Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 84
84 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ferð um undirheima klámiðnaðarins HOLLYWOOD hefur á síðastliðnum árum malað milljónir dollara á mynd- um um raðmorðingja, geðsjúklinga og um myrk öngstræti hinnar mannlegu sálar. Peningavél kvikmyndaiðnaðarins gengur fyrir handritum sem á einn eða annan hátt fjalla um hyldýpi sálarteturs- ins. Umræddar myndir hafa hlotið mikla aðsókn bíógesta í Evrópu en eru þar engu að síður mjög um- deildar. Viðbjóður í nærmynd sem gengur fram af áhorfendum. Og í lokin dágóður skammtur af banda- rískum siðferðisboðskap en einmitt hann fer misvel í evrópska kvik- myndaunnendur. Myndavélinni er beint að myrk- ustu hyldjúpum mannlegs eðlis. Sál- in er gerð að upphafspunkti og megininnviði sögunnar. Það hlýtur að gefa fyrirheit um spennu og að- dráttarafl myndarinnar eykst. Eins virðast vekja forvitni nútímamanns- ins að glæpir eru sýndir í nærmynd. Honum er ekld hlíft við neinum smáatriðum glæpsins enda er hann á höttunum eftir þeim. Hann nýtur þess beinlínis að fylgjast með „sósí- alrealískum“ hryllingi, viðbjóði sem teygir sig langt handan veiks ímyndunarafls hins auma lítils- megnuga einstaklings er lifir og hrærist í fjölmiðlasamfélagi nútím- ans. Umgjörð slíkra kvikmynda stenst varla samanburð ómerkilegrar spennumyndar en það kostar þó nokkra hæfileika að fylla upp í hana með hæfilegum skammti af trúverð- ugum hryllingi sem kemur hári áhorfandans á hreyfingu. I mynd Jonathan Damme Lömbin þagna gekk dæmið upp, einnig hjá David Fincher í „Seven“ og „The Game“ en hins vegar væri skömm að nefna meistarann David Lynch í sömu andrá. Á valdi viðbjóðsins Andrew Kevin Walker, handrits- höfundur spennuhryllingsins, „Seven“ er mættur á ný með áþekka sögu og í henni nýtur hann sín jafnvel enn betur. Aftur er það aðalpersónan sem stendur and- spænis ófyrirsjáanlegum hryllingi. En hryllingur leynist ekki aðeins innst í sálartetri aðalpersónunnar eins og í „Seven“ þar sem raðmorð- ingi hinna sjö dauðasynda vekur ófreskju góða lögreglufulltrúan.s til lífsins (Brad Pitt) sem verður sjálf- ur ofbeldishneigður í lok myndar- innar. I þetta skipti sendir Walker aðal- persónuna á vit viðbjóðs sem á sér engan líkan. Sögusviðið er klámiðn- aðurinn í Bandarikjunum. Hann þrífst á skítugum fantasíum geð- sjúkra ríkra karlmanna um kynlíf og ofbeldi, sem á vissu augnábliki breytast í hreint hræðilegan raun- veruleika. Raunveruleika sem allt í senn vekur forvitni og andstyggð áhorfandans sem situr engu að síð- ur dolfallinn, límdur við sætið af spennu einni saman. Til vítis og aftur til baka Miðdepill sögunnar er svokölluð „snuff-kvikmynd“, með nokkurra mínútna efni teknu upp á súper - 8 mm filmu. Tveir leðurklæddir karl- menn fá kynferðislega útrás fyrir sjúklegar hneigðir sínar á ungri varnarlausri stúlku og kvalalosti þeirra nær hámarki þegar þeir myrða hana á hrottafenginn hátt. Að beiðni vellauðugs kaupsýslu- manns er atburðurinn kvikmyndað- ur en hann hafði óskað eftir slíku efni til einkanota. Ekkja hins ágæta manns finnur myndina í öryggis- hólfi og ræður einkaspæjarann Tom Welles (Nicolas Cage) til að komast á snoðir um örlög ungu stúlkunnar. Á vörum gömlu kon- unnar brennur spurningin um hvort morðið sé sviðsett eða hvort stúlkan hafi