Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lífeyrissparnaður hjá Sun Life Ingi Eldjárn Gísli Sigurðsson Ólafsson TILEFNI þessara skrifa, er grein sem birtist í Vinnunni, málgagni ASÍ, og birtist síðan útdrátt- ur úr í Morgunblað- inu ásamt viðtali við Eddu Rós Karlsdótt- ur, hagfræðing ASÍ, þann 8. apríl. I þess- ari grein kom fram samanburður á ávöxtun AXA Sun Life og 2,2% lífeyris- sjóðsspamaðar sem á sér vægast sagt hæpnar forsendur, þar sem notast er við sjálfgefnar forsendur sem ekki eiga sér stoð í raunveru- leikanum, hafðar eftir einhverjum ótilgetnum manni úti í bæ, í þeim tilgangi, að því er virðist að fæla fólk frá viðskiptum við AXA Sun Li- fe. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa, þegar í hlut eiga samtök sem ASI, ef þau vilja teljast mark- tæk gagnvart umbjóðendum sínum og almenningi að hafa þann metn- að til að bera að standa að saman- burði á mismunandi leiðum á spamaðarkostum sem í boði eru á markaðnum, að það sé gert með faglegum hætti, en ekki með því að troða skóinn niður af öðrum, auk þess að blanda þar alls óskyldum hlutum inn í. Faglegur saman- burður viðurkennds hlutlauss aðila á ávöxtun lífeyrissjóðanna í land- inu í samanburði við annað sem í boði er á markaðnum væri metn- aðarfullt og verðugt framtak fjöldasamtaka á borð við ASI, til glöggvunar fyrir umbjóðendur sína og aðra. Fyrirtækið AXA Sun Life Áður en farið er nánar í þennan samanburð frá ASI, er rétt að gera grein fyrir tilurð og starfsemi breska fyrirtækisins AXA Sun Life. Sun Life var stofnað árið 1810, og er því tæplega 190 ára gamalt. Á þessu ári stækka fjárvörslusjóðir Sun Life vegna yfirtöku Sun Life á öðra bresku tryggingafyrirtæki úr um 4000 milljörðum í um 7000 millj- arða króna, sem eru um 35 föld fjár- lög íslenska ríkisins og 18 sinnum Lífeyrissparnaður * I samanburðinum frá * ASI sem áður er vitnað til, segja Ingi Eldjárn Signrðsson og Gfsli Qlafsson, er það gert að meginforsendu að 7,5% sé nálgunarhæf ávöxt- un fyrir báða aðila. Spurningin er, hvaðan er sú tala fengin? umfang allra lífeyrissjóðanna í land- inu. Milljónir viðskiptamanna í Evr- ópu og víðar treysta Sun Life fyrir lífeyrisspamaði sínum, hvers vegna skyldu Islendingar ekki gera það einnig? AXA Group, aðaleigandi Sun Li- fe, er stærsta tryggingasamsteypa í heimi og næststærsta eignastýr- ingafyrirtæki í heimi í dag. Sem dæmi um áreiðanleika og árangur Sun Life, má nefna að tvisvar á þessum áratug hefur fyrirtækið verið valið „Fremsta vátrygginga- félag Evrópu“ af hinu virta evr- ópska viðskiptablaði Management Today. Einnig kannaði „Management Today“ 500 stærstu vátryggingafé- lög Evrópu árin 1992 og 1993. Nið- urstaðan var að „bresk félög era þau bestu í Evrópu“ og breska fé- lagið Sun Life er á toppnum. Þessi verðlaun komu á sama tíma og ESB heimilaði sölu lífeyristrygginga yfir evrópsk iandamæri. Árið 1995 fékk félagið verðlaun sem fyrirtæki ársins, besta fyrir- tækið á sviði lífeyrissparnaðar og sem besti einkalifeyrissjóðurinn frá „Express Newspapers & Money Marketing". Það sem að framan er talið, er gert til að gera grein fyrir fáeinum þeirra viðurkenninga sem Sun Life hefur hlotnast á undan- fömum áram. Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur skoðað raunávöxtun helstu fjárfestingasjóða Sun Life yf- ir 5 ára tímabil frá 1. ágúst 1992 til 1. ágúst 1997. Raunávöxtun var yfir tímabilið 21,3%. (sjá súlurit). Með þessa hlutlausu úttekt að leiðarljósi er því ekki um samanburð að ræða heldur hræðsluáróður, sem er kannski skiljanlegur í ljósi þess að ASI er hagsmunagæsluaðili flestra lífeyrissjóðanna á Islandi, sem era eins og kunnugt er margir á vegum verkalýðsfélaganna á Islandi, sem eiga sér samnefnara í ASI. Lífeyrissjóðimir á íslandi I samanburðinum frá ASI sem áður er vitnað til er það gert að meginforsendu að 7,5% sé nálgun- arhæf ávöxtun fyrir báða aðila. Sp- urningin er, hvaðan er sú tala feng- in? Komið hefur fram í fréttum und- anfarið að þessi samtök ætli sér bráðlega út í vátryggingamiðlunar- starfsemi í samkeppni við aðra á markaðnum, sem meðal annars Raunávöxtun helstu fjárfestingasjóða SUN LIFE í isl. kr. tímabilið 01.08.92-01.08.97, skv. útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands bjóða Sun Life. í janúar síðastliðn- um kom Pétur Blöndal, trygginga- stærðfræðingur og alþingismaður, fram í fjölmiðlum með yfirlýsingu þess efnis, að búast mætti við end- anlegri raunávöxtun íslensku lífeyr- issjóðanna upp á 3-5%, við út- greiðslu lífeyrissjóðsgreiðslna. I hugum almennings á Islandi er það svo, að ávöxtun í skyldubundn- um lífeyrissjóðum hefur reynst vera smánarlega lítil þegar upp er staðið, og eru ótalmörg dæmi þar um. Nú bregður svo við að þessir sömu aðil- ar stökkva fram í búningi hagdeild- ar ASI, og segjast nú geta gert bet- ur í því að ávaxta fjármuni almenn- ings heldur en flestir aðrir, þar á meðal margverðlaunuð heimsþekkt alþjóðleg fyrirtæki s.s AXA Sun Li- fe sem verið hafa á markaðnum í áratugi og skilað mjög góðri ávöxt- un til sinna viðskiptamanna. Spyrja má í framhaldi þessarar út- tektar ASI, ætli almenningur og fjárfestar á meginlandi Evrópu viti af þessum fjármálasnillingum sem ASI vill vísa til? Hafa þessir aðilar kynnt sig og sína fjárfestingakosti á erlendum fjármálamörkuðum s.s. í Evrópu? Full ástæða virðist til þess, þar sem þeir bera höfuð og herðar yfir flesta aðra, að sögn ASÍ. Vart er hægt að ímynda sér annað en að Evrópubúar muni standa í biðröðum til að komast í þvílík og önnur eins viðskipti og þama bjóðast. Evrópska efnahagssvæðið Með tilkomu EES-samningsins 1994 gat almenningur á íslandi fyrst átt kost á því að fjárfesta peningalegan sparnað sinn erlend- is. Næsta víst er að þessi aukna samkeppni á peningamarkaðnum hér á landi, á eftir að færa almenn- ingi á íslandi fleiri krónur í budd- una á næstu árum með aukinni samkeppni eins og undanfarin nokkur ár sýna. Islensk fram- leiðslufyrirtæki bæði á innlendum og erlendum mörkuðum hafa þurft að búa við harða samkeppni og oft óvæga. Islensk fjármálafyrirtæki, einnig þau sem bjóðast til að taka við líf- eyrissparnaði almennings verða að sætta sig við það sama og taka þátt í aukinni samkeppni á peninga- markaðnum um sparifé lands- manna. Framboð og samkeppni í þessari grein á Islandi sem og öðr- um, á að felast í því að bjóða sam- keppnisfæra vöru til almennings hér á við það sem best gerist er- lendis. Það hlýtur að vera krafa ís- lenskra fjármagnseigenda á hinum stóra samevrópska markaði, sem ísland er hluti af í dag. V átry ggingamiðlun Vátryggingamiðlunin ehf. sem undirritaðir starfa fyrir, er einn af nokkrum umboðsaðilum