Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 66
- ' 66 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGVAR KRISTINN
ÞÓRARINSSON
+ Ingvar Krist-
inn Þórarinsson
fæddist á Húsavík
5. maí 1924. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Þingeyinga 7. aprfl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórarinn
Stefánsson, bóksali
og hreppstjóri á
Húsavík, f. 7. sept-
ember 1878, d. 3.
maí 1965, og Sigríð-
ur Oddný Ingvars-
dóttir, ljósmyndari
og húsmóðir, f. 12.
júní 1889, d. 13. maí 1972.
Systkini Ingvars eru: 1) Stúlku-
barn, f. 29. aprfl 1917, d. 29.
aprfl 1917. 2) Stefán Erlendur,
húsasmíðameistari, f. 1. ágúst
1926. Maki hans er Aðalheiður
Gunnarsdóttir, f. 25. ágúst
1928. 3) Margrét, f. 26. aprfl
1928, d! 26. júlí 1941. 4) Fóstur-
bróðir og frændi Ingvars var
Jón Hermann Jónsson, f. 13.
ágúst 1913, d. 27. júní 1993.
Hinn 21. júní 1947 kvæntist
Ingvar Björgu Friðriksdóttur, f.
24. mars 1926. Foreldrar henn-
ar voru hjónin sr.
Friðrik A. Friðriks-
son, prófastur á
Húsavík, f. 17. júní
1896, d. 16. nóvember
1981, og Gertrud
Friðriksson, fædd Ni-
elsen, kennari og
organisti, f. 15. febrú-
ar 1902, d. 27. desem-
ber 1986. Börn Ingv-
ars og Bjargar eru: 1)
Stefán Orn verslun-
armaður, f. 27. júlí
1956, búsettur í Nor-
egi. Maki hans er Sig-
ríður Þ. Harðardótt-
ir, f. 29. júlí 1956. Þau eiga fimm
börn. 2) Sigríður, sjúkraliði og
málaranemi, f. 11. maí 1961, bú-
sett í Reykjavík. Maki hennar er
Guðmundur A. Jónsson málara-
meistari, f. 24. nóvember 1954.
Þau eiga þrjú börn. 3) Uppeldis-
dóttir er Lilja Sigurðardóttir,
verslunarmaður, f. 6. júní 1948,
búsett á Húsavík. Maki hennar er
Dagbjartur Sigtryggsson, vél-
sljóri, f. 18. ágúst 1942. Þau eiga
ijóra syni og íjögur bamabörn.
Ingvar varð stúdent frá MA
1945. Hann var kennari við
Gagnfræðaskóla Húsavíkur ár-
in 1945-1966 og stundakennari
síðan til ársins 1973. Hann
starfaði jafnframt við bóka-
verslun föður síns, Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar, frá 1945
og tók síðan við rekstri hennar.
Veturinn 1962-1963 dvaldist
hann við nám í Bandaríkjunum
og kynnti sér þar nýjungar í
stærðfræði. Ingvar var um ára-
bil umboðsmaður Branabótafé-
lags fslands og fréttaritari Rík-
isútvarpsins. Hann rak bóka-
verslun sína meðan heilsa leyfði
en hefur síðustu misserin dvalið
að mestu leyti á Sjúkrahúsi
Þingeyinga.
Ingvar var formaður sóknar-
nefndar Húsavíkur árin
1963-1975. Hann söng í
Kirkjukór Húsavíkur um ára-
tugi og var formaður kórsins
um árabil. Hann söng einnig í
Tónakvartettinum og Karla-
kórnum Þrym. Hann var mikill
áhugamaður um söng og tónlist
og vann mikið að því að fá lista-
menn til tónleikahalds á Húsa-
vík. Hann var formaður Sjálf-
stæðisfélags Húsavíkur árin
1973-1979 og sat í bæjarstórn
Húsavíkur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn 1966-1970.
Útför Ingvars fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elskulegi föðurbróðir. Nú kveð
ég þig-
Angurværir og himneskir dagar
eru gengnir, en skilja eftir minn-
ingar. Minningar sem eru persónu-
legar og góðar og hafa átt sinn þátt
í að gera mig að skilningsríkari
manneskju en ella.
