Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ hugmynd BÚSETURÖSKUN er mikið í hinni póli- tísku umræðu. Það er ekki í fyrsta sinn sem þetta málefni setur svip á kosningar. Vax- andi þéttbýlismyndun hefur einkennt byggða- þróun frá stofnun lýð- veldisins. Atvinnumál er einn stærsti þáttur- inn í þessari þróun. Fólkið vill vera þar sem vinnan býðst. Og þeir sem bjóða fólki vinnu eru annars vegar fyrirtækin í einkageir- anum og hins vegar ríkið. Til að fyrirtækin geti tryggt fólki at- vinnu, verða þau að skila hagnaði. Þannig verður afkoma fyrirtækja á landsbyggðinni að vera góð, ef mannlíf á að dafna í heimabyggð. Það eru einföld og skýr sannindi. Sjávarútvegurinn er undirstaða at- vinnulífs á landsbyggðinni. Það er ekki langt síðan þessi atvinnugrein var að hruni komin. Með upptöku kvótakerfís varð bylting í greininni og undirstöður fyrirtækjanna eru loksins að styrkjast. En afkoman í greininni þarf að batna enn frekar. Það er óásættanlegt að höfuða- tvinnugrein landsmanna skuli ekki ná að skila svo miklu sem 5% hagn- aði. Þetta þætti ekki gott í þjón- ustufyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu. Geta fyrirtækjanna til að halda fólki í heimabyggð byggist á þeirri einfoldu staðreynd að hagnaður sé af starfseminni. I því Ijósi og vegna núverandi byggðaröskunar, er furðulegt að heyra hugmyndir um sérstaka skatta á sjávarútveg, sem fluttir yrðu suður. Enn furðulegri eru hugmyndir um að gera veiði- heimildir fyrirtækjanna upptækar, til þess eins að selja þeim þær aftur. Þessar hugmyndir veikja stöðu landsbyggðarinnar en fita ríkissjóð. Fyrirspurn Arna Steinars Hið opinbera hefur mikil áhrif haft á búferlaflutninga. Störf á þess veg- um hafa nánast alfarið orðið til á höf- uðborgarsvæðinu. Stjórnvöld hafa gert margar tilraunir til að snúa þró- uninni við en án árangurs. Stað- reyndin er sú að þvingaðar aðgerðir skila engu. Ef ódýrast er að hafa til- tekna opinbera þjónustu í Reykjavík, þá endar hún jafnan þar. En stjóm- málamenn geta þó haft áhrif og það er tilefni þessa greinarkoms. Ami Steinar Jóhannsson, varaþingmaður, setti fram mjög athyglisverða fyrir- spum á síðasta þingi. Hann spurði um samsetningu nefnda á vegum ríkisins. I svarinu kom fram að 3.512 menn era í þessum nefndum og 2.944 þeima eru búsettir í Reykjavík og á Reykjanesi. Aðeins 16% nefndar- manna vora búsett á landsbyggðinni. Þetta er sláandi niðurstaða. Einnig má rifja upp nýlegar staðreyndir um fjölgun opinbema starfa hjá A-hluta stofnunum á árabilinu 1994 - 1997. Þeim fjölgaði um rúmlega 450 á höf- uðborgarsvæðinu en fækkaði á sama tíma á landsbyggðinni um rúmlega 30. Hvers vegna er þetta svona? Hvað er hægt að gera? Er hægt að gera eitthvað sem ekki er misheppnuð eft- iröpun á mistökum fyrri tíma? Tómas Ingi og fleiri Ein besta hugmynd sem ég hef séð um mögulega dreifingu starfa á vegum hins op- inbera, kom fram í þingsályktunartillögu sem Tómas Ingi Olrich hafði forgöngu um að flytja. Að tillögunni stóðu einnig sex aðrir þingmenn, þar af þrír á Norður- landi; Valgerður Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svan- friður Jónasdóttir. Þessi tillaga snýst um fjarvinnslustörf á lands- byggðinni. Hugmyndin hefur