Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 39
38 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ENDURSKOÐUN
ALMANNA-
TRYGGINGA
FORMAÐUR Tryggingaráðs, Bolli Héðinsson, hvetur til
þess, að heildarendurskoðun fari fram á almannatrygg-
ingakerfínu. Hann telur nauðsynlegt, að þau kerfí, sem hafa
úrslitaáhrif á afkomu fólks, skattkerfíð, lífeyrissjóðakerfíð
og lífeyriskerfí almannatrygginga, verði skoðuð í samhengi.
An þess verði engin trygging fyrir því, að tekjutilfærslur
ríkisins lendi hjá þeim, sem mest þurfí þeirra með. Minna
má á, að samráðsnefnd aldraðra og ríkisstjórnar hefur
einmitt lagt til, að kannað verði, hvert samspil þessara
þátta er á afkomu aldraðra.
Formaður Tryggingaráðs segir m.a. í viðtali við Morgun-
blaðið í gær, að bætur skiptist í eiginlegar lífeyristrygging-
ar almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um fé-
lagslega aðstoð. Alls séu bótaflokkarnir 10-17, eftir því
hvernig talið er, og þessi fjöldi geri kerfíð flókið og ógegn-
sætt. Könnun á tilhögun bóta og bótaflokka muni leiða í
ljós, að fækkun þeirra verði lífeyrisþegum til góðs og bóta-
fjárhæðir nýtist betur.
Tilraunir til að endurskoða almannatrvggingakerfíð segir
Bolli Héðinsson ekki hafa skilað neinum árangri. „Endur-
skoðun almannatryggingakerfísins hefur nú staðið í a.m.k.
hálfan annan áratug án þess að nokkur niðurstaða sé í sjón-
máli. í mínum huga er Ijóst, að viðfangsefni af því tagi, sem
endurskoðun almannatrygginga er, þarfnast annarra
vinnubragða en tíðkast með hefðbundinni endurskoðun
lagabálka," segir hann og telur fullreynt, að frumvinnan
verði ekki unnin af stórum hópi allra hagsmunaaðila og
allra stjórnmálaflokka. Þeir geti komið að málinu á síðari
stigum. Jafnframt telur hann, að ráðherra eigi að skipa
stjórn Tryggingaráðs, en ekki aðeins formann úr hópi, sem
Alþingi kýs. Loks álítur Bolli, að breyta eigi fjármögnun
heilbrigðiskerfisins. Tryggingastofnun eigi að gegna hlut-
verki sjúkrasamlags allra landsmanna og verða þannig við-
semjandi um kaup á þjónustu jafnt innlendra sem erlendra
sjúkrastofnana.
Full ástæða er til að umræða fari fram um þessar tillögur
formanns Tryggingaráðs. Um alllangt skeið hefur verið
augljóst, að almannatryggingakerfið gegnir ekki því hlut-
verki, sem kröfur erur gerðar um nú til dags. Nægir þar að
nefna kvartanir aldraðra, öryrkja, sjúkrastofnana og fleiri
aðila innan heilbrigðiskerfísins. Markmiðið hlýtur að vera
það, að almannatryggingakerfið verði skilvirkt og þjóni til-
gangi sínum.
ENGINN VILL ÓBREYTT
KVÓTAKERFI
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs, vakti athygli á því í sjón-
varpsumræðum í fyrrakvöld, að enginn þeirra stjórnmála-
flokka, sem nú bjóða fram til Alþingis, vilja óbreytt kvóta-
kerfí og sagði að þetta væri sá pólitíski árangur, sem náðst
hefði af umræðum síðustu ára. Þetta er auðvitað alveg rétt.
Talsmenn allra stjórnmálaflokkanna hafa með einum eða
öðrum hætti lýst vilja til þess að standa að breytingum á
núverandi kerfí fískveiðistjórnar.
