Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNING FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 5 7 nefni séu dregin af mannlegum kenndum." Þessari jörð, Unaðsdal, fæðingar- jörð sinni, vígði Kjartan Helgason frændi minn, alla krafta sína og byggði upp sem stórbýli. Auð\dtað má núna að leikslokum spyrja hvort ævistarfíð hafí ekki verið unnið fyrir gýg, þegar ekki aðeins Unaðsdalur heldur Snæfjallaströndin öll er í eyði komin. Mælt á mælikvarða mannsævinnar kann svo að virðast, en hitt hafa margir fýrir satt, að höf- undur sköpunarverksins hafi á ann- an kvarða og spyrji um það eitt hvort ævistarfið hafí verið unnið af alúð og af fullum heilindum. Sé svo mun Kjartan hljóta betri móttökur annars heims, en við getum flestir vænst samtíðarmenn hans. Þótt á Snæfjallaströnd vori yfír- leitt seint, og vetrarhörkur séu þar fremur regla en undantekning, átti byggð þar þó sín blómaskeið. Eitt slíkt vai- um síðastliðin aldamót og nokkuð fram eftir öldinni. Fjölmenn byggð tómthússfólks reis yst á ströndinni næst fiskimiðunum við Gullhússár og Snæfjöll, Berjadalsár og Skarð. Þar tókst fátæku fólki að framfleyta stórum fjölskyldum við aðstæður, sem okkur nútímafólki eru næstum óskiljanlegar, og unga fólkinu á okkar dögum lokuð bók. Landbúnaður var þessari byggð stoð fremur en stytta, eins og víðar á Vestfjörðum. Það var sjávarfangið sem allt byggðist á. Með vaxandi viðgangi vélbátanna hlaut þessi byggð að leggjast af og unga fólkið að sópast til sjávarplássanna við ut- anvert Djúpið að vestanverðu, Bol- ungarvík, Hnífsdal, ísafjörð og Súðavík eða þaðan af lengra. Afkom- endur þessa fólks eru nú dreifðir víða um land og raunar lönd. Eg kom til sumardvalar í Unaðs- dal vorið 1945 til Guðrúnar móður- systur minnar og manns hennar Helga Guðmundssonar. Þau höfðu þá búið þar í næstum aldarfjórðung og eignast 16 börn, tíu sonu og sex dætur. Átta þeirra voru þá ennþá heima og heimilið fjölmennt enda bættist við þennan hóp kaupafólk að sumrinu auk ættingja og vinafólks sem dvaldi um lengri tíma eða skemmri. Þarna var ég átta næstu sumur, og síðar hið níunda við harða vinnu en skemmtilegan félagsskap og gott atlæti, eins og væri ég einn úr systkinahópnum. Helgi bóndi hafði mikið umleikis. Hann þótti vinnuharður, en þó umfram allt ósérhlífinn. Öll störf léku í höndum hans utan húss sem innan. Ungur varð hann formaður í Ögurnesi og gat sér orð fyrir kapp og elju og sóttust þeir lítt eftir skiprúmi hjá honum, sem voru mikils svefns þurfi. Þegar hér vai' komið hafði hann byggt upp bú í Unaðsdal, sem var allstórt á þeirrar tíðar mæli- kvarða með allt að þrjú hundruð fjár og 10-12 kýr í fjósi. í Unaðsdal hafði löngum verið tvíbýli, að hálfu eign- arjörð en að hálfu í eigu kirkjunnar, en Helgi náði fljótlega allri jörðinni. Á kreppuárum þurfti þó meira til að framfleyta mannmörgu heimili og smíðaði hann sér þá vélbátinn Una og dró á honum drjúga björg í bú. Hingað til höfðu allar jarðabætur verið unnar með handverkfærum. En haustið áður hafði Helgi keypt gamla International dráttarvél á járnhjólum frá ísafirði og þetta vor höfðu verið unnar með henni senni- lega meiri jarðabætur en alla hans búskapartíð fram að þessu, síðasta þýfinu úr túninu eytt og verulegt land brotið til viðbótar undir sáð- sléttur, kartöflu- og rófugarða. Það duldist engum að þetta ár hinna miklu stórvirkja var Helgi í