Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga myndina The Corr- uptor með Chow Yun-Fat og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. Spilling og löggæsla Frumsýning NICK Chen (Chow Yun-Fat) er einn þeirra lögi-eglumanna í New York sem njóta mestrai- virðingar og hafa hlotið flestar viðurkenningar fyiir störf sín. En Nick er spilltur og hefur notfært sér tengshn við kínverska undirheimabaróna til þess að ná starfsframa innan lögreglunnai’. Nú er hann orðinn rannsóknarlögreglu- raaðm- í fremstu röð og andlit þehTai’ deildar sem berst við kínversku glæpagengin; hann hefur það verk- efni að varðveita friðinn í Kínahverf- inu. En það verður breyting þegai’ nýr raaður kemur í deildina, Danny Wallace (Mark Wahlberg). Hann ger- h- sér enga grein fyrir því viðkvæma spillingarjafnvægi, sem einkennir störf yfii’boðara hans. Þess vegna fara hlutimir að breytast þegar ný glæpaklíka fer að láta kveða að sér og reynir að draga Danny inn í spilling- arvefinn. Þá verður Chen að ákveða í hvom liðinu hann ætlar að spila. Handrit þessarar myndar, sem er hasarmynd með dramatísku ívafi, var skrifað í þeim tilgangi að leggja enn frekari grundvöll að vinsældum kín- verska leikarans Chow Yun-Fat í Bandaiákjunum. Chow hefur áður leikið í einni bandarískri mynd, hinni vinsælu Replacement Killers, þar sem hann lék á móti Mira Sorvino. Hann hefur í á annan áratug verið vinsælasti leikari Kína og stjama í Hong Kong myndum John Woos og fleiri leikstjóra. En þótt John Woo sé meistari hasarmyndanna er Chow Yun-Fat annað og meira en venjuleg hasarhetja. „Chow Yun-Fat er Fred Astaire hasarmyndanna,“ segir Mira Sorvino, óskarsverðlaunahafi og fyrrum mót- leikari hans. „Gene Kelly var ímynd karlrembunnar í söng- og dansmynd- unum gömlu en Fred var alveg jafn- karlmannlegur, bara miklu meira el- egant. Chow Yun-Fat er mest elegant hasarhetjan í bransanum.“ Chow hefur hlotið fjölmörg verð- laun fyrii’ leik sinn í myndum í heima- landinu og engin kínversk stjama WmS'i • ¥ f í fjt 2* ; i MARK Wahlberg, sem leikur Danny, á tali við leikstjórann James Foley. CHOW Yun-Fat ieikur spilltan lögreglumann, Nick Chen. hefur sýnt viðlíka fjölhæfni því hann er jafnt á heimavelli í hasarmyndum, gamanmyndum og dramatískum harmsögum enda er hann stundum kallaður „hetjan með þúsund andlit- in“ vegna þess að hann kemur til skila inm-i spennu og sálarþrengingum þeirra sem hann leikur jafnvel í mestu hasarmyndum. „Jafnvel þegar Chow Yun-Fat er að rista upp kviðinn á einhverjum aukaleikara stafar frá honum andlegu lífi og innri við- kvæmni,“ sagði einn gagnrýnandi. Leikstjóri myndarinnar er James Foley, sem áður hefur m.a. gert myndimar At Close Range, Reckless, Feai- og Glengarry Glen Ross, en enga hasarmynd fyir en þessa. Þeir eru spennandi par Yun-Fat og Foley, sem var langt kominn í námi sem sálgreinandi þegai’ hann sneri sér að kvikmyndagerð. „Sterkasta hlið James er geta hans til að vinna með samskipti á hvíta tjaldinu, t.d. i myndum eins og Glengarry Glen Ross og At Close Range þar sem flókin samskipti á nótum föður og sonar eru í brennid- epli. Það á líka við hér,“ segir fram- leiðandi myndarinnar Dan Halsted, en meðal annarra framleiðenda má nefna Oliver Stone. „Ég nýt þess að fjalla um allar þær flóknu hliðar sem áhrif fóðurins geta haft á menn. Þessi mynd fjallar um samskipti fóður og sonar og allt hatr- ið, sem getur kviknað milli þeirra," segir Foley. „Ég nýt þess að ná fram því sem býr undir yfirborðinu, sam- skiptamynstrinu milli fólks. Nær- mynd af frábærum leikara á tilfmn- ingaþrunginni stund er það mest spennandi sem ég get hugsað mér í kvikmynd.“ Hinn aðalleikari myndarinnar, Mark Wahlberg, sló í gegn í aðalhlut- verki myndarinnar Boogie Nights, The Basketball Diaries og The Big Hit og Fear, eftir James Foley. Þá á Wahlberg að baki feril sem popp- stjarna. Snemmkomin úttekt á öldinni TUTTUGASTA öldin fer inn í sög- una sem ein skrítnasta öld mann- kynssögunnar, sem annars vegar öld mikillai’ heimsku, öfundar, hat- urs og stríðsglæpa, en hins vegar öld glæsilegustu framfara í sögunni á svo að segja öllum sviðum, tækni- legum jafnt og líffræðilegum. Á slík- um upplýstum tímum hefði mátt bú- ast við efldri siðgæðisvitund. En í stað þess hefur henni hrakað, þangað til svo er komið, að sveita- menn uppi á íslandi koma saman, um hund- rað manns, og heimta að manndráp