð og telj-
um okkur vera vel
upplýst. Þeim mun
dapurlegra er, hversu
höllum fæti þessi
homsteinn okkar í
rauninni stendur. En það segja
okkur samanburðartölur af ýmsu
tagi.
Útgjöld til félagsmála eru hlut-
fallslega lægst á íslandi af öllum
þjóðum á Evrópska efnahagssvæð-
inu, og þegar litið er til Norður-
landa stöndum við þeim langt að
baki hvað varðar fæðingarorlof og
hvers konar stuðning við barna-
fjölskyldur.
Þetta er þeim mun sérkenni-
legi’a þar sem atvinnuþátttaka
kvenna er hér umtalsvert meiri en
á hinum Norðurlöndunum, að ekki
sé lengra leitað, en það er einmitt
aukin þátttaka kvenna í atvinnulíf-
inu, sem mestu olli um aukinn hag-
vöxt á síðustu áratugum. Það hef-
ur íslenskt þjóðfélag hins vegar
ekki séð ástæðu til að launa kon-
um. Jafnframt eiga íslenskar kon-
ur hlutfallslega flest börnin og hér
er langsamlega hæst hlutfall
barnsfæðinga hjá stúlkum undir
20 ára aldri.
Styst og lægst og minnst
Hér er minnstum fjármunum
varið til fjölskyldu- og barnamála.
Við búum við stysta fæðingarorlof-
ið, lægstu greiðslum-
ar í fæðingarorlofi og
mesta réttleysi feðra.
Öll Norðurlandanna
nema Island tryggja
foreldmm auk þess
foreldraorlof og miklu
meiri rétt til fjarvista
frá launavinnu vegna
veikinda bama. Island
er eitt Norðurland-
anna um að tekju-
tengja barnabætur, og
hvergi er hlutfall
gi’eiðslna foreldra við
rekstur leikskóla
hæma en hér.
Allt þetta, að við-
bættum löngum
vinnutíma, lágum launum og sí-
gildu húsnæðisbasli, gerir það að
verkum, að fjölskyldan stendur
Velferðarmál
Það vakti hlátur á
nýlegri ráðstefnu um
fjölskyldumál, segir
Kristín Halldórsdóttir,
þegar einn fyrirlesara
sagði, að íslensk börn
væru alin upp eins og
harðgert sauðfé.
höllum fæti í íslensku samfélagi.
Þjóðin hefur ekki enn lagað sig
að breyttum aðstæðum. Stjórnvöld
virðast halda, að við búum enn við
það, að karlinn vinni fyrir heimil-
inu, konan sé heima til þjónustu
fyrir alla og barneignir einkamál
hvers og eins.
Þessi vanræksla íslensks þjóðfé-
lags í málefnum fjölskyldunnar er
Kristín
Halldórsdóttir
í.
::