Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsbjörg
Sameining Landsbjargar og Slysavarnafélags fslands
Samtök 30
bj örgunarsveita
Nýtt landsfélag verð-
ur stofnað í haust
LANDSBJÖRG, landssamband
björgunarsveita, eru samtök 30
björgunarsveita, sem urðu til ár-
ið 1991 með sameiningu Lands-
sambands hjálparsveita skáta og
Landssambands flugbjörgunar-
sveita.
Björgunarféiag Vestmanna-
eyja er elst aðildarsveita Lands-
bjargar og elsta björgunarsveit
landsins en það var stofnað 1918.
Fyrsta skip félagsins var björg-
unarskipið Þór er varð síðar
fyrsti vísirinn að landhelgisgæslu
Islands. Hjálparsveit skáta í
Reykjavík var stofnuð, fyrst
hjálparsveita, árið 1932.1 kjölfar
brotlendingar Geysis á Vatna-
jökli árið 1950 voru stofnaðar
fjölmargat' björgunarsveitir víða
um land. Arið 1971 var Lands-
samband hjálparsveita skáta
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
var stofnað 29. janúar 1928. Fé-
lagið varð landssamtök strax á
fyrsta ári þegar fyrstu deildir
og björgunarsveitir þess voru
stofnaðar úti um landið. Frá
upphafi var sjóbjörgun brýnasta
verkefni félagsins en björgun
inn til landsins hefur einnig far-
ið vaxandi á seinni árum. Um og
eftir 1965 efldust björgunar-
sveitir félagsins og eru þær nú
90 talsins.
Björgunarbátar og björgunar-
skip voru á verkefnalista félags-
ins strax í upphafi og síðar
einnig sjúkraflug og þyrlukaup.
Komið var á fót miðstöð vegna
leitar og björgunar 1929 og árið
1968 hóf félagið rekstur Til-
kynningaskyldu íslenskra skipa.
Árið 1990 varð Slysavarnafélag-
stofnað og 1974 tóku flugbjörg-
unarsveitirnar sig saman og
stofnuðu Landssainband flug-
björgunarsveita.
Auk þess að beita sér fyrir efl-
ingu björgunarsveita hefur
Landsbjörg unnið að því að auka
öryggi ferðamanna á hálendinu
og styrkja aimannavarnakerfið í
landinu. Hefur Landsbjörg allt
frá stofnun leiðbeint ferðamönn-
um og boðið þeim upp á tilkynn-
ingaþjónustu. Þá hefur félagið
beitt sér fyrir auknu öryggi á
vinnustöðum, í skólum og víðar.
Landsbjörg er stærsti innflytj-
andi flugelda hér á landi og er
flugeldasala meginfjáröflunar-
leið flestra aðildarsveita samtak-
anna. Landsbjörg starfar í nán-
um tengslum við Bandalag ís-
lenskra skáta.
ið aðili að Leit og björgun á haf-
inu ásamt Landhelgisgæslunni
og Pósti og síma og ber björgun-
armiðstöð félagsins ábyrgð á
ströndinni og hafssvæðinu næst
landi. Félagið kom á fót Slysa-
varnaskóla sjómanna árið 1985.
Þá er félagið brautryðjandi í
neyðarsímaþjónustu og er einn
af eigendum Neyðarlínunnar hf.
Margþætt slysavarnastarf fé-
lagsins hefur farið vaxandi á
undanförnum árum, m.a. við
verkefni um aukið öryggi í höfn-
um Iandsins, átak til að koma ör-
yggishlífum á dráttarvélar, vörn
fyrir börn o.fl. Slysavarnadeildir
félagsins eru nú 90 talsins og
skiptast í karla-, kvenna- og
blandaðar deildir. I dag starfa
44 unglingadeildir innan Slysa-
varnafélagsins.
STJÓRNIR og fulltrúaráðsfundir
Landsbjargar, landssambands
björgunarsveita og Slysavarnafé-
lags Islands hafa náð samkomu-
lagi um sameiningu félaganna í
einu landsfélagi. Stjórnendur fé-
laganna undirrituðu samkomulag
um sameininguna um borð í Sæ-
björgu, skipi Slysavarnaskóla sjó-
manna í gær og verður tillaga að
sameiningu lögð fyrir landsþing
félaganna 29. maí næstkomandi.
Nýja félagið hefur störf 1. júlí, en
stofnþing þess verður haldið 2.
október.
