Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN SIG URÐSSON + Jón Sigurðsson bóndi í Skolla- gróf í Hrunamanna- hreppi fæddist á Stekk við Hafnar- fjörð 6. september 1921. Hann lést á heimili sínu 11. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Eiríksdóttir -uf húsfreyja, f. 1.10. 1879 í Kjarnholtum í Biskupstungum, d. 22.12. 1944, og Sig- urður Magnússon bóndi, f. 17.6. 1868 á Digranesi í Seltjarnarnes- hreppi hinum forna, d. 18.9. 1936. Jón var næstyngstur 15 systkina og eru nú aðeins tvær systur á lífi, þær Svala, f. 17.9. 1918, búsett í Nýlendu á Hvals- nesi, og Elín, f. 18.11. 1915, bú- sett í Reykjavík. Hinn 11. desember 1957 kvæntist Jón Ernu Siguijóns- dóttur frá Leifshúsum á Sval- barðsströnd, f. 8.3. 1928, d 22.1. 1998. Jón og Erna slitu samvist- ir árið 1973. Synir Emu og fóstursynir Jóns eru tvíburam- ir Skírnir og Baldur Garðars- synir, f. 13.11. 1950. Skírnir er prestur í Þrándheimi í Noregi, var kvæntur Torill Albrigtsen og eru börn þeirra þrjú, Anita, David og Eiine. Baldur er líf- fræðingur og kenn- ari, búsettur í Kópa- vogi, sambýliskona hans er Herdís Hólm- steinsdóttir, börn þeirra em Asa og Davíð Arnar. Sonur Baldurs og Jóhönnu Gestsdóttur f.v. konu hans er Gestur. Börn Jóns og Emu eru: 1) Aðalheiður, f. 25.11. 1957, búfræðingur og húsmóðir á Flúð- um, gift Reyni Guð- mundssyni, f. 12.6. 1960, skrifstofu- stjóra, börn þeirra eru: A) Unnur Rán, f. 1.12. 1982. B) Daníel, f. 17.5. 1985. C) Atli Þór, f. 8.5. 1992. 2) Sigurjón Valdimar, f. 19.10. 1960 búfræðingur og kaupmaður, búsettur á Selfossi. Sambýliskona hans er Sigrún Guðmundsdóttir, f. 4.10. 1960, mjólkurfræðingur, þeirra synir eru: A) Friðgeir Pétursson, f. 5.2. 1985, sonur Sigrúnar og fóstur- sonur Sigurjóns. B) Jóhann Örn, f. 11.8. 1991. 3) Sigurður Hauk- ur, f. 20.3. 1965, búfræðingur og bóndi í Skollagróf, kvæntur Fjólu Helgadóttur, f. 11.1. 1965, búfræðingur og bóndi, þeirra börn em: A) Jón Hjalti, f. 26.1. 1986. B) Þorbjörg Helga, f. 15.10. 1991. C) Guðjón Örn, f. 22.4. 1995. D) Heigi Valdimar, f. 21.7. 1998. Jón ólst upp í Stekk við hefð- bundin landbúnaðarstörf, lauk fullnaðarprófi frá Barnaskóla Hafnarfjarðar árið 1935, vann siðan við búið í Stekk og ýmsa verkamannavinnu í Hafnarfírði til vors árið 1942 er hann festi kaup á jörðinni í Skollagróf, þá tvítugur að aldri og bjó þar til dauðadags. Bjó alla tíð alhliða búskap og stundaði markvissa ræktun á bústofni sinum, jafnt kúm, kindum sem hrossum, þó þekktastur væri hann fyrir ár- angur sinn í hrossarækt. Árið 1985 fóru Sigurður Haukur, sonur Jóns og Fjóla kona hans að búa með honum og tóku smám saman við búrekstrinum á nokkrum árum, en Jón bjó áfram í Skollagróf og stundaði hrossarækt í smáum stíl. Jón var hagmæltur og urðu margar stökur hans landsfræg- ar. Einnig ritaði hann fjölda greina og ritgerða í dagblöð, tímarit og bækur um sfjórnmál, ættfræði, hrossarækt og fleira. Félagsmálastörf Jóns voru að mestu leyti á sviði hesta- mennsku og hrossaræktar en einnig var hann formaður skólanefndar Flúðaskóla um árabil og tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, var m.a. landsfundarfulltrúi til fjölda ára. Jón var umboðsmaður Morgunblaðsins í Hrunamanna- hreppi um árabil. Utför Jóns fer fram frá Skál- holtskirkju í Biskupstungum í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hruna. í dag er kvaddur hinstu kveðju Jón Sigurðsson bóndi í Skollagróf í Hrunamannahreppi. Ekki er ætlun- in