Líf mitt hófst í kjallaranum þín-
um í Höfðabrekkunni, mamma,
^ pabbi og fjörugur fimm barna hóp-
ur, með tilheyrandi umstangi. Uppi
voruð þið Bibba með bömin ykkar
tvö, Stefán Öm og Sigríði. Mikið
sem ég held að þú hafir notið ná-
vistar og nábýlis okkar við þig.
Aldrei skammaðir þú okkur. Eg
veit líka af hverju. Eg var ekki
mjög gömul þegar ég sá, að athug-
uðu máli, að þú hristist af hálf-
kæfðum hlátri á örlagastundu okk-
ar bamanna.
Þú horfðir á okkur systkinin við-
kvæmnislegu augnaráði sem orð fá
ekki lýst. Þú varst ekki margmáll,
frændi minn, þeim mun meir töl-
uðu augu þín. Kannski varst þú
alltaf að þakka þá undursamlegu
gjöf lífsins, lítið stúlkubarn, sem
foreldrar mínir gáfu ykkur hjón-
um. Og alltaf er augu þín litu dótt-
ur þína þá var sem andlit þitt lýsti
af óendanlegri ást. Þetta fannst
mér alltaf alveg óskiljanlegt. Syst-
ur mínar töldu að líklegast væri
þetta svona þar sem bara ein dótt-
ir er. Eflaust var þetta eins með
Stefán Örn, sem er einu ári eldri
en ég svo ég man það ekki svo
gjörla.
En svo liðu árin, húsbygging for-
eldra minna ofar í götunni gekk
vel. Við fluttum inn og buðum
yngsta fjölskyldumeðliminn vel-
kominn stuttu síðar.
**- Ekki minnkaði mikilvægi per-
sónu þinnar í huga okkar þrátt fyr-
ir að ekki væri lengur um brattan
og „stórhættulegan“ steinstiga að
fara, heldur nokkrar húslengdir.
Sambandið milli ykkar bræðra var
einstaklega náið og kærleiksríkt og
milli ykkar mömmu, ríkti sterkt
vinabandalag. Þetta breyttist
aldrei.
Berjaferðimar árvissu voru
alltaf jafn skemmtilegar og þú
tíndir alltaf mest.
Árin liðu, við systkinin komumst
hvert af öðru á þann aldur að að-
stoð okkar var þegin í bókabúðinni,
að vísu við misjafnan orðstír. Ég
held þér hafi fundist mér kippa í
kynið. Þegar þú stóðst mig að
verki, við að slumpa á heildarverð
fyrir stafla af jólakortum. Mér
fannst það algjör smámunasemi að
telja hvert og eitt einasta, svo var
* verðið líka svo mismunandi. Um
þetta vorum við ekki sammála.
Fleira urðum við ekki sammála
um, eins og pólitíkina. Kannski var
að einhverju leyti um að kenna
heiftúðugri framkomu fullorðinna á
Húsavík á mínum bams- og ung-
lingsárum sem auðvitað smitaðist í
okkur bömin. Mikil og stór stríð
voru háð á milli kommúnista og
íhaldsins. Ef maður var af sjálf-
stæðisfólki kominn, þá hélt maður
með Engilbert Humperdink og
Bítlunum. Mér fannst bara Tom
Jones og Rollingamir miklu betri.
Þetta skildir þú, frændi, mesti
sjálfstæðismaðurinn í bænum.
Listin var þér alltaf afar hugleik-
in. Þú unnir henni af ástríðu. Það
var sama hvar drepið var á dyr,
tónlist, myndlist eða ritlist. Alltaf
vildir þú vita um og ræða myndlist-
arsýningar og tónleika sem í boði
vom í Reykjavík. Þú vildir líka vita
hvaða kirkju við sóttum og hvemig
okkur líkaði presturinn.
Nú seinni árin þegar sjúkdómur-
inn parkinson var búinn að heltaka
líkama þinn bmnnu augun og
brostu sem áður, vildu margt segja
en varirnar þögðu.
Þú kenndir mér svo margt, kæri
föðurbróðir, og kannski helst hvað
listin er samofin lífinu.
Vertu sæll og blessaður.
Elsku Bibba, Stefán Örn og Sig-
ríður, fyrir hönd systkina minna og
foreldra bið ég góðan guð að
styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar
á kveðjustund.
Sigríður Oddný Stefánsdóttir.
