Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MINNING MORGUNBLAÐIÐ + Kjartan Gunnar Helgason var fæddur í Unaðsdal á Snæíjallaströnd 18. september 1925. Hann lést á Landa- koti 26. mars síðast- liðinn. Kjartan var sonur hjónanna Helga Guðmunds- sonar, f. 18.9. 1891, d. 8.10. 1945, Jóns- sonar bónda að Berjadalsá á Snæfjallaströnd og konu hans Guðrún- ar Ólafsdóttur, f. 3.7. 1897, d. 24.11. 1987, K. Þórðarsonar á Strandseljum í Ögursveit, áður bónda í Hest- fjarðarkoti. Heigi og Guðrún hófu sinn búskap á Strandselj- um og bjuggu þar til 1922 og frá 1922-1945 í Unaðsdal. Helga og Guðrúnu varð 16 barna auðið: Guðmundur, f. 1920, d. 1997, maki Margrét Guðmundsdóttir. Guðbjörn Á.S., f. 1921, d. 1985. Ólafur, f. 1921, maki Sigríður Guðmunds- dóttir. Steingrímur, f. 1922, maki Eyvör Hólmgeirsdóttir. Guðríður, f. 1923, maki Gestur Kristjánsson, Kjarfan Gunnar. Guðbjörg Kr., f. 1926, Jón, f. 1927, maki Snjólaug Þorsteins- dóttir. Sigurborg Sigr., f. 1928, sambýlismaður Einar V. Sig- urðsson. Eiginmaður hennar var Sigfús Halldórsson, fátinn. Hannibaf, f. 1930, maki Sjöfn Helgadóttir. Matthías, f. 1931, maki Elín Ragnarsdóttir. Sigur- Iína, f. 1932, maki Steinar B. Hver getur sett sig í spor ungs manns sem þarf að fást við margar stórar fréttir sama dag. Faðir hans látinn úr illvígum sjúkdómi, hann þarf að sjá fyrir stóru heimili með hjálp móður sinnar og yngri systk- ina. Tímamir eru viðsjárverðir, en hann skal einskis láta ófreistað til að fjölskyldunni líði vel, til að búið beri sig og sveitin fagra en harðbýla fái blómstrað. Þetta þrennt var það sem hann lifði íyrir. Fjölskyldan, búið, byggðin. Stundum fannst mér röðin ruglast hjá honum. Þá stóð hann í stappi við hin ýmsu yfirvöld sem gjarnan þóttust vita betur um hvernig framtíð dreifbýlisins væri best borgið. En oft lenti síðasta orð- ið hjá Kjartani í Dal. Gjarnan þurftu hærra virtir herrar að fara að ráð- um bóndans kappsfulla og metnað- argjarna. Elsku pabbi og elsku afi. Takk fyrir allar stundirnar saman. Yndis- legri pabba og afa er ekki hægt að hugsa sér og erfitt að sætta sig við að þú sért horfinn á braut. Þú varst alltaf tilbúinn að eiga stund, alltaf tilbúinn að strjúka tár af kinn. Við söknum þín óumræðilega mikið en vitum að Guð og Jesús passa þig fyrir okkur. Ég man eftir hríðinni svörtu þegar þú varst úti og ég beið eftir þér. „Fer ekki pabbi að koma?“ spurði ég. „Jú, jú,“ sagði amma og gekk á milli glugganna. „Fagranes- inu hlýtur að hafa seinkað.“ „Sonur, þú verður að halda þér fast í bandið, annars þurfum við Lappi að leita að þér.“ „Vertu sæll, elsku drengurinn minn, nú ertu orðinn tíu ára og get- ur alveg verið að heiman í skólanum í einn mánuð. Við mamma þín björgum okkur alveg.“ Óskaplega var gott, afi, að koma til þín í Mosfellsbæinn og kúra við hliðina á þér. Þú varst svo duglegur að segja mér sögur og öxlin þín var svo mjúk og góð. Það er víst að marga mannkosti þarf sá að hafa til að bera sem búið hefur í Unaðsdal. Þó Ólafur jafna- kollur hafi valið sér búsetu á þess- um stað er hann nam Snæfjalla- strönd frá Langadalsá allt til Sand- eyrarár, aldeilis góða dagleið og yfir eitt jökulvatn að fara, þá hefur nafn- ið eitt, þó fegusta bæjarnafn á Is- landi sé, stoðað lítt að vetrarlagi. Fáir staðir eru harðbýlli en Jakobsson. Haukur, f. 1934, maki Ester Sig- urjónsdóttir. Lilja, f. 1935, maður hennar var