Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 67

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 67 og hlý frásögn hans var og lengi munuð. Ingvar var óvenju músíkalskur og hafði fallegan bjartan tenór. Hann söng 40 ár í kirkjukórnum, með Karlakómum Þrym og í Tóna- kvartettinum sem stofnaður var 12. aprfl 1963 og varð þjóðkunnur og náði almennum vinsældum á svip- stundu. Með því er aðeins hálf sag- an sögð, því að Ingvar var í raun- inni heilt tónlistarfélag þó svo ætti að heita að hann væri aðeins foi*- maðurinn. Þannig stóð hann fyrir hljómleikum með mörgum af fremstu listamönnum landsins um áratugi. Ef aðgangseyririnn hrökk fyi'ir kostnaði gaf hann listamönn- unum afganginn. Ef hins vegar upp á vantaði sem oftast var greiddi hann mismuninn úr eigin vasa. Þau Björg voru samhent í þessu eins og öllu öðru. Hún opnaði heimili sitt íýrir listamönnunum, gaf þeim að borða og lét þá gista ef svo bar undir. Slík var rausn þeirra hjóna og höfðingsskapur að maður gat aldrei lengi verið gestur í þeirra húsi heldur var undir eins orðinn einn af fjölskyldunni. Ingvar var mikill hamingjumað- ur í sínu einkalífí og Björg Frið- riksdóttir kona hans. Mér er ómögulegt að hugsa um annað þeirra án þess að hitt komi upp í hugann. Það er alltaf birta yfír þeirri mynd og litirnir eru hlýir. Nú er þar sorg í ranni og þungur söknuður. Við Kristrún höfum ver- ið að hugsa til ykkar allra, Björg, Stefán Öm og Sigríður, og þökkum vináttuna og tryggðina. Guð blessi ykkur og vaki yfír minningu Ingv- ars Þórarinssonar. Þar fór góður drengur og einstakur. Missirinn er mikill. Halldór Blöndal. Við andlát æskuvinar míns Ingv- ars Þórarinssonar hvarflar hugur- inn til Húsavíkur á æskudögum okkar þar og þeirra mörgu góðu minninga sem ég á úr Þórarins- húsi, sem svo hét í þá daga. Þar bjuggu þau heiðurshjón Þórarinn Stefánsson og frú Sigríður Ingv- arsdóttir og börnin þeirra þrjú, Ingvar, Stefán og Margrét. Sigríð- ur og Þórarinn voru mikið athafna- fólk, hann var hreppstjóri og rak bókaverslun með meiru, en Sigríð- ur rak ljósmyndastofu ásamt með umfangsmiklu heimilishaldi. Mikill gestagangur var hjá þeim og mikil gestrisni. Oft komu ættingjar og vinir að vestan eða úr Kelduhverfi til lengri eða skemmri dvalar, og svo komu höfðingjar og nágrannar sem áttu erindi við hjónin eða hreppstjórann eða vora í bókaleit hjá Þórami. Eg átti heima í næsta húsi við Þórarinshús í mörg ár á bernsku- dögum og góð vinátta var á milli heimilanna. Við bömin voram öll mjög góðir leikfélagar og velkomin á heimilin til skiptis. Eg var því daglegur gestur í Þórarinshúsi og man það vel hve gott var að koma þar. Öllum var tekið með sömu gestrisni og góðvild. Frá Sigríður var mikil höfðingskona, glaðleg og frjáls í fasi en þó ákveðin og aðlað- andi. Þórarinn var hægari í fram- göngu, en góðmennskan og glettn- in skinu úr brosi hans. Andráms- loftið á heimilinu var yndislegt og laðaði fólk að. Börnin öll bára auð- vitað svipmót sitt af þessu ágætis fólki. Ingvar var elstur af þessum leiksystkinahópi og sjálfsögð fyrir- mynd okkar í hvívetna og hinn góði leiðtogi. A löngum vetrardögum vora oft tekin spil í hönd eða farið í ýmsa leiki og þrautir reyndar. Stundum var farið í feluleik, því í Þórarinshúsi vora margar vistar- verar og-hægt að fínna