Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 50

Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 50
'50 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORBJÖRG VERNA , ÞÓRÐARDÓTTIR + Þorbjörg Verna Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1921. Hún andaðist á heimili sínu 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Lýðsson Jónsson stórkaupmaður frá Mörk í Landsveit, f. 30.9. 1884, d. 22.3. ~ 1954, og Þóra Jóns- dóttir húsfreyja frá Skipholti í Reykja- vík, f. 5.11. 1885, d. 11.5. 1956. Þorbjörg ólst upp ásamt systkinum sínum, Jóni, f. 1907, d. 1973, Þórunni Jónu, f. 1911, d. 1997, og Helgu, f. 1925, í Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Systir hennar og al- nafna dó úr taugaveiki tíu ára gömul 1919. Hinn 3. janúar 1957 giftist Þorbjörg Hirti Olafssyni Theo- dórs húsasmiðameistara. For- eldrar hans voni Ólafur Theo- dórs húsasmiður frá Melstað í Miðfírði, f. 8.9. 1876, d. 10.12. ^ 1946, og Sigríður Bergþórsdótt- ir lrá Gufunesi, f. 25.8. 1883, d. 28.5. 1959. Börn Þorbjargar og Hjartar eru fjögur. 1) Þóra hjúkrunarfræðingur, f. 11.9. 1957, maki Ingólfur Björgvin Krisljánsson kennari, saman eiga þau dæturnar Margréti, f. 1983, og Ingibjörgu Sól, f. 1994. Þóra átti fyrir dótturina Önnu Þorbjörgu, f. 1980. 2) Sigríður líffræðingur, f. 25.2. 1959, maki Þorbjörn Tómasson rafvélavirki, . saman eiga þau dætumar Þór- Þá er hún Þorbjörg vinkona mín búin að kveðja. Kynni mín af Þor- björgu hófust fyrir rúmum sautján árum og er margs að minnast frá þeim tíma til dagsins í dag, þegar lífsgöngu hennar er lokið. Hún hafði einstaklega góða og ljúfa nærveru, svo það var notalegt og gott að vera í návist hennar, og saman áttum við margar ljúfar stundir. Og margar eru ferðirnar sem við erum búnar að fara í sam- an. Hún ók bíl, en það gerði ég ekki og naut því góðs af. Við fórum suð- ur um sveitir í sumarhús að Laug- arvatni og á hina og þessa staði að ^ég tali nú ekki um Hvammstanga- ferðina til að heimsækja börnin okkar og bamabörn. Þá fórum við til Vestmannaeyja með kvenfélagi Grensássóknar. Það var okkar fyrsta ferð þangað og sú eina. Eg fékk líka oft að fara með henni þegar hún fór á vegum félags síns á fundi og í ferðir hingað og þang- að. Fyrir níu árum fórum við svo með Inga, Þóru, Önnu og Möggu til Austurríkis og höfum við oft rætt um það okkar á milli hvað þessi ferð var einstök. í þeirri ferð henti okkur margt óvænt sem eng- an hefði órað fyrir þegar við lögð- *» um af stað og gerði ferðina jafn eft- irminnilega og skemmtilega og raun bar vitni, þó okkur hafi ekki alltaf litist á blikuna meðan á henni stóð. I þeirri ferð kom það vel fram hvað Þorbjörg var hógvær og stillt kona og hef ég oft hugsað um það síðan. Einn daginn vorum við stödd í Salzburg og þá hendir okkur það óhapp þar sem við vorum á gangi að stór trukkur ekur framhjá okk- ur og rekst utan í götuspegil, sem festur var í nálægt hús, með þeim afleiðingum að hann brotnar og %glerbrotunum rignir yfir Þor- björgu og þurfti hún að fara á sjúkrahús þar sem gert var að sár- um hennar og mörg glerbrot fjar- lægð úr öxlinni. Meðan beðið var eftir sjúkrabílnum birtist ábúðar- mikill lögreglumaður til að taka skýrslu um atburðinn. Nú var úr . i^öndu að ráða. Aumingja maðurinn ^alaði ekki stakt orð í ensku og menntaskólaþýska krakkanna virt- unni, f. 1993, og Þórhildi, f. 1996. Sigríður átti fyrir börnin Hjört, f. 1987, og Guðbjörgu, f. 1989. 3) Hjörtur húsasmiður og lista- maður, f. 13.10. 1961, maki Lilja Guðmundsdóttir rit- ari. Dætur þeirra eru Pet.ra, f. 1992, og Han>a, f. 1998. 4) Ólöf bankastarfs- maður, f. 18.5. 