Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 33

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 33 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Bandaríska varnarmálaráðuneytið býr sig undir að herða árásirnar Vill fá að kalla út allt að 33.000 varaliðsmenn New York, San Francisco. Reuters. BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hyggst óska eftir heimild Bills Clintons Bandaríkjaforseta til að kalla út allt að 33.000 varaliðs- menn og þjóðvarðliða til að herða árásirnar á Júgóslavíu, að því er The New York Times hafði eftir heimildarmönnum sinum í gær. Fallist Clinton á að veita þessa heimild yrði það mesta herkvaðning í Bandaríkjunum frá 1990-91, þegar 265.000 hermenn voru sendir til Persaflóa. Þetta yrði einnig fyrsta verulega herkvaðningin frá því 3.800 varaliðsmenn og þjóðvarðliðar fóru til Bosníu vegna friðargæslu NATO árið 1995. Þorri þeirra, sem verða kallaðir út, er í varaliði og þjóðvarðliði flug- hersins. Margir þeirra verða flug- menn eða í áhöfnum tankvéla og flutningavéla, en liklegt er að nokkrir þeirra fljúgi orrustuvélum, m.a. af gerðunum F-16 og A-10. Einnig er búist við að landherinn kalli út allt að 4.800 varaliðsmenn, m.a. til að fylgja 24 Apache-þyrlum til Albaníu. Heimildarmaður The New York Times í hernum sagði að vamar- málaráðuneytið hygðist óska eftir heimild til að kalla út 30.000 vara- liðsmenn og þjóðvarðliða, en emb- ættismaður í ráðuneytinu talaði um allt að 33.000. Þótt ráðuneytið fái þessa heimild er ekki víst að menn- irnir verði allir kvaddir til að gegna herþjónustu. Líklegt er að þeir verði kallaðir út í áfongum. Kostnaðurinn eykst Verði af herkvaðningunni á hún eftir að hafa áhrif á atvinnulífið og margar fjölskyldur í Bandaríkjun- um og raska háskólanámi margra varaliðsmanna og þjóðvarðliða. Þar sem flestir þeirra verða flugmenn eða í áhöfn flugvéla verða áhrifin _ Reuters BANDARÍSKIR hermenn fjarlægja flugskeyti úr F-18 orrustuþotu á þilfari USS Theodore Roosevelt flug- móðurskipi bandaríska flotans á Adríahafi. mest á bandarísk flugfélög, sem eru með þúsundir varaliðsmanna og þjóðvarðliða í starfsliði sínu. Kostnaðurinn af árásunum á Jú- góslavíu heldur einnig áfram að aukast. Að sögn The New York Times er búist við að Bandaríkja- forseti óski eftir heimild þingsins til að verja 5,9 milljörðum dala, andvirði 430 milljarða króna, til hernaðaraðgerðanna á næstu mán- uðum. Fyrr í vikunni hafði verið gert ráð fyrir því að aðgerðirnar myndu kosta helmingi minna, en ljóst er að kostnaðurinn mun aukast vegna herkvaðningarinnar og beiðni Wes- leys Clarks, yfírhershöfðingja NATO, um að bandarísku flugvél- unum, sem taka þátt í árásunum, verði fjölgað um 300. Hvatt til „lýðræðislegra umskipta" í Serbíu Clinton forseti fjallaði ýtarlega um Kosovo-málið í ræðu sem hann flutti í fyrrakvöld og kvaðst enn vera andvígur því að Kosovo fengi sjálfstæði. Hann sagði að þess í stað bæri að knýja fram „lýðræðisleg umskipti" í Serbíu og binda enda á „herskáa harðstjórn" Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu. Clinton sagði að daglegar árásir NATO hefðu veikt her Milosevic en á sama tíma hefði liðsmönnum Frelsishers Kosovo fjölgað vegna reiði Kosovo-Albana eftir gi'immd- arverk serbnesku öryggissveitanna í héraðinu. „Að lokum verður Milos- evic að velja, annaðhvort að draga úr sívaxandi mannfalli sínu eða hafa ekki lengur bolmagn til að halda taki sínu á Kosovo.