Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 92

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5601100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Enginn árangur af viðræðum við kennara í gær - Agreiningur er um kennsluafsláttinn FORYSTUMENN Kennarasam- bands Islands og fulltrúar í launa- nefnd sveitarfélaganna ræddust við óformlega í gær og var farið yf- ir ágreiningsmál varðandi gerð til- raunakjarasamnings. Viðræðurnar báru engan árangur. Meginágrein- ingur deiluaðila er um afslátt af kennsluskyldu og verðlagningu á þessum afslætti, en launanefndin hefur boðist til að kaupa hann af kennurum. Eiríkur Jónsson, formaður KI, sagði að staðan væri óbreytt. „Það er mitt mat að það sé búið að eyði- leggja þessa vinnu. Eg sé ekki framtíðina í þessu máli.“ Eiríkur sagði engar aðgerðir í undirbúningi af hálfu Kennarasam- bandsins. KI hefði gert kjarasamn- ing sem gilti út árið 2000. Aðspurð- ur hvort von væri á einhverjum að- gerðum af hálfu kennara í Reykja- •c vík sagði hann að það væri ekki sitt að svara því. Kennarasambandið hefði ekki haft nein afskipti af að- gerðum kennara í Reykjavík. Formaður KI segist ekki sjá framtíðina í þessu máli Borgarstjóri segir afslættina hamla skólastarfí Eiríkur sagði í blaðinu í gær að kennarar hefðu lagt til að kennslu- afslátturinn yrði óbreyttur og heildarkostnaður sveitarfélaganna við kjarasamninginn yrði lækkaður sem næmi kostnaði við kennsluaf- sláttinn. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri sagðist ekki geta fallist á þetta. Það væri mat sveitarfélaganna að þessir kennslu- afslættir hömluðu skipulagi skóla- starfs og það væri mikilvægt að losna við þá. Hún sagðist ekki geta fallist á að geyma þennan þátt en gera aðrar breytingar á vinnutíma sem samkomulag hefði tekist um. Það væri búið að gera margar at- lögur að því að ná samkomulagi um breytingar á vinnutíma kennara og hún sagðist ekki vera tilbúin að geyma þennan þátt. Það yrði ekk- ert auðveldara að ná samkomulagi um hann síðar. Ingibjörg Sólrún sagði að launa- neftidin hefði verið búin að sam- þykkja að leggja ýmislegt inn í þetta mál í von um að losna við kennsluafsláttinn. Það hefði hún ekld gert ef það hefði legið fyrir að þessi þáttur yrði skilinn eftir. Hún sagði að launanefndin hefði boðist til að kaupa þessi réttindi af kenn- uruin, en ágreiningur væri milli samningsaðila um verðmæti þeirra. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki trúa því að ekkert kæmi út úr þeirri vinnu sem búið væri að leggja í þetta mál. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri góður samningur fyrir kenn- ara og það merkilegt tækifæri að menn hlytu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir létu það fram hjá sér fara. ■ Brýnt að breyta/6 Nýtt hafrannsókna- skip sjósett í Chile NÝTT rannsóknaskip Hafrann- sóknastofnunar verður sjósett í As- mar-skipasmíðastöðinni í Chile í dag með viðhöfn, þar sem m.a. verða viðstaddir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofn- unnar, og Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra. Aætlað er að Hafrannsóknastofnun fái skipið af- hent í september. Nýja^ hafrannsóknaskipið mun heita Árni Friðriksson RE 200. Það er um 1.200 brúttórúmlestir, 70 metra langt og 14 metra breitt. Ganghraði skipsins verður allt að 16 sjómflur á klukkustund. Það verður búið fullkomnum búnaði, m.a. til bergmálsmælinga. Á skip- inu verður fellikjölur sem gerir kleift að sökkva bergmálsmælinga- tækjum niður úr kilinum og gætir þá ekki eins mikilla truflana af ölduróti. Að sögn Jóhanns Sigur- jónssonar verður því hægt að stunda mælingar við lakari skilyrði en áður, allt upp í 8-9 vindstig, og því nýtist skipið betur. Skipið sé auk þess öruggari vinnustaður, enda fari mælingar oftast fram að vetrarlagi. Hæstiréttur í Noregi dæmir í Sigurðarmálinu Niðurstaða lög- mannsréttar - felld úr gildi HÆSTIRÉTTUR í Noregi felldi í gær úr gildi niðurstöðu lögmanns- réttar í svonefndu Sigurðarmáli. Það þýðir að ákæruvaldið þarf að höfða mál á nýjan leik fyrir lög- mannsréttinum vilji það halda mál- inu til streitu. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri ísfélags Vestmanna- eyja, sagði að þessi niðurstaða ylli vonbrigðum, en þeir myndu bara bíða átekta og sjá til hvort mál yrði höfðað á ný. Utgerðin myndi standa vörð um rétt sinn og taka til varna ef á þyrfti að halda. Málið á rætur að rekja til þess að norska strandgæslan fór um borð í Sigurð VE úti á rúmsjó sumarið 1997 og dró skipið til hafnar í Bodö í Noregi þar sem réttað var yfir út- gerðinni og skipstjóranum. Var skip- stjórinn meðal annars ásakaður fyrir að hafa í þrígang vanrækt að senda lögboðnar tilkynningar um ferðir skipsins inn og út úr norskri land- helgi og gerðar voru athugasemdir við færslu á afladagbók. Útgerð og skipstjóri skipsins andmæltu þess- um ásökunum og töku skipsins og það gerðu einnig íslensk stjómvöld. Málinu lyktaði þannig í undirrétti að útgerðin og skipstjórinn voru dæmd til greiðslu sektar og málskostnaðar en lögmannsréttur sýknaði þá nokkram mánuðum síðar. Lagabóksiafnum ekki beitt með réttum hætti * Friðrik J. Arngrímsson, lögmað- ur Isfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir hefðu um dóminn væri dómur lögmanns- réttar felldur úr gildi og það þýddi að ákæruvaldið þyrfti að höfða mál á nýjan leik fyrir lögmannsréttin- um. I dóminum kæmi fram að Hæstiréttur teldi að lagabókstafn- um hefði ekki verið beitt með rétt- um hætti í lögmannsréttinum. Málið væri tvíþætt og varðaði annars vegar færslu dagbókar skipsins, sem skipstjórinn hefði fært samkvæmt íslenskum reglum, og hins vegar tilkynningar um byrjun og lok veiða. Hvað fyi-ri þáttinn varðaði þá væri samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar ekki nægi- legt fyrir skipstjórann að treysta þeim upplýsingum sem kæmu fram í veiðileyfi skipsins heldur yrði hann að kynna sér norsk lög og reglur í þessum efnum sjálfstætt. Kallar á önnur vinnubrögð Friðrik sagði að þessi niðurstaða hlyti að kalla á gjörbreytt vinnu- brögð við útgáfu veiðileyfa og hvað varðaði upplýsingagjöf til íslenskra skipstjórnarmanna, sem ætluðu að veiða í norskri landhelgi. Hann sæi ekki annað en þetta kallaði á að ís- lensk stjórnvöld þyrftu að láta þýða allar reglur í 'þessum efnum og senda þær um borð í skipin. Friðrik bætti því við að auðvitað væri þetta mál sem þjóðirnar hlytu að þurfa að taka upp sín á milli. „Það dugar skipstjóranum ekki að treysta einungis á þær upplýsingar sem hann fær frá íslensku fiskistof- unni,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Egill Egilsson Efni til fram- leiðslu á tug- um kg am- fetamíns FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði hald á efni, sem ætlað er til framleiðslu á amfetamíni, við húsleit í borginni í fyrradag. Tveir menn voru handteknir vegna málsins og gerði lögreglan kröfu til héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra. Þeiiri kröfu var hafn- að. Annar mannanna, sem hefur áður komið við sögu lögreglu, hafði flutt inn til landsins efni sem dugað hefði til framleiðslu hátt á þriðja tugar kílóa af amfetamíni. Einnig hafði hann gert ráðstafanh- til að flytja inn áhöld og tæki til framleiðslunnar og var hluti þeirra kominn til landsins. Lagði lögreglan einnig hald á þau. Maðurinn hefur viðurkennt að efnin og áhöldin hafi verið ætluð til fram- leiðslu amfetamíns hér á landi. ------------------- Slysavarnafé- lagið og Lands- björg sameinuð SAMKOMULAG var undirritað í gær um sameiningu Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, og Slysavarnafélags íslands. Gert er ráð fyrir að nýja félagið hefji störf 1. júlí nk. en stofnþing þess verður haldið 2. október. Hinu nýja félagi hefur verið gefið nafnið Slysavarnafélagið Lands- björg, landssamband björgunai-- sveita. Stjórn þess skipa núverandi stjórnarmenn beggja samtakanna. Formaður félagsins verður Ólafur Proppé, núverandi formaðui’ Lands- bjargar, en varaformaður verður Gunnar Tómasson, núverandi forseti Slysavarnafélags Islands. ■ Nýtt landsféIag/10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.