Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 57

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 5 7 UMRÆÐAN Stopp á rauðu ljósi FYRIR allmörgum árum efndu þáverandi formenn Alþýðubanda- lagsins og Alþýðu- flokksins, þeir Olafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibals- son, til fundaherferðar um landið sem þeir kölluðu á rauðu ljósi. Tilgangur fundanna var að draga fram málefna- lega samstöðu þessara tveggja flokka sem báð- ir kenndu sig við sósíal- isma. Islenskir jafnað- armenn hafa í gegnum tiðina sldpað sér í marga stjórnmála- flokka, væntanlega vegna þess að þeim hefur hvorki hugnast að vinna saman, né hafa þeh’ getað leyst úr ágreiningsefnum sínum. Á rauðu ljósi var tilraun til þess að yfirvinna þessar hindranir. Nú, löngu síðar hefur loks tekist formleg samvinna með þessum flokkum ásamt einum klofnings- flokki jafnaðarmanna, Þjóðvaka, og leifum Kvennalistans. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sameina alla ís- lenska jafnaðarmenn í einum flokki, því hluti þeirra stofnaði nýjan flokk, er stóri draumurinn sagður orðinn að veruleika. Kampakát heldur Samfylkingin því að kjósendum að loksins hafi íslenskum jafnaðar- mönnum tekist að snúa við þróun- inni sem hófst árið 1930 er AJþýðu- flokkurinn klofnaði fyrst. En um hvað hefur samvinna tekist og hver er ávinningur þess fyrir landsmenn að jafnaðarmenn bjóða nú ekki fram undir nafni sinna gömlu flokka? Strax í upphafi málefnaviðræðna vinstri flokkanna kom fram skýr ágreiningur milli þeirra í ýmsum málum. Mikil tortryggni ríkti meðal Alþýðubandalagsmanna í garð Al- þýðuflokksmanna m.a. vegna fram- göngu Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðismálum í tíð síðustu ríkis- stjómai’. En einnig má nefna ágreining í sjávarútvegs- og utan- ríldsmálum. Álþýðuflokkurinn hafði um nokkurt skeið haldið á lofti hug- myndum um að leggja veiðileyfa- gjald á sjávarútveginn. Alþýðu- bandalagið studdi hins vegar í meg- inatriðum ríkjandi fiskveiðistjóm- kei-fi, enda hafði það líkt og Alþýðu- flokkurinn verið einn af arkitektum þess. Þá var Alþýðu- bandalagið einnig mjög mótfallið kröfu Alþýðu- flokksins um að Island sækti um inngöngu í Evrópusambandið. Síð- ast en ekki síst var Al- þýðubandalagið á önd- verðum meiði við Al- þýðuflokkinn hvað varðaði aðild Islands að Atlantshafsbandalag- inu og vamarsamstarf íslands og Bandaríkj- anna. Nú er orðið ljóst að málefnaviðræðurnar sem leggja áttu grann- inn að nýju bandalagi jafnaðarmanna fóra að mestu út um þúfur. Um það ber stefnuskrá Sam- fylkingarinnar vitni. Engin sátt hef- ur náðst milli íyrram Alþýðubanda- Stjórnmál í 70 ár hefur Sjálfstæð- isflokkurinn unnið að því ásamt lands- mönnum, segir Stefanía Oskarsddttir, að byggja upp öflugt ✓ samfélag á Islandi. lagsmanna og Alþýðuflokksins, hvorki um sjávarútvegsstefnuna né um utanríkismál. I báðum þessum mikilvægu málaflokkum er kjósend- um það eitt sagt að skoða eigi málin á næsta kjörtímabili. Með slíku orðalagi er gefið til kynna að vænta megi breytinga, en ekki í hverju þær era fólgnar. Þar með er kjós- endum og hagsmunaaðilum sagt að bíða á rauðu ljósi eftir því að Sam- fylkingin nái saman. En um eitt hefur aldrei verið ágreiningur meðal íslenskra jafnað- armanna. Þeir deila allir þeirri hug- myndafræði að almenningur séu óvirkir þolendur hagkei’fisins og bíði með hendur í skauti eftir því að ríkisvaldið færi þeim lífshamingj- una. Þótt jafnaðarmenn hafi fyrir nokkra hafnað leið þjóðnýtingar vilja þeir enn sem fyrr leysa allan vanda með ríkisafskiptum og Stefanía Óskarsdóttir skattahækkunum. Efnahagsstefna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er hér engin undantekn- ing. Stefna beggja þessara flokka byggist á þeirri trú að stjórnmála- mönnum sé betur treystandi til að fara með fé en þeim sem þess aflar. Bæði Samfylkingin og Vinstri grænir vilja koma á fjölþrepa skattkerfi sem ætlað er að tryggja að enginn hafi meira til ráðstöfunar en annar, þrátt fyrir ólíkt framlag og ólíkar þarfir einstaklinga og fyr- irtækja. Einnig boða þessir flokkar auðlindaskatt og