“ Forsetinn sagði að Kosovo gæti STEFNAN Hvað tekur við, herra Milosevic? Hinn 19. október 1998 birtist í serbneska vikuritinu Evropljanin grein eftir ritstjóra þess, Slavko Curuvija og Aleksandar Tij- anic. I greininni voru Slobodan Milosevic og undirsátar hans harðlega gagnrýndir -----------------------------------7-------- fyrir kúgun á serbnesku þjóðinni. I kjölfar útgáfunnar var blaðið gert upptækt og rit- stjórunum gert að greiða háar fjársektir. Síðastliðinn sunnudag hlaut annar ritstjór- anna hinn hæsta dóm, Curuvija var skotinn til bana. Hér fylgir útdráttur úr greininni. ANDOFIÐ HÆSTVIRTUR forseti. Yður er e.t.v. ekki kunnugt um að í ríki yðar var framið valdai'án í síðustu viku. Þvert á fullyrðingar yðar um að komið hafí verið í veg fyrir hættuna af hernaðaraðgerðum, hafa sam- starfsmenn yðar í ríkisstjórninni haldið ólýðræðislegum tilskipunum til streitu. Þeir hafa viðhaldið styrj- aldarástandi, fellt almenn lög úr gildi og tekið yfír stjórn ríkisins. Orð þessi eru rituð með tjáningar- frelsið í huga. Áhyggjur okkar eni þó mun víðtækari en svo. Herlögum og stríðsástandi hefur verið lýst yfír í Júgóslavíu þrátt fyrir að þjóðarör- yggið er ekki í hættu. Þessi þróun hefúr farið framhjá yður. Hvers vegna? Er það ef til vill vegna þess að þér neitið að horfast í augu við af- leiðingar stjórnartíðar yðar? Eða er það vegna þess að þér eruð þreyttir á að stjórna ríkinu? Eða er það vegna þess að þér hafið gernýtt traustið sem meirihluti serbnesku þjóðarinnar sýndi yður er þér tókuð við völdum? Eru galdraþulur yðar, eitt sinn fullar af ráðkænskubrögð- um, uppurnar? Hver Serbi, lífs eða liðinn, getur vitnað til um hvað gerst hefur. Öllu Reuters SLAVKO Curuvija, ritstjóri serbneska vikuritsins Evropljan- in var rnyrtur 11. apríl sl. Höfðu serbnesk stjdrnvöld haft horn í síðu Curuvijas vegna skrifa hans. því sem Serbar hafa skapað á þess- ari öld hefur verið kastað á glæ: Ríki og landamærum; stöðu okkar sem bandamanna í tveimur heimsstyij- öldum; þjóðarstolti; aðild að alþjóð- legum stofnunum; vitund Serba sem evrópskrar þjóðar; þjóðin hefur þró- að með sér yfirbragð árásaraðilans, þjóðarmorðingjanna, sem búa í síð- asta vígi kommúnismans í Evrópu. Agæti og verðleika serbneskra stofnana hefur verið eytt með kerfís- bundnum hætti. Þér hafíð fært æðri menntastofnanir niður á stig samyrkjubúa, lýst lista- og vísinda- samfélaginu sem sjúkrastofnun. Þér hafið niðurlægt kirkju, löggjöf, fjöl- miðla og stjómkerfið. Undir því yfirskini að um þróun - réttnefndur þjófnaður - hafi verið að ræða, hafið þér vannært hinn al- menna borgara meðan þér hlúið að til- komu nýrrar stéttar „hinna útvöldu". Þér hafið látið þröngum hópi stuðningsmanna eftir stjórn ríkis- fjármála. Sömu aðilar hagnast á stuðningi yðar og vernd. Embættis- menn ríkisins lifa líkt og lénsherrar meðal örvæntingarfullrar og fátækr- ar alþýðu. Stærstu fyrirtækjum er stjórnað af einkavinum yðar. Þjóð yðar hnignar. Serbar hafa látist af völdum sjúkdóma sem eru annað hvort auðlæknanlegir eða fyr- irfinnast hvergi annars staðar í ver- öldinni. Lyf eru ekki til, heilsugæslu- kerfið er að hruni komið og almenn- ingur snýr sér að róandi lyfjúm á sama hátt og vítamín eru notuð með- al þróaðra þjóða. Hvergi í Evrópu eru skipulögð glæpasamtök og ríkisvaldið mægð svo sterkum böndum sem í Serbíu. Glæpagengi stjórna dreifingu nauð- synlegra matvæla og þjónustu. Dauðasveitir eru starfræktar. Morð og ofbeldi á götum úti eru daglegt brauð og ríkisvaldið hefur í raun hafnað því að bera ábyrgð á öryggi og eignum borgaranna. Þér hafið ást á ráðabruggi, dulúð og öryggisleysi annarra. Þér hafið skapað aðstæður þar sem allir emb- ættismenn verða að treysta á vel- þóknun yðar, og eru þvi dæmdir til svikráða, hver gegn öðrum. Afleið- ekki fengið sjálfstæði þar sem það væri ekki til þess fallið að