Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 58
*58 LAUGARDAGUR 17. APRIL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ást í staðinn fyrir stríð ATBURÐIRNIR í Júgóslavíu undanfarið vekja til umhugsunar um samstöðu með öðrum manneskj- um. Rröfunni „make love not war“ var haldið hátt á loft í fjöldafundum og kröfugöngum víða um heim um og upp úr 1970, ásamt mörgum öðr- um kröfum um samstöðu og skiln- ing í samskiptum manna í stað vopnavalds. Hugsjónir eru ekki dauðar Það er alltaf verið að segja að hugsjónir séu dauðar. Hver sé sjálfum sér næstur. Það sé bara spurningin um að olnboga sig áfram og horfa ekki í augun á sam- ferðamönnunum. Ég held að þrátt fyrir allt lifi hugsjónin réttlætiskennd, mann- eskjuást eða bara ást, góðu lífi. Þessi hugsjón er í algerri mótsögn við þá hugmynd að hver sé sjálfum sér næstur og varði ekkert um manneskjuna við hliðina á sér. Þessi hugsjón er í algerri mótsögn við þá olnbogahyggju, sem segir að ef við höfum bestu vopnin skulum við bara ráða yfir heiminum. Það getur ekki verið nema gott fyrir okkur. Hugsjónin ást er í algerri mótsögn við þá olnbogahyggju að komumst við áfram sjálf, þá varði okkur ekkert um hvernig hinir hafa það. Fljótlega eftir að loftárásirnar Balkanskagastríðið Ég held að þrátt fyrir allt lifi hugsjónin rétt- lætiskennd, segir Ragnar Stefánsson, manneskjuást eða bara ást, góðu lífi. hófust á Júgóslavíu sýndu skoðana- kannanir í Bandaríkjunum að meirihluti fólks var á móti þeim. Samt var stríðið skipulagt og kynnt ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1001. þáttur ÞÁ TEKUR til máls Haukur Ragnarsson, þar sem fyn- var frá hoi-fið (999. þáttur): „Svo eru það þessi tískuorð, sem mörgum eru hvimleið. í fréttum er allt orðið ásættanlegt, sumt er í burðarliðnum, eins og það er nú skemmtilegt. Annað er í stakk búið og fyrirtækjum komið á koppinn. Svona mætti lengi telja. Ferðaskrifstofur auglýsa 14 daga ferðir, en hér áður fyrr var talað um tveggja vikna eða hálfs mánaðar ferðir, og allir vissu ná- kvæmlega við hvað var átt. Eitt er það, sem einkennir mál margra í viðtalsþáttum í út- varpinu, en það er að skotið er inn ýmsum óþörfum smáorðum svo sem hérna, þarna, sko og jú. Oft eru svo mikil brögð að þessu að telja verður til mikilla lýta. Einnig er mjög algengt að menn endurtaki sí og æ einhver smáorð og segi en-en-en, og-og- og, og þar fram eftir götunum. Enn verra er, þegar menn skjóta í sífellu inn ýmsum hljóð- um svo sem e-e-e-e og i-i-i-i. Það er engu líkara en að menn séu hræddir við að taka sér málhvfld. Hér held ég, að skól- arnir hafi verk að vinna. Tvö orð, sem mikið eru notuð í máli manna um þessar mundfl-, eru stjórnun og verndun. Þau eru sjálfsagt góð og gild, en virð- ast í mörgum tilvikum vera að útrýma orðunum stjórn og vernd, sem mér finnast ólíkt fal- legri. Við lifum á tímum náttúru- verndar. Allar athafnir, sem eitthvað snerta lífríkið, mega á engan hátt skerða það, heldur stuðla að viðhaldi þess. Allt á nú að vera visthollt eða vist- vænt. Sagt er að þróunin eigi að vera sjálfbær, en einhvern veginn get ég ekki fellt mig við það orð. Það er enska orðið sustainable, sem þýtt er á þennan veg. I ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs eru gefnar nokkrar þýðingar á sögninni sustain. Meðal þeirra er að „halda gangandi" og „bera uppi“. Oft hafa gömul og gild orð verið tekin upp og not- uð í lítið eitt breyttri merkingu, og því datt