Það er ekki auðvelt að færa í orð
þau áhrif sem Ingvar hefur markað
í mitt líf. Við íhugun koma ekki upp
í hugann orð, heldur fremur tilfinn-
ing um Ingvar sem mótandi afl og
svo svipmyndir af eftirminnilegum
atburðum. Ég var einn af mörgum
sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að líta á heimili þeirra Ingv-
ars og Bibbu sem mitt annað heim-
ili. Sem bam var ég þar heima-
gangur og bjó síðan hjá þeim sum-
arlangt öll mín unglingsár eftir að
fjölskylda mín flutti til Reykjavík-
ur. Það segir mikið um gestrisni
þeirra hjóna, velvilja og þolinmæði,
að þau skyldu taka að sér enn einn
unglinginn eftir að vera búin að
koma öllum hinum unglingunum,
sínum eigin og annarra, til vits og
ára. Þau hjónin voru mér eins og
foreldrar og alltaf leið mér eins og
heima hjá mér þegar ég dvaldist
hjá þeim. Þetta var góður tími og
þroskandi.
Þau ár sem ég naut samvista við
Ingvar snerist lífið að langmestu
leyti um bókabúðina. Hún var alla
tíð rekin af metnaði til þess að
veita góða þjónustu og bjóða upp á
gott úrval af vönduðum vörum.
Hann var mættur niðri í búð fyrir
allar aldir, alla daga vikunnar og
var þar öllum stundum eins og þeir
þekkja best, rútubílstjóramir og
fararstjórarnir sem lóðsað hafa
ferðamenn um landið undanfama
áratugi. Ef hann var ekki í búðinni,
var það vegna þess að fyiir lægi
aðkaOandi garðvinna, málningar-
vinna eða menningarstarf. Þau fáu
skipti sem ég sá hann virkilega
slaka á, var þegar hann sat síðsum-
ars í góðri berjabrekku. Ég er ekki
frá því að dagur í berjamó hafi ver-
ið honum jafnmikils virði og vika á
sólarströnd er flestum.
Ingvar hafði mjög mótuð lífsvið-
horf. Hann var mjög vinnusamur
og einstaklega ósérhlífinn. Þessu
reyndi hann að miðla til unglings-
ins, en hann kenndi ekki með fyrir-
mælum heldur með fordæmi. Sjálf-
ur gekk hann hreint og ákveðið til
allra verka og aðgerðaleysi var
honum ekki að skapi. Mér verður
alltaf minnisstætt, þegar ég átti að
slá garðinn í Höfðabrekkunni.
Ingvar átti bensínsláttuvél í félagi
við nágranna sína, en notaði sjálfur
oftast „trimmara", knúinn með
handaflinu. Unglingnum fannst
það vænni kostur að nota nútíma-
tæknina, en fyrst þurfti að sækja
vélina yfir götuna og þá kom í ljós
að bensín vantaði. Þegar ég loksins
var búinn að sækja bensín á vélina
og drösla henni yfir götuna var
Ingvar langt kominn með garðinn
á „trimmaranum".
Ég fékk vinnu í bókabúðinni
fyrst þegar ég var 14 ára, og var
þar með annan fótinn framan af
vinnuferli mínum. Þegar starfs-
þrek Ingvars tók að þverra, og
komið var að máli við mig um
rekstur bókaverslunarinnar, stóð
ég frammi fyrir stórri ákvörðun.
Mér var vel kunnugt um hversu
annt Ingvari var um velferð versl-
unarinnar, og fannst hann bera
mun meira traust til mín heldur en
ég gerði sjálfur eða átti skilið. Ég
fann til mikillar ábyrgðar, en sá um
leið tækifæri til þess að koma heim
eftir dvöl erlendis og til þess að
öðlast nýja reynslu. Mér var frá
upphafi ljóst að skarð Ingvars yrði
aldrei fyllt, en það auðveldaði sann-
arlega starfið að ganga í fótspor
þessa manns. Alls staðar þar sem
ég kom í viðskiptaerindum mætti
mér sá hlýhugur, velvilji og traust
sem Ingvar hafði stofnað til með
áratuga þrotlausu starfi, knúinn
áfram af metnaði fyrir fyrirtækið
og hróður bæjarfélagsins.
Ég kveð Ingvar með virðingu og
þakklæti íyrir það sem hann hefur
gert fyrir mig, og það sem hann
hefur gert fyrir bæjarfélagið okk-
ar.
Það er stundum sagt að að baki
hverjum farsælum manni standi
góð kona. Það er sannarlega ekki
orðum aukið í tilfelli Ingvars.
