Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 77 Eiði á Langanesi Eiðsvik á Langanesi. í Eiðisvatn sést t.v. á myndinni. Heiðarflall í baksýn. Frá Kristni Kristjánssyni: í LANDNÁMABÓK segir: „Þessir menn hafa land numit í Austfirðingafjórðungi, er nú munu upp talðir, ok ferr hvat af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langa- nesi á Sólheimasand, ok er þat sogn manna, at þessi fjórðungr hafi fyrst albyggðr orðit. Gunnólfr kroppa hét maðr, son Þóris hauknefs hersis; hann nam Gunnólfsvík ok Gunnólfs- fell ok Langanes allt fyrh' útan Helkunduheiði ok bjó í Fagravík. Hans son var Skúli herkja, faðir Geirlaugar.“ Landnám Gunnólfs hefur að stór- um hluta verið þar sem síðar varð Austurhreppur (sjá kort um helstu landnám í Austfirðingafjórðungi). Nafnið Fagi-avík þekkist ekki nú, en á að öllum líkindum við Eiðisvík því á Islandskorti dönsku prófessor- anna Erichsen og Sehönning frá ár- inu 1771 er Eiðisvík nefnd Fa- gradalsvík (þess má geta að nöfn hafa breyst frá landnámabók, í með- förum manna í gegnum aldh-nar, svo sem Gunnólfsfell heitir nú Gunnólfs- víkurfjall, Viðfjörður í Sturlubók heitir nú Miðfjörður o.s.frv.). Eiðisvík er stór vík austan á Langanesi miðju og markast af Kumblum í norðri en Fagranesi í suðri. Fagranes er einnig bær kenndur við nesið. Hin langa og fengsæla strönd, frá Gunnólfsvík norður fyrir Font allt inn til Sauða- ness, að landnámi Keltils þistils, með Eiðisvík miðsvæðis, hefur hæft Gunnólfi vel. Eiðisvatn er allstórt stöðuvatn inn af víkinni en mjótt eiði, sem víkin er nú kennd við, skilur það frá hafinu. I vatninu er góð silungs- veiði, lax gengur í það og fuglalíf er mikið. Bærinn Eiði er norðan við vatnið, en sunnan við það er fornbýli. Sá bær gat vel heitið Fagravík. Forn örnefni eru þar frá ómunatíð svo sem Naust inn af ós Eiðisvatns og Skiphóll nokkru innar. Nokkuð ör- uggt er að skipgengur ós með góðu skipalægi hefur verið við Eiðisvatn við landnám og aðstæður tiltölulega góðar til lendingar. Sunnan til í Eiðisvatni er dýpri áll inn í Eiðisvatn sem nánast örugglega hefur einnig verið vel skipgengur fyiir rúmlega 1100 árum þegar Gunnólfui' kroppa kom á þessar slóðir. Ef ós væri opinn inn í vatnið nú á tímum væri hægt að sigla langt inn í Eiðisvatn á stór- straumsflóði enn þann dag í dag um fyrrgreindan ál. Land er að rísa á þessu svæði eftir að ísaldarjökull hopaði og botn Eiðisvatns hækkar einnig stöðugt vegna uppkasts á þara, timbri og finum sandi úr sjó, myndunar á lífrænum botnjarðvegi og sets frá aur úr ám og lækjum. Allt í kringum Eiðisvatn sjálft er sjáv- arnúið grjót sem sýnir að fyrir löngu var vatnið allt sjávai'vík. Augljóst er að landnámsbær Gunnólfs hefur ekki staðið í Gunn- ólfsvík, því Gunnólfsvíkur er sér- staklega getið í landnámabók, en ekki sem þess staðai' þar sem Gunn- ólfur bjó, heldur er sagt í landnáma- bók að hann hafi búið í Fögruvík. Nafngiftin Gunnólfsvík er á hinn veginn helgun á mörkum landnáms Gunnólfs í suðri. Auk þess er Gunn- ólfsvík inn úr Finnafirði sem Finni nam. Þess vegna hefur Gunnólfur kroppa varla viljað hafa bæ sinn í Gunnólfsvík, þar sem Finni átti fjörðinn allan að Gunnólfsvík. Land- kostir eru auk þess litlir í Gunnólfs- vík og eftir litlu að sækjast með að staðsetja landnámsbæ þar, fast við landnám annars manns í suðvestri en með brattar og torfærar hlíðar Gunnólfsfells og Helkunduheiði á hina höndina. Auðskilið er einnig, að höfðingjasonur sem Gunnólfur kroppa hafi þurft að hafa meira svigrúm til allra átta. Þeir' sem þekkja til landkosta og aðstæðna á Langanesi sjá strax, að landnámsmaður hefur ekki byggt bæ sinn á Fagranesi. Sá staður hef- ur enga þá kosti sem ætla má að landnámsmaður, sem nóg landrými hafði, hafi verið að sækjast eftir. Þaðan er örðug leið yfir fjöllin. Hvorki eru þar nokkur landgæði að ráði né auðvelt að koma við sigling- um eða sjósókn, því vík er þar engin og lending mjög erfið við sæbratta strönd. Fagranes er afar afskekktur staður og einangraður frá öðrum hlutum landnáms Gunnólfs. Mjög ólfklegt er að svo stórættaður mað- ur, sem Gunnólfur kroppa sonur Þóris hauknefs hersis, konungs í Noregi, hafi sett niður bú sitt á Fa- granesi. Hann hefur viljað búa fyrir miðju sínu landnámi, með thtölulega góðar samgöngur á landi um hið lága Eiðisskarð (hefur einnig verið nefnt Eiðisdalur) og til hafs frá Eiðisvík, en þessir einstöku kostir fylgdu búsetu í Eiðisvík. Eiði við Eiðisvík var alltaf fyrrum talið eitt gildasta og blómlegasta býli á Langanesi og þótt víðar væri leitað. Nokkuð ljóst er því að landnáms- bær Gunnólfs var í Eiðisvík (Fa- gradalsvík), í landnámabók nefnt í Fagravík (í vík), en ekki á Fagranesi (á nesi). Eiðisvík er eina víkin í land- námi hans sem eitthvað kveður að og hefur einhverja þá landkosti sem eftirsóknarverðir eru. Menn sem heimsótt hafa staðinn á síðari tímum hafa haft á orði að fagurt sé í Eiðis- vík. Svo má geta þess að víkingur var Gunnólfur kroppa konungssonur svo sannarlega. KRISTINN KRISTJÁNSSON, Bárðarbúð, Hellnum. iðSmss*® á awm A*>«R ... ageR hM.FVIRÐÍ’r Et-ow 0TSO^ bAKPOKAR' „ SWÍSHORN‘°5ONOFMNAÐUJ-lARfMNAÐUR. GOVfVO^. bOXUR. B°'Í1tp,.\/ÖROb. ÖtPOR. HRf »W®SS^»R. NYTT KORTATIMABII \dag HREYSTI ---sport vömhus Fossháisi 1 - Sími 577-5858
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.