sést áður og lætur í fyrstu ekki mikið yf- ir sér. En þegar betur er að gáð, Fjarvinnsla Tillagan gæti skapað einhver mestu tæki- færi, segir Bjarni Haf- þór Helgason, sem landsbyggðinni hafa boðist fyrr og síðar. kemur í ljós að hún gæti skapað ein- hver mestu tækifæri sem lands- byggðinni hafa boðist fyrr og síðar. I greinargerð með tillögunni segir: „Með stórbættri fjarskiptatækni og þjónustu á sviði upplýsingamála hafa skapast möguleikar á að sinna bæði fóstum störfum og tímabundn- um verkefnum fjarri höfuðborgar- svæðinu, þótt verkefnin tengist stofnunum í Reykjavík. Er nokkuð um að verkefnum, sem unnin eru á vegum ríkisins, er sinnt af Islend- ingum sem dvelja erlendis.“ Hér fínnst mér komin fram hugmynd sem gæti breytt gríðarlega miklu. Þessum tilflutningi opinberra starfa myndi ekki fylgja hefðbundinn kostnaður við fjárfestingar eða deil- ur við óánægt starfsfólk sem neitar að láta flytja sig. Nýjum verkefnum er hægt að dreifa um allt land í gegnum netið án þess að auka kostnað hins opinbera. Sjálfsagt væri einnig hægt að breyta ýmsu í ríkisrekstrinum fyrir sunnan, spara fé og nýta starfskrafta sem annars staðar bjóðast. Framkvæmdin En það er í sjálfu sér lítið fengið með þingsályktuninni einni saman. Hún getur auðveldlega dáið ofan í skúffu. Ég vil skora á þingmenn að fylgja þessari góðu hugmynd eftir. Það væri mikið ánægjuefni ef það yrði gert af krafti með virkri fram- kvæmdaáætlun. Af einhverjum ástæðum fínnst mér þetta einhver besta hugmynd sem fram hefur komið um uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni. Ég sé ekki fyrir endann á henni. Höfundur er framkvæmdastjúrí Ut- vegsmannafétags Norðurlands. Handboltinn á Netinu <f> mbUs ^VLLTAF eiTTHVAÐ rJÝTT Bjarni Hafþór Helgason BÓTAREGLUR Al- mannatrygginga eru svo flóknar að sérfræð- ingar treysta sér varla til þess að kunna þær utanað. Þeir þurfa jafn- an að grípa til bæklinga, reglugerða eða laganna sjálfra til þess að átta sig. Hvemig líður þá bótaþeganum, sem hef- ur gert ýmislegt annað um ævina en að stúdera lífeyrisreglur? Ég hef ítrekað hitt fólk, sem fær bætur frá Trygg- ingastofnun og kvartar undan því að það skilji alls ekki hvemig bætur þess era reiknaðar. Fólk sem hefur starfað við krefjandi störf um ævina og vill skilja og getur mjög vel skilið flest þau tilvik, sem upp koma. Nema bæturnar frá Tryggingastofnun. Er hægt að bjóða fólki upp á svona flækju? Það er lág- markskrafa til slíks kerfís að sæmi- lega skynugt fólk geti skilið hvernig bætur þess eru reiknaðar. Þegar Almannatryggingar voru settar á laggirnar 1936 fengu allir sama elli- og örorkulífeyri óháð fyrri tekjum. Það var grannlífeyririnn gamli góði. Var hann lengi vel eini lífeyririnn. Hann þætti nú líklega ekki beysinn í dag en hann hjálpaði mörgum á þeirri tíð. En svo var farið að prjóna utan um kerfið, bæta það og staga í göt. Bætt var við tekju- tryggingu, heimilisuppbót, sérstakri heimilisuppbót o.s.frv. o.frv. Flest af þessu var sett til bráðabirgða til þess að leysa bráðan vanda en hefur samt lif- að furðu góðu lífi. í sambandi við þessar bætur komu svo til alls konar skerðingar vegna tekna. Mismunandi eft- h- því hvort um er að ræða venjulegar launa- tekjur, tekjur