tryggja stöðugleika á Balkanskaga til lengri tíma litið. Hann sagði að stöðugleik- inn gæti hins vegar verið háður þvi að raunverulegu lýðræði yrði komið á í Serbíu og bætti við að Milosevic hefði ítrekað beitt hervaldi í löndum gömlu Júgóslavíu í því skyni að stofna „Stór-Serbíu“. „Til þess [að tryggja stöðugleika á Balkanskaga] þarf lýðræðisleg umskipti í Serbíu, vegna þess að lýðræðisríkin á svæðinu verða aldrei örugg með herskáa harð- stjórn á meðal þeirra," sagði Clint- on. Þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, Sandy Berger, sagði þó að með þessum ummælum væri Clinton ekki að hvetja til þess að Milosevic yrði steypt af stóli. Bandaríkja- menn hefðu stutt serbneska stjórn- arandstæðinga og fjölmiðla, sem eru andvígir stefnu Milosevic, og myndu halda því áfram af enn meiri krafti. Telur samruna við Evrópu bestu lausnina Clinton sagði það skiljanlegt að Kosovo-Albanar skyldu vilja sjálf- stæði og telja það forsendu þess að þeir geti lifað í héraðinu eftir að Serbar hafa flæmt hundruð þús- unda manna úr héraðinu. „En ég tel enn að það sé ekki besta lausnin. Kosovo hefur ekki burði til að verða lífvænlegt ríki. Auk þess óttast ná- grannaríki Júgóslavíu að Kosovo verði óstöðugt og að óstöðugleikinn sjálfur verði smitandi.“ Hann sagði að NATO myndi halda til streitu þeirri kröfu sinni að albanska flóttafólkið fengi að snúa aftur til Kosovo og að héraðið fengi sjálfstjóm undir vemd alþjóðlegra öryggissveita. Hann útskýrði þó ekki hvemig Serbar og Kosovo-Al- banar gætu lifað saman á meðan Milosevic er enn við völd. Clinton sagði að ekki væri rétt að leysa hin ýmsu svæði í suðaustur- hluta Evrópu upp í sjálfstæð ríki þar sem það myndi auka líkumar á frekari stríðsátökum, þjóðernis- hreinsunum, kúgun og hefndum. „Besta lausnin fyrir Kosovo, Serbíu, Bosníu, Króatíu, Makedóníu og öll hin löndin í Suðaustur-Evrópu er ekki enn ein breytingin á landa- mærunum, heldur meiri sammni við Evrópu þar sem fullveldi skiptir máli en landamærin verða sífellt opnari og hafa æ minni þýðingu í neikvæðri merkingu." ingar ráðabmggsins eru þær að lítt nýtir og siðlausir einstaklingar klifra upp metorðastigann. Þér hafið ýtt undir lýðskrum og persónudýrkun. Þér hafið ítrekað neitað að segja hvaða samfélagssýn þér hafið: Sósíal- isma, kapítalisma eða eitthvað annað. Fólki hefur verið innrætt varan- legt stríðsástand, auk ótta þess við ofríki lögreglunnar og fylgisveina hennar, sem stæra sig af því að geta fyrirskipað dauða alúa þeirra sem þeim mislíkar. Algemar undirgefni er krafist. A valdatíma yðar hafa spámenn, blóðsugur, skottulæknar og skrímsli vaðið uppi. Einstaklingar þessir hafa lofsungið dauða og stríð, en ávallt forðast að vera í fremstu víglínu. Þessir sömu einstaklingar hafa hald- ið því fram að í þessu felist sérkenni kynþáttar okkar, stefnu okkar, ör- laga okkar. Þér hafið eyðilagt umburðarlyndi þjóðarinnar með því að stuðla að til- búnum átökum og att saman fátæk- um og velmegandi, borgarbúum og landsbyggðarfólki, Serbum og Svai’t- fellingum, lögreglu og her. Hæstvirti forseti. Þjóð yðar og meðbræður, hafa undanfarin tíu ár búið í ríki óttans, umluktu dauða, eymd, ógnum og örvæntingu. Æ fleiri landssvæði hafa verið tekin af Ser- bum - sem þeir væru látnir nú þegar. Serbar eignast æ færri börn. Börnun- um er fúslega fórnað. Hungraðir og niðurlægðir hafa þegnar yðar verið þurrausnir viljanum og hafa ekki styrk til að hreyfa við mótmælum. Það er skylda okkar, hæstvirtur forseti, að standa gegn ólögum og örvæntingu. Bréf þetta er hæverskt framlag okkar í baráttunni við óttann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.