1963, maki Jens Valur Ólason tölvufræð- ingur. Böm þeirra em, Hjördís Helga, f. 1987, Guðbjörg María, f. 1989, og Jóhann Valur, f. 1993. Þorbjörg lauk verslunar- skólaprófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn og starfaði eft- ir það sem einkaritari á lög- fræðistofu í Reykjavík auk þess sem hún kenndi við Námsflokka Reykjavíkur. Hún tók hús- mæðrakennarapróf og kenndi við Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafírði og síðar nær- ingarfræði við Húsmæðrakenn- araskóla Reykjavíkur. Eftir að hún gifti sig tók hún sér hlé frá störfum í nokkur ár en vann síðan sem matráðskona við sér- fæði, fyrst við Borgarspítalann í Reykjavík og síðan við Land- spítalann. Síðustu árin starfaði hún sem ritari við göngudeild Landspítalans. títför Þorbjargar Vernu Þórðardóttur fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ist ekki falla vel að skilningi hans. Þá var það að sjúklingurinn tók sig til og gekk fram og talaði reiprenn- andi þýsku og leysti málið á auga- bragði. Þá sem oftar kom Þorbjörg okkur á óvart með þekkingu sinni og kunnáttu sem hún sá aldrei ástæðu til að flíka á einn eða annan hátt. Þegar gert hafði verið að sárum Þorbjargar var hún ekki að gera meira veður út af þessu en efni stóðu til og þegar blússan hafði verði þvegin var haldið rakleitt á næsta veitingastað og fengið sér gott að borða. I Austurríkisferð- inni endurnýjuðum við líka kynni okkar af reiðhjólum eftir langt hlé og höfðum gaman af. Um skólagöngu hennar veit ég lítið, en hún útskrifaðist úr Hús- mæðrakennaraskólanum og kenndi fyrstu árin á eftir. Þá var hún með verslunarpróf úr dönsk- um skóla. Hjört mann sinn missti hún fyr- ir sextán árum. Þau eignuðust fjögur börn sem öll hafa hlotið góða menntun og staðið sig vel á lífsgöngunni og barnabörnin, sem eru orðin tólf, hafa öll verið ömmu sinni miklir gleðigjafar. Um leið og ég votta börnum þín- um, barnabörnum og tengdabörn- um mína innilegustu samúð vil ég nota tækifærið og þakka þér, Þor- björg mín, fyrir alla vinsemd í minn garð og fyrir þessi ár sem við áttum saman á lífsgöngunni. Kijúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Guð blessi þig um eilífð alla. Margrét. Elskuleg vinkona mín og skóla- systir er látin. Andlátsfregnin kom ekki á óvart þar sem aðdragandinn var langur. Nú lítur Þorbjörg ekki lengur inn eins og hún gerði oft eftir sundferðir fram á Nes og verður þess sárt saknað en eftir standa minningar um kærar samveru- stundir með henni. Kynni okkar og vinátta hafa nú staðið yfír í 57 ár, en í upphafi hafði hún kynnst systur minni Svanhildi á hraðritunamámskeiði. Þorbjörg bjó þá í húsi foreldra sinna, þar sem verslun Jóns Þórðarsonar í Bankastræti var til húsa. Við Svana áttum þá heima í Gimli, svo stutt var á milli vina. Við áttum margar góðar stundir saman bæði heima og heiman. Þorbjörg hafði mikið yndi af útivera og ferðum um landið. Mér er sérstaklega minnis- stæð skemmtileg ferð okkar systr- anna og Þorbjargar um Snæfells- nes á þessum árum svo og göngu- ferðir í nágrenni Reykjavíkur. Hún var einstaklega þægilegur ferðafé- lagi. Hún reyndist mér sérstaklega tryggur og staðfastur vinur. Hún hafði kynnst móður okkar Svönu og þegar við systurnar dvöldumst erlendis heimsótti hún móður okk- ar þótt hvorug okkar væri til stað- ar. Þetta lýsir trygglyndi hennar og vináttu. Þannig leið tíminn þar til árið 1950 að við Þorbjörg hófum nám í Húsmæðrakennaraskóla Islands. Kynni okkar fyrir skólagöngu mót- uðu samskipti okkar síðar í Hús- mæðrakennaraskólanum. Við vor- um vinkonur fyrir og sú vinátta varð til þess að við völdumst oft í sama námshóp. Þá vorum við her- bergisfélagar á Laugarvatni og var þar oft skrafað fram eftir kvöldum um lífið og tilveruna, drauma og framtíðaráætlanir. Þorbjörg var listfeng og á ég ýmsa fallega hluti sem hún færði mér í gegnum árin. Fegurst er þó í huga mér minningin um hana sjálfa, skapgerðin, hlýhugurinn og vináttan sem hún sýndi mér. Hún var hæglát og prúð en hafði eigi að síður sjálfstæðar skoðanir sem hún þorði að fylgja eftir þrátt fyrir að það aflaði henni ekki alltaf vinsælda samferðamannanna. Síðastliðna mánuði höfðum við tið samskipti gegnum símann. Hún hafði lítið þrek til þess að taka á móti gestum en reyndi þrátt fýrir erfið veikindi að halda sambandi og þótti vænt um að heyra frá þeim sem henni voru nánastir. Tveimur dögum fyrir andlátið voru síðustu orð hennar til mín: „Guð veri með þér, elskan.