að rekja æviferil Jóns hér, heldur viljum við segja frá kynnum okkar við hann. Við systur kynntumst Jóni þegar systir okkar hóf búskap með Sigurði, yngsta syni Jóns, fyrir 15 árum síðan. Hefur það æ síðan gefið okkur og fjölskyldum okkar mikla gleði að heyra Jón segja frá hestum og hestaferðum, enda fáir jafhfróðir um hesta og hann var og minnugur var hann á hesta með eindæmum. Minnisstætt er mörgum er Jón fór einn með tvo hesta og hund uppá há- lendið í september 1986 er hann varð 65 ára, þar sem hann lenti í hinum mestu hrakningum en frá þeirri ferð segir hann í bókinni Með reistan makka. Er sú frásögn gott merki um seiglu þá sem í honum bjó fram á síðasta dag. Hestarækt Jóns hefur skilað mörgum góðum gæðingum og ber hæst árangur Neista frá Skollagróf á Landsmóti 1970. Undan og út af honum hafa komið margir afbragðs reiðhestar og kynbótahross. Fjóla og Sigurður hófu búskap í Skolla- gróf og bjó Jón hjá þeim þeirra bú- skaparár, nú síðustu árin í „Ellikof- anum“ eins og hann nefndi hús sitt er hann lét reisa við hlið íbúðar- hússins. Jón hefur verið frekar heilsutæpur um skeið og er okkur systrum minnisstætt er Jón fór á hestbak í október síðastliðnum, því hann gat varla gengið nema við staf, en stafinn hafði hann með sér á hestbaki ef á þyrfti að halda. Reið- hestur Jóns í þessum síðasta reiðtúr hans var Volki 20 vetra gamall er verið hefur reiðhestur Jóns til margra ára og fór með honum í áð- umefnda íjallaferð. En á bak fór hann og smalaði hann til hrossum í miklu brattlendi en með í för voru Sigurður sonur hans og Jón Hjalti sonarsonur sem nú saknar afa síns sárt, en þeir voru afar nánir. Sagði Jón við það tækifæri að hann hefði nú ekki mikið að lifa fyrir ef hann v? hætti að komast á hestbak. Frásagnargleði Jóns var mikil og hafði hann skemmtilegan húmor og gaman var að hlusta á hann segja frá mönnum og málefnum. Ættir hesta og manna gat hann rakið endalaust ef hann vissi einhver deili á viðkom- andi. ___ Jón hafði afar gaman af bama- ■Bkbörnunum og var stoltur af þeim. Hafði hann mikið metnað íyrir þeirra hönd og lagði að þeim að standa sig vel í námi. Hagyrtur var hann mjög og munu systkinin í Skollagróf seinna meir hafa gaman af vísunum sem afi orti til þeirra við hin ýmsu tækifæri. Hann var gjaf- mildur og styrkti oft hinar ýmsu fjáröflunamefndir með því að gefa þeim folöld. Ein sú síðasta slík gjöf var til Kvennadeildar Fáks nú í mars og eru honum færðar þakkir fyrir. Hann bar hlýjan hug til Fáks og bar mikla virðingu fyrir kvenfélögum. Þórdís Liljudóttir þakkar hér einnig fyrir „Lindu“ sína sem hann gaf henni í vöggjugjöf. Við systumar kveðjum Jón með söknuði og munum alla tíð búa að þeim fróðleik sem hann miðlaði til okkar. Fjölskyldu hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Björg og Lilja. Jón Sigurðson bóndi í Skollagróf er látinn. Andlát hans kom ekki á óvart en þó er eins og visst tóm hafi skapast. Jón frændi minn var mér kær og traustur vinur og á margan hátt tenging við fortíðina. Ekki var það einugis frændsemi sem batt okkur saman heldur sam- eiginlegt áhugamál okkar, íslenski hesturinn. Ailt frá blautu bamsbeini voru hestar sterkm- þáttur í lífi Jóns. Sig- urður faðir hans þjálfaði hesta fyrir heldi-i borgara í Revkjavík. Hafði Jón mikinn áhuga á þessum starfa fóður síns. Rétt um tvítugt réðst Jón í það stórvirki að kaupa jörðina Skollagróf í Hrunamannahreppi. Þar bjó hann svo alla ævi. Þótt Jón hefði áhuga á