Unaðs- dal sárþjáður maður en gerði lítið úr. Hann lést úr krabbameini þann 8. okt. um haustið aðeins 54 ára gamall. Þrír elstu bræðurnir, sem heima voru, tóku. nú við búsforráðum ásamt Guðrúnu móður sinni: Kjart- an tvítugur, Jón 18 ára og Hannibal 15 ára. Það var hvergi slakað á og fram haldið á sömu nótum og Helgi bóndi hafði hafið og nú af krafti, dugnaði og áræði ungra manna. Enn sveif andi ungmennafélaga yftr vötnunum á þessum árum. Vor- mót voru haldin frammi við sund- laugina, sem unga fólkið hafði hlaðið úr torfi og grjóti við volgru frammi í Dal, og keppt þar í mörgum grein- um íþrótta, enda íslenskir æsku- menn í fararbroddi í frjálsíþróttum á stórmótum í Evrópu á þessum tíma. Böll voru haldin haust og vor í Fé- lagshúsinu Ásgarði, sem ungmenna- félagið Isafold hafði reist mitt í kreppunni. Þangað kom fólk af Langadalsströnd og norðan úr Jök- ulfjörðum, auk brottfluttra Strönd- unga úr þorpunum við utanvert Djúp. Stundum dreif að fólk af bæj- um við Djúp, þar sem trillur voru fyrir landi. Það sem húsið gat rúmað af iðandi fólki á 40 m2 eða svo er mér enn þann dag í dag hulin ráð- gáta! Nú er á grunni gamla Ásgarðs risið hið glæsilega félagsheimili „Dalbær“, mest íyrir forgöngu Kjartans Halldórssonar úr Neðri- Bænum og Hannibals Helgasonar frænda míns, sem einnig reistu sér sumardvalarhús á þessum slóðum. Aðrar skemmtanii’ voni engar, nema sameiginlegar hátíðir Djúp- manna í Reykjanesi 17. júní og Sjálf- stæðismótið í Reykjanesi um versl- unarmannahelgina. Þá fór Djúpbát- urinn hringinn og tók farþega og skilaði heim. Annars var ekki mikið um sam- göngur og samkomur. Tekin var vika í vegavinnu á vorin fyrir landsfé gegn framlagi frá hreppnum. Á þessum fýrstu árum mínum í sveiL inni tókst að ljúka við veginn milli Bæja og Unaðsdals. Allt var það gert með handverkfærum og hesta- kerrum, og fékk ég þar eldskírn mína á vinnumarkaðnum 10 ára gamall sem kúskur. Seinna fékk ég þá vegsemd að stinga sniddu í vegstæði og vegkanta, en tveir ára- tugir áttu eftir að líða þar til Mórilla var brúuð í Kaldalóni og vegur rudd- ur um Bæjahlíð og þar með fært bíl- um út og inn úr hreppnum. En á þessum fyrstu árum lýðveld- isins var bjartsýnin ríkjandi. Trú á framtíðina, trú á moldina. Ungir menn sáu í hillingum iðjagræn sam- felld tún breiða sig um mela og móa, mýrar og flóa, holt og hæðir. Draumsýnir Hannesar Hafsteins frá síðustu aldamótum voru í þann veg- inn að rætast og þar var verðugt verk að vinna fyrir unga menn og áræðna. Váboðar voru að vísu við sjóndeildarhring. Byggð var að leggjast af á Homströndum á þess- um árum og grisjast í Grunnavikur- hreppi handan heiðarinnar. Ystu bæir Snæfjallastrandar voru yfir- gefnir. En í innri hlutanum hugðist ný kynslóð snúa vörn í sókn. Nýir ábúendur tóku við í Bæjum. Jens í Kaldalóni flutti sig um set í Hærri- bæinn, þegar Sigm’ður og María Ólafsdótth’ fóm þaðan eftir að hafa komið upp hópi 15 bama. Jóhannes og Rebekka á Dynjanda í Jökul- fjörðum tóku við Neðribænum eftir að böm Halldórs og Þorbjargar ákváðu að leita annað eftir lát föður síns, og Páll sonur þeirra tók svo við búi af þeim. Kennari hreppsins Jó- hann Hjaltason, fræðimaðurinn víðkunni, flutti úr Hólshúsi og við tók Sólveig ekkja frá Sútarabúðum í Grunnavíkurhreppi og hafði átt tíu syni og sex eða sjö þeirra enn í heimahúsum. í þennan hóp bættist svo Engilbert Ingvarsson, sem