raunverulega verið drepin meðan á tökunum stóð. Welles hefur lengi beðið eftir stóra tækifærinu sem bætt gæti starfs- möguleika hans. Hann tekur málið Hj arta myrkursins 8 mm verður frumsýnd um helgina í Stjörnubíói. Joel Schumacher leikstjóri og Nicolas Cage aðal- leikari myndarinnar voru viðstaddir Evrópufrumsýningu á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Rósa Erlingsdóttir fór á myndina og talaði við stórstjörnurnar um undirheima Kaliforníu. Joel Schumacher Nicolas Cage að sér. Hann leggur í ferðalag; fer til helvítis og aftur til baka. Hann upplifir hluti sem eru verri en hans verstu martraðir. Welles lifir vernduðu fjöld- skyldulífi ásamt konu sinni Amy (Catherine Keener) og ungbarninu Cindy. Hann tekur að sér rútínu- mál, njósnar um karla sem eigin- konur gruna um framhjáhald. Ekk- ert of hættulegt, ekkert of ógn- andi ... þar til grunsamlega 8 millí- metra myndin kollvarpar lífi hans og sendir hann í ferð á vit myrk- ustu afkima mannlegs samfélags. 8 mm fylgist með ferðalagi Welles frá vesturströnd til austur- strandar Bandaríkjanna þar sem hann leitar sannana um afdrif stúlkunnar sem er honum með öllu óviðkomandi - hún heltek- ur hann, eltir uppi sam- visku hans. Réttlætis- kenndin keyrir hann áfram í átt að lausn morð- málsins. Hann gleymir öllu öðru og fjarlægist fjölskyldu sína meira dag frá degi. Á stöku stað eru áhorfendur minntir á andstæðu þess við- bjóðs er Welles upplif- ir; hið fagra fjöld- skyldulíf, hamingju ungra hjóna og sak- leysi stúlkubamsins Cindy. Símtölin heim veita hvíld frá því myrkri er umlykur hetjuna. Enn er góða fólkið til staðar. En ekki er allt sem sýn- ist. Hjónabandið stendur höllum fæti. Eiginkonan fer í taugarnar á einkaspæjaranum og símtölin heim verða flöt og yfir- borðskennd: „ég- elska-þig-sakna- þín-ég-þín-líka“ samtöl. Það kemur að því að Welles hættir að hringja heim. berjast gegn þegar hann lagði í fór sína. Hvert er réttmæti slíks boð- skapar? Var meinleysi Welles að- eins yfirskin? Eða erum við jafnvel öll úlfar í sauðargæru þegar á reyn- ir? Göngum við í lið með skrímslun- um þegar við byrjum að herja á þau og kynnumst dýflissum þeirra af eigin raun? Gagnrýnendur eru almennt þakk- látir Schumacher fyrir að benda á dökkar hliðar mannlífisins í stór- borgum Bandaríkjanna en deila þó um siðferðislegan boðskap myndai'- innar því mörgum hveijum finnst hann á köflum hálf ólystilegur. Beinh- Sehumacher virkilega spjót- um sínum að klámheiminum eða er honum kannski alveg sama um öm- urleg hlutskipti þeirra er láta leið- í lið með djöflinum um í Á sama tíma er hann staddur í undirheimum klámiðnaðarins, í eins konar helvíti hans. Max (Joaquin Phoenix) leiðsögumaður Welles um vítið segir: „Djöfullinn er byrjaður að breyta þér.“ Áhorf- andinn er aftur minntur á afgrunn- inn. Verði maður þátttakandi í hel- víti heldur það manni í heljargreip- um. Því dýpri innsýn sem maður öðlast því betur tekst djöflinum að horfa í gegnum mann. Þetta er samlíking myndarinnar. Hinu góða og hinu illa er stöðugt stillt upp á móti hvort öðru, í mótsögn við hvort annað en þar á milli eru óað- skiljanlegir strengir. Alls 45 mínút- ur myndarinnar fjalla um baráttu Welles við hið illa. Þegar hann loks finnur hina seku er ekki aftur snú- ið; hann tekur lögin í eigin hendur. Hann fremur jafn hrottafegna