öllum skepnum var það hrossaræktin sem var efst í huga hans. Snemma eign- aðist hann gæðinginn Hremmsu frá Brandsstöðum sem reyndist einnig afar vel sem kynbótahryssa og sonur hennar Neisti hreppti Sleipnisbikar- inn á Þingvöllum 1970. Jón hafði ætíð fastmótaðar skoð- anir á því hvemig hross ættu að vera og ræktaði eftir því og fórst það vel úr hendi eins og fjöldi SkoIIagrófar- hrossa ber vitni um. Jón var vel hagmæltur og urðu margar vísur hans fleygar, einkum meðal hestamanna. Hann var stað- fastur í skoðunum, vel ritfær og al- veg stálminnugur. Nú þegar leiðir okkar frændanna skiljast er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu okkar, þakklæti fyrir staðfestu og hreinskilni og þakklæti fyrir allar gjafimar. Blessuð sé minning Jóns Sigurðs- sonar. Lárus Bragason, Miðhúsum. Þegar hinn venjulegi íslendingur ekur á nýja bílnum sínum á mesta leyfilega hraða suður á Keflavíkm-- flugvöll í upphafi utanlandsferðar, eða í öðrum erindagjörðum, er ekki líklegt að hann láti hugann reika til síðustu aldamóta og sjái fyrir sér mannlífið eða staðhætti sem þar voru. Og jafnvel þótt hann reyni, þá er ekki einboðið að hann geti skilið það. Kringum Hafnarfjörð, í Hraun- unum og á Vatnsleysuströnd, var allt krökkt af lágreistum kotum, þar sem fólk barðist fyrir lífi sínu í sárri fátækt. Flestir áttu nokkrar kindur, eina kú og jafnvel einn hest, að öðra leyti reyndi fólk að framfleyta sér af útræði eða stopulli eyrarvinnu. Því síður skilja það nútíma gróður- vemdarmenn hvemig nokkur gras- tó eða mosaþemba getur verið eftir á Reykjanesi, þar sem ofbeitin hlýt- ur að hafa verið gríðarleg. Eitt kotanna við Hafnarfjörð hét Stekkm-. Þar fæddist 6. september 1921 Jón Sigurðsson sem andaðist eftir erfiða og stranga legu heima í Skollagróf 11. þessa mánaðar. For- eldrar hans voru þau Helga Eiríks- dóttir, fædd í Kjarnholtum í Bisk- upstungum, og Sigurður Magnús- son, fæddur í Digranesi í Seltjarn- arneshreppi. Þau byrjuðu búskap í kotum tveim er hétu Suðurkot og Litli-Nýibær við Krísuvík og þar fæddust þeim fyrstu börnin, en 1906 fluttu þau að Stekk við Hafn- arfjörð. Ekki var auður í garði hjá þeim frekar en víða annars staðar á þeim árum. Frelsi fátæklingsins lít- ið annað en að geta börn, enda fjölgaði þeim fljótt og urðu alls 15. Ofan á sára fátækt bættust berkl- arnir sem léku fjölskylduna grátt. Með harðfylgi og aðgæslu tókst þeim þó að halda heimilinu að mestu saman. Um leið og börnin uxu upp fóra þau að heiman, fyrst sem matvinnungar, síðan í kaupa- mennsku. Það var örlagaríkt fyrir þessa fjölskyldu að Magnús, elsti sonurinn, fór átta ára gamall sem smali að Brú í Biskupstungum og um haustið til Karls Bemhöfts að Hlíð í Hranamannahreppi. Þaðan fermdist hann og fór síðan að Hörgsholti til Guðmundar Jónsson- ar og Katrínar Bjamadóttir sem þar bjuggu stórbúi. Þau tengsl urðu til þess að flest systkinin fóru aust- ur í Hrunamannahrepp til lengri eða skemmri dvalar. Vorið 1926 fóru þær Björg frá Brandsbæ og Kristín, systir Jóns, sem kaupakon- ur að Kluftum í Hrunamanna- hreppi, Kristín reiddi Jón, þá fjög- urra ára, með sér. Þar bjuggu bræðumir frá Stekk, Magnús og Guðmundur, á hálflendunni en á móti þeim bjuggu gömul hjón, Jó- hann Jónsson og Halldóra Tómas- dóttir. Þar dvaldi Jón í góðu yfirlæti sumar- og vetrarlar.gt en vorið eftir fór hann aftur heim til sín í Stekk. Sumarið 1929 var hann til snúninga aftur á Kluftum hjá gömlu hjónun- um. Næstu árin gekk