Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Stefnuleysi stendur end urvinnslu fyrir þrifum Vandamálið með endurvinnslu á sorpi er að litlar líkur eru á að fólk taki til hendinni nema það sjái fram á ávinning. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að um 86% flöskuumbúða skila sér í endur- vinnslu enda er sjö króna skilagjald fyrir hverja flösku. Aftur á móti eru ekki nema 4,5% af fernum sem skila sér í grenndar- gáma á höfuðborgarsvæðinu. FLESTIR hér á höfuð- borgarsvæðinu hafa þetta ósköp einfalt og henda ruslinu sínu út í tunnu nema kannski dagblöðum og gosflöskum en að með- altali er álitið að fimmt- ungur heimila í Reykjavík sýni áhuga á endurvinnslu á heimilissorpi. Engin lög eru í landinu um sorphirðu nema að spilliefnum megi ekki henda í sorp. Aðilar í endurvinnsluiðnaði telja að skortur á stefnumótun standi málaflokknum iyrir þrifum. Reykjavíkurborg og sveitarfélög sjá svo um að láta hirða tunnur með al- mennu sorpi. Fram til þessa hefur sorp verið hirt vikulega en í nágranna- sveitarfélögum Reykjavík- ur er farið að hirða sorp á tíu daga fresti og líklegt er að sá háttur verði einnig hafður á í Reykjavík innan skamms. Sorpgjald samkvæmt vikt „Stefnt er að því að hefja viktun sorps frá heimilum um næstu ára- mót en gerðar verða tilraunir um mitt þetta ár,“ segir Hrafn Jó- hannsson, bæjartæknifræðingur á Seltjarnamesi, en þar er sorp hirt á tíu daga fresti. „Við erum að ganga frá búnaði í bílana sem gerir okkur kleift að fá yfirsýn yfir magn sorps frá hverju húsi. Við vonumst til að fá fljótlega fyrstu tölur um viktun. Gjaldtakan verður síðan í samræmi við það magn sem íbúar henda. Við vitum að frá hverjum íbúa koma að með- altali um 200 kíló af sorpi á ári en auðvitað dreifist þetta magn mis- jafnlega." - Hvernig verður sorp mælt frá íbúðum í fjölbýlishúsum? „Sameiginlegum kostnaði úr ruslageymslum verður deilt niður á íbúa í fjölbýlishúsum." -En hefur íbúum verið ráðlagt um hvemig minnka má umfang sorps? „I fyrra þegar við lögðum niður raslapoka og tunnuvæddum hér á Seltjarnamesi gáfum við út bæk- ling og bentum fólki á að safna 'saman glei’flöskum, plastflöskum, mjólkurfernum og dagblöðum og ítrekuðum að ekki mætti setja garðaúrgang og timbur í tunnurn- ar.“ Hrafn segir að erlendis hafi um- fang sorps minnkað veralega þegar tekin var upp gjaldtaka og segir að í Svíþjóð hafi umfangið minnkað um allt að 35%. - Stendur til að sveitarfélag eins og Seltjamames komi til móts við þá sem flokka rasl og sæki það heim að dyrum með reglulegu milli- bili? „Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eiga Sorpu sameiginlega og þangað fer soi-p frá þeim öllum. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Kristinn svæðinu sýni því einhvern áhuga.“ -Nú sýna tölur að ein- ungis 4,5% íbúa fara með fernur í endui’vinnslu? „Já það er lág tala og hægt að skella skuld á ósamræmd vinnubrögð. Bæði Reykjavíkurborg og Sorpa era að vinna í mál- inu á sama söfnunarsvæði og ekki tókst að auglýsa þetta átak nógu vel í upp- hafí.