glæpi og þá sem hann ætlaði að ast á þær villigötur sem hann lýsir í myndinni? Hvað vakir fyrir leik- stjórum Hollywood sem velja slíka umgjörð fyrir spennumyndir? Þess- um spurningum verður hver og einn að svara eftir að hafa séð myndina. Hún er vel þess virði. Schumacher hittir í mark með þessu efnisvali því það er löngu tímabært að sýna okk- ur, sem njótum lystisemda lífsins dags daglega, einn afkima vestræn- ar siðmenningar. Blákaldur raunveruleiki Joel Schumacher segir hlutverk Tom Welles eins og skrifað fyrir Nicolas Cage. „Nicolas Cage er að mínu mati besti leikari sinnar kyn- slóðar,“ segir Schumacher og bætir við: „Mig hefur langað að vinna með honum í langan tíma. Ég er fullviss um að val mitt var rétt því Cage var tilbúinn að ganga alla leið. Hann er leikari sem hefur efni á því að taka áhættu, óttast ekki hlut- verk sín og þrátt fyrir velgengni sína er hann enn einn mesti núlif- andi listamaður Hollywood." Aðspurður um mótsagnir mynd- arinnar segir Schumacher að hann hafi við lestur handritsins ímyndað sér muninn á venjulegu friðsælu hversdagslífi og stríði. Samanburð- urinn hefði hjálpað honum að finna svar við spurningunni af hverju slæmir hlutir henda góðar mann- eskjur. „I lok myndarinnar stendur Tom Welles á mörkum góðs og ills, eins og dyravörður sem meinar hinu illa aðgang að hinu góða.“ Og Sehumacher minnir á að milljónir manna fremja glæpi dags daglega fyrir misgöfugan málstað, í nafni Guðs eða föðurlandsins. „Hvert er mat okk- ar á því hvað er raun- veruleiki og raunveru- legt?“ spyr Schumacher viðstadda blaðamenn. Hann talar viðstöðulaust í heilar tuttugu mínútur og fær- ir okkur tölulegar stað- reyndir um klám og glæpi í Bandaríkjunum. Blaðamönnum verður ljóst að þessum heims- fræga leikstjóra stendur alls ekki á sama um þessa hluti. Að hans mati eru kvikmyndir eins og Falling Down og 8 mm lýsing á bláköldum veruleika; veru- leika sem flestir vita af en veigra sér við að viðurkenna því sannleikurinn er yfir- þyrmandi. Schumacher yfirgaf heimili látinna foreldra sinna aðeins þrettán ára gamall. Hann bjó á götunni þar til hann fékk tækifæri einn dag- inn sem hann greip; hann fékk vinnu í hönnunarskóla þar sem hann var svo heppinn að verða uppgötvaður. Eftir gerð mynd- anna um Leðurblökumanninn er Joel Schumacher margfaldur milljónamæringi og getur án efa leyft sér að taka miklar áhættur. Hann segir að hann hafi að eigin raun upplifað skúmaskot lífsins, mannlega niðurlægingu og illsku sem hann verði að segja frá. Fall- ing Down, sem fjallaði um ofbeldi og félagslega ringulreið í lffi eins manns, snerti taug bandarísks sam- félags og hún fékk mikla og mjög jákvæða umfjöllun. Schumacher vonar að 8MM veki fólk á sama hátt til umhugsunar um allar þær mótsagnir og „perversjónir" sem eru svo augljóslega stór hluti af samfélagi okkar. Tvöfalt siðferði Honum verður tíðrætt um hræsni og tvöfalt siðferðisgildi landa sinna. Viðskiptavinir klám- iðnaðarins séu ekki aðeins gamlir skítugir karlmenn í regnkápum. Um sjötíu af hundraði Bandaríkja- manna viðurkenni að hafa drýgt hór á lífsleiðinni. í Bandaríkjunum velti klámiðnaðurinn um tíu millj- örðum dollara [700 milljarðar króna] árlega. Á sama tíma velti kvikmyndaiðnaðurinn um þremur milljörðum dollara [210 milljarðar króna]. Fatafellubarir og klámbúll- ur