Jón Valdimars- son, þau skildu. Auð- unn Of., f. 1936, maki Kristín Þ. Gísladóttir. Lára, f. 1938, maki Vignir Ö. Jónsson. Kjartan kvæntist 21. júlí 1951 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Salvöru Stefaníu Ing- ólfsdóttur frá Skjald- þingsstöðum í Vopna- firði, Eyjólfssonar bónda þar, frá Fagraneskoti í Að- aldal, og konu hans Elínar Salínu Sigfúsdóttur frá Einarsstöðum í Vopnafírði. Börn Kjartans og Stefaníu eru: 1) Elín Anna, starfs- maður á Haukeland-sjúkrahúsinu í Bergen, f. 17.2. 1951. Maki Hrafnkell Baldur Þórðarson, yf- irlæknir í Bergen, f. 31.7. 1952. Börn þeirra: Reynir Snær, nemi, f. 18.6. 1975. Eyþór Atli, nemi, f. 25.10. 1976. Sólrún Stefanía, nemi, f. 17.3. 1980. Hrafnkell Freyr, nemi, f. 24.3. 1981. Kjart- an Gunnar, nemi, f. 12.4. 1989. 2) Helgi, starfsmaður More Edelfisk í Molde, f. 15.3. 1952. Fv. maki, Ásta Albertsdóttir, þau skildu. Börn þeirra: Gunnar Þór, sölu- maður, f. 23.10. 1974, dóttir hans Birta María, f. 28.1. 1997. Stefán Orri, nemi, f. 23.10. 1976. Sigrún Edda, nemi, f. 12.7. 1982. Sunna Rut, nemi, f. 27.3. 1990. 3) Ingi- björg, bréfberi, f. 7.7. 1955. Maki Einar Þórir Magnússon, rafvirki, f. 26.6. 1955. Börn þeirra: Magn- Snæfjallaströnd. Drangajökull skýl- ir að sumri en er öllu óvægnari að vetrarlagi. Þetta veit sá einn sem reynir. Fólk sem býr við þessar að- stæður þarf umfram allt að vera samtaka. Það voru hjónin í Unaðs- dal svo sannarlega ætíð og ekki síst þegar erfiðleikar steðjuðu að. Enda var Unaðsdalsbúið stórt, mörgu þurfti að sinna og margir í heimili. Takk, elsku pabbi, og takk, elsku afi, fyrir allar góðu stundirnar. Takk fyrir að fá að hlæja með þér og gleðjast. Þú ert langbesti pabbi og afi í öllum heiminum. Angar Unaðsdalur eins og fyrr á tíð, húsatún, fjara og hlíð, kirkja og sveitasalur sumarveður blíð. Hví er þá stundin stríð? Er fullvirðisréttur falur? Að flytja á annan stað? Fámennið amar að. Á þá að falla frá fegursta bæjarnafnið sem Islandssagan á? Á ströndinni bíða bæir, bæir tveir. Óvissir eru þeir. Það er erfítt að yfirgefa óðul og minningalönd. En við örlögum tímans reisir enginn rönd. Blaktir spurning í brjósti: Hvað bíður þín, Snæfjallaströnd? (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Ingólfur, Stefanía Dröfn og Jón Gunnar. Elskulegi tengdapabbi. Ég er svo þakklát fyrir árin sem ég fékk að eiga þig sem tengdafoður, þó að þau ár hafi verið allt of fá. Þú varst mér sem annar faðir. Ég hafði nýlega misst minn ástkæra föður þegar ég kynntist þér, elsku Kjartan, og þú reyndist mér sem góður pabbi. Elsku Kjartan, það er svo margt sem mig langar til að segja, margar minningar sem skjóta upp kollinum á þessum tímamótum. Tíminn var of stuttur. Ég átti eftir að segja þér svo margt, hve mér þótti vænt um þig, hve mikils virði þú varst mér. En það er ekki of seint því ég veit og trúi að þú sért með okkur öllum ús, nemi, f. 30.1. 1981, Salvör Ósk, f. 1.3. 1994, dóttir Einars; Hrafnhildur Ása, f. 29.4. 1976. 4) Ingólfur, skólastjóri, f. 23.9. 1962. Maki Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, leiðbeinandi, f. 25.9. 1956. Börn þeirra: Stefanía Dröfn, f. 1.6. 1993, Jón Gunnar, f. 14.1. 1995. Dætur Jörgínu eru: Eva Lind, hárgreiðslunemi, f. 28.7. 1977, sambýlismaður Daði Hrafnkelsson, nemi, dóttir þeirra Rebekka Ellen, f. 15.8. 1998. Ninja Dögg, nemi, f. 1.9. 