Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 37
Ljósmynd/Ingvar Helgason
INNGANGURINN að Bauhaus í Dessau.
Ljósmynd/Ingvar Helgason
GLER, steyptar einingar og hreinar línur
í Bauhaus-ganginum í Dessau.
leiklist og dans. Hér hélt þróunin
áfram. Húsgagnahönnunin beind-
ist inn á nýjar brautir. Undir inn-
blástri frá tækniframförum reyndu
menn fyrir sér með formbeygð
stálrör og úr urðu sígild nútíma-
húsgögn eins og Wassily-stóll
Marcel Breuer, sem sagt er að
hann hafí hannað fyrir heimili
Kandinskys og einfaldir stólar
hans og Ludwig Mies van der
Rohe úr sveigðu stáli.
En Gropius fékk ekki frið og
neyddist til að láta af störfum 1928.
Arftaki hans var Hannes Meyer,
sem þegar hafði getið sér gott orð
sem arkitekt, en var gagnrýninn á
hugmyndir Gropiusar. Slagorð
hans var „Þarfir almennings frem-
ur en munaðarhlutir“. En hug-
myndir hans féllu ekki í kram yfir-
valda og 1930 kom Mies van der
Rohe í stað Meyers. Hann lagði
áherslu á arkitektúr, en hann
bannaði stjómmálaafskipti nem-
enda. Var skólanum lokað 1932.
Miew van der Rohe gerði tilraun til
að opna skólann aftur í gamalli
verksmiðju í Berlín, en vorið 1933
var honum lokað af nasistum.
Slóðin vestur um haf
Gropius, Breuer og Mies van der
Rohe fluttu allir til Bandaríkjanna,
þar sem þeir kenndu og störfuðu
og lögðu þar með grunninn að
nýrri Bauhaus-hreyfingu, sem síð-
an varð undirstaðan undir nútíma
byggingarlist og hönnun í Banda-
ríkjunum. Háhýsi Bauhausmanna
og lærlinga þeirra í miðborg
Chicago eru kannski stórbrotnasta
dæmið um hugmyndir Bauhaus.
Þar sem þessir menn voru allir á
flótta undan nasismanum má segja
að nasistar hafi stuðlað að út-
breiðslu Bauhaus á mun stórfeng-
legri mælikvarða en verið hafði
heima fyrir.
Það sem slær augað þegar sköp-
unai-verk Bauhaus eru skoðuð er
hvað hönnuðum skólans tókst að
ná kjamanum í nútíma útliti.
Ferköntuð form skiptast á við
mjúk sveigð form, ýmist útfærð í
stáli eða tré, en einnig með efnum
eins og tágum, leðri og gleri. Það
eru fá áberandi frávik eða uppbrot
frá verkum þeirra í seinni tíma
hönnun. Hvað víkur byggingarlist-
inni er það einkum notkun glers í
stóra fleti í byggingum þeirra, sem
gefur þeim svip. Mies van der
Rohe var þegar upp úr 1920 farinn
að gera tilraunir með gler og nán-
ast svífandi byggingar. Þegar í
Bauhaus-byggingunni í Dessau
felldi Gropius glugga í járnramma
og hafði sem svífandi glertjald á
stórum flötum. Sama hugsun hélst
í verkum þeirra vestan hafs.
Það má deila um smekk, en
Bauhaus-gerjunin var óhemju frjó
og hennar gætir enn, áttatíu árum
eftir að Gropius orðaði hugmyndir
sínar í fyrsta skipti.
Myndlistarvor fslandsbanka í Eyjum
Samsýning Tuma og
Kristjáns Steingríms
MYNDLISTARMENNIRNIR
Kristján Steingrímur Jónsson og
Tumi Magnússon opna í dag sam-
sýningu í Vestmannaeyjum. Sýn-
ingin, sem er hin fjórða í röð
fimm sýninga á Myndlistarvori
íslandsbanka í Eyjum 1999, er í
gamla áhaldahúsinu á horni
Græðisbrautar og Vesturvegar
og verður hún opnuð kl. 14.
„Kristján Steingrímur og Tumi
eru vel þekktir af verkum sfnum
bæði hér heima og erlendis, og
hafa öðlast ýmsar viðurkenning-
ar fyrir verk sín, en báðir hafa
þeir helgað málverkinu krafta
sína í gegnum árin,“ segir í
fréttatilkynningu.
