Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 64

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 64
64 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matargerð Ysa með eggaldini eða kartöflum Gott er að skella sér í soðninguna eftir kræs- ingar páskanna segír Kristín Gestsdóttir sem kynnir hér tvo ýsurétti. VELVAKAiVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags GUÐ hvað ég skamraast mín. Eg fékk birtar nokkr- ar línur í síðustu viku þai' sem ég dásamaði góðærið og var að velta vöngum yfir því hvernig ég gæti komið í lóg 4.000 króna bótahækk- un sem ég ætti í vændum frá hinu opinbera. En auð- vitað var þetta misskilning- ur. Þar sem stóð 4.000 átti auðvitað að vera 1.400. Svo nú get ég andað rólega og þetta þarf ekki að halda íyrir mér vöku lengur. Ég bið bara þá, sem hafa hald- ið að nú væri ég búinn að missa þá litlu glóru sem Guð gaf mér, afsökunar og bendi þeim á að þeir eru ekki að fá þann stóra í lottóinu. Þið getið sem sagt sofið rólega og hann Davíð okkar er ekki genginn af göflunum né nokkrir í okk- ar ástkæru ríkisstjóm. Með beiðni um fyrir- gefningu og skilning. Hrafn Hauksson, Reynimel 51, 107 Reykjavík Hlánar nema að snjór minnki? ER hægt að tala um að það hláni nema að snjór minnki? Ég myndi kalla það öfugmæli að segja að það hláni þegar hitastigið fer rétt upp fyrir írost- mark og síðan fiystir aftur, jafnvel á sama sólarhring þannig að meiii gaddm' verður bara í staðinn, því snjórinn hleypur bara í ennþá meiri gadd. Eins langar mig að vita: er hægt að kalla það hlýindi þegar það er bara tveggja stafa tala? Og eitt svona í lokin, er hægt að tala um blíðu þegar það er hörkufrost? Svaribjörg. Eru geymdar íbúðir handa flóttafólki? HVERNIG stendur á því að ríkisstjómm getur alltaf hjálpað flóttafólki en ekki löndum sínum? Margir Is- lendingar eiga um sárt að binda og fá hvergi nokkra hjálp. Hvemig stendur á því að flóttafólkið gengur íyrii- með húsnæði. Ein óánægð. Dýrahald Stór grár páfagaukur ÞANN 24. mars fannst í Hlyngerði í Reykjavík stór grár páfagaukur. Hann er frekar gæfur. Upplýsingar gefur Fríða í síma 698 1049. Kisa óskar eftir heimili GRÁBRÖNDÓTT læða, 5 ára, óskar eftir góðu heimili. Kisa er innikött- ur. Upplýsingar í síma 553 3740. Tapað/fundið Seðlaveski BRÚNT og drapplitað munstrað seðlaveski tapað- ist í Vesturbæjarsundlaug- inni miðvikudaginn 31. apr- íl. í veskinu em ljósmyndir og fleii-i persónulegir mun- ir sem eigandinn saknai' sárlega. Ef einhver veit um veskið þá vinsamlegast lát- ið vita í síma 562 0037. Svartur vettlingur tapaðist SVARTUR .fingravett- lingur tapaðist fyrir páska. Vettlingurinn er með parduskanti. Ef ein- hver hefur fundið hann þá er síminn 554 1602. Siemens-farsími SIEMENS-farsími í svörtu hulstri tapaðist laugardag fyrir páska. Síminn er samanlímdur með bláu límbandi. Upp- lýsingar í síma 554 5010. Barnaskíði BARNASKÍÐI fundust við Bláfjallaveg laugar- daginn 3. apríl. Uppl. í síma 554 1539. ÁRLA páskadagsmorguns vakn- aði ég við ljúfa tóna, þrastakórinn var mættur á svæðið og söng dýrðarsöng á mestu fagnaðarhá- tíð kristinna manna. Ekki var til setunnar boðið enda von á góðum gestum í morgunkaffi. Daginn áður höfðum við hjónin gengið niður að Skógtjörn til að huga að fuglum og séð breiður af