Hið nýja félag mun bera nafnið
Slysavarnafélagið Landsbjörg,
landssamband björgunarsveita.
Stjórn þess skipa núverandi
stjórnarmenn beggja samtaka.
Ólafur Proppé, núverandi formað-
ur Landsbjargar verður formaður
hins nýja félags en Gunnar Tóm-
asson, núverandi forseti Slysa-
varnafélagsins, verður varafor-
maður. Ráða á framkvæmdastjóra
til að stýra skrifstofu nýja félags-
ins á næstu vikum. Allar núver-
andi félagseiningar Landsbjargar
og Slysavarnafélagsins verða aðil-
ar að nýja félaginu.
Öflugri stjórn björgunar-
aðgerða og fræðsla
Gunnar Tómasson sagði þegar
samkomulagið var undirritað í
gær að samstarf Landsbjargar og
Slysavarnafélagsins hefði farið
vaxandi á undanfömum árum og
hugmyndir um sameiningu félag-
anna oft verið ræddar. Viðræðurn-
ar hafí svo komist í gang fyrir al-
vöra á undanförnum sex vikum og
gengið betur og hraðar fyrir sig
en forsvarsmenn félaganna hefðu
gert sér vonir um.
Að sögn forsvarsmanna félag-
anna er meginmarkmið samein-
ingarinnar að bæta slysavama- og
björgunarstarf í landinu. Með
sameiningu muni stjórnun björg-
unaraðgerða og fræðslustarf efl-
ast veralega. Sameiningin er sögð
stuðla að aukinni samheldni björg-
unarsveita og einfalda og auðvelda
samskipti við opinbera aðila og
önnur hagsmunasamtök, auk þess
sem stjórnun félagsstarfsins verði
skilvirkari og fjármunir muni nýt-
ast betur.
Björgunarsveitir undirbúa
sameiningu
Samruni landssamtakanna gerir
hinum fjölmörgu smærri björgun-
areiningum víða um land mögu-
legt að ganga í eina sæng en
ákvarðanir um slíkt verða teknar
á hverjum stað fyrir sig. Ólafur
Proppé sagði í samtali við Morg-
unblaðið að samtökin hvettu fé-
lagseiningarnar til að sameinast.
„Það er grundvallaratriði að þessi
nýju samtök era félag sjálfstæðra
eininga, sem taka sjálfar ákvarð-
anir um sín málefni, þótt þau
starfí undir þessum hatti en þetta
mun gefa þeim alveg ný tækifæri
til þess að sameinast og eflast,“
sagði hann. Að sögn Gunnars
Tómassonar liggur nú þegar fyrir
að nokkrar björgunarsveitir á
landinu era að undirbúa samein-
ingu í sumar og haust.
Aðspurður sagði Ólafur að ekki
væri gert ráð fyrir að gerðar verði
grundvallarbreytingar á björgun-
arskipulagi samtakanna með sam-
einingunni enda væri það mjög
gott en hins vegar væri stefnt að
því að gera skipulagið skilvirkara.
„Sipulag björgunarmála hér á
landi og fagmennska vekur at-
hygli erlendis," segir hann.
Starfsemin undir einum
hatti í haust
Að sögn Gunnars Tómassonar
er vinna vegna undirbúnings sam-
einingarinnar langt á veg komin
og er m.a. farið að skipuleggja
rekstur hinna nýju höfuðstöðva
og hvernig félagseiningunum
verður veitt þjónusta. Er reiknað
með að starfsemi samtakanna
verði færð undir einn hatt í höfuð-
stöðvunum síðari hluta sumars
eða í haust.
„Stærsti kostur sameiningar-
innar er sá að mínu mati að við
nýtum fjármunina betur, við veit-
um félagseiningunum betri þjón-
ustu og björgunar- og slysavarna-
starfíð verður skilvirkara auk þess
sem nú munu menn tala einni
röddu,“ sagði Gunnar.
Slysavarnafélag Islands
Um 90 björgunar-
sveitir um allt land
1.000 ára landafundaafmæli á Nýfundnalandi
Knörrinn Islendingur
verður í forystu
ALLT bendir nú til þess að vík-
ingaskipinu Islendingi verði siglt
til Nýfundnalands í tengslum við
1.000 ára landafundaafmælið.