Krislján Steingrímur sýnir
verk sem hann hefur unnið að á
síðasta ári og þessu. Þau hafa áð-
ur verið sýnd á tveimur sýning-
um, í Galleríi Sævars Karls í
ágúst og í Nýlistasafninu í febrú-
ar sl. Verkin sem Krisfján Stein-
grímur sýnir eru sandblásin til-
vitnanaverk, þar sem hann vitnar
m.a. í myndlistarmennina Guð-
mundu Andrésdóttur og Birgi
Andrésson.
Tumi Magnússon mun sýna
nýjar myndir sem hann hefur
ekki sýnt áður hér á landi; seríu
sem er eitt verk og samanstend-
ur af átta myndum, 100x80 sm.
Verkið heitir „Hrá og soðin
eggjahvíta". Tumi sýnir einnig
verk sem hann málar beint á
„HAFRAGRAUTUR og heróín“, veggmálverk
eftir Tuma Magnússon frá árinu 1997.
einn vegg sýningarsalarins.
Sýningin stendur fram til
sunnudagsins 25. apríl. Hún er
opin kl. 14-18 um helgar og
kl. 17-18 fimmtudag og föstu-
dag. Myndlistarvorið er styrkt
af Islandsbanka í Eyjum, Vest-
mannaeyjabæ, HSH fiutningum,
Sjóvá-Almennum og Eyjaprenti/
Fréttum.
Tónleikar eldri félaga
Karlakórs Reykjavíkur
KÓR eldri félaga Karlakórs Reykjavi'kur.
KARLAKÓR Reykja-
vfkur, eldri félagar,
heldur tónleika í Saln-
um, Hamraborg 6,
Kópavogi, sunnudaginn
18. apríl kl. 17.
A efnisskránni verða
þekkt karlakórslög auk
annarra nýrra karla-
kórslaga. Einsöngvarar
eru Guðrún Lóa Jóns-
dóttir sópran og Magn-
ús Ástvaldsson barítón.
Undirleikari á píanó er
Bjami Þór Jónatansson.
Stjómandi er Kjartan Siguijónsson.
I fréttatilkynningu segir að
sunnudaginn 10. október 1965 hafi
þrjátíu og fimm félagar í Karlakór
Reykjavíkur komið saman í félags-
heimili kórsins á Freyjugötu 14 í
þeim tilgangi að stofna með sér fé-
lag eldri söngmanna „sem nú em
hættir störfum í kórnum“. Stofn-
skrá fyrir „Karlakór Reykjavíkur,
eldri félaga" var samþykkt á fund-
inum og segir þar m.a.: „Tilgangur
félagsins er að þeir sem verið hafa
skráðir félagsmenn Karlakórs
Reykjavíkur, en em ekki lengur
starfandi söngfélagar í kórnum
haldi uppi félagsstarfi sjálfum sér
og öðmm til gagns og ánægju.“
I allmörg undanfarin ár hefur
kórinn haldið vortónleika, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á lands-
byggðinni, og nú í vor mun kórinn
einnig halda tónleika í Búðai-dal á
sumardaginn fyrsta.
Námskeið um
kostun menn-
ing-arstofnana
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
mun standa fyrir námskeiðum um
kostun menningarstofnana dagana
19. og 20. apríl. Þar verður m.a.
fjallað um fjölmörg dæmi um braut-
ryðjendastarf á sviði kostunar frá
Norðurlöndum og Bretlandi, auk
hagnýtrar kennslu í því hvernig
koma skal á kostunarsamningum.
Geir H. Haarde flytur setning-
arávai-p en kennarar á námskeiðun-
um verða m.a. Carin Adler, for-
stöðumaður „Foreningen Kultur
och Náringsliv", Nils Martin frá
Gilde (kjötframleiðandi) sem hefur
breytt kostunarstefnu sinni frá
íþróttum yfir í menningarviðburði
„Bergen, menningarborg 2000“ og
Gavin Buckley, forstöðumaður
ABSA (The Association for
Business Sponsorship of the Arts).
Námskeiðið er ætlað fulltrúum
stærri fyrirtækja og menningar-
stofnana og er á vegum Endur-
menntunarstofnunar í samvinnu við
Norræna húsið.
Ný sending frá Libra
Erum að taka upp fjölbreytt úrval af buxna- og pils-
drögtum ásamt hálfsíðum jökkum, kjólum og blússum.
Margir litir.
Opið laugardag frá kl. 10-16, sunnudag frá kl. 13-17.
orniarion
Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147.