Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 42

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 VIKU m Sigurgeirsson segir að nú sé í gangi umræða um hvort mun á bragðlaukurn megi ekki einungis greina á milli einstak- linga heldur einnig heilu þjóðanna. Hver með sinn stíl HEIMURINN er fjölbreyttur og smekkurinn sömuleiðis. Kjötbúð í Soweto, markaður í Mið-Asíu, súrkálsgerð í Elsass og fiskbúð á Spáni. EKKI þarf að eiga langar samræður við aðra ein- staklinga um mat eða vín til að átta sig á hversu ólík- ur smekkur manna er. Það sem ein- um finnst gott finnst öðrum óætt. Hvort sem rekja megi ólíkar skoðan- ir til ólíks smekks eða mismunandi þjálfaðs bragðskyns verður ekki hjá því litið að skoðanir eru yfirleitt skiptar þegar kemur að því að meta eitthvað sem bragð er af. En þótt mikill munur sé á smekk einstaklinga má jafnvel færa rök fyr- ir því að þessi skipting sé ekki ein- ungis einstaklingsbundin heldur einnig bundin við einstakar þjóðir eða menningarsvæði. Hér erum við vissulega komin út á hálari ís, það er varasamt að setja fram alhæfingar um stóra hópa, þótt vissulega geti það verið forvitnilegt. Er til eitthvað sem heitir „íslenskur" smekkur, „bandarískur" smekkur eða „franskur“ smekkur? Alveg örugglega, vil ég leyfa mér að segja, ef jafnframt er tekið tillit til lögmála tölfræðinnar um útlagagildi. Breska víntímaritið Decanterbirt- ir í aprílhefti sínu niðurstöður óform- legs samanburðar á bragðlaukum breskra og bandarískra vínsérfræð- inga. Það hefur vart farið fram hjá neinum, sem fylgist með breskri um- ræðu, að þar hefur átt sér stað eld- heit umræða síðastliðin misseri um ágæti franskra vína samanborið við kalifornísk vín. Hófst þetta á því að í grein í Decanter árið 1997 voru Kali- fomíuvín harðlega gagnrýnd. I kjöl- farið birtist í bandarísku vínriti grein þar sem sömu Kaliforníuvín fengu toppeinkunn og harðlega var vegið að hinum frönsku vínum og lítið sagt til þeirra koma samanborið við hina kalifornísku framleiðslu. Ekki voru allir á eitt sáttir um þetta í Bretlandi og fóru margir breskir sérfræðingar fram á ritvöllinn til að verja framleiðslu hinna frönsku ná- granna sinna. Teygði þessi umræða sig út fyrir vínheiminn og mátti m.a. Sælkerinn Hver með sinn smekk Smekkur manna er ólíkur en Steingrímur Draumur á 29 megariðum DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ER LÍF eftir þetta líf? Spuming sem allir spyrja og flesta fýsir að fá jákvætt svar við. Að lífið sé mikið og meira en stöðug hringrás tilviljana. Leynt og ljóst rannsaka menn lífið sem ku vera handan tjaldsins mikla sem aðskilur lífið frá dauðanum í von um afgerandi svar. Miðlar hafa fært rök fyrir tilvist framliðinna sem erfitt er að hrekja en nagl- fastar sannanir fyrirfinnast ekki. Harry Houdini, töframaðurinn frægi, var trúaður á líf eftir dauðann og gerði samning við sína nánustu um skipulagðar til- raunir til sambands að honum gengnum, án árangurs. Houdini fletti hins vegar ofan af öllum miðlum í Bandaríkjunum sem svikurum á fyrri hluta aldarinn- ar. Samt trúði hann á líf eftir þetta. Skyldu draumar megna að brúa bil óvissunnar? í draumi hittir maður látna ástvini og oft eru þær kringumstæður á þann veg að líkjast fremur „raunveru- legum“ atburðum frekar en spuna langana og eftirsjá. Einn slíkur birtist í Draumstöfum 