ásamt Öddu konu sinni tók sig upp frá ísafirði með bamahóp og byggði upp Tirðilmýri að nýju. Og loks er að nefna Helga Þórarinsson frá Látmm og Guðrúnu Lárusdóttur konu hans, sem leituðu í átthagana frá Reykjavík með fjóra syni og tóku við búsforráðum í Æðey, ættaróðali hennar. Hér var samankomið mikið mannval atorkumanna og að öllu jöfnu hefði byggð á þessum slóðum átt að vera borgið. En hver hefði átt að geta séð það fyrir um og upp úr miðri öldinni að mitt í öflugustu framfarasókn þjóðarinnar hlyti byggðinni að hnigna við þá perlu Vestfjarða, sem Djúpið er? Því að framfarirnar létu ekki á sér standa. Ferjubryggjan að Bæjum og vegar- spottinn á milli bæjanna gerbreytti lífínu til mikils hægðarauka. Fyrstu Willys-jepparnir komu og gáfu sveitinni yfirbragð nútímans, þótt ekki væra akfærir nema þessir 4 kílómetrar milli bæjanna. Árið 1964 virkjuðu bæirnh’ í sameiningu Mýrarána og veittu rafmagni á alla bæi og síðar kom tengingin við orku- net Vestfjarða. Tengingin við vega- kerfi landsins skömmu síðar rauf einangrunina, mjólkin var nú hluta ársins sótt heim í hlað og skreppa mátti í verslun eða í heimsóknir í ná- grannasveitir á dagparti, í stað þess að áður hafði þurft að sæta ferðum Djúpbátsins tvisvar í viku. Öllu þok- aði þessu í rétta átt, en heimurinn breyttist hraðar og ný kynslóð óx úr grasi, sem eygði ný og betri tæki- færi annars staðai’ og sætti sig ekki við Iangvarandi einangran og örygg- isleysi. Þótt draumarnir rættust um nær samfelld tún innan af Bæjahlíð út á Th’ðilmýri vai’ það hinni ungu kynslóð ekki nóg. Alduiánn færðist yfir hina bjartsýnu kynslóð frá íýrstu árum lýðveldisins, sem hafði talið það sitt hlutverk að byggja upp heimahagana, búa í haginn íýrir komandi kynslóðir. En það varð engin kynslóð til að taka við. Sjón- deildarhringur hinnar nýju kynslóð- ar var víðari og hún hlaut að kjósa að neyta ki’aftanna annars staðar, ef ekki hér á landi, þá erlendis. Víst er það harmsaga öðrum þræði, sem hér hefur verið rakin, en langt frá því einsdæmi og Jietta hefur orðið hlut- skipti fjölda Islendinga á þeim öld, sem nú er senn liðin. Þetta er sú til- vistarkreppa, sem flestir Vestfirð- inga standi frammi fyrir þessa stundina: Fai’a út í óvissuna, vera um kyrrt - í óvissunni. Samt tel ég Kjartan frænda minn hafa verið gæfumann í sínu lífi. Honum auðn- aðist að sjá drauma sína rætast, þótt þeir yrðu ekki fluttir fram til næstu kynslóða. Hann háði sína lífsbaráttu við örðugar aðstæður, en aðstæður samt sem hann hafði kosið sér, og hann var æskuköllun sinni trúr svo lengi sem stætt var. Og hann stóð ekki einn í baráttunni. Vorið 1950 kom Salvör Stefanía Ingólfsdóttir, Stefa, frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði sem kaupakona að Un- aðsdal. Mér er það minnisstætt að eftir snjóþungan vetm- kom óvenju- yndislegt sumar. Og yndisleg sumur á Snæfjallaströnd era yndislegri en nokkur sumur annars staðar í ver- öldinni. (Ég hef síðar sagt börnum mínum frá þessu einstæða sumri þegar svo óþolandi heitt varð á Snæfjallaströndinni, að við sviptum okkur klæðum og steyptum okkur í sjóinn til að kæla okkur, en svo var sjórinn heitur að við þoldum þar ekki heldur við stundinni lengur og stukkum upp úr jafnhai’ðan til að kæla okkur í lognmollunni!) Er ekki að orðlengja það að með Kjartani frænda mínum og Stefu tókust ástir og þau tóku við búsfor- ráðum í Unaðsdal og