Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MALEFNALEGAR UMRÆÐUR UM FISKVEIÐIMÁL KÁRI Arnór Kárason, stjórnarformaður Samherja hf., gerði fiskveiðistjórnarkerfið og umræður um það, að einu helzta umfjöllunarefni sínu á aðalfundi Samherja hf. sl. mánudag. Því ber að fagna að forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækja taki þessi mikilvægu mál til meðferðar á aðalfundum fyrirtækjanna. Með þeim hætti fara fram ákveðin skoðanaskipti á milli þeirra og annarra, sem er nauðsynleg forsenda þess, að menn skilji hver annan. Gagnkvæmur skilningur er svo forsenda þess, að viðun- andi lausn finnist á þessu deiluefni. Útgangspunktur Kára Arnórs var árið 1983, þegar kvóta- kerfið kom til sögunnar í því skyni að vernda fiskistofnana. Kjarninn í málflutningi hans var efnislega sá, að á þeim tíma hafi útgerðin verið á fallanda fæti, enginn hafi viljað leggja fé í útgerð og það hafi ekki verið fyrr en betur fór að ganga, sem aðrir hafi gert tilkall til að fá í sinn hlut afraksturinn af erfiði þeirra, sem hafi tekið mikla áhættu með því að leggja út í út- gerðarrekstur, þegar ekkert nema svartnætti hafi blasað við. Það er hægt að horfa á þetta mál frá allt öðru sjónarhorni. Fyrir u.þ.b. hálfri öld hófst barátta íslenzku þjóðarinnar fyrir því að ná yfirráðum yfir helztu auðlind sinni, fiskimiðunum í kringum landið. Þegar sú barátta hófst höfðu erlend fiskiskip sótt mikinn afla á Islandsmið, þótt hlé yrði á meðan á heims- styrjöldinni síðari stóð. Þessi barátta þjóðarinnar fyrir því að ná eignarhaldi yfir eigin auðlind stóð með hléum fram til loka ársins 1976. Fyrstu útfærslunni var mætt með löndunarbanni. Þegar fært var út í 12 sjómílur komu brezk herskip í fyrsta sinn á íslandsmið. Það gerðist aftur við útfærsluna 1972 og síðan við útfærsluna 1975. Baráttan fyrir því að ná fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum við ísland kostaði mikil átök. Sú saga er að mestu ósögð. Hún fjallar bæði um átökin á miðunum milli brezku herskipanna og íslenzku varðskipanna en líka um harkaleg pólitísk átök, þar sem verulega reyndi á dómgreind, þrautseigju og úthald ís- lenzkra stjórnmálamanna. Við Islendingar höfðum sigur í þess- um átökum og þar komu margir við sögu. Þegar síðasti brezki togarinn sigldi af Islandsmiðum 1. desember 1976 hafði þjóðin að lokum náð endanlegum yfirráðum yfir auðlind sinni. Á þessum árum datt engum í hug, að líta á fiskimiðin á annan veg en þann, að þau væru sameiginleg eign íslenzku þjóðarinn- ar. Um það snerust þessi átök, að íslenzka þjóðin næði fullum yfirráðum yfir eigin auðlind. Eftir að fullur sigur var unninn bárum við ekki gæfu til að ganga nægilega vel um auðlindina og eftir margar tilraunir til þess að ná tökum á verndun fiskistofnanna var kvótakerfið tek- ið upp í því skyni. Útgerðarsaga íslendinga hófst ekki árið 1983. Hún hófst löngu fyrr. Islenzkir útgerðarmenn höfðu séð það svartara en árið 1983. Alla öldina hafa skipzt á skin og skúrir í íslenzkum sjávarútvegi og allar líkur eru á, að svo verði áfram, þótt vel hafi gengið um skeið. Við eigum eftir að kynnast aflabresti á íslandsmiðum og verðfalli á erlendum mörkuðum á nýjan leik. Erfiðleikar útgerðarfyrirtækjanna á síðasta áratug voru hvorki meiri né erfiðari viðureignar en fyrr á öldinni. Góð- ærið í sjávarútvegi er að vísu mikið nú en við höfum fyrr á öld- inni upplifað gífurlegt góðæri við