Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 39

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 39 Frumstæð flokkun í Kaupmannahöfn MIÐAÐ við þróaða sorpflokk- un, sem víða hefur verið tekin upp, er sorpflokkun í Kaup- mannahöfn á frumstigi. Víða annars staðar í Danmörku eru aðstæður þó aðrar, en eftir því sem best er vitað er sorpvigt- un og sorpskattur hvergi í augsýn hér. Helstu þægindin eru að sorphirðingin gengur eins og smurð, karlarnir koma einu sinni i viku. Og svo er allt sorp sótt heim. Ekkert umstang að keyra eitt eða neitt. Fnykur í baktröppunum Ibúðai-húsnæði í miðborg Kaup- mannahafnar og næsta nágrenni er að jafnaði ekki yngra en aldar gam- alt. Það hefur í för með sér að sorp- lúgur eru í fæstum húsum. Hinn ís- kaldi raunveruleiki er þvi að labba með ruslapokana niður af efstu hæð- um, sem í þessum gömlu húsum er 5.-6. hæð, oftast í lyftulausum hús- um. í baktröppunum er oft heldur leið- inlegur fnykur, því alltaf eru ein- hverjir, sem ekki drífa sig lengra með pokana en fram á stigapall í fyrstu umferð. í 20-30 stiga hita á sumrin ganga efnabreytingarnar ör- skjótt fyrir sig og lyktarmyndunin eftir því. Gler og pappír Það gilda reglur um hvað má fara í ruslið og hvað ekki. Efnaúrgangur, til dæmis þegar verið er að mála, má ekki fara í ruslið. Honum á að skila í efnabílinn, sem kemur í hverfín á nokkurra vikna fresti, en einfaldast er þó að fara með slíkan úrgang í málningarbúðirnar. Gler á ekki að fara í ruslið, ekki aðeins vegna endurvinnslu heldur vegna þess að það skapar ruslaköll- unum hættu. A glerflöskum undan gosi og bjór er pant og því hvatning að skila þeim flöskum í búðirnar og fá 15-20 íslenskar krónur fyrir flösk- una. Sama gildir um örfáar tegundir vínflaskna. Aðrar flöskur og glerkrukkur eiga að fara í glergámana, sem standa svo víða um borgina að þeir eru í göngu- færi hvar sem búið er. Mjög stór sambýlishús eða hús sem eru saman um bakgarða geta fengið gáma í bakgarðinn. Pappírsgáma er mun auðveldara að fá heim, en það þarf að biðja um þá og tekur nokkra mán- uði að fá þá. Pappírsgámar eru sjald- séðir á förnum vegi. Þegar kemur að því að vera stór- tækur í að fleygja rusli, til dæmis þegar verið er að gera upp hús, er hægt að panta gám að húsinu og það kostar ekkert. En vei þeim, sem brýtur reglurnar og setur eitthvað í gáminn, sem ekki á að vera þar! Þá er gámurinn nefnilega ekki fjarlægð- ur. Rusl úr görðum er líka hægt að fá fjarlægt á sama hátt. Ef til stendur að henda húsgögn- um og heimilistækjum er hægt að hringja eftir bílum. Oft taka heilu húsin sig þá saman um að halda til- tektardag um helgi. En það sem einn áh'tur rusl getur annar notað, svo það er oft svo að stór haugur, sem safnast saman á sunnudegi er orðinn miklu minni þegar ruslabíllinn sækir hann, því vegfarendur hafa einfald- lega hirt ruslið. Eins og sjá má eru kvaðir um sorpflokkun enn sem komið er harla léttvægar fyrir okkur sem búum í miðborg Kaupmannahafnar. Safn- haugar, flokkun matarleifa og líf- rænna leifa er enn sem komið er fyr- irbæri, sem við heyrum aðeins um í fjölmiðlum eða frá vel menntuðum og umhverfíssinnuðum fjölskyldu- meðlimum á skólaaldri. Sigrún Davíðsdóttir Ruslapokinn kostar hundrað