úr lífeyr- issjóði eða fjár- magnstekjur. Éru hæstu jaðarskattar nú einmitt á öldraðum og öryrkjum og er því fólki refsað grimmilega ef það vogar sér að vinna eilítið. Og kerfíð hefur orðið flóknara og flóknara. Lífeyrissjóðirnir tóku almennt tU starfa 1970 en aðUd að þeim varð Velferð Kominn er tími til, segir Pétur H. Blöndal, að skoða samspil allra bóta í þjóðfélaginu. ekki almenn fyrr en eftir 1974 þegar allt launafólk var skyldað til að eiga aðild að þeim með lögum frá Alþingi. Þeh', sem hafa farið að lögum og greitt tU lífeyrissjóðs 10% af tekjum sínum og hefja töku eUUífeyris núna eru því flestir búnir að greiða í 25 ár sem svarar 2lA árslaunum. Þeir eiga rétt á lífeyri, sem er um 35% til 45% af tekjum. En þá bregður svo við að bætur frá Almannatryggingum eru skertar veralega sem er kannski eðli- legt miðað við hvemig Almannatrygg- ingar vora upphaflega hugsaðar en af- skaplega óréttlátt þegar þeir, sem ekki hafa sinnt lagaskyldunni og aldrei greitt í lífeyrissjóð fá óskeitan lífeyri frá Almannatryggingum. Hafa sumh- haft á orði að þeim sé refsað fyrir að hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Nýlega hefur verið tekið upp eftirht með iðgjaldagreiðslum en ekki hefur verið tekið á vandamáli for- tíðarinnar. Þetta þarf að laga. Það era fleiri velferðarkerfi, sem þarfnast breytinga og samræmingar. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga, húsa- leigubætur, vaxtabætur, barnabæt- ur, lánasjóður námsmanna og marga aðra þætti þarf að skoða í heild sinni en ekki bara hvem þátt fyrir sig. Að undanfómu hefur tekist að ná niður þeim skelfilega verðbólgu- draug, sem hér hamaðist áratugum saman. Bæta hag fyrirtækja svo þau geta greitt miklu hæmi laun og skatta en áður. Lækka vexti, sem gerir ungu fólki léttara að koma yfir sig þaki og kveða niður atvinnuleys- isvofuna, sem aldrei má vakna aftur. Nú er kominn tími til að skoða sam- spil allra bóta í þjóðfélaginu með það að markmiði að gera bótakerfið ein- falt og auðskilið, réttlátt og skilvirkt og hindra eins og kostur er að það drepi niður dug fólks og jafnvel hvetji til misnotkunar. Markmiðið er: Meiri og betri velferð fyrir sama pening. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og trygginga- fræðingur. Einfaldari bótareglur Pétur H. Blöndal Skerðingar bóta á síðustu árum NÚ ERU kosningai- á næsta leiti. Forsætisráð- herra talar mikið um efnahagsbatann og auk- inn kaupmátt á síðustu árum. Ekki getum við lífeyrisþegar tekið undir það. Hér áður fyrr vora bætur aldraðra tengdar við lægstu laun verka- manna, en á árinu 1995 rauf núverandi stjórn þetta samband, og það var á valdi stjómvalda, hvaða hækkun við feng- um. Tveim árum seinna voru svo bætumar tengdar aftur. A þessu tveggja ára tímabili hækkuðum laun mikið og við skildum alveg hvað klukkan sló, okkur ellilífeyrisþegum bar ekki að fá eins miklar hækkanh' og aðrir fengu. Enda kom það í ljós við tenginguna 1997 að við voram tengd við neysluvöruvísitölu sem hefur hækkað miklu minna en launa- vísitala á síðustu árum með hliðsjón af launaþróun í landinu hvað sem það nú þýðir. Á þessum fjóram árum frá 1995 til 1999 hafa hámarksbætur ellilífeyris- þega hækkað um 31,5% og