mér í hug, hvort ekki mætti nota orðið bærileg- ur í þessu sambandi. Þetta er tilgerðarlaust orð. Mætti þá tala um bærilega eða óbærilega þróun og bærilegar eða óbæri- legar athafnir." [Umsjónarmaður er sérlega þakklátur fyrir þennan þátt bréfsins, og er hér margt mjög að skapi hans. Um sjálfbær og sustainable hef ég skrifað margt áður og sleppi öllum athuga- semdum um það nú.] Haukur enn: „Svo er það þessi dulkóðun, sem mikið er rædd um þessar mundir. I ofangi'eindri orðabók er enska sögnin „code“ meðal annars sögð merkja „að setja í dulmál" og „að kóða“. Dulkóðun virðist því vera tvítekning. Mætti þá ekki tala um dulskráningu í stað dulkóðunar? Nýlega munt þú hafa skrifað um það, hvemig röng þýðing á enska orðinu while er að læðast inn í íslenskuna. Stundum heyrist líka talað um „meira fólk“ sem þýðingu á „more people". Þá er býsna algengt, þegai- hi-ingt er í skrifstofur og síðan þakkað fyrii’ upplýsingar, að svarað sé „gerðu svo vel“. Þetta á víst að vera þýð- ing á enska orðasambandinu „you are welcome". Ekki fyrir löngu heyrði ég ágætan veðurfræðing spá skýfr- íu veðri, en fyrir nokkrum árum síðan spáði hinn sami suðvestan útsynningi, sem er nú saklaus tvítekning. Verra var í haust, þegar Morgunblaðið var að segja frá rjúpnaskyttu, sem lenti í miklum hrakningum í Hvalfirði í suðaustan útsynningi.“ [„Suðaustan _ útsynningur" er ekki góð átt. íslendingar fluttu með sér frá Noregi áttaheiti sem miðuð vora við norskar aðstæð- ur. Grandvallaratriði er að þá merkir land austur, en út vest- ur. Er þá auðreiknað. Land- synningur er suðaustan, útsynn- ingur suðvestan, landnyrðingur norðaustan, og útnyrðingur norðvestan.] Hér er sleppt fáeinum loka- orðum Hauks, sem ég kveð með virktum og þökkum. ★ Svanhildur sunnan kvað: Það var ekkert sem Arngrímur hræddist, þótt í öfugri tímaröð fæddist sjálfbær og ríðandi, en seinna meir skríðandi og að seinustu bleiunum klæddist. ★ Um dróttkvæðan bragarhátt. Síðasti hluti. En skyldi nú blessuðum Kor- máki, svo ástfanginn sem hann hafði verið af Steingerði sinni, takast að halda líkingunni út alla vísuna? Ef honum tækist það ekki, kvæði hann nykrað. Það hefði t.d. verið nykrað að láta mánann líta í stað þess að skína. Eða svo kölluðu þeir lærðu og listgáfuðu Sturlungar kveðskap með vitlausu líkingamáli. Hann var eins og furðuskepnan nykur, en á honum sneru hófarnir öf- ugt. Þá er komið að seinni hluta vísunnar hjá Kormáki. Hvarma tungl er náttúrlega kenning fyr- ir auga, samanber fyrri hlutann og geisli þess konar tungls er augnaráðið. Hann gleymir sér ekki. Fríður var gyðja og goll- mens Fríður er þá kenning fyr- ir konu, sjá fjórða flokk hjá Einari Ólafi. Sýsla merkir þarna að valda, og hringa Hlín er sams konar kenning og goll- mens Fríður. Augnaráð kon- unnar hefur síðan orðið okkur báðum til óþurftar, segir hið hvikláta skáld og þykist mega tala fyrir munn beggja. Sjálfum sér gat hann um kennt að njóta ekki ásta Steingerðar Þorkels- dóttur. En kannski hefði hann þá ort nykrað. „Því verða menn skáld og hetjur, að þeir búa eigi við hamíngju sína.