Þetta er mikilvægur áfangi á langri leið, sem enginn
skyldi gera lítið úr. Með þessum áfanga hefur verið lagður
gi-undvöllur að því, að gengið verði til þess verks að finna
lausn á þessu mikla deilumáli, sem allir geti sæmilega við
unað. Þessi árangur breytir hins vegar ekki þýðingu þess,
að fiskveiðistjórnarkerfið verði til umræðu í kosningabar-
áttunni. Slíkar umræður eru ein af aðferðum lýðræðislegra
stjórnarhátta til þess að nálgast málamiðlun og niðurstöðu.
Þess vegna er mikilvægt, að frambjóðendur hlusti vel á
raddir kjósenda um þessi málefni og ræði þau á framboðs-
fundum og í samtölum við kjósendur í kjördæmum sínum.
Með þeim hætti átta þingmenn, sem sitja á Alþingi næsta
kjörtímabil og koma að lausn málsins, sig betur á því, hvað
fólk getur orðið sátt við og hvað ekki. Þess vegna er mikil-
vægt að umræðurnar fari fram, þótt málið sé augljóslega
komið í jákvæðari og farsælli farveg en áður.
Umfangsmiklar endurbætur gerðar á Dómkirkjunni
Kirkjan verður endur-
nýjnð að utan sem innan
Umfangsmiklar endur-
bætur eiga sér stað á
Dómkirkjunni í Reykja-
vík og munu þær standa
fram á haust. Marinó
Þorsteinsson, formaður
endurbótanefndar, sagði
Rögnu Söru Jónsdóttur
að svo umfangsmiklar
endurbætur hefðu ekki
verið gerðar á kirkjunni
síðan 1879, þegar hún
var lagfærð að utan.
FRAMKVÆMDIR utanhúss
era þegar hafnar en reikn-
að er með að innanhúss-
framkvæmdir hefjist 19.
apríl nk. Endurbætur á Dómkirkj-
unni hafa átt sér langan undirbún-
ing og aðdraganda. Þótt þær séu
viðamiklar mun kirkjan að mestu
halda uppranalegu útliti sínu. Litir
innanhúss sem utan verða þeir sömu
og allt múrverk og mynstur munu
halda sér.
Helstu sjáanlegu breytingar
verða þær að skipt verður um gólf í
kirkjunni. I stað flísa og timburs
verður gólf í framkirkju, forkirkju
og skráðhúsi klætt Ijósu líparíti.
Undanskilinn er gólfflötur undir
bekkjum kirkjunnar, þar sem lagt
verður timbur. Einnig verða tvær
súlur undir sönglofti fjarlægðar og
gólfið styrkt með bitum í staðinn.
Kirkjubekkir niðri verða styttir um
70 cm og þannig myndað gagnrými
með útveggjum. Bekkirnir verða
auk þess endurbættir og gerðir
þægilegri til setu en þeir era nú.
Grásteinn í
stað múrsteins
Segja má að kirkjan verði sem ný
að loknum endurbótunum. Vatns-
lagnir verða endurnýjaðar, skipt um
ofna og sett verður hitalögn í gólf í
forkirkju og skráðhúsi. Rafkerfi
verður lagfært og endurnýjað, org-
elpípur verða teknar niður og
hreinsaðar, kirkjuloft endurbætt og
hljóðeinangrað og strigi í loftum
undir pöllum verður fjarlægður og
klæðning endurnýjuð og bætt. Stig-
ar í forkirkju verða lagfærðir,
gluggar teknir upp og skipt um gler
í þeim auk þess sem kirkjuloft verð-
ur endurbætt og hljóðeinangrað.
Kirkjan verður máluð að innan
sem utan, en að utan verður
skemmd múrhúð að auki lagfærð.
Þegar kirkjan var byggð árið 1796
var hún aðeins ein hæð og byggð úr
grásteini. Árið 1848 var hún stækk-
uð í það sem hún er í dag og var þá
notaður danskur múrsteinn. Árið
1879 var kirkjan farin að leka vegna
skemmda í múrsteininum og var þá
gert við hana með því að setja grá-
stein eins og uppranalega var í
kirkjunni í stað múrsteinsins. Gafst
sú aðferð vel og verður slíkt hið
sama gert nú, en mikil rannsóknar-
vinna hefur átt sér stað á því hvem-
ig endurbæturnar fóra fram 1879.