19. september 1998. „Uppeldisbróð- ir minn og systursonur móður minnar lést í febrúar síðastliðn- um úr krabbameini, 57 ára að aldri. Móðir hans er enn á lífi eri móðir mín lést fyrir tíu árum. Eg heimsótti frænku mína fyrir stuttu og þá sagði hún mér þennan draum, sem hana dreymdi þrem vikum eftir lát hans. „Mér fannst ég hér inni hjá mér og líta út um gluggann, sé ég þá son minn koma gangandi fráan og léttan á fæti eins og hann átti að sér, upp götuna að húsinu. Ég verð upprifin yfir hversu léttur hann er á sér, líkt og honum sé batnað. Ég bíð eftii- að hann opni dymar og komi inn, en á því verður dráttur svo ég fer fram að gá að honum. Þegar ég opna hurðina fram í forstofuna er sonur minn ekki þar, heldur stendur mamma þín þar með lítinn dreng sér við hlið sem hún leiðir. Hún segir ekkert og draumnum lýkur.“„ Draum- urinn virðist þvi virka sem teng- ill milli sviða, hvort sem sviðið er þetta líf, handan dauðans eða á öðrum tíma í öðru rúmi. Draumur „Satúrnusar“ Þennan draum dreymdi mig fyrir u.þ.b. hálfu ári. Mér finnzt ég vera stödd inni í stóru hvítu gluggalausu herbergi. Ég var þar klædd í síðan hvítan kyrtil og mér fannst ég vera að bíða eftir einhverju. A veggnum and- spænis mér þar sem ég stóð var hurðarop og inn af því hvítur gangur. Allt í einu finnst mér eins og ég sjái óljósa þyrpingu af fólki koma inn eftir ganginum, og þá vissi ég að það voru þau sem ég var að bíða eftir. Þegar þau komu nær sá ég föður minn í broddi fylkingar (A og B hét hann), og var hann með dóttur mína (C, sem er látin), í fanginu á sér. Með honum var D, tengda- faðir minn (sem einnig er látinn). Þar á eftfr kom amma mín E, (sem einnig er látin), síðan kom bróðir föður míns, (F, hann er látinn líka.) Þar á eftir kom bezti vinur föður míns, (G hét hann og er látinn.) Þessi draumur minn hefur truflað mitt daglega líf síð- an mig dreymdi hann, því að mér finnst eins og að liggi í honum einhvers konar skilaboð til mín, eða jafnvel aðvörun. Hvað vilja þau mér? Hvað eru þau að reyna að segja mér? Er eitthvað sem ég á að varast? Ráðning Draumur þinn birtist sem per- sónuleg reynsla þar sem hug- renningum þínum er svarað af brottgengnum ástvinum og vin- um. Tákn draumsins sem vísa til „raunverulegrar" komu þessa látna fólks til þín í drauminum eru hvít; hvíta gluggalausa her- bergið, hvíti kyrtillinn og hvíti gangurinn. Gluggalausa her- bergið gefur í skyn lokaðan heim, kyrtillinn vísar á trú og sakleysi og gangurinn ferð milli heima. Saman eru táknin vís- bending um að draumurinn sé „raunverulegur". Það eru svo nöfn hinna látnu sem mynda frá- sögn draumsins og er ein leið framliðinna að tjá sig. Þar sem þú vilt ekki að ég birti nöfnin læt ég aðra bókstafi fyrir hvert nafn, en raunverulegu nöfnin tákna: A og B; jákvæða baráttu, C; að- stoð, D; erfiði, E; hátíðlega at- höfn, F; lausn á máli og G; breytta tilveru. Þessir einstak- lingar eru því að tjá sig um eitt- hvað ákveðið í þínu lífi og benda þér á aðferð til að ná þeim ár- angri sem þú æskir í málinu. Að með því að heyja þína baráttu á jákvæðan hátt, komi sú aðstoð sem þú þarfnast af sjálfu sér, málin leysist farsællega og þú upplifir nýja tíma. %Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar tíl: Draumstafir Morgunblaðið Kringlmmi 1 103 Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.