Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANN ADOLF ODDGEIRSSON + Jóhann Adolf Oddgeirsson var fæddur 9. nóv- ember 1913 á Grenivík við Eyja- fjörð. Hann lést 5. apríl síðastliðinn. Faðir hans var Odd- geir skipstjóri á Grenivík f. 23.10. 1880, d. 1971, Jó- hannsson í Saurbrú- argerði austan Eyjafjarðar, frá Stekkjarflötum í Skagafirði Gísla- sonar; móðir Odd- geirs var Kristín Sigurðardóttir Bjarnasonar frá Fellsseli í Köldukinn. Móðir Jóhanns Ad- olfs var Aðalheiður, f. 9.11. 1885, d. 1977, Kristjánsdóttir frá Hróarsstöðum í Fnjóskadal Guðmundssonar (Reykjaætt úr Fnjóskadal). Kristján og Lísbet bjuggu að Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Móðir Aðalheiðar var Lísbet Bessadóttir frá Skógum í Fnjóskadal. Móðir Lísbetar var Margrét frá Heið- arhúsum á Flateyrardalsheiði Jónsdóttir. Bessi var Eiríksson hins sterka frá Stein- kirkju. Oddgeir og Aðal- heiður bjuggu á Hlöðum á Grenivík og var Jóhann Adolf hið fimmta í röð tólf barna þeirra. Systkin Jóhanns Adolfs: 1) Agnes, gift Jóni Björnssyni, bæði lát- in. 2) Alma, býr í hárri elli á Grenivík, gift fsak Vilhjálms- syni, hann látinn. 3) Aðalheiður, bjó á Akureyri, var gift Al- freð Pálssyni verslunarmanni, bæði látin. 4) Björgólfur, dáinn eins mánaðar. 5) Vernharður sjó- maður, býr á Hlöðum á Grenivík. 6) Fanney býr á Akureyri, gift Jóhanni Konráðssyni söngvara, hann látinn. 7) Hlaðgerður, bjó lengst af á Raufarhöfn, gift Birni Friðrikssyni verslunarmanni. 8) Margrét, býr í Kópavogi, gift Grími Bjömssyni tannlækni. 9) Sigríður, býr í Reykjavík, gift Eric Steinssyni lögregluþjóni, tvíburi við Sigríði er 10) Hákon, býr í Reykjavík, málari og söngv- ari, kvæntur Fridel Oddgeirs- son. 11) Björgvin skipsljóri kvæntur Lám Egilsdóttur, bú- sett á Selljarnarnesi. Jóhann Adolf kvæntist 13. nóvember 1948 Steinunni Guð- jónsdóttur, f. 18.3. 1924. Guð- jón, faðir hennar, var skipstjóri á Grenivík, Agústsson frá Finnastöðum á Látraströnd. Móðir Steinunnar var Sigríður Jóhannsdóttir. Börn Jóhanns Adolfs og Steinunnar em: 1) Oddgeir skipstjóri, f. 30.8. 1946, kona hans er Margrét Jó- hannesdóttir. 2) Guðjón skip- sljóri, f. 10.2. 1948, kona hans er Elísabet Ragnarsdóttir. 3) Ægir, f. 10.2. 1951, d. 8.11. 1970. 4) Aðalheiður sjúkraliði, f. 4.5. 1953, sambýlismaður Birgir Pétursson. 5) Björgólf- ur, forstjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, f. 28.8. 1955, kona hans Málfríður Pálsdóttir, 6) Sigríður kennari á Grenivík, f. 11.7. 1961, sambýlismaður Valur Friðvinsson. 7) Oddný, kennari á Grenivík, f. 4.1. 1967, sambýlismaður Arnþór Péturs- son. Barnabörn Jóhanns Adolfs og Steinunnar em tólf. Þau hjón bjuggu alla ævi á Greni- vík. Utför Jóhanns Adolfs fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Miki] kempa er fallin, á níræðis- aldri, Jóhann Adolf Oddgeirsson, skipstjóri frá Grenivík við Eyja- fjörð. Nú þarf mannlýsingu eins og þær verða bestar. Jóhann Adolf var einn af dug- mestu skipstjórum þjóðarinnar frá því fyrir stríð og fram yfir 1970, löngum aflakóngur, hvort sem var á síldinni eða á vetrarvertíð á þorsk frá Grindavík. Þetta var á þeim ár- # um sem það gilti að færa afla að landi. Löngu síðar varð það að sett voru takmörk á veiðar skipa, þá höfðu tímarnir breyst mikið. Jóhann Adolf var af þekktri ætt harðsækinna skipstjóra og dugnað- armanna. Oddgeir Jóhannsson fað- ir hans skipstjóri á Grenivík var aflasæll, kempa mikil - af Fellssels- ætt í Köldukinn. Móðir Jóhanns Adolfs, Aðalheiður, var af þeirri kjammiklu Steinkirkju-ætt úr