Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ V erklokasamning- ur undirritaður Hvammstanga - Heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, kom á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga í vikunni ásamt Baldri Olafssyni frá byggingardeild ráðuneytisins. Til- efni af komu ráðherra var að undir- rita samning um lokafrágang ný- byggingar sjúkrahússins. Fram- kvæmdir við nýbygginguna hófust árið 1992 og nú skal verkinu lokið árið 2000. Samningur um verklok er upp á tæpar 40 milljónir króna; sem skipt- ist þannig: Ríkissjóður Islands 26,1 %, Framkvæmdasjóður aldraðra 31,6 % og Húnaþing vestra og Bæj- arhreppur 42,3%. A fjárhagsáætlun Húnaþings vestra er gert ráð fyrir 4.836 þús. króna á þessu ári. Framkvæmd verkloka er einkum frágangur á fjórum sjúkrastofum, rými í kjallara, þar sem m.a. verður þvottahús og sjúkraþjálfun, upp- setning lyftu, og frágangur lóðar. Stefnt er að útboði verksins nú á næstunni. Ráðherra lýsti ánægju sinni með þennan samning. Sagði hún hinar fjölmörgu gjafir sem Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson UNDIRRITUN verklokasamnings, Ingibjörg Pálmadóttir og Elín R. Lfndal. stofnuninni hafa borist sýna jákvæð- Hvammstanga, þakkaði ráðherra an hug heimamanna. Elín R. Líndal, hlý orð og fagnaði þessum málalok- formaður Heilbrigðisstofnunar um. - Vosturla nd eðá'u'pplausn Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fundar með Vestlendingum á veitingahúsinu Kristjáni IX. á Grundarfirði í dag kl. 16.00 Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi taka þátt í umræðum. Allir velkomnir Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Gler sett í stöðvarhús Svartsengi - Eymundur Þor- steinsson smiður speglast í gleri sem hann er að setja í glugga í stöðvarhúsi Orkuvers 5 sem Hitaveita Suðuraesja er að byggja við Svartsengi. Stöðvar- húsið hefur verið reist og klætt að utan og vinna við uppsetn- ingu vélbúnaðar er hafin. Hinn 8. september nk. er áætlað að hefja raforkuframleiðslu í orku- verinu. Lionsmenn í Olafsvík gefa kvikmynda- sýningarvél Ólafsvík - Á sunnudagskvöld kl. 21 mun Lionsklúbbur Ólafsvíkur af- henda félagsheimilinu á Klifi form- lega að gjöf vélar til að sýna kvik- myndir, en kvikmyndasýningar hafa legið niðri í Ólafsvík um árabil, eða síðan gamla félagsheimilið í gilinu var og hét. Minnast margir þeirra daga með gleði, er Ottó heitinn Árna- son stjómaði þar kvikmyndasýning- umum árabil. Áður en formleg frumsýning hefst mun Kristinn Jónasson bæjarstjóri, fyrir hönd félagsheimilisins á Klifi, taka við gjafabréfi úr höndum Lions- manna, sem þetta árið eru leiddir af formanni, Jóni Guðmundssyni. Fé- lagsheimilið kostar sjálft uppsetn- ingu á vélunum, en þær sjálfar eru stór biti fyrir ekki stæiri hóp en Lionsklúbb Ólafsvíkur, sem í eru um 30 manns. Öllum þingmönnum Vesturlands hefur verið boðið að vera viðstaddir frumsýninguna, en sýnd verður kvik- myndin „You’ve got m@il“ með leik- urunum Meg Ryan og Tom Hanks. Klukkan 17 verður forsýning fyrir börnin á Walt Disney-teiknimyndinni „Mulan“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nokkrir af íþróttamönnum USAH 1998. Hríðarveður setti það strik í reikninginn að Skagstrendingar gátu ekki mætt til þings. Heiðar Davíð Bragason Iþróttamaður USAH 1998 er lengst til hægri Heiðar Davíð Braga- son kjörinn íþrótta- maður USAH Blönduósi - Ungmennasamband A- Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt um helgina. Kylfingurinn Heið- ar Davíð Bragason í golfklúbbnum Ósi var kjörinn íþóttamaður USAH árið 1998. Afkoma USAH var góð á árinu 1998 og skilaði reksturinn 584.000 kr. tekjuafgangi. Mestar tekjur hef- ur USÁH af Lottóinu en stuðningur nokkurra sveitarfélaga í A-Húna- vatnssýslu vegur einnig þungt. Rut Jónasdóttir er formaður USAH og greindi hún frá því að ráðinn hefði verið nýr framkvæmdastjóri til USAH í sumar, Björgvin Karl Gunnarsson, og mun hann jafnframt annast þjálfun. Á ársþinginu voru tilnefndir íþróttamenn ársins af báð- um kynjum í þeim íþróttagreinum sem eru innan vébanda USAH. Sig- urbjörg Ólafsdóttir og Haukur Berg Guðmundsson frjálsíþróttamenn USAH, Gréta Jakobsdóttir og Hjálmar Aadnegard handboltamenn ársins, Marta Kristín Jónsdóttir og Magnús Filip Sævarsson körfu- boltamenn. Knattspymumenn USAH 1998 voru kjörin Birna Þór- mundsdóttir og Áron Bjarnason. Titilinn kylfingar ársins hlutu Dagný M. Sigmarsdóttir og Heiðar Davíð Bragason og hestaíþrótta- menn USAH 1998 voru kjörin þau Áslaug Inga Finnsdóttir og Hjörtur Karl Einarsson. Úr þessum hópi var síðan valinn íþróttamaður ÚSAH 1998, Heiðar Davíð Bragason, eins og fyrr greinir. Þing USAH heiðraði einnig eftirtalda menn fyrir vel unn- in störf í þágu sambandsins, þau Ingiberg Guðmundsson, Lárus Ægi Guðmundsson, Guðbjart Guðmunds- son, Valdimar Guðmannsson, Sigur- laugu Hermannsdóttur og Stefán Hafsteinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.