Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 4

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 4
4 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Helgileikur um sköpun- arsöguna FURÐULEIKHUSIÐ hefur að undanförnu sýnt helgileik um sköpunarsöguna víða um land og í gær fylgdust börn úr 1.-4. bekk Austurbæjarskóla með leikritinu í Hallgrímskirkju. Jón Dalbú Hróbjartsson, sókn- arprestur, segir að um sé að ræða samvinnuverkefni kirkju og skóla, þar sem sköpunarsag- an sé umfjöllunarefnið. • • # Varaformaður Oryrkjabandalagsins um nýja reglugerð um bifreiðastyrki Felur ekki í sér miklar réttarbætur fyrir öryrkja SAMKVÆMT nýrri reglugerð verður bifreiðastyi-kjum til hreyfihaml- aðra fjölgað og þeir hækkaðir. Fjölgun styrkjanna nær þó ekki upp í þann fjölda slíkra styrkja sem úthlutað var í upphafi kjörtímabilsins. Garðar Sverrisson varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ekki rétt að draga þá ályktun af breytingum ráðherra að hann sé að ná í gegn miklum réttar- bótum fyrir öryi-kja. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis og tryggingaráðherra, segir að markmiðið hafí ekki verið að styrkimir yrðu jafn margir og í upphafi kjörtímabils, heldur að bæta hlut ákveðinna hópa. Morgunblaðið/Egill Egilsson ,Á_ður en ráðherra komst til valda vora þessi mál almennt í betra horfi, styrkir mun fleiri en þeir era eftir þessa breytingu og upphæð þeirra hærri að raungildi. Þess utan áttu þeir mest hreyfi- hömluðu, sem ekki komast leiðar sinnar án bifreiðar, kost á bifreiða- kaupslánum með 1% vöxtum, en þurfa nú að greiða fulla mark- aðsvexti af lánunum. Sá vandi sem með þessu tvennu hefur skapast í tíð núverandi heil- brigðisráðherra hefur á síðustu misseram verið að þróast í hreint og klárt neyðarástand og verður ekki leyst með því einu að skila hluta skerðingarinnar til baka að loknum fjóram áram. Það þarf mun meira til og ég er forviða ef ráðherra ætlar að telja sér þetta til tekna eftir allt sem á undan er gengið," segir Garðar. Garðar segir það engin rök að halda því fram að breytingarnar nú séu gerðar í samráði við Ör- yrkjabandalagið, því það ráði engu um hve hárri upphæð ríkisstjórn- inni hugnist að skila öryrkjum til baka. Frá upphafí kjörtímabilsins hef- ur styrkjum til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra verið fækkað um 265. Með nýrri reglugerð er hærri styrkjum hins vegar fjölgað úr 50 í 60 og lægri styrkjum fjölgað úr 335 í 375. Breytingar ekki vegna komandi kosninga Að sögn Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra vora úthlut- unaraeglur styrkjanna endurskoð- aðar samkvæmt tillögum starfs- hóps og var ákveðið að breyta áherslum þannig að hagur ákveð- inna hópa yrði verulega bættur. Ingibjörg segir að áhersla hafi verið lögð á að bæta hag þeirra ör- yrkja sem væra að kaupa bíl í fyrsta skipti. Ákveðið hafi verið að búa til nýjan flokk fyrir þá og verði veittir 20 styrkir sem séu tvöfalt hærri en almennu styrkirnir, eða 500 þúsund krónur. Ákveðnir styrkir hafi því verið hækkaðir verulega í stað þess að fjölga styrkjum til allra, eins og var í upphafi kjörtímabilsins. Ingibjörg segir að jafnframt hafi verið ákveð- ið að hækka styrki til þeiraa ein- staklinga sem þurfi á sérátbúnum bifreiðum að halda. Ingibjörg segir aðspurð að að- gerðir þessar komi ekki til fram- kvæmda nú vegna þess að kosning- ar séu í nánd. Umræddur starfs- hópur hafi starfað frá árinu 1997 og slíkt starf leggist ekki niður þrátt fyrir kosningar. ÚLÁNb lam'o 'MOAk, <• i H i Reisugildi haldið í endurgerðum skála Eirfks rauða og Þjóðhildarkirkju í gær Dæmigerður skáli frá landnámstíma REISUGILDI var haldið í gær í endurgerðum skála Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju, sem hafa ver- ið í smíðum seinni hluta vetrar í skemmu ÍSTAKS við syðri enda H valfj