Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 6
T *M!t !!'!'!/, .?! SI'1!>ACTííAjVJA.I 6 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 UIGA.I8UD0H0M MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/ÁsdLs SÝNINGIN Byggingadagar ‘99 hófst í dag en þar sýna um 80 fyrir- tæki afurðir sínar. Byggingadagar ‘99 standa yfír um helgina Búist þúsund GERT er ráð fyrir að um 20.000 gestir sæki sýninguna Bygginga- daga ‘99, sem hófst í dag og stendur þar til á morgun. Þetta er sjötta árið í röð sem Bygg- ingadagar eru haldnir, en um 80 fyrirtæki taka þátt í sýningunni. Byggingadögum ‘99 er ætlað að höfða til almennings, einstak- linga og fjölskyldna, húseigenda og húsbyggjenda. Á sýningunni munu fyrirtæki, félög og stofnan- ir kynna starfsemi sína og veita ráðgjöf varðandi húsbyggingar, innréttingar, hönnun og garð- rækt auk nýjunga á sviði heimil- istækja og hátækni á heimilum framtíðarinnar svo eitthvað sé nefnt,. í fréttatilkynningu segir að á sýningunni verði fjölbreytt og lif- andi dagskrá í samvinnu við sýnendur og samstarfsaðila. Sem við 20 gestum dæmi má nefna sviðssýningu „Lífsstíll iðnaðarmannsins" en þar kynna fyrirtæki nýjungar og nýjustu tísku t.d. í vinnufatnaði, öryggisbúnaði, áhöldum, tækjum og tólum fyrir fagmanninn og heimilisfólkið. Þá mun sérstök dómnefnd velja „Besta sýningar- básinn“ og „Athyglisverðustu nýjungina" á sýningunni og munu handhafar þess hljóta sér- staka viðurkenningu á Bygginga- dögum. Eins og áður sagði stendur sýningin yfir í dag og á morgun, frá kl. 10 til 18, en aðgöngumið- inn kostar 200 krónur og segir í fréttatilkynningu að tekjur af miðasölu muni renna til styrktar góðu málefni. í tilefni af sýningunni verður gefið út veglegt sýningarblað í um 50.000 eintökum og dreift um land allt. Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur Tæknilega mögulegt að flytja fhigvöllinn í Engey ENGIR tæknilegir þættir koma í veg fyrir að mögulegt sé að byggja flugvöll í Engey. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins við Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðing, sem kannað hefur þann möguleika að gera flugvöll í eyjunni, en hann sagði að verkefnið yrði af svipaðri stærðargráðu og gerð flugvallar út í Skerjafirði. Júlíus Vífíll Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði á fimmtudag fram tillögu, á fundi borgarstjómai-, um að kannað yrði hvort hægt væri að flytja Reykjavík- urflugvöll út í Engey. Hann sagði að sú hugmynd, sem menn hefðu verið að velta fyrir sér að undanfórnu varðandi framtíðarstaðsetningu flug- vallarins á landfyllingum í Skerja- firði væri um margt athyglisverð, en á henni væru samt gallar. Júlíus sagði að vegtengingar frá flugvelli í Skerjafirði yrðu ekki góðar vegna þess að tengja yrði flugvöllinn við Suðurgötu eða leggja aðrar stofnbrautir, sem færu í gegnum nú- verandi byggð. Þá sagðist hann enn ekki hafa séð hvernig hægt væri að gera þetta þannig að vel færi gagn- vart Bessastöðum og annarri byggð. Júlíus sagðist hafa beðið Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðing að skoða möguleikann á því að byggja flugvöll út í Engey og komið hefði í ljós að hún hentaði ágætlega. Hann sagði að grynningar væru langleiðina út í eyjuna og hún stæði þannig að að- flug yrði yfir sjó og utan byggðar. Þá sagði Júlíus að vegtengingar flugvallarins við meginlandið yrðu mjög góðar, þar sem tengt yrði á grynningum við Laugarnes, á mót- um Sæbrautar og Kringlumýrar- brautar. Eyjan er einnig það stór að allar byggingar og þjónusta við flug- völlinn kæmust fyrir á henni, en beina yrði skipaumferð til Sunda- hafnar út fyrir og í kringum hana vegna landfyllingarinnar. Landfyllingar við Engey myndu veita höfnum skjól Friðrik sagði að landfyllingar við