Fnjóskadal, Lísbet Bessadóttir móðir hennar var systir Jóhanns kirkjusmiðs Bessasonar á Skarði í Dalsmynni, sem var alkunnur garp- ur á sinni tíð. Kristján frá Hróars- stöðum faðir Aðalheiðar hafði verði næmur á söng. Jóhann Adolf hafði mikið úr ætt- um sínum. Hann var óvenju þrótt- legur að vallarsýn, maður meðalhár en feikn þykkur undir hönd, svipur andlits var skúlptúr, talröddin sér- kennilega hljómmikil; ungur var hann kappsamur íþróttamaður; alla ævi fylgdi hann vel eftir. Hann var flugnæmur á músík, söngröddin var djúpur barítónn. Vel gerður maður hvar sem á var litið. Hann var á hafi úti alla starfsævina. Oddgeir og Aðalheiður, foreldrar Jóhanns Adolfs, settust að á Hlöð- um á Grenivík upp úr aldamótunum síðustu. Þorpið var ekki orðið til. Verður nú mikil saga af þeim hjón- um. Oddgeir hófst handa við útgerð frá Grenivík og gekk vel og brátt verður mikill uppgangur í útvegi hans. Aðalheiður fæðir 12 börn, 11 náðu fullorðinsaldri, eitt misstu þau kornabarn. I fyrstu var félag um útgerðina við svila Oddgeirs, Stefán Stefánsson, sem kvæntur var Frið- riku systur Aðalheiðar. Og það er sótt á mótorbátum þess tíma langt út í haf ef þurfti. Jóhann Adolf vex upp með þess- ari útgerð og vinnslu fisksins í landi sem allir tóku þátt í. Hinn harð- skarpi piltur tekur kornungur við skipstjórn, 16 ára gamall, er þá með Hókon, bát föður síns, og gengur afbragðs vel. Skipstjórnar- réttindi hlaut hann svo 18 ára og gengur alltaf vel. Upp úr stríði stofna þeir til um- fangsmeiri útgerðar þeir Jóhann Ad- olf og Þorbjöm Askelsson, harðdug- legur maður, sem hafði einnig rekið útgerð á Grenivík, og fleiri með þeim. Stofnað var útgerðarfélagið Gjögur hf. sem enn starfar með miklum blóma. Keyptir voru stærri bátar, Vörður og Von. Jóhann Ad- olf stýrði Verði lengi og með sér- stakri farsæld. Þegar skipin stækk- uðu tók hann við þeim, Askeli, Odd- geiri, Hákoni, - og er við skipstórn allt fram undir sjötugsaldur að hann fer í land - eftir hálfa öld við stjómvölinn. Þá höfðu tveir synir hans tekið við sama hlutverki, enda í engu eftirbátar fóður síns. - Það hafði töluvert gengið á, á síldinni, og hljómaði röddin úr brúnni; það gekk reyndar töluvert á líka í landi, þar sem Þorbjörn Askelsson stýrði fyrirtækinu; og talsvert gekk líka á í Slippstöðinni á Akureyi'i hjá Skapta Askelssyni þegar skipin voru tekin í slipp og búin undir síld- ina. Allt er þetta orðið að sögu - sem ekki mun endurtaka sig. Jóhann Adolf hafði mikið úr ætt- um sínum. Aðalheiður móðir hans t Eiginmaður minn, SVEINN BERGSSON, lést aðfaranótt fimmtudagsins 15. apríl sl. á sjúkrahúsi í Bode í Noregi. Jarðarförin fer fram 22. apríl á Andoy, Noregi. Fyrir mína hönd og bræðra hins látna, Randi Bergsson, Jón G. Bergsson, Sigurður Bergsson. t Elskulegi sonur okkar, barnabarn, bróðir og unnusti, MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON, sem lést af slysförum föstudaginn 9. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Björn Björnsson, Kolbrún Bergmann Magnúsdóttir, Björn Jónsson, Olga Guðrún Sigfúsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir, Elmar Kristjánsson, Birna Ósk Björnsdóttir, Cecil King Lewis jr., Linda Björk Jónasdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ELIMARS HELGASONAR bónda, Hvammi, Holtum. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Lundar á Hellu. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Pálsdóttir, Sigurbjörg, Sveinn og fjölskylda. hafði afbragðs músíkgáfu. Oddgeir faðir hans hafði einnig góða söng- rödd. Hlutu þetta öll börn þeirra að arfi og mörg ríkulega. Það er sagt að á haustkvöldum gerði fólk úr nágrenninu sér erindi niður á Grenivík - það var verið að beita fyrir næsta dag - og það var sungið við verkin - ailir að beita, frá sjö ára aldri til sjötugs, og allir sungu, kór með fjórum röddum, ættmóðirin Aðalheiður stjómaði, kórinn í beitningaskúrnum er yfir 20 manns, allt afkomendur hennar, skyldmenni eða venslafólk. Það var von að fólkið úr nágrenninu kæmi til að vera með. Samt vissi enginn þá að í hópnum voru að vaxa upp fimm einsöngvarar og grunnur lagður að öðrum sjö - og annað eins af skipstjórum - allir voru að kepp- ast við, að beita. Það stendur enn einn af þessum skúrum, sá sem Jóhann Stefánsson átti, systursonur Aðalheiðar. Vefur sögunnar er nú ofinn nýj- um þráðum. Jóhann Adolf kvæntist Steinunni Guðjónsdóttur skipstjóra á Greni- vík Ágústssonar frá Finnastöðum. Synir þeirra þeir Oddgeir og Guð- jón báðir skipstjórar; Björgólfur er forstjóri Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað, - hinn fjórði, Ægir, hann lést ungur, mannvænlegur maður. Dæturnar Sigríður og Oddný eru kennarar á Grenivík, Aðalheiður starfsmaður Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Steinunn sér nú mann sinn hverfa til moldar í Grenivíkur- kirkjugarði, hann er genginn til sögu, þar sem margir af ættmenn- um hvíla fleiri. Kirkjan á Grenivík hefur alltaf átt virðingu sjómanna sinna. Nú verða einhverjir aðrir á undan að ganga Guð veiti bjargráð og blessun byggðinni minni. (I.G.) Lára Egilsdóttir, Valgarður Egilsson. Jóhann Adolf Oddgeirsson skip- stjóri er til moldar borinn í dag, mikil kempa og hafði verið sjómað- ur frá barnæsku. Hann var fæddur á Hlöðum í Grenivík og átti ættir sínar að rekja úr byggðunum aust- an Eyjafjarðar. Faðir hans, Odd- geir Jóhannsson, var frá Saurbrú- argerði skammt norðan Víkur- skarðs. Bæjarstæðið er uppi á ofur- lítilli grasflöt og sjávargatan há og brött. Það er þess virði að ganga upp á flötina og hugsa til fyrri kyn- slóða. Það þurfti þrekmenn til að bera lífsbjörgina upp brattann. Slík lífsbarátta er nútímamanninum óskiljanleg enda þurfti hörku til að lifa af á fyrri tímum. Á miðri síðustu öld fór sjósókn að aukast frá Grenivík og þorpsmynd- un varð þar í byrjun þessarar aldar. Oddgeir frá Saurbníargerði var einn af frumkvöðlunum og hóf Jó- hann Adolf sjóróðra með föður sín- um innan við fermingu á bátnum Hákon sem var annar í röðinni með því nafni. Síðan tók hann við bátn- um og var í útgerð með föður sínum fram til 1940 er báturinn var seld- ur. Jóhann Oddgeir var síðan á ver- tíðum í Sandgerði með báta frá Hrísey og Dalvík og Brís Guð- mundar Péturssonar á Akureyri. Þáttaskil urðu í sjómennsku Jó- hanns Adolfs þegar útgerðarfélagið Gjögur var stofnað á Grenivík 1946. Það var i rauninni almennings- hlutafélag en þeir Þorbjörn Áskels- son útgerðarmaður stóðu fyrir því. Fyrsti báturinn Vörður kom í árs- byrjun 1947 og tók Jóhann Adolf við honum og var síðan með Áskel, Oddgeir, Vörð og að síðustu Hákon, mikið loðnu- og síldarskip. Þó Grenivík hafi verið heimahöfn skip- anna var óhjákvæmilegt að miðstöð fyrirtækisins færðist til Grindavík- ur þar sem bátarnir voru gerðir út á vertíð. Þó var reynt að vera á trolli út af Norðurlandi á vorin fram að síldarvertíð. Jóhann Adolf var meira en hálfa öld á sjó eða til 69 ára aldurs. Það er löng sjómannssaga. Enda má með vissum hætti segja að hann hafi ver- ið persónugervingur þeirrar kyn- slóðar sjómanna sem hófu róðra á smábátum í