hún stóð sem klettur við hlið hans þar til yfir lauk. Hún var röggsöm húsmóðir og þangað var jafnan gott að koma. Þau eignuðust fjögur mannvænleg böm, sem hvarvetna hafa getið sér gott orð þar sem þau hafa haslað sér völl á vettvangi lífsins. Hvað er meiri gæfa en það þegar upp er staðið? Kjartan var hreystimenni, meðal- maður á hæð, þrekinn og samsvar- aði sér vel. Hann var hárprúður á yngri árum, jarpur á hár og hrokk- inhærður, ennið hátt, nefið beint, augun stór, skær, góðleg og glettin. Hann stjórnaði búi sínu, oft fjöl- mennu, af mildi, mýkt og glaðværð en þó mikilli festu. Hann var verk- maður mikill og ósérhlífinn, lagvirk- ur og velvirkur. Hann var félags- lyndur og kunni vel við sig í fjöl- menni, en sóttist ekki eftir því. Hann var lítt hneigður til mannaforráða utan bús, sat þó í hreppsnefnd, odd- viti um skeið og sýslunefndamaður, en ósárt um þótt aðrir tækju fremur að sér nauðsynleg félagsmálastörf, enda ekki heimanfús. Með honum er genginn gegn maður og heill. Skömmu eftir að þau Stefa bragðu búi í Unaðsdal og fluttu suð- ur í Mosfellsbæ veiktist Kjartan og er nú farinn, um aldur fram og öllum harmdauði. Ég og Guðrún og börn mín vottum Stefu, bömum og öðrum afkomendum Kjartans, vinum og frændgarðinum öllum okkar innileg- ustu samúð. Ólafur Hannibalsson. • Fleirí niinningargreinar um Kjaiian Gunnar Helgason bíða biriingar og niiinu birtast í blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLI KRISTJÁN JÓHANNSSON stýrimaður, Lautasmára 3, áðurtil heimilis í Kjalarlandi 13, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 28. mars, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 13.30. Gunnvör Erna Sigurðardóttir, Gunnar Rúnar Ólason, Kristín J. Sigurðardóttir, Randver Einar Ólason, Páll Eggert Ólason, Hólmfríður Bjarkadóttir, Sigurður Óli Ólason, Sigrún Linda Loftsdóttir, Jóhann Ólafur Ólason, Lóa Björg Óladóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 9. apríl kl. 13.30. Sigurrós Jónsdóttir, Páll V. Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Anna Soffía Óskarsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ingigerður Sigurðardóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR, Hlévangi, áður til heimilis á Brekkubraut 9, Keflavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 4. apríl, verður jarðsungin fá Keflavíkur- kirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 14.00. Guðmundur Gíslason, Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Gisli Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigmundur Guðmundsson, Ágústa Björgvinsdóttir, börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR BJÖRNSSON, Múla, Skaftártungu, sem lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík, verður jarðsunginn frá Grafar- kirkju laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Jóhanna Guðmundsdóttir, Þórhallur Sæmundsson, Margrét Sigurðardóttir, Björn Sæmundsson, Kolbrún Matthiasdóttir, Oddsteinn Sæmundsson, Þuríður Gissurardóttir, Guðmundur Emil Sæmundsson, Halldóra Leifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTINSDÓTTIR MAGNÚSSON, Sunnuvegi 35 í Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 9. apríl kl. 15.00. Hanna Guðmundsdóttir, Jón H. Magnússon, Sigurður Örn Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, John Gardiner, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.