góða felu- staði. En vor og sumar vora úti- leikir margbreytilegir. Mörg börn úr bænum áttu þarna ánægju- stundir, svo sem ýmsar myndir úr safni Sigríðar bera með sér, hópur ungra stúlkna með blómakransa og hjól sín fyrir sunnan húsið, eða myndin af börnunum með laufa- kökur sínar og brettin í fanginu, tekin þegar verið var að skera laufabrauð og frá Sigríður svipti af sér svuntunni létt í fasi og brá sér á bak við myndavélina og smellti af, rétt áður en farið var að steikja. - Margs er að minnast og þakka frá þessum dögum. En svo er allt hverfult og fall- valt, og mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni er systirin unga, hún Magga litla, veiktist hastar- lega af berklum eins og fleiri ung- menni á þessum árum og dó eftir fremur stutta sjúkdómslegu, að- eins tólf ára gömul. Það vai* þyngri raun en táram tæki fyrir bræðurna og sæmdarhjónin Sigríði og Þórar- in. En huggun var það þeim og hamingja að eiga synina tvo, svo gæfulegir sem þeir vora báðir. Eft- ir skólagöngu á Akureyi'i settust þeir báðir að í heimahögum á Húsavík. Ingvar hóf kennslu við Gagnfræðaskólann, en jafnframt aðstoðaði hann fóður sinn við rekstur bókaverslunarinnar og tók hana smám saman í sínar hendur. Hann Ingvar gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður kennari, réttsýnn, skýr og greinargóður, það veit ég af eig- in raun og þakka góða leiðsögn er á lá. Hamingjan fylgdi honum áfram er hann gekk að eiga vinkonu mína Björgu Friðriksdóttur, svo sam- hent sem þau hafa verið í öllu sínu lífi. Þau byggðu sér strax fallegt og traust heimili á Húsavík og hafa síðan verið þar miklir höfðingjar heim að sækja. Vinafjöld og gesta- gangur frá æskuheimilum beggja fylgdi þeim úr hlaði og hefur aukist og margfaldast. Ekki hefur spillt að þau hafa lagt stund á hljóðfæra- leik og söng, svo sem frægt er frá Tónakvartettinum. Ingvar hefur verið mikill menningarstólpi í sínu samfélagi, svo félagslyndur og far- sæll í samskiptum sem raun hefur orðið, og veit ég að margir, sem betur þekkja það, munu minnast hans fyrir það sem vert er. En þar hefur Björg staðið við hlið hans og veitt mikla aðstoð af ómetanlegri ósérhlífni og dugnaði. Ógleymanlegt var að hlýða á leiðsögn Ingvars um Húsavíkur- kirkju, er við hjónin komum eitt sinn með erlenda gesti í heimsókn, svo vel fórst honum það úr hendi, að ekki var hægt að hugsa sér það smekklegra eða betm* gert. Og síð- an nutum við gestrisni þeirra hjóna á eftir. En síðustu árin hefir óvæginn sjúkdómur lagst á Ingvar, svo að átakanlegt hefir verið að fylgjast með þeirri hörðu baráttu sem hann hefir háð af frábæram styrk og æðruleysi. En fjölskylda hans og eiginkona hafa létt honum lífið, svo sem mögulegt hefir verið. Nú að leiðarlokum þakka ég Ingvari frænda minum allar góðar minn- ingar og ógleymanlegar samvera- stundir og votta Björgu, bömum þeirra og Stefáni bróður hans og fjölskyldum innilega samúð. Sigríður Kristjánsdóttir. Ingvar Þórarinsson er látinn. Lokið er merkri ævi, eftir sitja minningar um góðan dreng, minn- isvarði sem hann reisti sér sjálfur. Eg naut þeirrar gæfu að eiga sam- leið með Ingvari í yfir 50 ár og á því í minningaskjóðunni margan dýrgrip. Upp í hugann kemur mynd af Ingvari kennara. Eg var ekki gam- all þegar Ingvar fór að kenna mér dygðir vinnunnar. Hann