arðarganganna. Byggingamar verða formlega vígðar í júlí árið 2000 og verður hluti hátíðahalda Grænlendinga er þess verður minnst að eitt þúsund ár era liðin síðan Leifur heppni Ei- ríksson sigldi frá Brattahlíð vestur á bóginn og fann Vínland hið góða. Húsin verða flutt til Grænlands í næsta mánuði þar sem byggingu þeirra verður endanlega lokið. Skáli Eiríks rauða er 60 fer- metrar að flatarmáli og er dæmi- gerður skáli frá landnámstíma á Islandi. Gerð hans telst til minni gerðar af höfðingjasetrum þeim sem tíðkuðust í upphafi elleftu ald- ar. Þegar gengið er inn í hann er gengið inn í forskála, sem notaður var til matargerðar og er þar af- stúkað búr. Inn af forskálanum er milliveggur og því næst er komið inn í hinn eiginlega skála þar sem pallar era á þrjá vegu og þar má einnig finna lokrekkju húsbónd- ans. Yfir húsið er reft með svokölluð- um hálfröftum og verða lögð þrjú lög af hrísi, sem tekið verður á Grænlandi og þar á ofan verður lagt torf. Fyrir miðju skálans er langeld- ur og stendur til að hlaða upp eld- stæði á milli palla eins og tíðkaðist fyrr á öldum. Til að fá „lit“ eða sót á viðinn verður eldur kyntur í eld- stæðinu áður en bærinn verður vígður. Timbrið í skálanum er unnið úr 250 ára gömlum furutrjám sem felld voru fyrir þremur ár- um í Dofrafjöllum í Noregi og segir Guðmundur Jónsson, ann- ar tveggja yfirsmiða, að mein- ingin með efnisvalinu hafi verið sú að fá hægvaxið timbur, sem er góður efniviður sakir þéttleika síns. „Þegar timbrið kemur til okkar er farið að vinna það með sömu aðferðum og voru notaðar á sínum tíma með eftirlíkingum af verk- færum frá árinu 1000,“ sagði Guð- mundur, en flest verkfærin hefur Gunnar Bjarnason hinn yfirsmið- ur bygginganna smíðað. Að sögn Hjörleifs Stefánssonar, minjastjóra Þjóðminjasafns ís- lands, hefur við smíði beggja bygginga verið farið eins nákvæm- lega eftir þeim heimildum, sem unnt hefur verið að byggja á, m.a. á fomleifarannsóknum á bænum Sandi á Grænlandi. Morgunblaðið/RAX SKALI Eiríks rauða er 60 fermetrar að flatarmáli og byggður úr 250 ára gamalli furu, sem var sérvalin i Dofrafjöllum í Noregi. Smíði skál- ans verður endanlenga lokið á Grænlandi á þessu ári og verður hann vígður árið 2000 ásamt Þjóðhildarkirkju. Smíðin styðst við traustustu heimildir „Við vitum það með fullri vissu að þessi svokallaða stafverks- smíð, tíðkaðist á þessum tíma og lengi fram eftir miðöldum. Þannig höfum reynt að sjá til þess að sem flest atriði í þessari byggingu styðjist við traustustu heimildir," sagði Hjörleifur meðal annars. Tillagan um byggingu Þjóðhild- arkirkju og skála Eiríks rauða kom fyrst fram á aðalfundi Vest- noraæna ráðsins árið 1993. Þá var skipuð sérstök Brattahlíðarnefnd til að vinna að framgangi málsins undir forystu Árna Johnsen, al- þingismanns. Snemma árs 1997 skipuðu Vestnoraæna ráðið og grænlenska landsstjórnin bygg- ingamefnd, sem síðan hefur haft yfiramsjón með framkvæmd verk- efnisins. Að sögn Árna Johnsen verður lögð áhersla á að skálinn verði not- aður eins og eðlilegt þyki eftir að hann hefur verið afhentur yfir- völdum á Grænlandi, en yfirvöld munu skipuleggja notkunina í samvinnu við grænlenska þjóð- minjasafnið, safnið í Narsaq, sem Brattahlíð heyrir til og ferðaþjón- ustuna í Grænlandi. „Húsið verður búið grunnhús- gögnum, veggirnir verða klæddir grænlenskum skinnum og hitað upp að hluta,“ sagði Árni. Arkitektar skálans og kirkjunn- ar era Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Vandað kortasett af Ferðakort 1:600 000 og fjögur landshlutakort 1:300 000 hentugu hulstri og fallegri öskju (slandskort Máls og mennjngar eru landakort nýrrar aldar, - sniðin að þörfum ferðamanna. Verðíöskjut^StfB WWaMBMiiZ.....-3 ál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Símí 510 2500 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.