kaup- máttaraukning er talin vera 22,5% (fyrir skatt). Á sama tíma hafa lægstu laun hækkað um 50,5% og kaupmáttur þeirra launa um 40,1%. I ársbyrjun 1996 var skerðingar- prósenta grunnlífeyris ellilífeyris- þega hækkuð úr 25% í 30%, en hún er enn 25% hjá öryrkjum. í júlí 1996 var sett tekjumark á uppbót á lífeyri, sem er greidd vegna sjúkrakostnaðar. Bótaþegi mátti ekki hafa meira en 75 þúsund krónur á mánuði (nú 96.230 kr.) samtals í bætur og aðrar tekjur eða eiga meira en 2,5 milljónir i peningum og verðbréf- um (nú 4 milljónir), þá á hann ekki rétt á upp- bót. Þeir, sem vora með þessa uppbót, fengu niðurfellingu á sjónvarpsgjaldi, og var það góð búbót. Það vora margir sem misstu uppbótina. Á þessum árum vai' ákveðið að leggja á sérstakan 10% fjár- magnstekjuskatt, og þar með skerti helm- ingur fjármagnstekn- anna bætur ellilífeyris- þega. Talað er um að heimilisuppbótin hafi hækkað um 71,4% á kjörtímabilinu. I þessu felst nokkur blekking. Hinn 1. júní 1997 var óskert heimilisuppbót hækkuð um 3.608 kr. Þessi upphæð átti að dekka sjónvarpsgjald, fastagjald af Lífeyrismál Ekki get ég gefíð þessari stjórn, segir Margrét H. Sigurðar- déttir, sem enn situr, háa einkunn. síma ásamt áætluðum sköttum. Áður höfðu menn sloppið við að greiða sjónvarpsgjald, ef þeir voru með uppbót á lífeyri. Þeir, sem vora með óskerta tekjutryggingu og bjuggu einir, fengu niðurfellingu á fasta- gjaldi af síma. Þessi hlunnindi voru felld niður. Eftir þetta fær enginn, sem ekki býr einn þessi sjónvarps- fríðindi, því hann er ekki með heimil- isuppbót, en nú fá allir lífeyrisþegar 20% afslátt af sjónvarpsgjaldinu. Við í Félagi eldri borgara höfum lengi farið fram á það við stjórnvöld, að þau hækkuðu grannlífeyrinn verulega, því hann hefur dregist mjög aftur úr miðað við tekjutrygg- inguna. I Danmörku er grunnlífeyi'ir rúmar 40 þúsund íslenskar krónur á mánuði og óskertur. Svo kom hækkunin 1. apríl, sem nam 1.101 krónu á mánuði hjá ein- staklingi, sem gera 679 kr. eftir skatt. Hvort hjóna fær 991 kr., sem gera 611 kr. eftir skatt. Er þetta ekki skammarlegt? Á maður að treysta þessum mönnum? Hvað mundu þeir gera fyrir 20 krónur á dag? Við í FEB höfum líka farið fram á að greiða 10% fjármagnstekjuskatt í stað 38,34% af 2/3 hlutum af lífeyris- sjóðstekjum okkar. Tryggingastærð- fræðingur hefur reiknað út að miðað við 3,5% raunávöxtun, þá sé 1/3 af greiðslum til okkar innborganir og 2/3 vaxtatekjur. Þetta er í athugun í fjármálaráðuneytinu, og ég vona, að þeir komist fljótlega að því, að þetta er rétt. Þetta er mikið réttlætismál fyrir okkur ellOífeyrisþega. Ekki get ég gefið þessari stjórn, sem enn situr, háa einkunn. Hún hefur lítið gert til að bæta kjör okkar aldraðra, þrátt fyrir það að við höf- um skilað góðu búi í hendur þeirra, sem yngri era. Það kemur í ljós, hvaða einkunn kjósendur gefa stjórnarflokkunum í kosningunum 8. maí. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður FEB í Reykjavík og nágrenni. Margrét H. Sigurðardóttir Á morgun gæti það verið of seint Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • C 898 4332 Heldur þú að B-vítamm sé nóg ? NATEN -ernógl VJ c 01 % c i 5 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.