hafði svo gott lag á því, að sem liðléttingi við byggingastörf eða birgðatalningu fannst mér ég vera ómissandi. Sama hátt hafði hann á við kennslustörf í Gagnfræðaskólan- um, áhugi hans og alúð við starfið ávann honum virðingu nemenda og vakti áhuga þeirra á náminu, og uppskára báðir aðilar í samræmi við það. Ingvar var sannarlega fram- kvöðull, hann naut þess að skapa, byggja upp fyrirtæki sitt og sjá ár- angurinn. Það fór ekki fram hjá neinum þegar Bókaverslun Þórar- ins Stefánssonar, undir hans stjóm, tók flugið og breyttist úr lít- illi hefðbundinni bóka- og ritfanga- verslun yfir í að vera búðin þar allt fékkst nema mjólk og brauð. Mottóið var: ef ég á það ekki, vin- ur, skal ég útvega það. Ingvar var með á nótunum þegar tímarnir breyttust og Viðreisnin færði landsmenn inn í 20. öldina. í BSÞ keyptu Húsvíkingar bækur og blöð, bíla og saumnálar, húsgögn, hljóðfæri og ílugferðir út í heim. Það var gaman að fá að vera innan- búðar öðra hvora og fylgjast með hvernig Ingvar leysti hvers manns vanda sem til hans kom. Og Ingvar beitti ýmsum brögðum til að aug- lýsa. Eitt sinn sendi hann okkur tvo unga drengi með umburðarbréf í hvert hús í bænum til að hvetja Húsvíkinga tfl að versla í heima- byggð, að láta ekki glepjast af gylliboðum farandsala. Eg skildi ekki fyrr en mörgum áram seinna svipinn á farandsalanum, þegar ég traflaði hann við sölustörfin í einu húsanna sem ég bankaði uppá. Ingvar var húsvískur sjálfstæð- ismaður og á vettvangi stjómmál- anna beitti hann sér fyrir hags- munum Húsavíkur og Þingeyinga í atvinnumálum, menningarmálum, heilbrigðisþjónustu og samgöngu- málum. Hann hafði metnað fyrir hönd einkaframtaksins, metnað sem mótaðist af baráttu í skugga kaupfélagsveldisins. Fyrir utan framgang atvinnulífs og einka- framtaks hafði Ingvar annað metn- aðaiTnál. Það var honum kappsmál að sem flestir fengju notið fagurrar tónlistar. Ég veit ekki hversu marga tónleika íslenskra og er- lendra listamanna Ingvar átti þátt í að halda á Húsavík, en þeir vora margir. Fyrir þetta hafa Húsvík- ingar og listamennimir sjálfir þakkað Ingvari, og verður þó aldrei fullþakkað. Þetta menningarframtak Ingv- ars átti sér aðdraganda, því allt frá því ég man eftir honum var hann gefandi í tónlistinni, í kirkjukórn- um, í Karlakómum Þrym og síðast með félögum sínum í Tónakvartett- inum. Söngur hans hefur glatt eyra landsmanna, og jafnvel útvalinna áheyrenda erlendis, í áratugi. Nú er söngurinn þagnaður, at- hafnaskáldið og listamaðurinn hef- ur kvatt. Áheyrendur, samferða- menn, sitja hljóðir og hlusta, því enn ómar bergmál tónanna í saln- um. Þeir sitja í hljóðri þökk. Snorri Pétursson. Látinn er á Húsavík eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm einn af mínum bestu vinum, Ingvar Krist- inn Þórarinsson, bóksali og kenn- ari. Skorti hann tæpan mánuð á að ná 75 ára aldri. Ingvar var einstakt valmenni og vildi öllum hjálpa. Þá var hann mjög áhugasamur um málefni kirkjunnar og vann henni ómetanlegt starf um áratuga skeið. Hann mun einnig hafa hvatt og syrkt mörg ungmenni til náms. Um 50 ára skeið stóð eiginkona hans, Björg Friðriksdóttir, sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu. Ég þykist vita að aðrir muni gera ævi hans og störfum góð skil, en vil hér greina örlítið frá þeim