krónur VERÐ á Ziirich-ruslapokum hækkaði síðastliðið haust. Ég keypti auðvitað nokkrar í-úllur á gamla verðinu. Það hvarflaði ekki að niér að pokarnir yrðu úreltir. Ég átti tvær uppteknar rúllur og tvær heilar rúllur. Ég gat skilað óuppteknu rúllun- um. Nú sorteraði ég ekki leng- ur ruslið, henti bara öllu sem mér sýndist, dósum, flöskum, pappa og jólapappír í Ziirich- poka og beið spennt næstu mánu- dagana eftir sorphreinsibílnum. Þeir hirtu alla pokana. Ég á enn nokkra af stærri gerð - það á eftir að koma í Ijós hvort þeir verða hirtir þegar ég dríf mig í stórhreingemingar. Einn 35 1 ZUrich-poki kostar nim- ar 100 krónur, eða álíka mikið og heil rúlla af venjulegum, svörtum plastpokum. ZUrich-pokar voni teknir í gildi fyrir nokkrum árum og sorphreinsiyfirvöld borgarinnar hirða bara þá. Sorpmagnið í borg- inni minnkaði svo við það að nú næg- ir að hirða heimilisrusl einu simú í viku. Oskubflamir koma og hirða ZUrich-pokana og það má troða eins miklu í þá og hægt er. Gjald er tekið fyrir pokann en ekki kflóið. Við emm tvö í heimili og notum einn 35 1 poka á viku. Það eru lfka til 171 pokar á 50 krónur stykkið, 60 1 pokar á 172 krónur stykkið og 110 1 pokar á 245 krónur stykkið. 110 1 pokamir eru seldir í 5 stykkja rúllum en hinir em 10 í rúllu. Lífrænt rusl Ég ætti auðvitað að sortera líf- rænt msl frá öðm msli og hef reynt það. Keypti mér litla, græna plasttunnu og ætlaði að safna í bing. En tunnan var of stór. Það var allt orðið svo ógeðslegt í henni þegar ég þurfti að Iosa hana að ég hætti að viya opna hana. Bfll kemur einu sinni í viku og hreinsar garða- úrgang. Eg bind allan pappír, dagblöð, umslög og þvíumlflrt saman og fer út með hann aðra hverja viku. Þá er pappírssöfnun. Pappi er hirtur annan hvem mánuð. Það á að slétta pappann og binda hami saman. Ég hef leyft mér að safna honum sam- an í pappakassa. Það eru tunnur fyrir einnota gler og dósir víðs vegar um borgina. Það er oft heldur sóðalegt í kring- um þær. Fólk skilur eftir ótrúleg- asta drasl við tunnurnar. Sjónvörp, lampa og hver veit hvað. Sjálf hef ég stolist til að leggja Ijósaperu of- an á þær - ég veit ekki hvort ég á að henda þeim með gleri eða málmi. Ruslagámar til leigu Það er hægt að fara með alla hluti á haugana en það kostar auð- vitað sitt. Bflarnir era vigtaðir áður en þeir keyra inn á svæðið. Raf- magustæki em losuð á einum stað og það sem má brenna á öðmm. Bflamir era aftur vigtaðir á leið- inni út og borgað samkvæmt þyngd þess sem var hent. Það er einnig hægt að leigja ruslagáma heim að húsi. Þeir em oft fljótir að fyllast, ekki bara af drasli frá þeim sem leigja þá. Ég lét einu sinni hvarfla að mér að losa mig við hjól og nokkur pör af skíðum í gám sem stóð hinum megin við hornið. Ég hætti við þegar ég las á pappa- spjaldi: „Kvikmyndavél fylgist með þessum gámi!