“ - Er ekki ráð að greiða skilagjald fyrir fernurnar? „Jú það getur verið að þuríl að umbuna fólki fyrir að geyma fernurnar og skila þeim, að minnsta kosti ef miðað er við hversu margir skila gos- umbúðum. Greiddar eru sjö krónur fyrir hverja Það verður að vera samstaða um að endurvinnsla og móttaka fari fram þar til að við getum boðið upp á þennan kost hjá okkur. Akvörðunin er því í höndum stjórnar Sorpu en þar situr einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi. Það hefur verið mjög lífleg um- ræða um endumýtingu og nýlega voru stofnuð samtök um endumýt- ingu á úrgangi þar sem þessi mál verða örugglega tekin til skoðunar í nánustu framtíð." Breytt sorphirða í austurbænum í bæklingi sem gefinn var út af Reykjavíkurborg fyrir skömmu og sendur á heimili með fasteigna- gjöldum kemur fram að um mitt ár verði gerð tilraun um sorphirðu á tíu daga fresti í Breiðholti, Selási, Árbæ og Grafarvogi og mun sorp- hirðugjald lækka í þeim hverfum. Þar kemur einnig fram að frá og með árinu 2000 verði sorp viktað og greitt í samræmi við magn. Einar Bjarni Bjarnason, deildar- stjóri hjá hreinsunardeild Reykja- víkurborgar, segh- að í sumar verði gerð tilraun með breytta sorphirðu í austurhluta borgarinnar. „I fram- haldi af því tökum við ákvarðanir um gjaldtöku, en meiningin er að á næsta ári verði farið í að innheimta samkvæmt magni sorps. Þessi inn- heimta verður á þann veg að ákveðið fastagjald verður tekið af hverri sorptunnu og það gjald verður lægra en sorphirðugjald í dag. Greitt verður síðan íyrir vegið magn. Þá er einnig verið að skoða hvort sorp verði hirt á tíu daga fresti í stað vikulega eins og þegar er gert hjá nágrannasveitarfélögunum.“ - En hefur verið rætt um að út- víkka sorphirðu og hirða sorp til endumýtingar með reglulegu milli- bili? „Lífræn flokkun hefur verið rædd en engar ákvarðanir verið teknar.“ Magnús Stephensen, deildar- stjóri þróunar- og tæknideildar Sorpu, segir að til að mai'kmið ná- ist þurfi að skilgreina hver er ábyrgur og hver borgar. „Það er í raun ekkert nýtt um að vera í end- urvinnslu. Við erum á hringtorgi og förum ekki þaðan fyrr en það verður skilgreind ábyrgð og hverj- ir borga. Það hefur margoft komið til tals að sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu sameinist um stefnu í þessum málum en hún er enn ekki til. Ef til væri sameiginleg stefna hefðum við hjá Sorpu eitthvað til að miða við. Eins og staðan er í dag er almenningi gefinn kostur á að endurvinna en um sjálfboða- vinnu að ræða.“ Fimmtungur flokkar „Við bjóðum fólki að fiokka rasl í 17-18 efnisflokka og svo virðist sem um 20% íbúa á höfuðborgar- einingu og þegar reiknað var út á sínum tíma hversu mikil innskilin væru kom í ljós að um 86% slíkra umbúða skila sér til baka.“ - Hefur ekki komið til tals að hirða reglulega garðaúrgang ySr sumarið? „Hreinsunardeildir Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga hafa hreinsað garðaúrgang einu sinni á ári en þá hendir fólk öllu úr garð- inum í poka og flokkar ekki. Það þýðir að ekki er hægt að endur- vinna úrganginn. Ef föstu kerfi væri komið á gæti þetta breyst. En allt kostar þetta fé og nú hafa sum sveitarfélögin sparað mikið með því að hirða sorpið sjaldnar en vikulega. Ég get ekki séð að sá sparnaður verði notaður til frekari uppbyggingar í þessum mála- flokki." Timbur - er tætt í timburtætara Sorpu og síðan flutt til Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Þar eru timburflísar nýttar sem kolefni í framleiðslu. Dagbiöð, tímarit, skrifstofupappír ert.d. nýtt í klósettpappír, eldhúspappír og dagblaðapappír. Bylgjupappi s.s. tómir pizzakassar og pappakassar