Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.04.1999, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 6IVE IT T0 50ME0NE ON ' BAKED POTATO PAT ^SEBVT HAð A HEART 2- /2 Smáfólk Nýár í Hong Kong’ Frá Katrínu Árnadóttur: EKKI voru Hong Kong-búar fyrr búnir að taka niður jólaskrautið en þeir settu upp mun flottari skreyt- ingar. Nú var það í tilefni kínverska nýársins. Þetta árið bar seinasta daginn upp á 15. febrúar. Ar tíg- ursins var á enda og við tók ár kan- Katrín ínunnar. Þennan Árnadóttir síðasta (]ag ársins fara flestar húsmæður eldsnemma á markaðinn og kaupa kjúkling í kvöldmatinn. Hann er vitaskuld keyptur á lífí og slátrað á staðnum. Fyrir kvöldmatinn er svo síðasta tækifæri til að laga til því ekki má þrífa gólf né henda of miklu rusli á nýársdag. Hver veit, maður gæti hent gæfunni út! Stemmningin var eins og við Is- lendingar eigum að venjast fyrir jólin. Allir að stressa sig yfír matn- um og ruslinu. Eftir kvöldmatinn mátti segja að helmingur Hong Kong búa hafí flykkst á útimarkaði víðs vegar um borgina. Sá stærsti var í Causway Bay og um 300.000 manns héldu þangað. Lögreglan var með sérstakan viðbúnað en all- ir voru í hátíðarskapi og því gekk allt vel. Á markaðnum var hægt að kaupa marga hluti sem tengjast nýárinu, s.s. borða til að hengja upp og mat sem ekki fæst á öðrum árstímum. Margir kaupa sér vindrellur sem þeir láta snúast fyr- ir gæfu í fjármálum. Um miðnætti hófst nýárið og út um allt heyrðist kallað „Gong hei fat choj“ sem þýðir svo gott sem „gæfa á nýju ári“. En hátíðahöld- unum var engan veginn lokið því nú var haldið heim og haldið áfram að borða. Þessa nótt var farið seint að sofa. Hjátrúarfullur Kínverji verður að hafa margt í huga, t.d. verður hann að rifja upp á hvaða ári hann er fæddur (samkvæmt kínversku talningunni auðvitað) og athuga hvort næsta ár verður gæfuríkt. Ef hann er fæddur á ári kjúklingsins þá mun ár kanínunnar alls ekki verða honum gott... nema hann kaupi sér einhvem hlut með hundi á og beri hann alltaf á sér. Þetta er vitaskuld gamall siður en margir halda honum við. Á nýársdag skiptir miklu máli hvað maður segir og best er að halda frið við alla. Til eru ýmsar „gæfusetningar", sem maður segir t.d. við gamalt fólk, skólafólk og verkafólk. Gift fólk gefur því yngra „rauða vasapeninga" þegar það óskar góðs nýs árs. Þetta lílrist fermingarpeningunum heima því allir eru að metast um hver fái mest. Á nýársdag fara fjölskyldur í heimsóknir og yngra fólkið inn- heimtir rauðu vasapeningana sína. Það er hellingur af snakki og sumir taka sig til og spila Majong, gamalt kínverskt fjárhættuspil. Flestar búðir eru lokaðar og fólk reynir að klæðast litríkum fötum í tilefni há- tíðarinnar. Það var ekki fyrr en á þriðja degi nýársins sem maður sá loksins flugeldasýningu. Það voru engir flugeldai- á vestræna gamlárs- kvöldinu og því var nú komið að 20 mínútna langri kínverskri gæða- sýningu. Fólk flykktist niður að höfn til að verða vitni að herleg- heitunum. Einstaklingar mega ekki kaupa flugelda og því var allt vel skipulagt og þetta var frábær skemmtun. Svona sýningu sér maður bara í Kínaveldi. „Gong hei fat choj“ frá Hong Kong. KATRÍN ÁRNADÓTTIR, skiptinemi í Hong Kong. Viltu kaupa handmáluð Sérðu, það er með hjarta, það líkist Gefðu það einhveijum á „Bökuðu- gjafakort? meira bakaðri kartöflu. kartöfludeginum". Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hár að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.