tjöldum, sem greinilega voru nýkomnir af hafi, þeir kúrðu sig dauðuppgefn- ir eftir langt og strangt flug. Þar voru líka margæsir, stelkar og nokkrar lóur svo og selur á steini. Við fylgjumst vel með komu far- fuglanna, leirumar hér fyrir neð- an eru gjöfular og einn af íyrstu lendingarstöðum þeirra. Hér eru tveir ofn-ýsuréttir, annar með kartöflum sem allir þekkja en hinn með eggaldini, sem er meira framandi, þó það hafi fengist hér um áraraðir og sé meira að segja ræktað hér í gróð- urhúsum. Eggaldin þarf ekki að afhýða, en mér finnst betra að gera það. í eggaldini er bitur safi, einkum í stærri aldinum. Hann er dreginn út með salti sem stráð er yfir skurðflötinn og látið standa í um háfltíma, þá er saltið skolað af með köldu vatni og aldinið þerrað með eldhúspappír. Ég nota sítrónusafa mikið á ýsuflök, hann gerir fiskinn hvítari, stinnari og bragðbetri. Hentugt er að kreista eina eða fleiri sítrónur í einu og geyma safann í klakapoka í frysti. Yfirleitt nægja 1-2 klakamolar í hverja máltíð. Sítrónusafa hættir til að mygla í kæliskáp. Ýsuréttur með kart- öflum, sveppum og lauk 1 ýsuflak, 500-600 g 2 klakamolar af sítrónusafa, sjó að ofan______________ 1-1 1/2 tsk. salt + nýmalaður pipar 100 g sveppir ________1 meðalstór laukur______ 3 meðalstórar kartöflur 2 msk. matarolía + 15 g _________smjörfl smópakki)______ __________1 /2 tsk. karrí_______ ________1/2 dós sýrður rjómi____ 1/2 dl nýmjólk + 1 msk, sósujgfnori 50 g rifinn mjólkurostur, 17% eða sú tegund sem hentar 1. Roðdragið flakið og skerið úr beingarð efst á því. Hellið sítrónusafa yfir það, stráið á það salti og pipar og látið standa í 15 mínútur. 2. Hreinsið sveppi, skerið í sneið- ar, afhýðið lauk og saxið, afhýðið kartöflur og skerið í örþunnar sneiðar með ostaskera. 3. Setjið smjör, olíu og karrí á pönnu, hafið meðalhita og sjóðið fyrst sveppi í 3-4 mín, takið af pönnunni og sjóðið næst lauk í 5 mín. takið líka af og sjóðið kart- öflur síðast á pönnunni undir loki við mjög hægan hita. Setjið allt á eldfast fat. Skerið fiskinn í bita og leggið ofan á. 4. Hitið bakaraofn í 210°C, blást- ursofn í 200°C, setjið fatið í ofn- inn og bakið í 10 mínútur. 5. Hrærið saman sýrðan rjóma, mjólk og sósujafnara, hellið yfir, stráið rifna ostinum ofan á og bakið aftur þar til osturinn hefur tekið lit, um 7 -10 mínútur. Ýsuflak með eggaldini, tómötum og lauk _______1 ýsuflak, 500-600 g______ 2 klakamolar af sílrónusafa, ____________sjá að ofan__________ 1 - 1 1/2 tsk. salt + _________nýmalaður pipar 1 meðalstórt eggaldin + salt til að strá yfir 1 meðalstór laukur 1 msk. matarolía 1 hvítlauksgeiri 3 meðalstórir tómatar blanda af sýrðum rjóma, mjólk og sósujafnara 50 g rifinn mjólkurostur 1. Afhýðið eggaldinið, skerið í 1 1/2 sm þykkar sneiðar, stráið á þær salti, látið standa í 30 mínút- ur, skolið þá saltið af og þemð sneiðamar með eldhúspappír. 