Þegar hefur verið hafist handa við
að fjarlægja skemmdan múrstein og
verður grásteinn settur í staðinn. Að
utan verður hleðsla einnig lagfærð
og endurgerðir skrautlistar og strik-
un.
Kostnaður áætlaður
100 milljónir
Flosi Ólafsson, múrarameistari
hjá verkfræðistofunni Línuhönnun
hf., hefur umsjón með verkinu að ut-
Morgunblaðið/RAX
SKEMMDUR múrsteinn er fíarlægður og grásteinn, eins og upphafiega var notaður í kirkjuna, er settur f
staðinn enda hefur reynslan sýnt að hann reynist vel.
GLUGGAR kirkjunnar verða endurnýjaðir og skipt verður um gler.
AÐ innan verður kirkjan máluð og endurnýjuð að mörgu leyti. Helsta
sýnilega breytingin verður ný gólfklæðning. Líparítgólf verður sett í stað
timbursins sem nú klæðir kirkjugólfið, að undanskildum flötunum undir
bekkjunum.
ENDURBÆTUR á Dómkirkjunni
að utan hófust fyrir skömmu.
Flosi Ólafsson, múrarameistari
hjá verkfræðistofunni Lfnuhönn-
un hf., (t.v.) hefur umsjón með
verkinu að utan. Marinó Þor-
steinsson er formaður endurbóta-
nefndar Dómkirkjunnar.
an en Línuhönnun hf. hefur umsjón
og eftirlit með öllu verkinu. Hönnuð-
ur breytinganna er Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt. Að sögn Flosa þarf
einna helst að gera við múrsteins-
skemmdir á suðurhlið kirkjunnar,
austurgafli hennar og skráðhúsi.
Þriðji hluti breytinganna er end-
urnýjun kirkjuturnsins. Að sögn
Marinós Þorsteinssonar, formanns
endurbótanefndar, verða breytingar
á honum eins og innanhússfram-
kvæmdum boðnar út. Klæðningin
verður endurnýjuð og veðurviti end-
ursmíðaður. Klukknaport verða
endurgerð og færð í upprunalegt
horf og gert verður við úrskífur og
bjöllufestingar.
Að sögn Marinós er áætlað að
endurbæturnar kosti 100 milljónir.
Ekki sé þó vitað hvort það standist
þar sem ekki sé ljóst hve mikið þurfi
að gera, til dæmis varðandi lagnir,
og það verði að koma í ljós á tímabil-
inu. Kirkjan verður lokuð frá og
með 19. apríl og verður síðasta
ferming í kirkjunni sunnudaginn 18.
Stefnt er að því að opna kirkjuna á
ný í byrjun október, eða fyrir setn-
ingu 'Álþingis. Meðan á viðgerðum
stendur verður helgihald Dóm-
kirkjusafnaðarins að mestu í Frí-
kirkjunni.
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 39 ^
Sláturfélag Suðurlands hefur byggt 1.800 fermetravið kjötvinnsluna á Hvolsvelli
SvigTÚm til frekari vaxtar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VINARPYLSUR í framleiðslu, Jón Gunnar Jónsson framleiðslustjóri SS og Leifur Þórsson verksmiðjustjóri á •,
Hvolsvelli við færibandið.
UNNIÐ að kjötskurði við flæðilínu, fyrstu flæðilínuna í íslenskri kjötvhinslu.
SS hefur stækkað og
endurskipulagt kjöt-
vinnslu sína á Hvolsvelli
en hún er stærsta kjöt-
vinnsla landsins og
framleiðir ýmsar af
kunnustu kjötafurðun-
um á markaðnum, meðal
annars Vínarpylsurnar
landsfrægu. Helgi
Bjarnason gekk þar um
sali með framleiðslu-
stjóra SS og verk-
smiðjustjóranum. Þeir
segja að tilgangur
stækkunarinnar sé að
bæta úr brýnni húsnæð-
isþörf og skapa svigrúm
til aukinnar starfsemi.