þætti, sem tengdi okkur nánast saman, en það var Tónakvartettinn á Húsavík, sem starfaði á áranum 1963-1969, alls sex og hálft ár. Kvartettinn skipuðu bræðurnir Ingvar og Stefán Þórarinssynir, Eysteinn Sigurjónsson, sem nú er látinn, og sá sem þetta ritar. Und- irleikari og stjórnandi var Björg Friðriksdóttir, eiginkona Ingvars. Öll voram við kunnug frá bernsku- árum, m.a. vora þrjú okkar ferm- ingarsystkin. Æfingar kvartettsins fóru að mestu fram á heimili Ingvars og Bjargar og var það auðvitað álag á heimilið þar sem æfingar vora tíð- ar og mikið sungið en því var jafn- an mætt með gleði og gestrisni. Kvai’tettinn starfaði af miklum áhuga og dugnaði þessi ár og söng víða um land. Ut vora gefnar þrjár plötur með söng hans. Allt þetta starf á tiltölulega stuttum tíma varð til þess að hópurinn tengdist sérlega nánum vináttuböndum og ekki spillti íyrir að þrisvar sinnum fór kvartettinn ásamt mökum í skemmtiferðir til útlanda og voru þær ferðir að miklu leyti fjármagn- aðai* með tekjum af söngnum. St- arfsævi kvartettsins lauk haustið 1969 þegar einn félaganna fluttist út byggðarlaginu, en vináttan og tengslin héldust þó að fundum fækkaði. Ég þakka vini mínum, Ingvari, fyrir óglejrmanlegar samvistir og órofa vináttu og veit að honum verður vel tekið í nýjum heimkynn- um. Við Perla sendum Björgu og fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur og einnig Stefáni, einka- bróður Ingvars, og íjölskyldu hans og biðjum þeim öllum blessunar Guðs. Vegna farvista erlendis getum við ekki fylgt þér síðasta spölinn, kæri vinur. Hvfl í friði. Stefán Sörensson. Frá því ég man eftir mér, var það svo í minni fjölskyldu að væri Húsavíkur getið, var minnst á Ingvar Þórarinsson. Væri rætt um Ingvar Þórarinsson, þá var rætt um Húsavík og þá jafnan talað um menningu og tónlist. Móðir mín og systur hennar töl- uðu með stolti um Ingvar, sem amma mín kallaði stundum frænda. Hann var þó ekki skyldur okkur. Hann var hins vegar af þessari stórfjölskyldu, sem teygði sig frá ísafirði um Akm*eyri til Húsavíkur. A Isafirði var Jónas Tómasson tónskáld, ömmubróðir minn, kvæntur Önnu Ingvarsdótt- ur, systur Sigríðar, móður Ingvars Þórarinssonar. Allt sáði þetta fólk um sig áhuga á listum, ekki síst tónlistinni. Sumir menn vaxa upp í það að verða menningarstofnanir, í bestu merkingu þess orðs: lifandi bygg- ingar sem veita því skjól sem verð- mætt er og fagurt. Ingvar Þórar- insson varð hægt og öragglega, af látleysi, sem honum var svo tamt, jafngildi stórrar og frjósamrar menningarstofnunar. Bóksalinn á Húsavík fóstraði listir, og átti þannig margt sameiginlegt með efnuðum, örlátum og listelskum að- alsmönnum miðalda, að því undan- skildu að hann varð aldrei efnaður. Arum saman stóð Ingvar fyrir tónleikahaldi á Húsavík. Hann fékk til bæjarins landsþekkta og jafnvel heimsþekkta tónlistar- menn, einleikara og söngvai*a, svo og hljómsveitir, kóra og minni söngflokka. Verkin, sem flutt voru, spönnuðu breitt svið, allt frá eldri sígildum verkum til brautryðjenda- verka. Invgvar vildi umfram allt að Húsvíkingar og nærsveitamenn fengju að kynnast sígildri tónlist á sem fjölbreytilegastan hátt. Því f - sóttist hann eftir því að fá til Húsa- víkur ungt tónlistarfólk, sem var að stíga sín fyrstu skref á braut tón- leikahalds, en urðu