er notað í nýja pappakassa. Fernur nýtast í kartonpappír, möppur, umslög og jafnvel húsgögn. Málmar eru notaðir í mismunandi hluti úr málmi. Garðaúrgangur eins og gras og trjágreinar eru notaðar í moltu sem er lífrænn áburður Grjót, gler og burðarhæfur jarðvegur er nýtt sem jarðvegsfyllingarefni Nytjahlutir svo sem raftæki og húsbúnaður fer á Nytjamarkað SORPU og líknarfélaganna, Hátúni 12 þar sem þeir eru yfirfarnir og seldir á vægu verði til endurnotkunar, Hjólbarðar eru skornir og fara síðan í urðun í Álfsnesi. Teppi og Dýnur fara í tætara hjá Móttöku- og flokkunarstöð SORPU og fara svo í urðun. Grófur, óbagganlegur úrgangur er einnig tættur niður áður en hann fer í urðun. Bagganlegur heimilisúrgangur eða almennt sorp er baggað í Móttöku- og flokkunarstöð SORPU og fer svo í urðun. Kælitæki. Kælivökva er tappað af þeim en hann flokkast sem spilliefni. Kælitækin fara síðan með öðrum málmi til endurvinnslu. Vörubretti - ef þau eru margnota fara þau í viðgerð og svo í endursölu á endurvinnslustöðvunum. Einnota vörubretti fara með öðru timbri. Skilagjaldsumbúðir Plastflöskur - Úr þeim fáum við t.d flísefni og fyllingarefni i svefnpoka. Glerflöskur - Eru muldar niður og nýttar sem jarðvegsfyllingarefni. Aldósir nýtast í nýjar áldósir Klæði - Tvistur, húsgagnafyllingarefni og heilt klæði fer til endurnotkunar. Skór - fara í endurnotkun. Spilliefni - fara í eyðingu, olíuefni til endurnýtingar. Prj ár mismunandi tunnur við hvert hús ÞESSA dagana er verið að taka upp nýja og betri flokkun á rusli í borgar- hverfinu okkar hér í Melbo- urne. I stað stóru sorptunn- unnar og endurvinnslukass- ans kemur 140 eða 80 1 sorptunna, 240 1 tvískipt endurvinnslutunna og 240 eða 120 i tunna fyrir garð- úrgang. Stærðina á tunnun- um er hægt að ákveða eftir þörf- um hvers heimilis. Leiðbeiningar á myndbandi Annað hólf endurvinnslutunn- unnar er fyrir pappír en hitt ým- is ílát og umbúðir s.s. mjólkur- fernur, glerflöskur og plast- brúsa. Nýju tunnunum fylgir bæklingur og myndband svo allir sjái hvernig flokka eigi rétt því ef rangt er flokkað er ekki hægt að endurvinna. Einnig fylgir dagatal með merktum losunar- dögum. Sorpið er losað vikulega en það sem fer í endurvinnslu er Ios- að á hálfsmánaðarfresti. Tvisvar á ári, á auglýstum dögum, er þyngra rusl hirt, t.d. gamla sófa- settið eða ónýti ísskápurinn. Tunnurnar á sinn stað í íbúðarhverfunum í Melbour- ne er tveggja metra gróðurræma milli gangstéttar og akbrautar. Þar vaxa tré og gras á milli. í þetta millibil ökum við tunnunum okkar kvöldið fyrir hreinsun. Þær verða að snúa rétt svo klær öskubílsins nái að hremma þær þegar hann kemur í bítið morg- uninn eftir með skellum og skrölti. Síðan standa tunnurnar sem heiðursverðir meðfram ak- brautinni þar til íbúarnir ná í þær og setja á sinn bás. Safntunna einkaframtak Safntunnan er einkaframtak garðeigandans. I hana fara allar leifar grænmetis og ávaxta ásamt, fljótrotnandi garðúrgangi. Að ári er þetta orðið að lífrænni gróðurmold sem bætir jarðveg- inn í matjurtagarðinum eða blómabeðinu. Vonir standa til að þetta nýja fyrirkomulag stuðli að því að sorp til uppfyllingar lands minnki um 50% á árinu. Einnig getur það dregið stórlega úr út- gjöldum hins opinbera og orðið til hagræðingar fyrir ibúana. Sigríður Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.