“ Það var auðvitað vitleysa en ég vildi ekki hætta á að vera gripin glóðvolg. Ég á hjólið og skíðin enn. Anna Bjarnadóttir > (/> Flokkað rusl sótt heim Um klukkan hálfsjö á föstu- dagsmorgnum kemur endur- vinnslubíllinn til okkar hér í Minneapolis. Kvöldið áður er allt í endurvinnsluna ásamt sorpinu sett út við götu. Við flokkum endurvinnsluna í tvennt, pappír fer á einn stað og allt annað sem endurvinn- anlegt er fer á annan. Það sem telst vera endurvinnanlegt annað en allur pappír eru áldósir, niðursuðudósir, gler og allt plast sem merkt er endurvinnsluþrí- hymingi. Þessu má öllu blanda sam- an í einn haug. Það eina sem þarf að passa vel er að það séu ekki mataraf- gangar í dósunum. Ruslapressa Við söfnum öllu þessu saman í ruslapressu. Upprunalega var hún sett í eldhúsinnréttinguna tii að safna saman öllu sorpi og þjappa því svo saman í sem fyrirferðarminnst rými. Sorpgjald greiðum við nefnilega eftir magni. Okkiu- líkaði þetta með press- una ekki nógu vel því stundum er pokinn í marga daga og jafnvel vikur að fyllast og á heitum sumrum þá þarf ekki nema daginn til áður en allt fer að lykta. Við höfum því tekið á það ráð að safna endurvinnslunni í pressuna. Þetta hefur geflst vel og tökum við pokann út að jafnaði annan hvem fóstudag. Dagblaðið mitt fer svo í endurvinnslukörfuna ásamt öll- um öðmm endurvinnsluhæfum papp- ír heimilisins. Bæjarfélagið sér okkur fyrir end- urvinnslubíl alla föstudagsmorgna. Við þurfum bara að koma efninu út við götu fyrir klukkan hálfsjö. Fyr- ir þessa þjónustu greiðum við ekki sérstaklega. Almenn sorphirða er líka einu sinni í viku og er hún í höndum einkafyrirtækja. Við ákveðum fyrirfram hversu mikið magn við viljum að tekið verði að jafnaði. Ef við förum mikið fram úr því þurfum við að greiða fyrir það sérstaklega. Sorptunnuna þurfum við líka að setja út við götu fyrir klukkan hálfsjö á föstudagsmorgn- um. Það sem ekki er tekið í endur- vinnsluna er allur pappír sem er með vaxáferð eins og t.d. mjólkurfernur, svo og pappír sem er með fitu eða matarafgöngum eins og t.d. pítsu- kassar. Það er heldur ekki hægt að endurvinna allt plast. A sumrin söfnum við lífrænum af- göngum saman í safnhaug. Síðastlið- in fímm ár höfum við haft safnkassa á einu homi lóðarinnar en í vetur áskotnaðist okkur forláta safn- tromla. Þetta er málmsívalningur sem er frístandandi og er hann tæp- ur metri í þvermál og rúmur metri á dýpt. Framan á tromlunni er sveif sem við notum til að snúa innihald- inu svo það blandist vel. Hér í sum- arhitanum og rakanum, sem getur orðið all verulegur, tekur það ein- göngu um 14 daga að fá fínan áburð með þessari tromlu. Við erum með lítinn matjurtagarð sem við notum áburðinn í. Flestallir hér í hverfmu notfæra sér endur- vinnsluþjónustuna en það eru ekki margir sem hafa safnhaug. Katrín Frímannsdóttir Þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig á 95 ára afimæli mínu þann 8. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Þorleifsdóttir, Skjólgarði, Höfn. FjöJbreytt úrvcd af dömidiárkoUimi Erlendur séiýrœðingur veitir allar upplýsingar, í fullum trúnaði dagana 20.-25 apríl. Apotiohárstúctíö Námœi upplýsingar og tímqxmlaiúr ísíma 5522099. „Eger anœgður meðtífið“ ...og ApoUo hárið HAIR RppLjjObj) SVSTEMS Erlendur sérfrœðingur veitir allar upplýsingar, ífullum trúnaði dagana 20.-25 apríl. ApoUo hárstúdíÓ Nœiaii upplýsingar og tímqxmtanir ísíma 5522099. ABSA Master- lvklakerfi Húsasmiðjan smíðar ASSA höfuðlyklakerfi (Masterlyklakerfi) fyrir fyrirtæki, húsfélög, stofnanir ofl. HUSASMIÐJAN Sími 525 3000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.