sjávarsíðuna. Fyrirtæki á borð við Kveldúlf hf. urðu til við slíkar aðstæður, svo að dæmi sé nefnt. Með kvótakerfinu varð hins vegar grundvallarbreyting í ísj lenzkum sjávarútvegi, sem menn höfðu ekki kynnzt áður. í fyrsta sinn var aðgangur að auðlindinni takmarkaður með markvissum hætti. Með þeirri aðgerð og framsalsrétti urðu til verðmæti, sem menn höfðu ekki áður þekkt. Þegar þar við bæt- ist, að Alþingi íslendinga ákvað að undirstrika sameign þjóðar- innar að fiskimiðunum, sem allir litu á sem sjálfsagðan hlut, þegar þorskastríðin stóðu yfir, með lagaákvæði, var ekki óeðli- legt og er ekki óeðlilegt, að það sjónarmið kæmi fram, að það ætti að taka gjald með einhverjum hætti fyrir þennan takmark- aða aðgang. í ræðu sinni á aðalfundi Samherja hf. vék Kári Arnór Kára- son að atvinnuréttindum og sagði, að aldrei yrði sátt um að taka atvinnuréttindi þeirra sem nú stunda sjávarútveg eignarnámi. 1 þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á, að enginn hef- ur talað um að taka atvinnuréttindi eignarnámi en í öðru lagi er ástæða til að undirstrika, að það eru fleiri en útgerðarmenn, sem „stunda sjávarútveg". Sjómenn stunda líka sjávarútveg. Af hverju er aldrei talað um atvinnuréttindi þeirra? Stjórnarformaður Samherja talar um málið út frá ákveðnu sjónarhorni, sem ber að virða. En það eru fleiri hliðar á þessu máli, m.a. þær sem hér hafa verið reifaðar. Islenzka þjóðin, eig- andi auðlindarinnar, á líka sinn rétt. Þetta mál snýst um að finna leið til þess að tryggja eiganda auðlindarinnar þann sjálf- sagða rétt. Gregory Schulte, æðsti ráðgjafí Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjann; Yerðum að skapa sýn fyrir Balkans BILL Clinton, Bandaríkjaforseti ráðfærir sig við fulltrúa Þjóðaröryggisráðs Bi ar í Júgóslavíu. Frá vinstri: Bill Clinton, Madeleine Albright, utanríkisráðhe herra, George Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), Scott Fi og fulltrúi í herforingjaráði Bandaríkjanna, Gregory Schulte æðsti ráðgja Kosovo, Rick Saunders, þjóðaröryggisráðgjafi A1 Gores, varaforseta, Don Kerr forsetans í þjóðaröryggismálum, James Steinberg, aðalráðgjafi forsetans í skrifstofustjóri Hvíta hússins, og Henry Stelton, hershöfðingi og yfirmaðui Samstaða NATO-ríkj- anna er sterk í Kosovo- deilunni og það er miklu fremar Slobodan Milos- evic sem hefur misreikn- að stöðuna, segir Greg Schulte, æðsti ráðgjafi Þj óðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefn- um Kosovo í samtali við þá Steingrfm Sigur- geirsson og Andra Lúthersson. Schulte er einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í málefn- um Balkanskaga og hef- ur starfað náið með Ric- hard Holbrooke, m.a. í Dayton- og Rambouillet- viðræðunum. I nýlegum yfírlýsingum bandarískra ráðamanna kemur fram að loftárásir NATO á Júgóslavíu kunni að standa í langan tíma og að mannfall í röðum bandarískra hermanna geti verið óum- flýjanlegt. Var lagt af stað í hcrnaðinn af of mikilli bjartsýni? Hafa Vesturlönd vanmetið staðfestu Slobodan Milos- evics Júgóslavíuforseta? „Þessu er að mínu viti öfugt farið. Milosevic misreiknaði staðfestu og áræði vesturlanda. Ég var staddur í Belgrad með Richard Holbrooke, sér- legum sendimanni Bandaríkjastjórnar í Kosovo-deilunni, skömmu áður en átökin hófust og þá virtist Milosevic alls ekki vera sannfærður um að harðar árásir væru yfirvofandi, jafnvel þótt bandarískur hershöfðingi, sem gerði Milosevie og ráðgjöfum hans ljóst hve harðar árásimar myndu verða, væri með í för. Þá virtist Milosevic vera haldinn ranghugmyndum um að hægt yrði að knésetja sveitir Frelsishers Kosovo (UCK) á auðveldan hátt.