Hvort sem hann var að syngja í
Tónakvartettinum eða sinna dag-
legum störfum gat hann alltaf
treyst á undirleik Bibbu. Ég þakka
þér Bibba innilega fyrir endalausa
góðvild í minn garð, og sendi fjöl-
skylunni allri einlæga samúð mína.
Ari Páll Pálsson.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sig.)
Með þessum ljóðlínum langar
okkur sýstkinin að kveðja Ingvar
frænda. Frá því við fyrst munum
eftir okkur hefur Ingvar verið fast-
ur punktur í tilverunni. Við ólumst
upp í Höfðabrekkunni og heimili
þeirra Bibbu hefur alla tíð verið
annað heimili okkar. Við höfum lík-
lega alltaf litið á það sem sjálfsagð-
an hlut enda aldrei látin finna ann-
að. Það öryggi og skjól og sú kjöl-
festa sem þeirra heimili hefur verið
okkur í gegnum tíðina verður seint
þakkað. Þegar við systkinin börn
að aldri misstum föður okkar tók
Ingvar í vissum skilningi á sig
aukna ábyrgð gagnvart okkur.
Hann hvatti okkur með ráðum og
dáð og öll höfum við notið hand-
leiðslu hans við störf í bókabúðinni
þar sem vinnusemi, þjónustulund
og samviskusemi voru í hávegum
höfð. Tungunni er ekki tamt að tala
um Ingvar án þess að minnast á
Bibbu um leið. Hún hefur alltaf
verið kjölfestan og staðið við hlið
hans í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. ,
Minningabrot frá liðnum árum
streyma fram og þáttur Ingvars í
lífi okkar er stór. Hugurinn leitar
til bernskuáranna á Húsavík. I
minningunni var nær alltaf sól á
sumrin og mikið um að vera. Einn
af föstum liðum tilverunnar í þá
daga voru göngutúrar með Ingvari,
Stebba og fleirum upp á fjall. Það-
an var gengið niður að Botnsvatni
þar sem við krakkarnir busluðum í
vatninu, veiddum sfli og lékum
okkur saman. A meðan unga fólkið
lék sér dátt hljóp Ingvar gjaman
inn í Krubb til að athuga með
berjasprettu. Ótal bfltúrar á Vol-
vonum austur í Kelduhverfi, fram í
hraun eða upp í Mývatnssveit og
alltaf var áð til að skoða berjavísa
og velta vöngum um hvort vænlegt
yrði til berja. Þegar haustið loks
kom fengum við svo að fara með í
berjamó. A meðan við botnfylltum
fyllti Ingvar hverja kmnuna á fæt-
ur annarri en berjatínsla var án efa
eitt helsta tómstundagaman hans
og nokkrir sólskinsdagar í berja-
brekkum voru oft einu fríin sem
hann tók sér á sumrin frá önnum í
bókabúðinni. Alltaf var nestið með
og það brást ekki að í skottinu á
Volvonum vær bæði Jolly Cola og
Valash handa okkur krökkunum.
Fleiri minningabrot koma fram í
hugann. Fátt jafnaðist á við að fá
að kúra í sófa á vetrarkvöldum og
hlusta á Tónakvartettinn æfa
Rauðar rósir, Katarínu, A kránni
og ótal fleiri lög. Slíkai- stundir eru
líkar helgistundum í minningunni
og uppeldislegt gildi þeirra ómet-
anlegt.
Ingvar hafði yndi af hvers kyns
söng og klassískri tónlist. Hann
var ótrúlega eljusamur við að fá
tónlistarfólk til að koma til Húsa-
víkur til tónleikahalds og okkur er
ekki örgrannt um að stundum hafi
hann greitt nokkuð marga að-
göngumiðana svo tónlistarfólkið
bæri ekki skarðan hlut frá borði ef
þannig stóð á. Ósjaldan var svo
boðið upp á mat og kaffi í Höfða-
brekkunni hvort sem um var að
ræða einsöngvara og undirleikara
eða heilu kórana.
Gestrisni þeirra Ingvars og
Bibbu hefur alla tíð verið einstök.
Heimili þeirra stóð vinum og ætt-
ingjum opið sumar sem vetur og
ófáir unglingar hafa dvalið hjá
þeim sumarlangt við störf í bóka-
búðinni. Aldrei voru vandkvæði á
að bæta diski á borð eða búa upp
rúm ef óvænta gesti bar að garði.