EGAR kjötvinnsla Sláturfé-
lags Suðurlands var flutt af
Skúlagötunni í Reykjavik á
Hvolsvöll árið 1991 var sauð-
fjársláturhúsi félagsins þar breytt og
bætt við það til að það hentaði fyrir
starfsemi kjötvinnslunnar eins og hún
var þá. Síðan hefur starfsemin aukist
verulega, meðal annai-s vegna vöru-
þróunar, og var húsnæðið farið að
þrengja illilega að starfseminni á síð-
asta ári. Jón Gunnar Jónsson, fram-
leiðslustjóri SS, segir að nauðsynlegt
hafi verið að stækka húsnæðið og nið-
urstaðan orðið að bæta við 1.800 fer-
metra verksmiðjurými og gjörbreyta
deildaskiptingu í eldra húsnæðinu.
Viðbótarhúsnæðið hefur nú allt verið
tekið í notkun og lagfæringum á eldra
húsnæðinu er að ljúka. Kjötvinnsla SS
er eftir stækkunina í 7.300 fermetra
húsnæði og eru starfsmenn um 150.
Sláturfélagið er með skrifstofur og
dreifingarstöð í Reykjavík, alhliða
sláturhús á Selfossi og sauðfjái’slátur-
hús á Kirkjubæjarklaustri og við Laxá
í Leirársveit, auk kjötvinnslunnai’ á
Hvolsvelli.
Öll framleiðslan er á Hvolsvelli og
er það stærsta kjötvinnsla landsins.
Þaðan fara um 15 tonn af unnu kjöti
og tilbúnum réttum á dag. Kjötvinnsl-
an tekur við 220 svínaskrokkum á
hverri viku, 75 nautgripum og um
2.000 dilkaskrokkum. Auk þess flytur
SS inn hráefni og kaupir af öðrum
framleiðendum og innflytjendum, til
dæmis soðinn kjúkling og fisk í til-
búnu réttina.
Aukning í tilbúnum réttum
Fyrir utan það að bæta úr brýnni
þörf núverandi starfsemi fyrir aukið
húsnæði er tilgangur stækkunarinnar
að skapa svigrúm til frekari vaxtar í
framtíðinni og laga vinnsluna að kröf-
um sem Evrópusambandið gerh’ um
innflutning á kjöti og kjötvörum enda
telur Jón Gunnai’ að sambærilegar
kröfur verði í framtíðinni gerðar á inn-
lenda markaðnum.
Aðstaða til framleiðslu tilbúinna
rétta hefur stórbatnað með viðbygg-
ingunni. Fyrir sex árum hóf SS fram-
leiðslu tilbúinna rétta undir vöru-
merkinu 1944 og hefur framleiðslan
vaxið stöðugt frá þeim tíma. Að sögn
Leifs Þórssonar, verksmiðjustjóra SS
á Hvolsvelli, hefur fyi’h’tækið nú 25
rétti á boðstólum og þrír til viðbótar
eru í undirbúningi.
Pökkun á fersku kjöti í sjálfsaf-
greiðslupakkningar fyrir stórmarkaði
fær aukið rými. Hefur sá þáttur starf-
seminnar aukist verulega á undan-
förnum árum enda hefur það færst í
vöxt að stórmarkaðh’ loki kjötborðuin
og kaupi kjötið pakkað. Fyrh’ klukkan
átta á kvöldin panta búðh’nar það sem
vantar í hillurnar fyi-h- næsta dag. St-
arfsfólk SS á Hvolsvelli tekur kjötið til
á kvöldin og pakkar því á nóttunni í
bakka með filmu, svokallaðar loft-
skiptar umbúðh’, og er varan komin í
búðirnar fyrir opnun um morguninn.
Kjötið hefur skamman geymslutíma
eftir að búið er að vinna það og pakka
með þessum hætti, eða 5-8 daga, og er
því lögð áhersla á að koma því fersku í
verslunina. „Við erum aðeins frá
markaðnum og þetta er okkar aðferð
til að þjóna honum,“ segir Jón Gunnar.