Sun Life hér á landi. Einnig er Vátrygginga- miðlunin umboðsaðili fyrir sambæri- leg trygginga- og fjármálafyi-irtæki á þessu sviði s.s. Alþjóða líftrygg- ingafélagið og Friends Provident, auk þess að miðla einnig fyrir Séreignarsjóð Búnaðarbankans. Ingi er löggiltur vátryggingamiðlari, Gisli er ráðgjafi hjá Trygginga- miðluninni. I þágu kvenna í KYNNINGU nýútkominnar bókar um jafnrétti á Norðurlöndum sem gefin er út af Norrænu ráð- herranefndinni segir m.a. að „konur séu óvirkt afl sem hefur áhrif á styrk og atorku pólitískra stofn- ana“. Því hefur verið haldið fram að konur séu auðlind, mannauður, sem ekki hafi tekist að virkja í þágu samfélagsins, sem sé til skaða fyrir þjóðfélagið. I bókinni „Gegnum glerþakið", sem gefin var út af Kvenréttindafé- laginu fyrr í vor, er vitnað til reynslu norrænna stjórnmála- kvenna. Þar kemur m.a. fram að aukin þátttaka kvenna í stjómmál- um á Norðurlöndum hafi leitt til áherslubreytinga í málefnum sem tekin era fyrir í sveitarstjórnum og þjóðþingum landanna. Hin svoköll- uðu mjúku gildi í þjóðfélaginu hafa orðið fyrirferðarmeiri og velferð fjölskyldunnar fengið aukið vægi, s.s. málefni bama og unglinga, fé- lagsleg þjónusta, málefni aldraðra og heilbrigðismál. Á Islandi býr ein þjóð en ekki margar. Hins vegar mynda ýmsir hópar þessa þjóð s.s. konur, karl- ar, börn, unglingar, aldraðir, ör- yrkjar, sjúklingar, launamenn og atvinnurekendur svo fátt eitt sé nefnt og fjölmargir einstaklingar tilheyra fleiri en einum hópi. Hver hópur hefur sín sérkenni og sér- stöku þarfir og hefur ákveðnum hlutverkum að gegna. Markmið samfélaga er að skapa aðstæður til að hver hópur og einstaklingur innan þeirra fái tækifæri til að nýta hæfileika sína og njóta þess sem lífið hefur að bjóða, þar sem jafnræði og réttlæti er lagt til' grundvallar. Til að ná þessum markmiðum þurfa allir hópar að vinna saman og þeir þurfa að eiga talsmenn á þeim stöðum sem ákvarðanir eru teknar um framtíð- arskipan samfélagsins. Jafnrétti Samkvæmt skoðana- könnunum, segir Ásta Möller, situr ein kona í baráttusæti á lista í Reykjavík í vor, sú sem þessa grein ritar og er í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Sem kona, móðir, dóttir og í starfi mínu sem hjúkranarfræðingur og forystumaður fyrir eina fjölmenn- ustu kvennastétt landsins þekki ég af eigin raun aðstæður þeirra hópa sem ég nefni hér að framan. I starfi mínu sem formaður hjúkrunarfræðinga hefur mat eða öllu heldur vanmat á störfum kvenna sérstaklega brunnið á mér. Oft er hollt að skoða nútíðina í samhengi við fortíðina. í því sam- bandi langar mig að vísa til fyrsta opinbera fyrirlesturs konu á Is- landi sem var haldinn 30. desember 1887. Þar var að verki Bríet Bjarnhéðinsdóttir, hin kunna mannréttinda- kona, og bar fyrirlest- urinn yfirskriftina: „Fyrirlestur um hagi og réttindi kvenna“. Bríet lýsir í fyrirlestri sínum væntingum sem gerðar hafa verið til kvenna gegnum ald- irnar. Þar segir hún m.a. eftirfarandi: „Konurnar eru frá fæðingu ákvarðaðar til að sinna vissum starfa, sem kölluð hafa ver- ið kvennaverk, hvort sem þeim mundu láta þau vel eða illa. Drengirnir hafa átt að verða menn, sem gætu orðið færir um að ryðja sér sjálfir braut til gæfu og gengis. En stúlkurnar hafa átt að vera konur, sem hefðu sinn takmarkaða verkahring í búri