Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 BEKKJARMYNDIN „MYNDIN er af 6. bekk Mj tólf ára bekk í Altamýrar- skóla, og var tekin vorið 1971 af starfsmanni á Ljósmyndastofu Þóris. Alftamýrar- skóli var nýr grunnskóli í nýju hverfi í Reykjavík og þarna var mikið af börnum og ungu fólki sem var að hefja sinn búskap. Ég átti heima á þessum árum í fjölbýlishúsi við Safa- mýrina. Ég flutti ári síðar í nýtt hverfi í borginni, í Fossvoginn og fór í Réttarholtsskóla og lauk þaðan gagnfræðaskólanámi, en stærsti hluti þessa bekkjar hélt áfram yfir í gagnfræðaskóla og þessir bekkjarfé- lagar mínir luku ýmist^ landsprófi eða gagnfræðanámi í Alftamýrar- skóla og nokkuð stór hópur fór yfir í Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi. Þau eiga mörg tuttugu og fimm ára útskriftaraf- mæli úr Alftamýrarskóla nú í vor. Ragnar Júlíusson var skólastjóri og Sverrir Kolbeinsson yfirkennari," segir Sólrún Bragadóttir óperusöng- kona og brosir þegar hún virðir fyrir sér bekkjarmyndina af 6. bekk M í Álftamýrarskóla veturinn 1971-72. Sólrún minnist me<5 ánægju bekkjar- systkina sinna úr Álftamýrarskóla. Hélt uppi ströngum aga „Hér á myndinni er með okkur Jónína Þorfinnsdóttir kennari, móð- ir Omars Ragnarssonar frétta- manns. Hún var sérstök kona. Hún var mjög metnaðargjöm fyrir hönd bekkjarins og hélt uppi ströngum aga, eða nánast járnaga í bekknum. Okkur þótti stund- um nóg um, en ég held að þetta hafi skilað sér í dag. Þetta voru gamlar kennsluaðferðir hjá Jónínu, en hafa sjálfsagt dugað. Ég man ekki eftir ólátum í bekknum. Þessi járnagi sam- einaði okkur og bekkurinn stóð enn betur saman t.d. í félagslífi í skólanum og ýmsu öðru innan skólans og utan. Jónína var góður kennari og við lærðum hjá henni. Það var mikil utanbókarlær- dómur í 6. bekk M, allar biblíusög- urnar utanbókar. Kvæði lærðum við einnig utanbókar. Ég get tekið sem dæmi landa- fræðina. Hún sagði: Nú lærið þið þennan kafla utanbókar! Síðan yfir- gaf hún bekkinn, t.d. í tuttugu mín- útur, og svo kom hún aftur og tók okkur upp og hlýddi yfir og við vor- um að þylja upp um Gilsfjörðinn og fleiri firði. Þá lagði hún mikið upp úr góðri skrift, lestri og framsögn. Ég kom inn í bekkinn í ÁJftamýr- arskóla þegar ég var níu ára. Við komum þá tvær inn í bekkinn. Þess- ir krakkar höfðu þá verið saman í bekk frá sjö ára aldri. Ég byrjaði í barnaskóla í sex ára bekk í ísaks- skóla. Þarna um vorið 1971 lukum við fullnaðarprófi, þetta var síðasti veturinn okkar í barnaskóla. Bekk- urinn var nokkuð fjölmennur, við er- um þarna þrjátíu og tvö á bekkjar- myndinni og t.d. í þessum árgangi voru fjórir eða fimm bekkir þannig að í Álftamýrarskóla var fjölmennur hópur nemenda. Þessir krakkar áttu flestir gott Veturinn 1971-72 var Sólrún Bragadóttir í 6. bekk M í Álfta- mýrarskóla. Með gömlu bekkjarmynd- inni rifjar hún upp liðna tíma í samtali við Olaf Ormsson. BEKKJARMYNDIN Sjötli bekkur M í Álftamýrarskóla 1971-72 Efsta röð frá vinstri: 1. Sigurður Harðarson 2. Hörður Bragason 3. Axel Sigurðsson 4. Eggert Kristjánsson 5. Kristján Már Unnarsson 6. Valdimar Örn Flygenring 7. Ámi Einarsson 8. Guðmundur Guðfinnsson 9. Magnús Baldursson 10. Atli Hilmarsson 11. Hallgrímur Sigurðsson 12. Ámundi Brynjólfsson Miðröð frá vinstri: 1. Jónína Þorfinnsdóttir 2. Þóra Björg Þórhallsdóttir 3. Friðbjörg Ingimarsdóttir 4. María Guðfinnsdóttir með að læra. Margir þeirra hafa far- ið í langskólanám, þó ekki allir. Guð- mundur Guðfinnsson er t.d. bakari í Grímsbæjarbakaríi í Reykjavfk og rekur eitt besta bakaríið í bænum. Sólrún og Soffía Auður gáfu út blað „Jónína Þorfinnsdóttir valdi hóp úr bekknum til semja leikrit og 5. Sigrún Guðmundsdóttir 6. Guðlaug Ásmundsdóttir 7. Kristín Gunnarsdóttir 8. Kristbjörg María Birgisd. 