hann í barna- skóla í Hafnarfirði og vann ýmiss konar lausavinnu eins og títt var. Arið 1942 keypti Jón jörðina Skolla- gróf í Hrunamannahreppi, þá að- eins 21 árs, og gerist bóndi. Fyrstu árin voru Guðjón bróðir hans og Svala systir hans hjá honum en árið 1954 kom Erna Sigurjónsdóttir, ættuð af Svalbarðsströnd, til hans sem ráðskona, með tvo unga drengi, Baldur ög Skírni Garðarssyni. Þau ganga í hjónaband 1956. Næstu árin eignuðust þau þrjú böm saman, Að- alheiði, Sigm-jón og Sigurð Hauk, en 1973 slitu þau samvistir. Eftir það var Jón oft einn í Skollagróf allt þar til er Sigurður Haukur og Fjóla kona hans tóku við búi. I Almanaki hins íslenska þjóð- vinafélags 1944 stendur um árið 1942: „Sumarið var fremur óþurrka- samt, einkum síðari hluti þess, vetur gekk snemma í garð (...) tún spruttu seint, en urðu þó allvel sprottin að lokum.“ Um haustið kom forða- gæslumaðurinn að Skollagróf, mældi alla stabba nákvæmlega og skrifaði niður, settist síðan við bað- stofúborðið þar sem birtan féll best á blöðin og reiknaði nákvæmlega. Kom þá í ljós að 70 hestburði vant- aði upp á að heyin væru nægjanleg til að framfleyta fénaðinum. Forða- gæslumaðurinn reyndi að ræða um úrlausn vandans en fékk lítil svör. Fn þegar hann kom aftur í vorskoð- unina þá voru fymingar í Skollagróf nákvæmlega jafn miklar og upp á hafði vantað um haustið. Þetta litla minni lýsir Jóni í Skollagróf. Hann var alla tíð lítið fyrir að aðrir ráðsk- uðust með sín mál. Jón kom ótrú- lega mótaður af sínum hugmyndum að Skollagróf, fór óhikað sínar leiðir í búskapnum, kærði sig kollóttan um annarra ráð, féll þess vegna aldrei fyllilega að venjum og siðum rótgró- inna Hreppamanna. Fyrstu árin var léleg vatnslögn í Skollagróf, það varð til þess að Jón, til hægðarauka, leysti kýrnar úr fjósi til brynningar. Þetta var umtalað í Hreppum og þóttu skrýtnir búskaparhættir, en til að storka samfélaginu hélt Jón þessu áfram út sinn búskap. Það sem halda mun nafni Jóns í Skollagróf lengst á loft er án efa hrossarækt hans. Hann var svo lán- samur að kaupa á fyrstu búskapar- áram sínum grátt mertrippi frá Brandstöðum í Húnaþingi. Hryss- unni gaf hann nafnið Hremsa og hún reyndist úrvals gæðingur. Út af henni era flest hrossin í Skollagróf og fjöldi annarra hrossa um allt land. Frá Skollagróf hafa komið mörg afburða góð hross sem staðið hafa efst eða með þeim efstu á stór- mótum. Til að geta stundað hrossa- ræktina keypti Jón stóra jörð í Hranamannahreppi, Jötuna, þá komna í eyði. Jón hafði mikið yndi að hestum, tamdi fjöldann allan og reið alla tíð mikið út'sér til ánægju. Gegnum hestamennskuna eignaðist hann marga vini, vítt og breitt um landið. Hann kunni líka að rækta vinskap, var ólatur að skrifa sendi- bréf og á seinni áram að tala við menn í síma. Afburða fagra rithönd hafði hann og var stílisti góður. Ekki spillti það heldur að hagyi-ð- ingur var hann snjall og urðu marg- ar lausavísur hans landsfleygar. Hvernig Jón í Skollagróf komst fram úr öllum sínum verkum, oft einbúi, er mörgum ráðgáta. Því ofan á erfiðar og óhægar gegningar, lengst af í gömlum húsum, fór hann oft af bæ, bæði til að rabba við kunningja sína, sækja fundi og sam- komur. En Jón var einstaklega svefngrannur maður, reis úr rekkju fyrir allar aldir og var oft lengi að. Jón í Skollagróf ól með sér miklar þverstæður, hann var í eðli sínu ein- fari, þó var hann félagslyndur. Hann var hinn mesti sérvitringur, þó gat hann verið víðsýnn. Hann