Ný moðnunaraðstaða
Aðstaða til framleiðslu á svokölluð-
um þurrpylsum, það er að segja
spægipylsu og pepperoni, hefur stór-
batnað. Þar er nú eitt fullkomnasta
moðnunarherbergi landsins en í því er
þurrpylsan geymd, líkt og rauðvín í
tunnum, þar til tiltekin rýrnun hefrn-
orðið. Framleiðslan hefur vaxið veru-
lega á undanfómum árum með tilkomu
pizzunnar en einnig hefur sala áleggs
failð vaxandi. Leifm- telur að miklir
möguleikar séu til vaxtar á þessu sviði,
bæði í pylsugerð af ýmsu tagi og fram-
leiðslu ýmiskonar séi’vöru að erlendri
fyrh’mynd. Aðstaðan mun gera SS
kleift að sækja fram á þessum markaði.
I nýja húsinu hefur verið útbúið sér-
stakt rými til að vinna með súrmat.
Sala á þessum þjóðlega mat hefur ver-
ið að aukast, jókst til dæmis um fjórð-
ung hjá SS á síðasta ári. Að sögri Leifs
stendur salan yfir í lengri tíma en áð-
ur, hefst til að mynda löngu fyrir ára-
mót. Segir hann að bætt aðstaða sé því
kærkomin.
Eins og sést á upptalningu á þeim
vörum sem fá aukið rými við stækkun
og skipulagsbreytingar í kjötvinnslu
SS, að súrmatnum undanskildum,
fylgja breytingarnar hjá SS þeim
breytingum sem orðið hafa í fram-
leiðslu og sölu á kjöti. Sala á tilbúnum
réttum, forsteiktum og svo tilbúnum
steikum hefur aukist en á sama tíma
hefur sala á kjöti í heilum og hálfum
skrokkum nánast lagst af og sala á
frosnu dilkakjöti og öðram hefðbundn-
um afurðum minnkað stórlega. „Tím-
inn sem fólk gefur sér til að undirbúa
máltíð og matreiðslu hefur styst veru-
lega og algengara að það kaupi tilbúna
rétti og vörur sem eru einfaldar og
fljótlegar í matreiðslu," segir Jón
Gunnai’ Jónsson.
Flæðilína við kjötskurð
Breytingai’ á neysluvénjum kalla
einnig á aukinn kjötskurð. Fólk vill
steikurnai’ beinlausar, tilbúnar til mat-
reiðslu. Sláturfélag Suðurlands hefur
nú útbúið bestu aðstöðu sem völ er á í
dag til að taka á móti og skera kjöt og
miðar hún að því að auka geymsluþol
þess. Skrokkarnir og einstakir hlutar
þein’a eru fluttir á krókum sem hanga
í brautum frá flutningabílnum, í gegn
um móttökurými, að niðurhlutun, í
kæli og að kjötskurðarborði. Kjöt-
skurðurinn fer fram við flæðilínu, hina
fyrstu hér á landi. Kjötiðnaðarmenn-
irnir og aðstoðarfólk þeirra vinna í
gæðatengdu ábatakerfi við skurðinn.
Segh’ Leifur að flæðilínan auki afköst
og það sem meira máli skipti, kjötið
fari hraðar í gegn um vinnsluna og sé
því styttri tíma utan kælis. Segir hann
að rannsóknir sýni að það dragi um-
talsvert úr geymsluþoli kjöts ef það
nær að hitna í vinnslunni. Þá vekur
hann athygli á að færsla kjötsins með
brautum auðveldi vinnu fólksins og
það þurfi minna að koma við afurðirn-
ar.
