Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 15 Skráning í sumarbúðirnar í Vatnaskógi hefst mánudaginn 19. apríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla). Einnig er tekið við skráningum í síma 588 8899. Flokkaskrá Vatnaskógar sumarið 1999 Flokkur Tímabil Altlur Dagar Verð i.fi. 31.maí - 7. júni 9-11 ára C88-'90) 7 dagar 16.700 2.fl. 7. júní -14. júní 9 -10 ára C89-’90) 7 dagar 16.700 3.fl. 14. júní - 22. júni 10-11 ára ('88-’89| 8 dagar 18.900 4,fl. 22. júní - 30. júní 10 -12 ára <'87-'89) 8 dagar 18.900 5.fl 30. júní - 8. júlí 10 -13 ára ('86-'89| 8 dagar 18.900 6-fl. 8. júlí -16. júli 10 -12 ára ('87-'89) 8 dagar 18.900 7.fl. 16. júlí-23. júlí 10 -12 ára ('87-'89) 7 dagar 16.700 8.fl* 24. júlí - 30. júlí 13 -16 ára C83-'86) 6 dagar 14.400 Sæjudagar 30. júli - 2. ágúst Fjölskylduhátlð 3 dagar 9.fl* 3. ágúst -11. ágúst 14 -17 ára ('82-'85) 8 dagar 18.900 10.fl* 11. ágúst -19. ágúst 11 -14ára C85-'88) 8 dagar 18.900 11. fl* 19. ágúst-27. ágúst 9 -12 ára C87-'90) 8 dagar 18.900 12.fl, : 27. ágúst - 29. ágúst 7 - 99 ára Feðgafl. 2 dagar 4.700 13.fl. 3. sept. - 5. sept. 7 - 99 ára Feðgafl. 2 dagar 4.700 14.fl. 10. sept. -12. sept. 17 - 99 ára Karlafl. 2dagar 5.500 gARV £ o 'U, < íffm •t + 'SR KFUM ^>KFUK Frísk félög fyrir hressa krakka! * Skýringar: 8. flokkur er norrænt mót fyrir 13 9. flokkur er unglingaflokkur fyrir 10. flokkur er ævintýraflokkur. 11. flokkur er íþróttaflokkur. -16 ára pilta og stúlkur. bæði pilta og stúlkur. Rútur: Kr. 950,- bætist viö dvalargjaldiö. Fjöldi: f hvern flokk komast 95 þátttakendur. Skráning; Hefst 19. apríl kl. 8:00. Skráning í sumarbúðirnar Kaldárseli, Vindáshlíð, Ölveri og Hólavatni hefst miðvikudaginn 21. apríl kl. 8:00. Flokkaskrá þeirra er að finna á heimasiðu KFUM og KFUK, www.kfum.is og á bls. 629 í textavarpi Sjónvarpsins. Landbúnaðarráðherra um ráðstöfun jarðarinnar að Skriðuklaustri „ÉG vona að við náum samkomulagi um þetta og það stendur ekki á því af minni hálfu að reyna að leiða það fram að Gunnarsstofnun fái íbúðar- húsið og afmarki það pláss til at- hafna sem hún þarf. Ég hef hins vegar nú þegar gefið fyrirheit um að leigja nýjum ábúendum jörðina til ábúðar, án íbúðarhússins, vegna þess að þeir búa í næsta nágrenni og gætu nýtt jörðina frá sinni eigin jörð,“ segir Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. Fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að landbúnaðarráðuneytið hefur, án samráðs við Gunnarsstofnun og menntamálaráðuneyti, byggt nýjum ábúanda jörðina Skriðuklaustur í Fljótsdal sem Gunnar Gunnarsson skáld gaf íslensku þjóðinni árið 1948. Nýju ábúendurnir, ung hjón í Fljótsdal, fá jörðina fyrir hefðbund- inn búrekstur en fá hins vegar ekki til ráðstöfunar húsið Skriðu, sem byggt var meðan tilraunabú var rekið á jörðinni. Guðmundur bendir á að hefðbundinn búskapur hafi ver- ið tekinn upp á jörðinni fyrir um tíu árum þegar rekstri tilraunabúsins var hætt og ekki hafi verið hátt ris á rekstri Gunnarsstofnunar á þeim tíma. Núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar ákveðið að gera þar breytingar samkvæmt tillögu menntamálaráðherra. Samkomulag ráðherra 1993 uin afmörkun jarðarinnar Guðmundur