“ Taldi Schulte að ráðgjafar Milosevics hefðu ranglega matað hann með slíkum upplýsingum. „Ég held að nú séum við að sjá ýms- ar vísbendingar um að - kannski ekki Milosevic - heldur ráðgjafar hans hafi áttað sig á því hvílíku reiðarslagi loft- árásirnar hafa valdið júgóslavneska hernum. Það má vera að Milosevic hafi haldið að árásirnar myndu standa stutt yfir og að hann gæti haft tök á aðstæð- um. í dag, rúmum þremur vikum eftir að árásir hófust, hlýtur Milosevic og ráðgjöfum hans að vera það ljóst að NATO er hægt og bítandi að rífa niður vigvél júgóslavneska hersins. Við vonuðumst til þess, allt frá upp- hafi aðgerða, að Milosevic myndi hörfa skjótt frá fyrirætiunum sínum. Hins vegar höfum við allan tím- ann gert okkur það ljóst að brugðið gæti til beggja vona hvað það varðar. Vegna þessa voru markmið árásanna sett skýrt fram í upphafi - ætlun okkar er ekki að sprengja Milosevic að samn- ingaborðinu. Markmiðið var að ef hann féllist ekki á samningaleiðina, myndum við draga úr getu hans til að halda uppi hernaði í Kosovo-héraði. Þetta var markmið okkar og þetta er það sem við erum að gera nú. Við höfðum vonast til að eftir því sem möguleikar Milosevics til að halda Kosovo í helgreipum, minnkuðu, myndi það breyta útreikn- ingum hans. Éf ekki, er ljóst að banda- lagið hefur einsett sér að halda aðgerð- unum áfram. Snemma í vikunni var haldinn fund- ur utanríkisráðherra NATO-ríkjanna og ef eitthvað, þá er einingin sterkari meðal aðildarríkja nú, en þegar árás- irnar hófust. NATO hefur gert Milos- evic það fullljóst hvaða skilyrði hann verður að uppfylla ef árásunum á að linna og eru þau að grunni til hin sömu og skilyrðin sem Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sett fram. Þetta sýnir að breið samstaða ríkir ekki eingöngu innan NATO, heldur á alþjóðlegum vettvangi. Yfirlýsing leiðtoga Evrópusambands- ríkja frá því á miðvikudag er enn ein staðfestingin á þessari samstöðu." Mikið hefur veríð rætt um það að undanfómu hvort að senda eigi land- hersveitir inn í Kosovo-hérað. Hefði ekki veríð rétt að huga að hugsanlegum landhernaði allt frá upphafí átakanna í héraðinu? Telur þú að NATO geti náð skilyrðum sínum fram með loftárásun- um einum saman? „Áætlanir um landhernað voru uppi á borðinu allt frá upphafi átakanna í héraðinu. Ég gegndi stöðu fulltrúa í höfuðstöðvum NATO þegar verið var að kanna hugsanlega möguleika síðast- liðið sumai-. Þar var hugað að öllum möguleikum: Friðargæslusveitum, staðsetningu herafla í Albaníu, stað- setningu hersveita í Makedóníu, innrás í Kosovo og innrás í Serbíu. Þá var talið að síðastnefndi kosturinn myndi þýða herafla yfir 200.000 manna sem tækju þátt í aðgerðum sem ættu ekkert skylt við friðargæslu. Við litum á alla mögu- leikana en að lokum var það ákvörðun bandalagsríkjanna að halda sig við einn kostinn; að koma hersveitum banda- lagsins fyrir í Makedóníu til að fram- fylgja friðarsamkomulagi stríðandi að- ila. Þetta er það sem er á uppi á borð- inu núna og eftir þessari tilskipun starfa hersveitirnar í Makedóníu. Ef nauðsynlegt reynist, er auðveldlega hægt að dusta rykið af tillögunum frá því í haust. Á þessu stigi hefur öllum verið gert það ljóst að