Engey myndu veita bæði Reykjavík- ur- og Sundahöfn skjól og lægja öldugang. Hann sagði að hins vegar mætti gera ráð fyrir meiri öldugangi við flugvöllinn í Engey en í Skerja- fh-ði því eyjan stæði fyrir opnu hafí, en úti fyrir Skerjafirði væri svokall- að Valhúsagrunn, sem tæki af mesta ölduganginn í fn-ðinum. Hann sagði ennfremur að Engey myndi að mestu leyti fara undir flugvöllinn og byggingar tengdar honum, en samt yrði suðausturströndin áfram óspillt. Júlíus sagði það hagsmunamál fyrir Reykjavíkurborg að halda flug- vellinum innan borgarinnar og því væri sjálfsagt að borgarstjórn skoð- aði þennan möguleika. Hann sagði að yrði flugvöllurinn færður út fyrir borgina, t.d. til Keflavíkur, hefði það veruleg áhrif til óþæginda fyrir landsbyggðarfólk sem leitaði til Reykjavíkur og einnig gæti það orð- ið til þess að innanlandsflug til ým- issa staða legðist af. Formaður samtakanna Heimili og skóli telur breytingar tímabærar á vinnufyrirkomulagi í skólum Brýnt að breyta vinnutíma kennara Kennarar hafa í nokkur ár staðið frammi fyrir kröfum frá sveitarfélögum um breytingar á vinnutíma kennara. Gild- andi kjarasamningur leiðir til þess að lítið svigrúm er til breytinga á skólastarfí vegna þess hvað vinnutími kennara er þröngt skilgreindur. Egill Olafsson skoð- aði kjarasamninginn og ræddi við formann landssamtakanna Heimili og skóli. UNDANFARIN ár hefur hart verið þrýst á Kennarasamband íslands að fallast á breytingar á vinnutíma kennara. í núgildandi kjarasamningi er vinnutími kennara nokkuð ná- kvæmlega skilgreindur, en það þýð- ir að margra mati að of lítið svigrúm er til að þróa breytingar á skóla- starfínu. Jónína Bjartmarz, formað- ur landssamtakanna Heimili og skóli, er t.d. þeirrar skoðunar að samstarf kennara og foreldra líði fyrir þetta. Samkvæmt kjarasamningi kenn- ara skiptist vinnutími kennara í kennslu (K-tíma), undirbúning fyrir kennslu (U-tíma) og önnur störf (Ö- tíma). Samkvæmt þessu á kennari sem hefur 28 tíma kennsluskyldu á viku að verja 18,67 klukkutímum á viku í kennslu. 13,27 klukkutímar fara í undirbúning kennslu, greidd- ir eru 2,80 tímar fyrir frímínútur, 2,95 tímar fara í kaffitíma, önnur störf í skólanum eru 5,11 stundir og að síðustu eru 3 tímar sérstaklega skilgreindir sem önnur störf (Ö- tímar). 60 ára kennarar kenna í 19 tíma og undirbúa sig í 19,27 tíma Samkvæmt kjarasamningi á kennari með 28 stunda kennslu- skyldu að vinna 32,5 klukkustundir á viku í skólanum, en hann má sinna undirbúningi kennslu heima eða samtals í 13,27 klukkutíma á viku. Samtals á hann að vinna í 45,77 klukkutíma á viku og vinna umfram þetta er skilgreind sem yfirvinna. Kennarar fá afslátt af kennslu- skyldu eftir því sem starfsaldur þeirra lengist. Á fyrsta starfsári hafa þeir 27 tíma kennsluskyldu, en á öðru ári eykst kennsluskyldan upp í 28 tíma. Þegar 15 ára starfsaldri er náð minnkar kennsluskyldan aftur niður í 27 tíma á viku. Við 55 ára ald- ur minnkar kennsluskyldan niður í 24 tíma og við 60 ára aldur minnkar hún niður í 19 stundir á viku. Margir kynnu að álykta að kenn- ari sem er orðinn 60 ára og er búinn að kenna í yfir 30 ár þyrfti að verja minni tíma til undirbúnings kennsl- unni en hinir sem skemmri starfs- aldur hafa. Sú er hins vegar ekki raunin því að samkvæmt kjarasamn- ingi kennara þui-fa sextugir kennar- ar að verja 19,27 klukkutímum á viku til undirbúnings kennslu í viku hverri, en kennari á fyrsta ári þarf hins vegar aðeins að undirbúa kennslu í 13,27 tíma á viku. Sextug- ur kennari ver því ívið meiri tíma í undirbúning kennslunnar en sjálfa kennsluna ef marka má kjarasamn- ing kennara. Hluti af tímum sem skilgi’eindir eru til kennslu fer í að sinna sam- starfí við foreldra. Til viðbótar fá kennarar starfsdaga, sem þeim er