9. Hallgrímur Helgason 10. Ólafur Árni Traustason 11. Óskar Sigurðsson Neðsta röð frá vinstri: 1. Unnur Dís Skaptadóttir 2. Sigurbjörg Kristmundsd. 3. Jónína Sigurbjörnsdóttir 4. Borghildur Anna Árnadóttir 5. Rósa Hilmarsdóttir 6. Sigríður Hjartardóttir 7. Soffía Auður Birgisdóttir 8. Ema Einarsdóttir 9. Sólrún Bragadóttir 10. Ólöf Garðarsdóttir. flytja það í skólanum.“ Manstu eftir leikriti sem var flutt þennan vetur? „Já, ég get nú varla sagt annað því ég samdi eitt leikrit. Ég valdi bekkjarbróður minn, hinn þjóð- kunna leikara Valdimar Flygenring í eitt hlutverkið, hlutverk Lalla götustráks og þar með hóf Valdimar sinn leikferil." Hvað heitir leikritið? „Að vera eins og hinir. Ég hef lík- lega verið tíu ára þegar ég samdi leikritið, sem var síðan flutt í Álfta- mýrarskóla tveim árum síðar,“ segir Sólrún og hlær innilega þegar hún rifjar það upp þegar hún gerðist leikritahöfundui’. „Við Soffía Auður gáfum út blað í Álftamýrarskóla sem héý Hjónakorn og kom út einu sinni. Ég á góðar minningar um blaðaútgáfuna. Við pússuðum saman krakka í bekknum, einhverja ólíklega, stærstu stelpuna og minnsta strákinn t.d. og klipptum út myndir úr gömlum blöðum. Við Soffía ætluðum báðar að verða rit- höfundar. Við erum mjög góðar vin- konur og hún er eina manneskjan í bekknum sem ég hef haldið sam- bandi við. Ég las mikið og var algjör bókaormur, en Soffía varð síðan bók- menntafræðingur. Ég öfunda hana. Hún sitm’ bai’a og les allan daginn og fær borgað fyiir það!“ Það var mikið félagslíf í skólanum og þá héldum við stundum málfundi um ýmis ágreiningsmál. Iþróttir voru mikið stundaðar. Strákarnir voru ekki bara í besta bekknum heldur bestu handboltastrákarnir og Atli Hilmarsson, síðar landsliðsmað- ur í handknattleik og bekkjarfélagi Getur hlýðni verið hættuleg? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Börnum er kennt að hlýða foreldrum sínum. Síðar eiga þau að hlýða yfirboðurum sínum. Alkunna er að blind hlýðni við yf- irmenn í stríði getur leitt af sér óhæfuverk. Getur ekki verið hættulegt að kenna börnum of mikla hlýðni? Svar: Við lendum í ýmsum hlut- verkum í lífinu. Flest mótast þau að meira eða minna leyti af sam- skiptum okkar við aðra í bernsku, sérstaklega foreldra, en einnig systkini, kennara og félaga. Flest- ir munu líta svo á að það sé dyggð að hlýða foreldrum sínum, ef við gerum ráð fyrir að þeir beri hag barna sinna fyrir brjósti. Síðar á ævinni flyst þessi tilhneiging til að hlýða yfir á aðra sem við telj- um okkur meiri eða við treystum til að hafa vit fyrir okkur. I skól- anum hlýðum við kennaranum, á vinnustað fórum við að fyrirmæl- um eða skipunum frá yfirmönn- um. Á sjó er það skipstjórinn sem ræður og ekki um annað að gera en að hlýða. í flestum löndum er herskylda og þá er krafist óskor- aðrar hlýðni undirmanna við yfir- menn, og í hemaði hefur það stundum leitt til þess að menn fremja óhæfuverk eftir skipunum, eins og fyrirspyrjandi bendir á, þótt þau mundu stríða gegn sið- gæðisvitund þeirra við venjulegar kringumstæður. En er