Oft hringdi Ingvar í Bibbu rétt fyr-
ir hádegi, til að tilkynna að hann
tæki gesti með í hádegismat. Ætt-
ingjar og vinir eða bai’a ferðamenn
á fömum vegi vora aufúsugestir í
Höfðabrekkunni.
Síðustu árin hafa verið erfið og
dauðinn er lausn þreyttum líkama.
Það er komið að kveðjustund. Við
systkinin viljum þakka þér Ingvar
minn fyrir allt og allt og biðjum
þér guðs blessunar í nýjum heim-
kynnum.
Geirþrúður, Guðbjörg
og Ari Páll.
Ingvar Þórarinsson er til moldar
borinn í dag, mikill öðlingur og
mikill ljúflingur. Hann hafði átt í
stríði við langæ veikindi sem óhjá-
kvæmilega settu mark sitt á hann
og lögðu hann að velli að lokum.
Hvfldinni hefur hann verið feginn í
sinni trúarvissu, óhræddur um það
sem við tæki.
Kynni okkar Ingvars voru orðin
löng. Þau rekja sig aftur til ársins
1956 þegar hann greiddi götu okk-
ar í leikhópi MA þegar við sýndum
Æðikollinn á Húsavík. Þá fór hann
með mig niður í fjöra og sýndi mér
vertshúsið, sem afi minn hafi fæðst
í, og nú var kallað Gamli-Baukur.
Við vorum frændur að langfeðga-
tali, komnir af Gottskálk bónda
Pálssyni á FjöHum, og náin vinátta
milli okkar fólks alla tíð. Þess átti
ég eftir að njóta um áratugi og til
hinstu stundar Ingvars vinar míns.
Ingvar var fágaður maður og
hreinlyndur. Hann var menningar-
maður. Það vai’ honum eðlislægt og
þannig var hann frá bamæsku,
hefur mér verið sagt, réttsýnn og
sanngjam í öllum leikjum sínum.
Hann hafði mannlega lund og hélt
gleði sinni á hverju sem gekk. Það
kom ekki í veg fyrir að hann hefði
skoðanir á mönnum og málefnum.
Hann var rammpólitískur og fylgdi
Sjálfstæðisflokknum fast að mál-
um, mikill andstæðingur haftabú-
skapar og sérhyggju en baráttu-
maður fyrir frjálsræði í viðskiptum
og vestrænni samvinnu. Honum
þótti vænt um Húsavík og Þingeyj-
arsýslur og sat eitt kjörtímabil í
bæjarstjórn; vildi ekki sitja þar
lengur. Þó var hann oddamaður í
meirihlutanum og markaði spor í
sögu bæjarins svo sem með stofn-
un hitaveitunnar.
Mér þótti gott að koma við hjá
Ingvari í bókabúðinni. Alltaf tók
hann mér jafn hjartanlega. Síðan
settumst við yfir kaffibolla. Hann
spurði mig um pólitík en brátt tók
spjallið aðra stefnu og var á léttari
nótunum. Sameiginlega vini og
kunningja bar á góma eða fólk í
héraði. Hlýleiki, gamansemi eða al-
vara skiptust á í frásögn hans eftir
því sem við átti. Gjarnan bauð
hann mér heim til snæðings og síð-
an var spilaður treikantur við Óla
Kristinsson. Auðvitað var hann
betri en við og auðvitað vann hann
yfirleitt enda hélt hann bókhaldið.
En kæmi það fyrir að hann væri
einn í tapi leyndi ánægjan sér ekki
hjá okkur frændum og við lékum á
als oddi. Ég á margar og góðar
minningar frá heimilinu á Höfða-
brekku 9.
Um áratugi setti Ingvar svip á
Húsavík og var héraðshöfðingi sem
er fágætt um svo hógværan mann.
Hann lét sér annt um sögu héraðs-
ins og menningararfleifð. Sérstak-
lega var honum þó annt um kirkj-
una og það starf sem þar var unnið.
Kirkjulykillinn var um áratugi í
vörslu hans og var honum mjög
kært að sýna kirkjuna ferðamönn-
um, innlendum sem erlendum, og
segja sögu hennar og altaristöfl-
unnar. Hafa margir að fyi’ra bragði
haft orð á því við mig hversu lifandi
l.u M'XíMíi