áætlanir banda- lagsins miða ekki að þvi að senda landhersveitir okkar inn á óvinasvæði. Á leiðtogafundi Evrópu- sambandsríkja voru nýjar fríðartillögur þýsku stjóm- aiinnai- kynntar og gerðu þær ráð fyrir tveggja sólarhringa vopnahléi. Er hægt að segja að þær hafí verið fullsnemma á ferðinni og að e.t.v. hafí þær veríð til marks um ágreining um leiðir innan bandalagsins? Er hætta á því að staðfesta NATO muni bresta fyrr en staðfesta Milosevics? „í dag, 22. dag loftárása, er samstað- an innan bandalagsins sterk. Einingin er sterk þrátt fyrir að slæmir hlutir hafí gerst undanfama daga. Ég tel að ef litið er til tillagna þýsku stjórnarinn- ar þá hafí ekki verið um ágreining inn- an bandalagsins að ræða, heldur hafi viss misskilnings gætt yfir því hvernig tillögurnar voru kynntar. Þýsku tillög- umar eru í öllum grundvallaratriðum samstíga skilyrðum NATO og eru n.k. útfærsla á því hvernig hægt sé að ná skilyrðum bandalagsins. Vopnahléið sem tillögurnar gerðu ráð fyrir voru ekki til einskis. Tillögurnar gerðu ráð fyrir að tímann ættu Serbar að nota til að draga hersveitir sínar út úr Kosovo. Á þann hátt samrýmdust þær skilyrð- um bandalagsins og era þær því enn til umræðu. Mikilvægt er að allir hlutað- eigandi aðilar hafa sett það skýrt fram hvaða skilyrðum Serbar þurfa að full- nægja áður en árásum linnir." Nú hafa sumir af leiðtogum NATO- ríkja lýst yfír áhyggjum sínum af fyrír- ætlunum Milosevics gagnvart grann- ríkjum Júgóslavíu. Hafa menn þá helst beint sjónum sínum að spennunni sem rikt hefur milli ríkisstjórnar Svartfell- inga og júgóslavneska hersins í Svart- fjallalandi, og talið raunhæfar líkur á að Milosevic hyggi á valdarán þar. Hve miklar líkur telur þú að því að átökin eigi eftir að breiðast út? Ef Serbar myndu ræna völdum í Svartfjallalandi, hver yrðu viðbrögð NATO? „Við höfum lengi verið áhyggjufullir yfir fyrirætlunum Milosevics gagnvart Svartfellingum - jafnvel áður en átökin í Kosovo bratust út. Við höfum stutt ríkisstjórn Milos Djukanovics [forseta Svartfjallalands] og aðstoðað Svartfell- inga efnahagslega. Það var strax von okkar að Djukanovic myndi boða lýð- ræðilega stjórnarhætti innan Sam- bandsríkis Júgóslavíu, og síðan þá hef- ur hann leyft fjölmiðlum að starfa óhindrað og stofnað til almenns sam- ráðs í stjórnmálum landsins. Af þessum ástæðum hefur Milosevic fundist sér stafa viss ógn af Djukanovic. Áhyggjur okkar hafa því beinst að því að Milos- evic kunni að nota stríðsátokin til þess að þjarma að stjórn Djukanovics og losa sig við hann. NATO hefur reynt að forðast árásir á skotmörk í Svartfjalla- landi en það hefur reynst _______________ algerlega ómögulegt vegna Breið hættunnar sem júgóslav- . _ - _ neski herinn hefur skapað *iaoa > hersveitum bandalagsins. »e9a m Árásirnar era Djukanovic ekki að skapi, en hann skil- ur ástæðurnar. Jafnframt höfum við gert ýmislegt til að gera Serbum það erfiðara að færa hersveitir sínar til Svartfjallalands auk þess sem við höf- um áður varað stjórnvöld í Belgrad við afleiðingum þess að reyna að steypa stjórn Svartfjallalands af stóli. Við styðjum Djukanovic og í honum sjáum við merki þess að lýðræðið á möguleika innan Sambandsríkis Júgóslavíu. Hins vegar verður að undirstrika að við virð- um skipan Sambandsríkis Júgóslavíu sem landfræðilegrar einingar, þannig Milosevic haldinn rang- hugmyndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.