hugsan- legt að slíkt gæti gerst í daglegu lífi? Fræg er tilraun bandaríska sál- fræðingsins Milgrams, sem reynir að svara þessari spurningu. Hann fékk sjálfboðaliða til að taka þátt í henni á tilraunastofu í Yale-há- skóla í Bandaríkjunum, og þeim var sagt að verið væri að prófa námsferli. Tilraunin var á þann veg að maður var ólaður niður og tengdar við hann rafleiðslur. í öðru herbergi við hliðina var ann- ar maður við tæki sem gat stýrt rafstraumi til „fórnarlambsins", og var honum sagt að gefa stig- vaxandi rafmagnsstuð. Hann heyrði stunur og óp fórnarlambs- ins í næsta herbergi, þangað til þær hættu þegar sterkustu lostin voru gefin, og mátti ætla að hann Hlýðni hefði fallið í yfirlið eða væri jafn- vel dáinn. I reynd var þó ekkert rafstuð gefið og fórnarlambið lék sitt hlutverk. Engu að síður gat sá er stýrði rafstraumnum ekki vitað annað en að um raunveruleika væri að ræða. Tilraunin var end- urtekin með allmörgum mönnum. Mörgum þeirra leið mjög illa að þurfa að meiða fórnarlambið, en virðingin fyrir vísindamanni í hvít- um slopp við virtan háskóla varð yfirsterkari. Hann hlyti að vita hvað hann væri að gera og bæri ábyrgð á tilrauninni. Reyndin varð sú að 65% þeirra sem geng- ust undir þessa tilraun gerðu eins og þeim var sagt og fóru alla leið til sterkasta, jafnvel banvæns, raf- straums. Önnur sambærileg tilraun var gerð af sálfræðingi, Hofling að nafni, við eðlilegar kringumstæð- ur á sjúkrahúsi. Tilgangur til- raunarinnar var að prófa hvort hjúkrunarfræðingar mundu hlýða fyrirmælum læknis, jafnvel þótt það stríddi gegn þeirra betri vit- und og reglum sjúkrahússins. Hjúkrunarfræðingur á vakt fékk símtal frá lækni um tiltekinn sjúkling. Læknirinn kynnti sig sem geðlækni af annairi deild. Hann bað hana um að gefa sjúk- lingnum lyf sem hann tilgreindi og athuga hvort það fyndist ekki í lyfjaskápnum. Hjúkrunarfræð- ingurinn fann það og sá að há- marksskammtur var 10 mg. Hærri skammtur gæti verið hættulegur. Læknirinn bað hjúkrunarfræðinginn að gefa sjúklingnum 20 mg. þessi fyrir- mæli stríddu á móti reglum sjúkrahússins, annars vegar að gefa of háan skammt og hins veg- ar að taka við fyrirmælum frá lækni sem hún þekkti ekki. Engu að síður var 21 af 22 hjúkrunar- fræðingum, sem óvitandi tóku þátt í þessari tilraun, um það bil að gefa sjúklingnum umbeðinn skammt, þegar þær voru stoppað- ar. þessi tilraun var gerð fyrir um 30 árum og einhverjir mundu telja að slíkt gæti ekki gerst í dag með auknu sjálfstæði og meiri ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Báðar þessar tilraunir og fleiri af sama tagi hafa verið gagnrýnd- ar á þeim forsendum að það sé siðferðilega óverjandi að koma fólki óvitandi í aðstæður sem þessar. Engu að síður hafa þessar tilraunir leitt í ljós að meirihluti fólks getur undir vissum kringum- stæðum nánast hlýtt í blindni, þótt gerðir þeirra stríði gegn sið- gæðisvitund þeirra. Þótt hlýðni kunni að vera dyggð hjá börnum skiptir það ekki minna máli að efla með þeim sjálfstæði í hugsun og ábyrgð á eigin gerðum. •Tesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn uni það sem þeim liggur á þjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum ðöguni milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, fax: 5691222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfí Ásmundsson, fax: 5601720.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.