segir einnig að á ár- inu 1993 hafi verið gert nýtt sam- komulag milli Halldórs Blöndal, þá- verandi landbúnaðarráðherra, og Olafs G. Einarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, sem fól í sér að afmarka Gunnarsstofnun ákveð- inn hluta jarðarinnar fyrir sína starfsemi og að jörðinni yrði að öðru leyti ráðstafað til hefðbundins búskapar. „Þannig stóðu málin þeg- ar ég kom að rnálinu," sagði hann. Að sögn Guðmundar fengu um- rædd hjón á sínum tíma vilyrði landbúnaðarráðuneytisins fyrir því að fá jörðina leigða til ábúðar þegar taka átti upp hefðbundinn búrekst- ur á jörðinni. Ekkert varð þó úr því þar sem sveitarstjórnin hafnaði ráð- stöfun landbúnaðarráðuneytisins. Hefur annar ábúandi því verið á jörðinni undanfarin ár. Hjónin kærðu þessa afgreiðslu til landbún- aðarráðuneytisins. Var félagsmála- ráðherra settur til að úrskurða í málinu og komst hann að þeirri nið- urstöðu að ráðstöfun ráðuneytisins hefði verið rétt, að sögn Guðmund- ar. Þegar í Ijós kom að ábúandi jarð- arinnar undanfarin ár væri að láta af búskap auglýsti landbúnaðar- ráðuneytið jörðina og sóttu hjónin þá um á nýjan leik. „Við höfum unn- ið að því að standa við fyrirheit ráðuneytisins gagnvart þessu fólki sem var veitt vilyrði fyrir jörðinni á sínum tíma. Mér þótti eðlilegt að skoða hvort ekki gæti náðst sátt um það nú að byggja þeim jörðina," segir Guðmundur. Jarðasjóður keypti húsið af RALA Guðmundur segist að undanfornu hafa reynt að vinna í góðri sátt að lausn málsins með menntamálaráð- heiTa vegna starfsemi Gunnars- stofnunar og hússins Skriðu. „Ég hef skilið það svo að hann gerði ekki at- hugasemdir við það þó hluta jarðar- innar yrði ráðstafað til hefðbundins búskapar, enda væri það skýrt hvaða hluta jarðarinnar Gunnarsstofnun hefði og að hún fengi íbúðarhúsið og á það hef ég fallist. Hins vegar átti Rannsóknarstofnun landbúnaðarins húsið frá því að þarna var rekin til- raunastarfsemi og nú hefur þeirri stofnun, eins og mörgum öðrum, ver- ið gert að losa sig við eignir. Því var það að Rannsóknarstofnun landbún- aðarins sótti á það að fá að selja hús- Sumarbúðir KFUM ið. Ég féllst á það en þá kom í ljós að við þær aðstæður var enn erfiðara að ráðstafa jörðinni og jafnframt að ná fram niðurstöðu varðandi Gunnars- stofnun. Niðurstaðan varð því sú að Jarðasjóður keypti íbúðarhúsið af RALA.“ Venja að stofnanir greiði fyrir aðstöðu Gagnrýnt hefur verið að landbún- aðarráðuneytið krefjist greiðslu fyr- ir að afhenda Gunnarsstofnun eða menntamálaráðuneytinu umrætt hús. Guðmundur segir það alls ekki einsdæmi að greiðsla komi fyrir slíkt. Venjan sé sú að stofnanir greiði fyrir þá aðstöðu sem þær fá undir sína starfsemi. „Ég býst ekki við að menntamálaráðuneytið væri til dæmis reiðubúið að láta landbún- aðarráðuneytið fá kennaraíbúðir án þess að greitt sé fyrir það,“ sagði hann. Morgunblaðið/Gunnar Svanberg Kviknaði í bíl ELDUR kom upp í VW Golf við Ráðhúsið í Reykjavík á fjórða tímanum í gær. Að sögn lögreglu er talið að um sjálfíkveikju hafi verið að ræða. Bíllinn var fluttur á brott með dráttarbíl og er hann talinn ónýtur. Fellst á að Gunnars- stofnun fái íbúðarhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.