1983. Kjartan ólst upp í Unaðsdal við almenn sveitastörf. Hann fékk sína barnaskólamenntun í sinni sveit en sótti síðar ýmis námskeið er vörðuðu búnaðar- störf. Kjartan tók við búi í Un- aðsdal með móður sinni og yngri systkinum haustið 1945 er faðir hans lést. Hann stýrði þar búskap ásamt móður sinni til 1950 er þau Stefanía tóku alfar- ið við rekstri búsins. í Unaðsdal bjuggu þau til 1994 er búskapur lagðist þar af og hafa átt heim- ili í Mosfellsbæ siðan. Kjartan gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sína sveit. Hann sat í hreppsnefnd Snæfjalla- hrepps í meira en þijátíu ár, var oddviti, sat í sýslunefnd N- ísafjarðarsýslu í rúm tuttugu ár og sat í ýmsum nefndum á veg- um hreppsins. Þá sat hann í stjórn Mjólkursamlags Isfirð- inga í tuttugu og fimm ár. Utför Kjartans er gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. stundum þó að við sjáum þig ekki. Ég veit að nú líður þér vel og þú ert eins og þú varst vanur, kátur og glaður og pínulítið stríðinn. Ég trúði því aldrei að þú fengir ekki að njóta góðra ára. Þig langaði að gera svo margt. Af hverju er lífið svona? Þess í stað máttir þú heyja erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem bar sigur út býtum að lokum. Allan þann tíma barst þú höfuðið hátt. En svo kom símtalið, þér hafði hrakað og örfáir klukkutímar Iiðu. Þá var okkur sagt að allt væri búið. Þú varst dáinn. Því miður var stundin runnin upp. Það er komið að kveðjustund, elsku Kjartan. Á slíkum stundum lítum maður um öxl og upp koma minningar og myndir liðinna tíma. í Unaðsdal höfum við Ingólfur lifað mestu hamingjustundir lífs okkar. Þú samgladdist af öllu þínu hjarta og fyrir þessar stundir verðum við alltaf innilega þakklát. Við geymum þær í hjarta okkar um ókomna tíð eins og við geymum minninguna um þig- Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku Kjartan. Megir þú hvfla í friði. Elsku Stefa, þér votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa þér styrk í þinni miklu sorg. Þín tengdadóttir, Jörgína. Sem ábúandi í Unaðsdal á Snæfjallaströnd öðlaðist Kjartan móðurbróðir minn goðsagnakennda vídd fyrir frændgarð sinn. Hann varð tengiliður við dulmagnaðan uppruna, við kynngimagnaðan stað sem fóstrað hafði ein frjósömustu hjón landsins, ömmu mína og fjöl- margra annarra, hana Guðrúnu Olafsdóttur, sextán barna móður í mannheimum, að ógleymdum harð- jaxlinum honum Helga afa. Þau höfðu keypt af kjarkmanninum Kol- beini í Dal og tekist að erja jörðina og húsa upp á nýtt þrátt fyrir kreppu og basl. Við þessum hornótta veruleika tók Kjartan Helgason og hélt þannig uppi merkjum íslenskrar bændamenn- ingar í þúsund ár. En það var ekki sjálfgefið. Einn haustdag í lok seinni heims- styrjaldarinnar - Kjartan var þá elstur sona í föðurgarði - berst hon- um bréf sunnan af Selfossi. Það er frá föður hans sem liggur banaleg- una syðra. Hvort hann vilji ekki taka við búinu og hjálpa móður sinni að koma börnunum á legg, þeim sem yngri eru? - Maður getur reynt að ímynda sér hvernig tvítugum manni sem hefur vel getað hugsað sér annað hlutskipti er innanbrjósts þegar hann les þetta örlagaríka bréf. Enginn veit hvernig það var orðað eða hvað það innihélt að öðru leyti, við vitum það eitt að Kjartani rann blóðið til skyldunnar og axlaði sína ábyrgð af einurð og festu. Er þetta ekki hin sanna hetjudáð? Að bregðast við kvöðum hversdags- ins án þess að æðrast? Alltént