skuli látin í friði suður í álfunni. Þetta hefur hugmyndafræði svartasta íhalds, sem þekkst hefur í heiminum, leitt af sér í hugum ein- feldninga. Tuttugustu öldinni vii’ðist bráð- liggja á að ganga frá eftirmælum sínum, ef mai’ka má þær tvær þátt- araðir, sem rfldsrásin sýnir um þess- ai’ mundh’, Oldina okkar og Kalda stríðið. í Oldinni okkar er sagt frá einstökúm dæmum í þróun ýmissa ríkja innan álfa, en nokkuð snemmt er að segja þá sögu, því hún er ekki öll enn eða afleiðingar hennar ljósar. Saga aldarinnar er engu að síðui’ forvitnileg, enda rifjar hún upp mik- ilsverða atburði, sem höfðu áhrif á framvinduna. Síðasti þáttui-inn var um atómsprengjuna, gjöreyðingai’- vopnið, sem gaf kalda stríðinu sann- færingarkraftinn. Tilbúningur atóm- sprengjunnar átti að verða leyndar- mál einnar þjóðar. Nú ræður hátt í tug þjóða yfir gjöreyðingunni. Hefur þá vísindamönnum tekist að koma á í raun því ógnaijafnvægi, sem þeir Oppenheimer og Niels Bohr töldu nauðsynlegt, samkvæmt því sem sovéskar heimildir herma. Um Kalda stríðið gegnir því máli að afleiðingar þess verða að koma í ljós langt aftur eftir 21. öldinni. Hér SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI er bæði átt við þann mikla heilaþvott, sem fer enn fi’am í skólakerfum Vesturlanda, allt frá því að farið er að kenna sex ára börnum, þangað til þau útskrifast úr háskóJa, og ein- stakar þjóðh’, sem sitja lamaðai’ eft- ir langvarandi viðjar einræðisherra og telja sér ftjálst að „hreinsa til“ samkvæmt hefðum bræðraflokka, bæði gömlum og nýlegum, saman- ber hreinsanimar í Kosovo. Nokkur nýbreytni er það hjá rík- isrásinni og Stöð 2 að sýna veiði- þætti. Það framtak er út af fyiir sig þakkarvert, enda mátti fara að halda að einungis sagnalítið fólk hefði að- gang að sjónvarpi með prívatspaug sitt. Nú ei-u þeir Pálmi Gunnarsson og Eggert Skúlason með sinn þátt- inn hvor, Pálmi í sjóbirtingi og bleikju á í-íkisrásinni og Eggert skjótandi á Stöð 2. Það er svolítið vandmeðfarið að gera þætti úr þessu efni, því hvorki sjóbirtingur eða gæs láta sig nokkru varða hvort sjónvarp er með eða ekki; öfúgt við mannfólk- ið, sem mundi margt hvert vilja að minnsta kosti falla í yfirlið byðist því sjónvarpstaka. Hins vegar á gæsin engan kost. Hún verður að falla fyrir Eggerti. Öðru máli gegnir með sjó- bh-tinginn og bleikjuna. Pálmi gefui' þessu vatnafé líf. Nokkrar raunir henda þá sem lenda í útsendingum sjónvarps og útvarps. Kosningabaráttan ætlar ekki að hefjast vegna góðæris í landinu vegna þess að stjómarand- staðan hefur gripið dauðahaldi í gamla kommataktík, að stíga fram og segja við kjósandann: „Ég skal borga þér hærri laun“. Stjórnarand- staðan tekur skýi-t fram að hún ætl- ar ekki að hækka laun verkamanna, eða annarra láglaunastétta almennt. Hún ætlar að hækka laun aldraðra og öryrkja. Kosningabaráttan flýtur ekki langt á þessu, enda vora 95% aldraðra að lýsa því yfir í skoðana- könnun að þeir ættu nóga peninga. Sem sjónvarpsefni eru frambjóð- endafundh- hi-útleiðinlegir, og bætir ekkert úi’ þótt örli á skemmtidag- skrá hjá húmanistum, anarkistum og jesúítum. Það eina sem stjórnar- andstaðan gæti gert úr þessu væri að banna góðærið. Indriði G. Þorsteinsson LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 81 / f ' ^ Trimform námskeið Dagana 30. apríl - 4. maí verða haldin námskeið í rafnuddi fyrir þá sem vinna við eða hafa áhuga á að læra að vinna með Trimform. Námskeið 1 verður dagana 30 apríl - 2 maí. Á námskeiöinu verður m.a. farið í: • grunnatriði TEMS lögmálsins • alhliða þjálfun og endurhæfingu • bakvandamál • vöðvabólgumeðferðir • meðhöndlun gigtarsjúklinga • íþróttaáverka - þvagleka o.fl. Námskeiö 2 verður dagana 3-4 maí. Á námskeiöinu verður megináhersla lögð á: • mismunandi grenningaraöferðir • húðstyrkingu • vandamál með appelsínuhúð • fegrunarmeðferðir o.fl. Leiðbeinandi er Brítta G. Madsen Skráning og upplýsingar í síma 511 4100 Trimform á íslandi Alþjóða versíunarfélagið ehf. Skipholti 5, 105 Reykjavík. - ' J Heilsubótar dansleikur eftir skemmtidagskiá Ladda og • ^>1 1 • X Klass leikurfyrir dansi frákl. 23.30 íkvöld. Söngvarar: Sigriín Eva Ármannsdóttir og Reynir Guðmundsson 4 Radisson SAS Saga Hotel Reykjavík __________Mfmisliar Arna Þorsteinsddttir og Stefán Jökulsson slá á léttari ndtur á Mfmisbar OTTÓ - GRAFlSK HÖNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.