heimilt að verja til bundinnar eða óundinnar viðveru eins og segir í kjarasamningnum, þ.e. í skóla eða utan hans. Tímabært að breyta vinnutímanum Jónína Bjartmars, formaður Landssamtakanna Heimili og skóli, sagðist vera þeirrar skoðunar að það hafi verið löngu tímabært að gera breytingar á vinnufyrirkomu- lagi í skólum. Skólastjórar þyrftu að fá aukið svigrúm til að stjórna í skólunum m.a. að skipuleggja vinnutíma kennara. I dag hefðu þeir sáralítið vald til að stjórna vinnu kennara í skólunum. Jónína sagði einnig mikilvægt að kennslumagn í skólum yrði aukið þannig að það yrði fullt starf fyrir umsjónarkennara að kenna einum bekk. Við einsetningu grunnskólans hefði það gerst að umsjón með og kennsla eins bekkjar væri ekki fullt „starf vegna þess að kennsluskyldan væri meiri en sá fjöldi kennslu- stunda serh nemendum væri ætlað- ur samkvæmt grunnskólalögum. Jónína sagði að þetta ætti stóran þátt í slæmum kjörum kennara. Áð- ur hefðu kennarar kennt einum bekk fyrir hádegi og öðrum eftir hádegi og þá að hluta til í eftir- vinnu. Nú væru kennarar aðeins með einn bekk og þyrftu að taka að sér ýmis önnur störf til að ná fullri kennsluskyldu. Möguleikar þeirra á að vinna yfirvinnu væru því miklu minni en áður. Á þessu þyrfti að taka. Jónína sagði að það væri tíma- skekkja að njörva niður vinnu kennara eins og gert væri í kjara- samningi þeirra. Foreldrar væru stöðugt að gera meiri kröfur til nánara samstarfs kennara og for- eldra, en kjarasamningurinn væri viss hindrun í því að þetta samstarf gæti aukist og þróast. Skynsamleg- ast væri að láta kennurum eftir að meta hversu mikinn tíma þeir þyrftu til undirbúnings kennslu og hversu mikinn tíma þeir notuðu til samstarfs við foreldra eða í önnur störf. Jónína sagði að í Svíþjóð hefði þegar verið stigið það skref í kjara- samningi að gefa kennurum fullt frelsi til að skipuleggja vinnu sína. Hún sagðist vita til þess að forystu- menn Kennarasambandsins hefðu aflað sér upplýsinga um þetta nýja fyrirkomulag þar í landi og sagðist því vonast eftir að kennarar sæju sér hag í að breyta vinnuskipulagi sínu. Hún sagðist geta tekið undir með þeim sem segðu að gildandi kjarasamningar kennara kæmu í veg fyrir eðlilega þróun á skóla- starfi í grunnskólum. Deilur um afslátt frá kennsluskyldu í viðræðum um gerð síðustu kjarasamninga var talsvert rætt um breytingar á vinnutíma kenn- ara. Kennarar höfnuðu hins vegar að gera breytingar á vinnutímanum fyrr en búið væri að hækka laun kennara. Það var gert en viðræður um breytingar á vinnutíma kennara voru teknar upp aftur í vetur. Sem kunnugt er strönduðu viðræður í vikunni, fyrst og fremst vegna deilna um kröfu sveitarfélaganna um að horfið yrði frá afslætti á kennsluskyldu. Þess má geta að í janúar 1997 fóru forystumenn kennara og full- trúar í launanefnd sveitarfélaganna sérstaka ferð til Noregs, Svíþjóðai’ og Danmerkur til að kynna sér sameiginlega kjör kennara, vinnu- tímamál kennara og skipulag í skól- um. í þessari ferð var aflað upplýs- inga sem nota átti til að byggja upp nýtt fyrirkomulag á vinnu kennara í grunnskólum. í þeirri hörðu deilu sem varð um kjaramál kennara síð- ar á þessum sama ári slitnaði upp úr’ viðræðum um þessi vinnutíma- mál. Kennarar hafa hins vegar bæði þá og eins nú sýnt vilja til að breyta vinnutíma kennara. Það sem virðist vera erfiðast í þessum viðræðum núna er ágrein- ingur um afslátt á kennsluskyldu til kennara sem náð hafa 55 og 60 ára aldri. Þarna er um að ræða réttind sem margir kennarar horfa fast á. Launanefndin hefur boðist til að kaupa þessi réttindi af kennurum, en andstaða er í þeirra hópi við að láta þau af hendi og eins hefur ekki tekist samkomulag um verðmæti réttindanna. í: I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.