“ Eg sakna Þorbjargar vinkonu minnar mikið og vil nú kveðja hana með sömu orðum. „Guð veri með þér, elskan.“ Eg flyt börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug Sigurgeirsdóttir. Kær skólasystir okkar, Þorbjörg Þórðardóttir, er látin eftir erfið veikindi. í nærfellt hálfa öld var hún ein af samheldnum hópi okkar skólasystra og setti sterkan svip á allar okkar samverustundir. Við nutum vináttu hennar og samveru í öll þessi ár og söknum sannarlega vinar í stað. Haustið 1950 var Húsmæðra- kennaraskóli Islands settur í fimmta sinn. Hann var þá til húsa í Háskóla Islands og skólastjórinn frk. Helga Sigurðardóttir bauð okkur 16 námsmeyjar velkomnar. Þessi hópur kom víðsvegar að af landinu og var um margt ólíkur bæði hvað aldur og undirbúning snerti. Allar áttum við það þó sam- eiginlegt að vera bjartsýnar og hafa trú á það lífsstarf sem þetta nám kæmi til með að veita okkur. Námið var afar erfitt og skólaag- inn strangur, en með frábæru samstarfi og einhug tókst okkur öllum að ná settu marki. A þessum árum var lagður grunnur að vin- áttu sem haldist hefur fram á þennan dag. Þorbjörg er sú þriðja úr hópnum sem kveður. Aður eru fallnar frá Skagfirðingarnir Guðbjörg Haf- stað og Sigurlaug Eggertsdóttir. Fljótlega varð okkur skólasystr- um Þorbjargar ljóst hve vel gerð KRISTÍN AXELSDÓTTIR + Kristín Axels- dóttir fæddist á Akureyri 28. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavxk 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jakobína Jósefsdóttir, f. 31.8. 1887, og Axel Ás- geirsson, f. 16.5. 1895. Einn bróður átti hún, Krislján Ásgeir, f. 28.1. 1928, d. 9.4. 1945. Hinn 13. júní 1953 giftist Kristín Reyni Jónassyni frá Húsavík, f. 10. október 1928, og fluttist hún þá til Húsavíkur, þar sem hún hef- ur búið síðan. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jak- obína, f. 13.4. 1953, gift Kristni Jónssyni, f. 22.3. 1950. Þau eru búsett á Akureyri og eiga tvær dætur. 2) Jónas, f. 1.7. 1954, í sambúð með Brynju Björgvins- dóttur, f. 27.3. 1947. Þau eru búsett á Akureyri, Jónas á þrjú Mamma, ég man hlýja hönd, er hlúðir þú að mér. Það er svo margt og mikilsvert, er móðuraugað sér. Þú veittir skjól og vafðir mig með vonarblómum hljótt. Því signi ég gröf og segi nú: Ó,sofðuværtogrótt. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar þegar ég þurfti á þér að halda. Guð geymi þig, elsku mamma. Þín dóttir, Oddfríður (ía). í dag kveðjum við yndislega konu, Kristínu Axelsdóttur. Eg varð þess heiðurs aðnjótandi í börn af fyrra hjóna- bandi. 3) Oddfríður Dögg, f. 27.3. 1958, í sambúð með Magnúsi Hreiðars- syni, f. 12.1. 1958. Þau eru búsett á Húsavík og eiga tvær dætur og tvo dóttursyni. 4) Axel, f. 12.1. 1960, í sam- búð með Jóhönnu Guðjónsdóttur, f. 20.12. 1960. Þau eru búsett á Húsavík og eiga tvö börn. Hinn 2. maí 1947 hóf Kristín störf hjá Landssíma íslands á Akureyri sem talsíma- vörður og starfaði þar fram að giftingu. Frá árinu 1967 starf- aði Kristín í verslun tengdaföð- ur síns, Skóbúð Húsavíkur, og eftir andlát hans árið 1970 keyptu þau hjón verslunina, sem þau hafa átt og rekið síð- an._ títför Kristínar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þessu lífi að hún var amma mín og það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu en ömmu Stínu. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi á Hólnum hjá henni og afa og á ég margar góðar minningar þaðan. Eftir því sem árin liðu fækkaði stundunum sem við áttum saman en þær stundir sem við áttum voru bara því betri og er ég þakklát fyrir þær allar. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Guð geymi þig. Þín Kristín Magnúsdóttir (Diddý). hún var. Hún var fáguð í fram- komu, snyrtileg í fari, hnyttin í til- svörum, nákvæm og samviskusöm. Við munum vel fagra rithönd henn- ar og snyrtilegan frágang verkefna er hún skilaði kennurum sínum. Hún var einnig fær vélritari og hafði leiðbeint ungu fólki í þeiiri grein á árum áður. Þorbjörg fór oft sínar eigin leiðir og var föst fyrir ef því var að skipta. Hún var mjög listfeng og vann marga fallega muni sem prýddu heimili hennar. Strax að loknu námi réð Þor- björg sig, ásamt skólasystur sinni Erlu Björnsdóttur, að Húsmæðra- skólanum á Laugalandi I Eyjafirði. Það hafa vafalaust verið mikil við- brigði fyrir Reykjavíkurstúlkuna að taka að sér matreiðslukennslu við heimvistarskóla í sveit. Auk venjulegra kennslustarfa, bók- legra og verklegra, þurfti að afla vista og taka þátt í umsjón hins stóra skólaheimilis, helga daga sem virka. En Þorbjörg var vand- anum vaxin og fljótt komu í ljós samstarfs-, skipulags- og kennslu- hæfileikar hennar. Oft minntust þær skólasystur dvalarinnar á Laugalandi og þeirrar dýrmætu kennslureynslu er þær hlutu þenn- an ofur snjóþunga vetur. Þorbjörg hélt áfram að kenna þar til þáttaskil urðu í lífi hennar þegar hún giftist og börnin fjögur fæddust hvert af öðru. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, hún vildi hag hennar sem mestan og var stolt af henni. Þor- björg og Hjörtur áttu sannarlega barnaláni að fagna, öll eru börn þeirra vel menntuð og hafa stofnað fjölskyldur. Skólasystir okkar sem býr í Bandaríkjunum, Erla Kristins- dóttir, sendir samúðarkveðjur heim. Við vottum Þóru, Sigríði, Hirti, Olöfu og fjölskyldum þein-a inni- lega samúð og kveðjum Þorbjörgu með virðingu og þökk. Skólasystur. Elskuleg amma mín er dáin eftir langvarandi veikindi. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn á þessari stundu er mikill söknuður og ég veit að allir sem þekktu ömmu mína munu sakna hennar mikið því hún hafði allt sem prýtt getur eina manneskju. Hún var al- veg einstaklega lagin við fólk og gat alltaf lesið ef eitthvað bjátaði á, mann skorti aldrei neitt þegar amma var nálægt, alveg sama hvað heimurinn gat verið gi-immur, þá var nóg að taka í fallegu hendurn- ar hennar og sjá yndislega brosið hennar, þá gleymdi maður sér al- veg. Amma hafði alveg einstaklega gaman af því að ferðast og þá helst af öllu í bíl, því að upp í flugvél fór hún ekki nema hún nauðsynlega þyrfti og lét hún sig hafa það einu sinni á ári, þegar hún og afi fóru til Kanaríeyja og eyddu þar yfirleitt saman páskunum. Mikill fögnuður var í fjölskyldunni þegar þau komu kaffibrún til baka og þá sérstak- lega hjá yngri kynslóðinni því að allir voru leystir út með rausnar- legum gjöfum og var þar ekkert til sparað. Yfirleitt fylgdi einhver skemmtileg saga á bak við hverja gjöf. Eg hafði sérstaklega gaman af því að ferðast með afa og ömmu um landið, þó að ég hafi kannski ekki alltaf sýnt það, en þegar við vorum búin að keyra í smástund varð ég óróleg en alltaf tókst ömmu að dreifa huga mínum með því að fara með mig í alls konar leiki og ekki skaðaði „mentosið" í hanskahólf- inu, sem var alltaf meðferðis. Eg minnist einnig stundanna sem ég og amma eyddum saman uppi í rúmi eftir að við vöknuðum á morgnana. Þá sagði hún mér marg- ar skemmtilegar sögur af mömmu og systkinum hennar frá því að þau voru lítil. Amma kenndi mér líka ófá lög sem við sungum saman. Eg kveð þig nú, elsku amma. Góður guð veri með þér. Þín Dagbjört.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.