og eldhúsi. Það er að segja: verur sem stæðu skör lægra í öllu tilliti sem ekki hefðu annað takmark í lífinu en að snúast í kringum karlmennina og gjöra þeim lífið sem þægilegast og sem ættu að gefa sig með lífi og sál ein- ungis þessu ætlunarverki. Þær þyrftu ekki og ættu ekki að hugsa um annað en búið og börnin, það væri hið eina, sem þeim kæmi við. Skylduverk þeirra væri það sem þessir húsbændur sköpuðu þeim, en það ætti ekki við að leyfa sér að hugsa um hvort þau væru sann- gjörn eða ekki. Konum sæmdi að vera hógværar og þolinmóðar, það væri guðs boð og það væri synd að breyta því.“ Þessar konur unnu sem sagt hin hefð- bundnu kvennastörf, þær sáu um heimilin, gættu barna fóstruðu þau og nærðu, kenndu þeim og fræddu og hjúkruðu þeim sem þurftu hjúkrunar við. Þetta eru formæður þeirra kvenna sem í dag gæta barna og fóstra þau, næra, kenna og fræða og hjúkra þeim sem þurfa hjúkrunar við. En í stað þess að vinna þessi störf inni á heimilunum eru þau unnin á sérstökum vinnustöðum. Hins veg- ar hafa hin aldagömlu viðhorf til þessara starfa að mörgu leyti við- haldist, skilningur er takmarkaður á að þau þurfi langrar menntunar við, hvað þá að þau væru launuð í samræmi við menntun og ábyrgð. Barátta kvenna fyrir viðurkenn- ingu á framlagi þeirra til þjóðfé- lagsins og bættum kjöram hefur aldrei verið auðveld viðureignar. Með samstöðu hefur konum þó margsinnis tekist að þoka málum fram á veginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sakaður um að stuðla ekki að jafn- rétti kvenna, né auknum framgangi þeirra og áhrifum á mótun samfé- lagsins. Sannleikurinn er hins vegar sá að möguleikar era á að þingkon- um Sjálfstæðisflokksins fjölgi um 100% eftir kosningarnar í vor á sama tíma og allt bendir til þess að þingkonum annarra flokka muni ýmist fækka eða fjöldi þeirra standa í stað. I kosningunum í vor standa kjós- endur í Reykjavík frammi fyrir vali á milli flokka og frambjóðenda. Skv. skoðanakönnunum situr ein kona í baráttusæti á lista í Reykjavík í vor, sú sem þessa grein ritar og er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hjá hinum flokkunum skipa karlai* 1 baráttusætið, þ.e. Árni Þór Sigurðs- son hjá Samfylkingunni, Ólafur Örn Haraldsson hjá Framsóknarflokki, Ögmundur Jónasson hjá Vinstra- Grænu framboði og Sverrir Her- mannsson hjá Frjálslynda flokkn- um. Konur þurfa að standa saman til að fá framlag sitt til samfélagsins metið; þær þurfa að stuðla að því að sjónarmið þeirra og sýn komi fram í ákvarðanatöku um það þjóðfélag sem við byggjum og þær þurfa að styðja hver aðra til aukinnar þátt- töku á sviði stjórnmálanna. Konur þurfa að standa saman til að þær verði að virku afli til að efla „styrk og atorku pólitískra stofnana" og skapa réttlátara þjóðfélag. Konur, og jafnréttissinnaðir karlar, standa frammi fyrir því að meta hverjum þau treysta best til að túlka og fylgja eftir gildum og sjónarmiðum kvenna. Þar stendur valið milli karl- anna Árna, Ólafs, Ögmundar, Sverris og einu konunnar í baráttu- sæti í Reykjavík. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík í Alþingiskosning- unum í vor er í þágu kvenna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og skipar 9. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavfk. Ásta Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.