umhverfisskatta, stórfelldar hækkanir fjár- magnstekjuskatts og hækkun tryggingargjalds. Jöfnuðinn og lífs- hamingjuna á að tryggja með því að setja rautt ljós á framkvæði fólks og skammta því úr ríkisjöt- unni. Þrátt fyrir tilgerðarlegan áróður Samfylkingarinnar um upphaf nýs tímabils í íslenskri sögu með end- urinnkomu þeirra sem nýs stjórn- málaafls er hér ekkert nýtt á ferð. Islenskum jafnaðarmönnum hefur enn ekki tekist að bjóða fram trú- verðuga stefnu sem styrkja mundi íslenskt samfélag. Enn styðjast þeir við gömlu klisjurnar sem víðast annars staðar hefur verið hafnað og þaga um það sem ekki er sátt um. Færa Islendingar að ráðum þeirra sætum við fljótt eftir, föst á rauðu ljósi, á meðan fólk og fyrirtæki flyttu sig um set þangað sem tæki- færi byðust. Islenskir jafnaðarmenn hafa aldrei náð góðri fótfestu á Islandi vegna þess að íslendingar er þjóð gerenda en ekki þolenda. íslending- ar vilja geta ráðið sínum örlögum sjálfir. Vinsældir Sjálfstæðisflokks- ins meðal kjósenda má rekja til þessa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð sett manngildið í fyrirrúm og hvatt til stjómarstefnu sem byggist á ábyrgð einstaklinganna og sam- vinnu ólíkra hópa. Meginboðskapur sjálfstæðisstefnunnar er að for- senda friðsams þjóðfélags sé að all- ir láti sig umhverfi sitt varða og hjálpi náunganum á sama tíma og þeir huga að eigin garði. Ólíkt Sam- fylkingunni vita kjósendur fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. í 70 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið að því ásamt landsmönnum að byggja upp öflugt samfélag á ís- landi. Atkvæði greitt Sjálfstæðis- flokknum er atkvæði greitt íslandi. Höfundur skipar 11. sætí Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Unglingar, úrræða- leysi og pólitík ÞESSA dagana brýna stjórnmálamenn hin breiðu spjótin, æfa fagurmæli og undh’- búa landslýð fyi’ir komandi kosningar. Sitt sýnist hverjum um ástandið; stjórnar- flokkar mæra efnahag- inn og stjórnai’and- staðan reynir að sann- færa okkur um að ein- hverjir vondir kallar undir verndarvæng stjórnarinnar séu að maula sífellt stærri skerf af þjóðarkökunni. Þannig er nú bara einu sinni hinn pólitíski leik- ur og hefur ekkert breyst frá því að ég fór að fylgjast með pólitík fyrir margt löngu. Eitt er það mál sem ég vildi vekja athygli á og í raun varpa fram til umhugsunar fyrir þá stjómmálamenn sem nú leita log- andi ljósum að kosningamálum. Það er staða þeirra bama og ung- linga sem lent hafa utan garðs og utan vegar vegna vímuefnaneyslu, hvort sem um er að ræða neyslu áfengis eða fíkniefna. Ég hef það nefnilega á tilfinningunni (auk heldur benda upplýsingar frá SÁÁ til þess) að bömum og unglingum fari stórum fjölgandi sem eiga í vandræðum af þessum toga. í starfi mínu sem prestur í stóra hverfi í Reykjavík hef ég séð og heyrt of margar harmsögur þar sem böm niður í 12-13 ára aldur hafa átt í hlut. Ég hef jafnvel heyrt þau segja af partíum með síbrota- mönnum, dópsölum og dæmdum nauðgurum. Islendingar búa nú við meiri hagsæld og betri efni en nokkum tímann fyrr. Tækifærin fyrir ungt fólk (og eldra) era langtum fleiri en áður, þökk sé upplýsingabylting- unni. Á sama tíma er það að gerast að heimur bama og unglinga verð- ur hai’ðari og grimmari með hverju árinu sem líður. Ef við geram ekk- ert í málefnum þeÚTa getur val- kösturinn orðið ógnarlegur. Hvem varðar þá um góðan efnahag og tækifæri ef mannfólk- ið er of sjúkt til að njóta þeirra? Það vantar meiri forvamir til að byrgja branninn. Það vantar fræðslu og áróður sem beinist að foreldrum - og það vantar úrræði til að taka á málefnum þeirra barna og ung- hnga sem lent hafa út af sporinu. Biðhstarn- ir á þau fáu meðferð- arheimili sem til eru ná víst austur fyrir Halldór Eden. Er ekki nær að Reynisson stytta þennan rauna- veg en t.d. holótta vegi landsins - með fullri virðingu fyrir vegagerðarmönnum? Reyndar sagði mér einn alþing- Vímuefni Ég hef séð og heyrt of margar harmsögur, segir Halldór Reynis- son, þar sem börn nið- ur í 12-13 ára aldur hafa átt í hlut. ismaður sem á börn á unglingsaldri að