mali gull en tekjur þeh-ra séu hærri en af öllum öðrum menning- arviðburðum samanlagt. Samt verða allir óttaslegnir og fyllast viðbjóði þegar bent er á þessar staðreyndir því Bandaríkja- menn vilja gefa sig út fyrir að vera kirkjurækið gott fólk. Bandaríska kvikmyndaeftirlitið heimilaði sýn- ingu á 8MM eftir erfiðar samning- arviðræður og fyrirskipaðar breyt- ingar á myndinni. Aðspurður segir Schumacher ekki skilja að það sé heimilt sýna myndir sem 500 manns láta lífið í en ef það gerist í nærmynd sé morðið bannað. Schumacher bendir einnig á að Bandaríkjamenn séu mjög stoltir af skotvopnum í einkaeign en þau séu um 200 milljónir talsins. Texas státi af sjötíu milljónum byssna, það séu um fjórar á hvern íbúa fylkisins. „Við dýrkum ofbeldi en á sama tíma krossfestir kvikmyndaeftirlit- ið leikstjóra sem vilja fjalla um það. Við eyðum tíu milljörðum dollara í klám á ári, en ef forseti Bandaríkj- anna gerir þau heimskulegu mistök að daðra við einkaritara sinn eða taka þátt í munnmökum við hana er það siðferðisbrot. I þessu endur- speglast hinn margumræddi bandaríska harmleik," segir hann. Að lokum talar Schumacher um örlög hundraða þúsunda barna og unglinga sem hverfi árlega í Bandaríkjunum. Sum þeirra stijúki að heiman. Leiðin liggi til Los Áng- eles. Þau dreymi um frægð og frama í Hollywood. Mörg þeirra, oftast unglingsstúlkur, fái fyrsta og síðasta hlutverk sitt í klámmyndum sem ríkir karlmenn selji á frjálsum markaði. Um þann harmleik og um afskiptaleysi okkar gagnvart þess- um börnum fjallar 8 mm,“ segir Joel Schumacher. Erum stödd í eigin bakgarði Cage segir myndina vera för til helvítis. „Það er mjög ógnvekjandi hversu stutt förin er. „Við erum ekki í frumskóginum heldur í eigin bakgarði. Ofbeldið á sér stað allt í kringum okkur, á öllum tímum sól- arhringsins verða saklausir ung- lingar fórnarlömb þess, aðeins örfá- um metrum frá heimilum okkar,“ segir hann. Tökur myndarinnar stóðu aðeins yfir í fjóra mánuði. „Guði sé lof“, segir Cage, „hefði myndin tekið lengri tíma í vinnslu hefði ég byrjað að óttast um geðheilsu mína og samleikara rninna." En þrátt fyrir erfitt viðfangsefni segir Cage að Schumacher hafi haldið liðinu gangandi með gamansemi og góð- um starfsanda. Samleikarar Cage ei-u ekki af slakara taginu, Joaquin Phoenix (Max), James Gandolfini (Eddie Poole) og Peter Stormare (Dino Velvet) sem unnendur Coen bræðranna muna eftir úr myndun- um Fargo og Stóra Lebowski. Leikur þeirra beggja í hlutverkum klámkónga er hreint ógleymanleg- ur og mikil lyftistöng fyrir 8 mm. Að mati Cages er Welles eins- konar staðgengill sameiginlegarar samvisku bandarísks þjóðfélags. Sem nýbakaður faðir vilji hann að samfélagið sé góður og heilnæmur staður. En sá veruleiki sem hann mæti í eigin vinnutíma byrji að myrkva lífið innra með honum. Á þann hátt fjallar myndin, að mati Cage, fyrst og fremst um persónu einkaspæjarans Tom Welles og um vald glæpsins sem haldi honum í heljargreipum. Cage segist sjá hlutverk sitt sem leikara í því að kanna og rannsaka alla mannlega eiginleika. „Ég er hugfanginn af mannlegu samfélagi og er þeirrar skoðunnar að hlutverk kvikmynda, sem sterkasta miðils allra tíma, sé að sýna öll skúmaskot veruleikans, sama hversu óþægilegur sá veru- leiki ku vera,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.