upphafi þessarar aldar og lifðu síðan allar þær breytingar sem auðlegð og nýjasta tækni köll- uðu fram. Hann var fjölskyldumað- ur en örlög hans urðu þó þau að vera langdvölum fjarri heimöi sínu. Hann mælti þó aldrei æðruorð. Sjó- mennskan átti hug hans allan og naut hann virðingar í sinni stétt enda mikill aflamaður, mikiU skip- stjóri og fór vel með áhöfn sína. Árið 1948 kvæntist Jóhann Adolf Steinunni Guðjónsdóttur frá Gröf, atorku- og sæmdarkonu. Þau voru hamingjusöm í sínu einkalífi og áttu barnaláni að fagna. Eftir að börnin voru uppkomin fór Steinunn til Gr- indavíkur með manni sínum yfir vertíðina og vann þar. Síðan settust þau að heima á Grenivík að loknu löngu dagsverki. Þá hafði Jóhann Adolf kennt þess sjúkdóms sem að síðustu dró hann til dauða. Vel var að honum hlúð og um hann hugsað heima á Hafbliki og undir lokin lagði Steinunn með dætrum sínum í rauninni meira á sig en hægt er að ætlast tö. Haustið 1997 fór Jóhann Adolf tö dvalar inn í Skjaldarvík og dó í Seli á annan í páskum. Eg sá Jóhann Adolf síðast á tón- leikum Kristjáns Jóhannssonar og Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur, frændsystkina hans, og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur í Iþróttahöllinni í fyrra. Hann naut þeirrar stundar enda músíkalskur eins og allir af því kyni, góður bassi og söng í karlakór og í kirkjukórnum. Með Jóhanni Adolf er fallinn í valinn einn af þeim skipstjórnar- mönnum sem mestan svip hefur sett á fiskveiðar íslendinga á þess- ari öld. Hann var drengskaparmað- ur og prúðmenni og stafaði hlýju frá honum. Hann verður minnis- stæður þeim sem honum kynntust. Þessar línur bera þér, Steinunn, börnum þínum og fjölskyldu, hlýjar kveðjur okkar Kristrúnar. Það er mikill missir eftir mikinn mann. Við biðjum Guð að blessa ykkur og vaka yfir minningu Jóhann Adolfs Oddgeirssonar. Halldór Blöndal. Jóhann Adolf Oddgeirsson, Addi, er látinn. Árið 1946 stofnuðu Addi, faðir minn Þorbjörn Áskelsson og fleira gott fólk útgerðarfélagið Gjögur á Grenivík og tók Addi við skipstjórn á fyrsta báti félagsins, Verði ÞH 4, í upphafi árs 1947. Var Addi síðan með skip Gjögurs sam- fleytt til 1980 að hann hætti sjó- mennsku. Hann var mikill aflamað- ur, farsæll stjórnandi og vel liðinn af áhöfn sinni, léttur í lund og söng- elskur eins og ættmenni hans mörg, en gat þó hvesst sig á stund- um en ekki lengi. Þegar sjómennsku lauk komu þau hjónin, Addi og Steinunn, suð- ur í Grindavík og sáu um verbúð Gjögurs með sama myndarskap og reisn og þau ráku heimili sitt oft mannmargt. Með þeim í Grindavík voru dætur þeirra, en synirnir Oddgeir og Guð- jón eru nú skipstjórar á Hákoni. Sonur þeirra Ægir var einnig sjó- maður, en hann lést úr krabbameini árið 1970 aðeins 19 ára gamall. Björgólfur hefur ekki heldur sleppt hendinni af útgerð, er nú forstjóri Sfldarvinnslunnar á Neskaupstað. Síðast stjórnaði Addi Hákoni ÞH 250, sem seldur var til Chile 1987. Það sama ár var nýr Hákon smíð- aður í Noregi og kom Addi með að sækja hann og sigldi með honum heim skömmu fyrir jólin, var það trúlega lokaferð hans á sjó. Eg vil þakka Adda fyrir gott samstarf og trausta vináttu í þau 40 ár sem við höfum unnið saman að rekstri Gjögurs og harma að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn, en ég veit að fjarvera mín í Chile nú og fyrirhuguð nýsmíði hefði verið honum að skapi. Blessuð sé minning hans. Ég og fjölskylda mín vottum Steinunni og fjölskyldunni innöega samúð. Guðmundur Þorbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.