geta margir verið þakklátir Kjartani fyr- ir að bregðast vel við á ögurstundu. Fimm árum síðar kemur ný kaupakona í Unaðsdal, ættuð aust- an af fjörðum. Það er Stefanía Ing- ólfsdóttir og Kjartan sver sig þá í ættina með því að „klófesta hana hið snarasta", eins og hann orðaði það við mig á góðri stundu. Þau ákveða að búa í Unaðsdal og halda áfram þeirri uppbyggingu sem þar var hafin. Þetta gera þau af miklum dugnaði og í hálfa öld reka þau eitt myndarlegasta býli við Djúp. Víst er að margur Vestfirðingurinn hef- ur dafnað vel á mjólkinni úr fjósinu í Dal og verið þakklátur fyrir, enda ekki alltaf yfrið framboð af vökvan- um þeim þar vestra. Eftir stöðugar jarðabætur var Unaðsdalur orðinn býsna gjöfult býli. Þai- voru góð tún sem spruttu að öllu jöfnu geysivel. En veturnir voru oft harðir. Norðanstrengur stendur gjarna niður dalinn og gerir illstætt og erfitt að rata. Oft þurfti Kjartan að brjótast við illan leik með afurðirnar inn í Bæi í veg fyrir Djúpbátinn og var nokkrum sinnum hætt kominn, átti einu sinni hundi sínum líf að launa. Stundum þurfti hann að moka á undan sér eða sel- flytja afurðirnar yfir skafla. Starf sem þetta hefur útheimt mikið þrek og þrautseigju og það án allrar áhættuþóknunar. Eftir áratuga glímu við náttúru- öflin standa þau Kjartan og Stefa frammi fyrir því að einungis tvö býli eru eftir á Snæfjallaströndinni, þar sem eitt sinn höfðu búið hundruð manna. Þegar svo er komið ákveða þau að bregða búi og flytja suður í Mosfellsbæ, skilja túnin eftir handa fíflum og sóleyjum. „Eftir nokkur ár verður ekkert gagn í að slá þetta,“ sagði Kjartan við mig fyrir þremur árum og horfði yfir túnin. En það var ekkert við því að gera. Og svo stóðum við í tómu fjósinu einn fagran sumardag þegar sólin fyllti það af sebrahestum og stelk- urinn kvað lífsins ljóð útifyinr eins og ekkert hefði í skorist. Við stóðum þar tveir, hann að loknu ævistarfi, og ég spyr: „Hvernig er þér innan- brjósts?" En treginn var allur minn, hans var léttirinn. Það var léttir manns sem gekk uppréttur, þrátt fyrir allt, frá langærri glímu við náttúniöflin í harðbýlustu sveit á Is- landi. Manns sem hafði orðið að strengja kaðal milli bæjarhúsa og fjóss svo hann fyki ekki út í buskann á leið til gegninga. Er það furða þótt maður hafi stöku sinnum spurt hann á góðum stundum úti á Isafirði - hálft í spaugi, hálft í alvöru - hvort hann hefði nokkuð lesið um Bjart í Sumarhúsum nýlega. Það var hin síðari ár, þegar honum virtist eitt og annað orðið mótdrægt landbúnaðin- um og byggð var á fallanda fæti við Djúp. Ekki það að hann sáði í akur óvinar síns alla tíð eins og sam- verkamaður hans í bókmenntunum, en vissulega voru ytri skilyrði óhag- stæð á stundum og ekki held ég að þau hjónin hafi verið ofhaldin af umbuninni. Unaðsdalur stóð ekki alltaf undir nafni þótt hann skartaði fegursta bæjarnafni sem Islands- sagan á, eins og segir í einu ljóða Guðmundar Inga Kristjánssonar. Margan vetrardaginn, þegar hat- rammur norðanvindurinn dembdi sér niður af jöklinum og þaut voveif- lega í ufsum, hefur hann verið sann- kallaður óyndisdalur. Þá fór ekki KJARTAN GUNNAR HELGASON mikið fyrir útsýninu sem annars er svo óviðjafnanlegt úr stofugluggan- um í Dal og gerir menn víðsýna. Ekki lét Kjartan einangrun og ei-fiðar samgöngur aftra sér frá því að gegna ýmsum stjórnunarstörfum fyrir hönd sinnar sveitar. Oft