“ (Gerpla ‘96). Fleh'i dróttkvæðaskáld kunnu svo sem að yrkja ónykrað mynd- mál en Kormákm' Ögmundai'son. I Ai’inbjamarkviðu, sem eignuð er Agli Skalla-Grímssyni, er ort með ámóta snilld um augnaráð og Kormákur gerði. Það augnaráð var að vísu allt annai-s eðlis en þá er Steingerður hugði að Kormáki. Bragarhátturinn er líka annar, svonefndur kviðuháttur, en myndimar furðu líkar. Vísan er hins vegar um það, er óvinur Egils, fyrmefndur Eiríkur blóð- öx, horfði á Egil. Verða hér engar skýringar. Þið sjáið myndimai': Vasa það tunglskin tryggt að líta né ógnlaust Eiríks bráa, þás omfránn ennimáni skein allvalds ægigeislum. Dróttkvæðaskáld kunnu líka mæta vel að lýsa náttúrunni, ef út í það fór, þótt miklu væri sjaldgæfara en konungalof, enda minna upp úr því að hafa. Ónefndur maður kvað: Erum á leið frá láði liðnir Finnum skriðnu. Austur sé ek fjöll of flausta ferli geislum merluð. ★ Veðurspámenn í vörpunum fá stig fyrir að taka nú svo til orða, að ljóst er að Island er í Evrópu. Þeii' segja til dæmis: „Sunnar í Evrópu, austar í Evrópu, á meg- inlandi Evrópu, á meginland- inu.“ Fjölbreytnin er sérstak- lega þakkarverð. Og Ólafur Sig- urðsson fyrir sniðgengi sem í vissum samböndum er gott í staðinn fyrir „boycott". almenningi þannig að lítil hætta væri á að almenningur í Bandaríkj- unum yrði fyrir óþægindum af loft- árásunum. Ef almenningur hefði trúað á olnbogahyggjuna hefði hann stutt loftárásirnar. Margir þeirra sem studdu loftárásirnar gerðu það líka eingöngu vegna þess að þeir trúðu einhliða áróðri um að markmið loftárásanna væri að bjarga fólki. Skoðanakannanir sem hafa verið gerðar hér á landi um byggða- stefnu sýna óyggjandi að almenn- ingur, líka Reykvíkingar, vilja halda öllu landinu í byggð. Jafnvel þótt markaðshyggjan segi að það borgi sig alls ekki að viðhalda henni. Þeir segja að það sé hægt að stór- lækka skatta með því að leggja landið utan suðvesturhornsins í eyði. Samt er það hug- sjónin ást og réttlætis- kennd sem ræður af- stöðu fólks í þessu máli en ekki olnboga- hyggjan. Flestar manneskjur sem ég þekki tala um að það þurfi að bæta hag þeirra sem minnst bera úr býtum, og hafa úr minnstu að spila. Flestum fínnst að við eigum að varðveita sem best náttúrulegt okkar. Við elskum Ragnar Stefánsson umhverfi fjöll og eyðisanda jafnvel þótt margoft hafi verið sýnt fram á að þessi fyrir- bæri séu verðlaus á venjulega mælikvarða. Við erum eins og Gunnar á Hlíðarenda, sem sneri aftur heim þegar hann sá hvað hlíðin var fögur, þótt hann vissi að hann mundi hafa lítið upp úr því annað en dauðann. Stjórnmálamenn sem hugsa eins og vélar En hvernig stendur þá á því að yfirvöld okkar senda fólk til að gera loftárásir á aðrar manneskjur, eða kemur hlutum þannig fyrir að byggðin eyðist, hinir fátæku áfram jafn sárafátækir, og treður svo her- stöðvum og álverum þar sem nátt- úruperlur okkar eru? Þetta er út af því að þegar menn breytast úr manneskjum eins og fólk er flest í stjórnmálamenn þá breytast þeir úr hugsjónamönnum í eins konar stjórnmálamaskínur. Sumir segja að þeir verði „realpólitíkusar", sem er útlenska og mun þýða raunsæis- stjórnmálamenn. Ástæður þess að manneskjur breytast í „realpólitíkusa" þegar þær koma upp í stjórnkerfið eru margar og flóknar. Fyrsta ástæð- an er að þetta hefur alltaf verið svona. Önnur ástæða er að þegar þarf að ná samstöðu um að koma sjálfum sér eða flokki sínum í rík- isstjórn með öðrum flokkum, þarf að hefla alla hugsjónahnökra af sér. Annars fyllast hinir stjórn- málamennirnir öryggisleysi og reyna að finna annan sér til sam- starfs sem ekki gengur með hug- sjónir. Hverjar sem ástæðurnar eru þá er niðurstaðan sú að ekkert breyt- ist, markaðshyggjan og olnboga- hyggjan halda áfram í stjórnmála- heiminum. Fólkinu ofbýður, en læt- ur sér nægja að segja að stjórnmál