Verið er að vinna að áætlun skips-
ins með tímasetningar og áfanga-
staði í huga og gangi sú skipu-
lagning eftir mun skipið sigla
vestur um haf.
Það er Landafundanefnd sem
starfar á vegum forsætisráðu-
neytisins sem skipuleggur ferðina
í samráði við stjórnvöld á
Nýfundnalandi. Að sögn skrif-
stofustjóra ráðuneytisins, Skarp-
héðins Steinarssonar, er ákveðin
verkaskipting milli landanna
vegna hátíðahaldanna og stendur
nú yfír vinna við nánari útfærslu
og framkvæmdaatriði hennar, en
enn er ekki ljóst til hvaða hafna
verður siglt.
„Eins og málin standa í dag,
bendir ekkert til annars en að Is-
lendingur muni sigla fyrir Islands
hönd til Nýfundnalands og gegna
þar lykilhlutverki í hátíðahöldun-
um,“ sagði Skarphéðinn.
Eina „alvöru" víkingaskipið
Gunnar Marel Eggertsson á ís-
lending, en það er eina víkinga-
skipið sem tekur þátt í hátíða-
höldunum sem er smíðað eftir
upprunalegri aðferð víkinganna.
Það er einnig eina skipið sem
kemur til með áð sigla vestur um
haf, önnur víkingaskip sem koma
frá Evrópu og Bandaríkjunum
verða flutt á svæðið. Þannig mun
það njóta sérstöðu og verða í for-
ystu í hópsiglingu milli hafna á
Nýfundnalandi, að sögn Skarp-
héðins.
MswMfl rnm
I ; ■OPIÐ í DAG KL. 12-15.
2ja herbergja
VESTURBÆR - LAUS
- LAN Falleg 2)a herb. íb. á 3. hæð
í fjölb. ásamt stæði í bílskýli. Ib. er björt
með suðursvölum. Hús og sameign ný-
málað. Áhv. 3,2 millj. Byggsj. rlk. LAUS
STRAX
STÓRAGERÐI Vorumaðfáí
sölu 2ja herb. íb. á jarðhæð í fjölb. á
þessum vinsæla stað. Hús nýl. málað.
Laus fljótl. Verð 5,4 millj.
3ja herbergja
ÞINGHOLTIN Vorum að fá í
sölu fallega töluvert endumýjaða 2-3ja
herb. íb. á 1. hæð I þrlbýli. Nýl. eld-
húsinnréttlng og á baði. Verð 6,6 millj.
Einbýli-parhús-raðhús
HÆÐARSEL í einkasölu fal-
legt um 207 fm einbýlishús á 2 hæðum
ásamt góðum bílskúr með gryfju. Stofa,
borðstofa og 4 svefnherbergi. Botn-
langagata. Verð 16,9 millj.
VANTAR EIGNIR Á SKRÁ
PERSÓNULEG OG TRAUST ÞJÓNUSTA
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FORELDRAR á Héraði vilja úrlausnir í eineltismálum.
Vilja skýrar
reglur í ein-
eltismálum
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
NOKKRIR foreldrar tóku sig saman
á Egilsstöðum og boðuðu til fundar
um eineltismál á Hótel Héraði. Til-
gangur fundarins var að vekja at-
hygli á einelti og koma þeirri um-
ræðu inn í samfélagið auk þess að
vera stuðningur við skólann.
Foreldrar þessir telja eineltismál-
um ekki nægilega sinnt og að úrbóta
sé þörf bæði í málum gerenda og
þolenda eineltis. Fundurinn var vel
sóttur, en um 60 manns sóttu hann.
Vakin var athygli foreldra á alvar-
leika eineltis og var fundargestum
skipt upp í vinnuhópa þar sem hver
hópur fékk ákveðið málefni til að
fjalla um og koma með tillögur til úr-
bóta. Fundurinn ályktaði svo að brýn
þörf væri á því að ráða sálfræðing,
félagsfræðing eða fagaðila við skól-
ann og setja á fót starfshóp sem gerir
tillögur um úrlausnir og fram-
kvæmdir í eineltismálum.
í lok fundar var stofnað Félag vel-
gjörðarmanna barna og voru 6
manns kosnir í stjóm. Þeir eru Stein-
unn H. Snæland, Ai'ndís Þorvalds-
dóttir, Sigurjón Jónasson, Sigur-
björg Erna Jónsdóttir, Fanney Inga-
dóttir og Málfríður Björnsdóttir.