2. Setjið sítrónusafa, salt og pipar á flakið, sjá að ofan. 3. Saxið lauk, setjið á fatið sem þetta á að bakast í, dreypið olí- unni yfir og bakið í ofninum við 200°C, í um 5 mínútur. Takið úr ofninum, leggið eggaldinsneið- amar ofan á, merjið hvítlauk yfir og setjið loks tómata í sneiðum yfir. 5. Raðið fiskinum í bitum ofan á. Setjið í ofninn og bakið í 10 mín- útur. Takið úr ofninum, hellið blöndunni af sýrða ijómanum yf- ir, sjá fyrri uppskrift, stráið osti yfir og bakið þar til osturinn hef- ur tekið lit. SKAK Umsjóii {Vlargeir Pétursson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Alushta í Úkra- ínu í mars. Heimamaðurinn Vladímir Rogovsky (2.455) var með hvítt, en Englend- ingurinn Tony Miles (2.605) hafði svart og átti leik. 39. - Hh4++! og hvítur gafst upp, því 40. Kxh4 - Be7 er mát og eftir 40. Kg2 - Dh3 + fellur hvíti hrókurinn á h8. T y r k i n n sterki Suat Atalik sigi'aði glæsilega á mót- inu með 9 vinn- mögulegum, 2. Malakhatko, Úkraínu 7V4 v., 3.-4. Miles, Englandi og G. Kuzmin, Úkraínu 7 v., 5. Korotylev, Rússlandi 6 v. Einhverntímann hefði það þótt saga til næsta bæj- ar að Tyrki ynni skákmót í þessu höfuðvígi skáklistar- innar, en Atalik er fyrsti og eini stórmeistari þeirra. mga SVARTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI »• • Og bl2>/$ þcrngai bii þi£ o/cuJi eioihc/sicmr'ei-iirigu^icc.1 * 1 2 3 * 5" Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins ræddi fyrir skömmu við konu, sem hafði önnur sjónarmið en almennt gerist varðandi umræðu um fíkniefni og framsetningu upplýsinga í því sam- bandi. Hún sagðist haí'a þungar áhyggjur af ákveðnum atriðum í áróðri gegn fíkniefnum. Konan á 11 ára dóttur, sem var orðin mjög niðurdregin og kvíðin, auk þess sem árangri hennar í skólanum hafði hrakað. Móðir hennar fékk hana loks til að segja sér hvað amaði að og þá kom í ljós, að stúlkan hafði fengið fræðslu um böl fíkniefna í skólanum. Hún hafði meðal annars verið frædd um, að í áhættuhópi væru börn og ungling- ar, sem byggju hjá einstæðum for- eldrum við erfiðar félagslegar að- stæður. „Eg er ein með þrjú börn og dóttir mín er ekki svo skyni skroppin að hún geri sér ekki grein fyrir aðstæðum okkar,“ sagði móð- irin. „Hún leit því í raun svo á að það væri búið að dæma hana til fíkniefnaneyslu og kveið því mjög. Hún tók meðal annars af mér lof- orð um að setja sig strax í afvötn- um, ef hún lenti einhvem tímann í því að neyta fíkniefna.“ XXX MÓÐIRIN sagði, að hún hefði alltaf talið áróður gegn fíkni- efnum af hinu góða, en henni sýnd- ist sem ekki væri höfð aðgát í nær- veru sálar. Dóttir hennar hefði ótt- ast böl heimsins eins og hann birt- ist henni í fréttum, en nú hefði hún fyllst vonleysi, þar sem hún teldi búið að dæma framtíð sína. Yngri systir hennar, 9 ára, hefði líka set- ið fyrirlestur um skaðsemi fíkni- efna, en hún hefði ekki skilið hvað fram fór og því bara yppt öxlum á eftir. Sú ellefu ára væri hins vegar nógu gömul til að meðtaka upplýs- ingarnar, en ekki nógu þroskuð til að geta unnið úr þeim á eigin spýt- ur. „Mér finnst tími til að staldra við þegar börn, sem áður voru metnaðargjörn í skóla, sjá ekki til- gang í að læra lengur.“ xxx SKRIFARI var hugsi eftir að samtalinu lauk. Hann hefur sjálfur lagt sitt af mörkum í að miðla upplýsingum um skaðsemi fíkniefna, en kærir sig lítið um að bera ábyrgð á því að börn séu stimpluð sem væntanlegir fíkniefna- neytendur af því að þau tilheyra áhættuhópi samkvæmt rannsókn- um. Sá er heldur ekki tilgangurinn með fræðslu skólanna, en þótt að- eins ein móðir hefði þessa sögu að segja gefur það rióg tilefni til að staldra við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.