séu nú ekkert fyrir það. Manneskj- urnar geti aldrei ráðið neinu. Svo vakna menn upp við vondan draum. Undir forystu landsfeðr- anna erum við farin að sprengja annað fólk. Fiskurinn kringum landið kominn í einkaeign nokkurra útgerðarmanna. Það er búið að skera niður stuðning við sjúklinga og félagslega þjónustu og sökkva náttúruperlunum. Skepnuskapur- inn í þjóðfélaginu og kuldinn er bú- inn að hrekja börnin út í alls kyns ólyfjan. Við stöndum hjá svolítið hvumpin en höldum áfram okkar daglega amstri og vonum að stjórn- málamennirnir tjasli upp á þetta. Það er þeirra vei'k. En hvað eigum við að gera, gott fólk, sem þykir vænt um aðra og viljum ekki kasta sprengjum á aðrar manneskjur, hvorki í eiginlegri né óeigin- legri merkingu? Við sem teljum það jafnvel æðstu lífsgæði að gera öðrum gott? Þið haldið auðvitað að nú ætli ég að segja ykkur að kjósa bara Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð. En það er ekki nóg. Við eigum að hefja hugsjónir eins og rétt- lætiskennd og mann- eskjuást til vegs og virðingar í tali okkar og athöfnum. Það þýð- ir líka að við verðum að afneita að- ferðum vopna- og valdbeitingar í samskiptum manna. Við eigum hvarvetna að styðja friðarhyggju á kostnað hernaðarhyggju. Alþýða manna græðir aldrei á vopnuðum átökum. Hinir ríku munu alltaf hafa margfalt betri vopn. Víst virð- um við þá sem hafa fundið sig nauðbeygða að taka sér vopn í hönd og hætt lífi sínu gegn vel vopnuðum kúgurum. Mestu sigrar alþýðu manna munu þó felast í því að efla með sér samvitund allra manna og réttlætiskennd. Bjargar Internetið okkur? Við eigum að neita að bera vopn fyrir hönd eins kúgarans gegn undirsátum annars kúgara. Við eigum að verjast áróðursmaskín- um valdhafa sem segja að við verð- um að drepa annað fólk fyrir þá. Það kom í ljós í Júgóslavíu að þótt beitt væri áróðursmaskínu sem ekki á sér líka í veraldarsögunni til að réttlæta loftárásirnar á Jú- góslavíu, tókst það ekki. Lítil bréf seytluðu út í tölvupósti, dreifðust frá tölvu til tölvu. Og þótt það væru ekki hinir stóru og sterku sem töluðu og sögðu frá, þá fór fólk að sjá í gegnum lygavefinn. Kanski á tölvan og Internetið eftir að bjarga heiminum. Rjúfa einok- un hinna voldugu og ríku í fjöl- miðlum og skoðanamynduninni. Skapa skilning og ást á milli manna um allan heim. Af hvei'ju skyldi okkur takast að rjúfa einokun hinna valdamiklu á skoðanamynduninni? Jú, af því við trúum betur venjulegri manneskju, sem getur fundið til eins og mann- eskja, en tækifærissinnuðum póli- tíkusum sem sjá ekkert nema með gleraugum valdsins. Höfundur crjarðskjálftafræðingiir. Finnsk barnamynd sýnd í Norræna húsinu KVIKMYNDASYNING fyrir börn er í Norræna húsinu sunnu- daginn 18. aprfl kl. 14. Sýnd verð- ur finnska barnamyndin Tiina. Myndin er gerð eftir bókum finnska barnabókahöfundarins Anni Polva. Alls hafa verið gerðir sex þættir sem segja frá Tiinu, uppvexti hennar og daglegu lífi á 6. áratugnum. Myndin er gerð 1991 af finnska sjónvarpinu. Á sunnudaginn verða sýndir tveir þættir og tekur sýningin um klukkutíma. Tiina er fjörug og skemmtileg telpa sem finnur upp á ýmsu og lendir oft í klandri vegna uppá- tækja sinna. í hlutverki Tiinu er Juulia Saionen. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er Marjut Komu- lainen, segir í fréttatilkynningu. Myndin er með finnsku tali og ótextuð. Allir era velkomnir og að- gangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.