stjómmálaflokkur hans vildi taka á þessum málaflokki. Ef ég man hann rétt sagði hann að með 270 milljóna króna fjárveitingu mætti stytta biðlistana um helm- ing. Mér reiknast svo til að það sé einn sjötti hluti leiðarinnar út í flugvél þegar búið verður að stækka flugstöðina á Keflavíkur- flugvelli. Ég beini orðum mínum sérstak- lega til ykkar sem nú berjist fyrir því að komast á þing. Heilbrigt þjóðfélag byggist á heilbrigðu mannlífi. Heilbrigt efnahagslíf byggist á heilbrigðum einstakhng- um. Vonandi sjáið þið það sem rit- að er á vegginn! Höfundur er prestur. Gengið um gömlu þjóðleiðina milli Hafna og Grindavíkur Ljósmynd/Ólafur Sigurgeirsson VIÐ Rauðhól á gömlu leiðinni milli Hafna og Grindavíkur. FERÐAFÉLAG íslands efnir á sunnudaginn, 18. apríl, kl. 10.30 til gönguferðar um gömlu þjóðleiðina mihi Hafna og Grindavíkur. Þegar leiðin er farin úr Höfnum liggur hún frá Kalmanstjöm um Hafnar- sand fyrir norðan Presthól og um Kinn þar sem farið er ofan í sigdal- inn upp af Stóra-Sandvík, þaðan hjá Haugum og yfir Haugsvörðu- gjá og síðan með rótum Sandfells- hæðar og fylgh’ gatan þar hraunjaðri Eldvarpahraunsins. Þar verður á vegi okkar nýlegur vegar- slóði sem er tilkominn vegna lagn- ingar Ijósleiðarans mikla. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá að Húsatóftum í Staðarhverfi. Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir, víða sést hvar umferðin hefir markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefir verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið ver- manna af Suðurlandi sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi, þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þar um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda, þótt þeir hafi einnig farið Á slóðum Ferðafélags íslands Hafnir voru fyrr á öldum, segir Olafur Sigurgeirsson, blóm- legur útgerðarstaður. sjóleiðina, en á sautjándu og átj- ándu öld urðu þeir að sæta því í nokkra áratugi að sækja verslun þangað, sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skipsskaða sem urðu þar á fyrri hluta sautjándu aldar. Þá hefur Sigvaldi Sæmunds- son póstur verið þarna á ferð, á leið sinni milli Básenda og Grinda- víkur, en hann var fyrsti póstur sem ráðinn var með skriflegum samningi til póstferða árið 1785. Hafnir voru fyrr á öldum blóm- legur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskap- ur bæði til lands og sjávar. Ver- menn fjölmenntu þangað á vertíð- um og era sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kot- vogi, en hann gerði út þrjú skip, á árunum 1870-1880, og vora þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma, hann byggði stein- kirkju þá á Hvalsnesi sem enn stendur, en Ketill átti meðal ann- ars alla Hvalsnestorfuna og Járn- gerðarstaði í Grindavík. Landkostum hefur á síðari öld- um hrakað mjög í Höfnum vegna sandágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haugsendar sem snemma fóra í eyði, en Haugsendar vora á milli Kirkjuvogs og Merkiness, vora tún þar mikil, vegleg húsaskipan og myndarlega búið. Sagnir um mannlíf þar lifa í gömlum hús- gangi: A Haugsendum er húsavist sem höldar lofa Þar hefur margur glaður gist, og gleymt að sofa. Ég hefi stundum heyrt þessa fornu þjóðleið nefnda Prestastíg en hvergi hefi ég fundið það nafn í þeim bókum sem ég hefi séð. Þó má geta þess að með prestakalla- lögum frá 1907 var Kirkjuvogs- sókn í Höfnum lögð til Staðar- prestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið þar til Staðar- prestsetur var lagt af 1928 og Kirkjuvogskirkja lögð til Grinda- víkurprests. Geir Bachmann lýsir þeim þjóð- leiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðal- vegi yfir hraunin en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegui’ sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast liggur upp frá Húsat- óttum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan far- inn verður þangað." Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni. Höfundur er fararstjóri hjú Ferða■ félagi Islands. * t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.