Þótt flæðilínan sé dæmi um tækni
sem flýtir vinnsluferlinu er erfitt að
koma við mikilli sjálfvirkni í kjöt-
vinnslunni. „Mai’kaðurinn hér er lítill
og við verðum því að framleiða fjölda
tegunda í sömu kjötvinnslu. Við fram-
leiðum nú hátt í 300 tegundir og
stöðugt er verið að þróa nýjar. Það
þýðir að við þurfum sífellt að skipta á
milli afurða til að þjóna markaðnum og
það gerir okkur erfiðara um vik að
nota sjálfvirk tæki eins og við sjáum
mikið í sambærilegum verksmiðjum
erlendis. Þar eru heilu verksmiðjurnar
til dæmis eingöngu í framleiðslu á
skinku, aðrar í tilbúnum réttum og svo
framvegis, og flestar taka við kjötinu
úrbeinuðu,“ segir Jón Gunnar.
Leifm’ telur óábyrgt að krefjast
þess að íslenskur matvælaiðnaður geti
framleitt matvæli á sama verði og
stórar verksmiðjur erlendis. Þótt SS
hafi náð upp ágætis afköstum í kjöt-
vinnslu sinni þá verði framleiðnin á
mann aldrei neitt í líkingu við það sem
sérhæfð fyrirtæki erlendis ná. „Við
verðum í staðinn að keppa á gi’undvelli
gæða og gengur ágætlega,“ segir
hann.
Möguleikar í útflutningi
Unnið er að breytingum á kjöt-
vinnslunni með það fyrir augum að
sótt verði um vinnsluleyfi fyrir mark-
aði í Evrópu og Bandaríkjunum. Slát-
urhús SS á Selfossi hefur leyfi Evr-
ópusambandsins til að slátra dilkum til
útflutnings til Evrópu og hefur náð
ágætum árangi’i í útflutningi lamba-
skrokka, læra og hryggja á þann
markað. Hins vegar hefur félagið ekki
leyfi til að vinna kjöt til útfiutnings.
Jón Gunnar telur að útflutningsleyfi
myndi skapa talsverða möguleika,
einkum við útflutning á unnu lamba-
kjöti og jafnvel á tilbúnum réttum. Þá
þyki Vínarpylsurnar sérstök vara sem
kunni að eiga möguleika á ákveðnum
mörkuðum. „Við ætlum okkur ekki að
sigra heiminn, heldur athuga mögu-
leika á tilteknum mörkuðum sem eru
líkir okkai- heimamarkaði, til dæmis á
Norðurlöndunum og í Norður-Þýska-
landi. Islenska lambakjötið hefur
ákveðna gæðaímynd á þessum mörk-
uðum. Þótt við næðum aðeins til ís-
lendinga sem búsettir eru i Danmörku
eða jafnvel bara í Kaupmannahöfn, þá
yrði það ágætis viðbót fyrir okkar
vinnslu," segir Jón Gunnar.
Dýi’t er að framleiða íslenska
lambakjötið en Jón Gunnar telur að
unnt sé að selja það þótt dýrt sé.
Ákveðnir hópar fólks vilji kaupa sér-
staka vöru, þótt hún kosti meira.
18 milljón pylsur
Jón Gunnar nefndi Vínarpylsurnar,
sem eru flaggskip kjötvinnslu SS og í
raun félagsins í heild. Vínarpylsurnar
hafa verið framleiddar með sömu upp-
skrift frá því um 1930 þegar danskur
kjötiðnaðarmaðm’ kom upp með hana.
Á Hvolsvelli eru framleiddar um 18
milljón pylsm’ á ári og eru þær lang-
mikilvægasta afurð fyrirtækisins. Þótt
samkeppnin sé hörð er SS með yfir
80% hlutdeild í pylsumarkaðnum og
pylsan hefur haldið sínu þótt aðrir
skyndibitar hafi komið til sögunnar,
svo sem pítan, hamborgai’inn, samlok-
an og pizzan.
„Við höfum lagt áherslu á að hafa
gæðin örugg. Neytandinn getur alltaf
gengið að þessari vöru, eins og raunar
öllum okkar framleiðsluvörum, ná-
kvæmlega eins frá degi til dags. Og
það er gamall misskilningur að gæð-
unum sé fórnað við framleiðslu á pyls-
um. Neytendur væra fljótir að átta sig-«
á því,“ segh’ Leifm’.