þurfti hann að halda á fundi til Isafjarðar, sem oddviti, sýslunefndarmaður eða sem stjórnarmaður í Orkubúi Vest- fjarða og Mjólkursamlagi ísfirð- inga, og kom þá sem betur fer oftast við hjá okkur á Urðarveginum. Eftir að þau hjónin fluttust suður undir Esjuhlíðar vörðu þau sumrum vestra meðan Kjartani entist heilsa. Því miður bilaði hún fullsnemma, en það er þó huggun að Kjartan naut þeirra daga sem hann fékk að af- loknu merku ævistarfi, enda maður mannelskur og félagslyndur. Hann var víða heima og hafði næmt auga fyrir spaugilegri hliðum lífsins og því var gott að vera í návist hans. Þessi harðgeri frændi með hlýja brosið byggir nú unaðsdal eilífðar- innar. Oft á ég eftir að hugsa til hans þar og finna fyrir honum í ki’ingum mig. Unaðsdalur á Snæfjallaströnd verður ekki samur eftir í neinum skilningi. Rúnar Helgi Vignisson. Nú þegar mér barst andlátsfregn vinar míns, Kjartans Helgasonar, þar sem ég er staddur á erlendri grund kemur mér í hug hve sterkur stólpi þessi maður var samfélagi sínu við Isafjarðardjúp um langan aldur ásamt konu sinni og fjöl- skyldu í Urðardal á Snæfellsströnd. Hann var um fjölda ára oddviti hreppsnefndar Snæfellshrepps. Kjartan var einstaklega hlýr maður í viðmóti og öll hans störf heima fyr- ir eða á félagslegum vettvangi ein- kenndust af því. Kjartan og Stefan- ía bjuggu afar myndarlegu búi alla sína tíð í Unaðsdal og lögðu sitt framlag ómælt á vogarskálarnar til áframhaldandi byggðar í sínu sveit- arfélagi og við Isafjarðardjúp. Þau brugðu búi fyrir nokkrum árum og hafa að hluta búið í nágrenni við mig hér í Mosfellsbæ en yfir sumar- ið í Unaðsdal. Kjartan var mikill áhugamaður um skautaíþróttina frá barnsaldri og var mikið á skautum við Djúp. Fyrir rúmu ári eða í mars 1998 er hann var nýkominn af spítala eftir aðgerð vegna síns erfiða sjúkdóms fór hann með mér upp á Hafravatn og fór á skauta í síðasta sinn. Ég sendi mínar bestu kveðjur til Stefaníu, barna hennar og fjöl- skyldu. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda. Nafngiftin Unaðsdalur á Snæfjallaströnd felur í sér innri and- stæður hörku og mýktar. Minnir kannski á þá drauma, sem íslensk þjóð ól löngu síðar með sér um sælu- reiti inni á Odáðahraunum landsins á myrkum öldum og köldum, þar sem sauðir gengu sjálfala og hrammur valdsins náði ekki til búandfólks. Samt er nafnið ekki síðari tíma til- búningur. Unaðsdalur er landnáms- jörð og ber vitni fógnuði landnáms- mannsins, Ólafs jafnakolls, þegar goðin af örlæti sínu fengu honum þennan hluta jarðarinnar til stað- festu. Raunar nam Ólafur alla Langadalsströnd og Snæfjallaströnd til Sandeyraróss og mun þar víða nú þykja landkostir jafngóðir eða betri undir bú. En hinu mun erfitt að mót- mæla að óvíða getur betra útsýni um Djúpið allt frá Stigahlíð að Botni. Við nafngiftina fór honum og öðru- vísi en Önundi Tréfæti nágranna sín- um handan Drangajökuls er orti um vistaskiptin: Hef eg lönd og fjölð frænda flýit en hitt er nýjast. Köld eru kaup ef hreppik Kaldbak en læt akra. I frásögn Landnámu af Ólafi jafnakolli er enga eftirsjá að finna. Honum fínnst bersýnilega, eins og Jónasi Hallgrímssyni síðar, að hann sé kominn „hingað í sælunnar reit“. Aðrar landnámsjarðir eru kenndar við menn, eða skepnur eða stað- háttu, segir dr. Haraldur Matthías- son. „Hitt er afar sjaldgæft, að ör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.