var fámáll og dulur, þó var hann skemmtilegur. Svona mætti lengi telja. En fyrst og fremst var Jón harðgreindur maður, sem sumum sást yfir, sem ekki þekktu hann eða báru þroska til að skilja hann. Jón Hermannsson. Jón í Skollagróf hefir kvatt jarð- vistina. Sjúkur studdist hann við staf. Auðvitað var þetta hjálpartæki sérstakt. Annað hefði farið á skjön við manninn. Stafurinn var 5/8 rör úr Hruna- kirkju og hafði lent í afgangi við endurnýjun kirkjuhússins. Tíminn vinnur á okkur öllum og eru ekki tíðindi. Hitt rumskar frek- ar við að hver gengin manneskja er eins og frá okkur öllum tekin því tíminn þegar sól var í hádegi hneig- ir sig til kvölds og því er söknuður- inn yfirsterkari sorginni því við er- um samferðafólk á lífsins vegi. Kvaddur er sá er tengdi saman nú- tíðina og hið liðna. Lærdómur er venjulega undirbú- inn með lestri bóka sem hald er í. Framhaldsmenntunin er þegin af því samferðafólki er sker sig úr. Ekki með hamagangi heldur hinu að vera efst á blaði ef þarf á ein- hverju að halda sem segja þarf. Jón í Skollagróf þurfti ekki langar ræð- ur heldur var máls hans beðið því það skipti máli. I hógværð þess er veldur hinu bitra vopni ferskeytlunnar, þessu vopni sem Hallgrímur Pétursson blessaður sigraði gilda útvegsbænd- ur með einni vísu. Þennan hagleik og meistaratök átti Jón í Skollagróf jafnan tiltæk en beitti í tilefni hinn- ar líðandi stundar. Hin sterku tök römbuðu oft á barmi háðs og ádeilu en framsetn- ingin var öragg. Hann skipaði sér á bekk hagyrðingsins, vissi takmörk- in. Vildi síst af öllu vera skáld en enginn fór í fótspor hans. Jón sagði alla söguna í snjallri vísu og leyfði þannig stund augna- bliksins í lýsingu á samverunni og tilefni. Það stóð eftir en ræður okk- ar hinna eru gleymdar. Jón í Skollagróf var hestamaður í besta skilningi þess hugtaks. Feg- urðin og hæfileikar eru nokkuð sem hugur okkar stendur til en allavega fer um hvernig úr vinnst. Jón vissi um markmiðið en var ásköpuð sú greind er hreykir sér ekki heldur varð eins og áttaviti þeirra sem dútla við hestamennsku sér til hug- arhægðar en ætla aldrei að geysast fram í fylkingarbrjósti. Kvaddur er samferðamaður sem ber að þakka samleiðina. Orð hans og upplit verða eftir þá hann er genginn. I ársbyrjun héldu karlar í Gusti sem er félag hestamanna fund. Dálítið sér á báti. Jón í Skolla- gróf var heiðursgestur en tilefnið að karladeildin var að styðja kvenna- deildina í sama félagi með því að bergja bjór og stöku maður þáði víntár. Þeta var „Kulsfélagið“ en hestfolald vel ættað hafði Jón gefið og félagamir síðan spunnið utanum tilefnið. Jón í Skollagróf stóð upp til brottfarar fyrr en aðrir menn. Kveðjur hans vora auðsæjar. Hann var á förum. Sonur studdi föður úr húsi en okkur sem áttum því láni að fagna að vera ekki minna en kunn- ingjar sáum vistaskipti í nánd. Kveðskapur Jóns bónda var listi- lega gerður. Vísurnar runnu áreynslulaust frá honum og hittu alltaf í mark. Hann greip á lofti það sem sagt var og batt í bundið mál. Marga gladdi hann en engan særði þó getað hefði. Jón í Skollagrof valdi sér býlið með viðeigandi nafni. Osköp gott að hann var ekki kenndur við Stóra- borg eða Glæsibæ. Handtak Jóns er hann kvaddi þetta karlakvöld í reiðhöll Gusts var hlýtt því það kom frá sálinni. Glettnin í augum hins sjúka manns gleymist ekki. Hann bað fyrir kveðju til djákn- ans. Því emm við hjónin bæði og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.