síðan þekktir listamenn. Smekkur og næmleiki Ingvars fyrir hæfileikum þessara ungu listamanna var óbrigðull. Tónleikahald þetta fjármagnaði Ingvar sjálfur að því leyti sem að- gangseyrir og takmarkaðir styrkir, sem stundum voru veittir til þess- ai*ar starfsemi, hrakku ekki til að greiða kostnað. Væri hins vegar af- gangur, var það látið ganga til ^ menningarstarfsemi. Heimili Ingv- ars og eiginkonu hans Bjargar Friðriksdóttur, stóð jafnan lista- fólkinu opið til hvers kyns viður- gemings. Það fengu aðrir að reyna einnig þótt þeir hefðu ekkert fram að færa á listasviðinu. Hef ég ekki kynnst annarri eins gest- risni og hlýju og á heimili þeirra hjóna. Þau voru ólík, Ingvar hægur og yfirvegaður, Björg ör og lífleg, umræður alltaf geislandi af greind og áhuga á öllu sem manninum við- kemur. Heimilisbragurinn mótað- ist af þessu örlæti og þessum and- stæðum. Þegar Ingvar vildi gera gestum sínum sóma og sýna þeim sérstak- an velvilja, fór hann með þá í Húsa- víkurkirkju, rakti sögu hennar og lýsti. Mér er ein slík kynnisferð í barnsminni. Það var eins og Ingvar væri staðarhaldari á Húsavík og ætti þessa kirkju. Síðar áttaði ég mig á því að þessu var öfugt farið. Það var kirkjan og staðurinn sem áttu Ingvar. Ingvar Þórarinsson ræddi ekki um sjálfan sig. Það hélst eftir að hann var orðinn heltekinn af sjúk- dóminum sem leiddi hann til dauða. Væri hann spurður um líð- anina sagði hann jafnan að hún væri góð. I næstsíðasta skipti, sem ég leit til hans, á Sjúkrahúsi Húsa- víkur, fannst mér ég ekki ná sam- bandi við hann. En hann bærði þó varirnar, svo ég laut niður að hon- um og spurði kjánalega hvemig líð- anin væri. Þá heyrði ég ofurlágt að hann var að biðja mér blessunar. Þannig var þessi maður til hinstu stundar, upptekinn af öllum öðram en sjálfum sér, örlátur og hlýr. Það var mikill heiður að fá að kynnast og njóta samvista við Ingvar Þórarinsson. Björgu og fjölskyldunni sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Tómas I. Olrich. • Fleiri minningargreinar um Ingvar Kristin Þórarinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu tlaga. • INGIBJORG G UÐMUNDSDÓTTIR tlngibjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði 25. júní 1912. Hún andaðist á Keflavíkurspítala 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavík- urkirkju 16. aprfl. Elsku mamma, ég þakka þér þær stundir sem áttum við saman. Þú undur góð varst alltaf mér, \ið hlógum og höfðum gaman. Arin liðu allt of fljótt 9g komið að kveðjustundu. í gærkveldi var allt svo hljótt, þátregaogtómið fúndu. Kveðja. Þín tengdadóttir, Kolbrún. Ég kveð þig, kæra vinkona. Ég gleymi aldrei þeirri stund sem þú og þinn maður eftirlét- uð mér og mínum manni son ykkar, Kri- stján, til okkar hjóna sem uppeldisson árið 1933, þá nýfæddan. Ég er því afar þakklát fyrii* þessa stóra fórn sem þú færðir. Við höfum ávallt verið hin- ar bestu vinkonur síð- an öll þessi ár. Ég þakka þér fyrir allt og allt. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjm* til Sigríður, Sólborgar, Kristjáns, Steinþórs, Jóns Berg- manns, Jóhönnu, Erlings, tengda- bama, bamabarna, bamabama- barna og annarra vandamanna. Hvíl þú í friði. Fai* þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín Soffía Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.