Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 55

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 55 Eignaraðild starfs- manna að fyrirtækjum SUNNUDAGINN 28. mars var haldið málþing í Háskólanum á vegum Húmanista- flokksins um nýjar leið- ir í efnahagsmálum. Aðalræðumaðurinn var hagfræðingur frá Chile, Paola Parra. Pa- ola Parra er húmanisti og hefur starfað sem ráðgjafi fyrir verka- lýðsfélög í Chile, tekið þátt í rannsóknarverk- efni sem snertir arð- semi lífeyrissjóða og síðast en ekki síst starfað við rannsóknir um eignaraðild starfs- manna að fyrirtækjum. Réttlátari skipting arðsins Hér á eftir fer kafli úr ræðu hennar sem tengist lagasetningu á Islandi, til að ti-yggja eignarhlut starfsmanna í íyrirtækjum. Ástæð- ur fyrir slíki-i lagasetningu eru margvíslegar en áhættan er höfð að leiðarljósi og þar með öryggi til að sporna við atvinnuleysi og jafnvel til að fjölga atvinnutækifærum. Yfir- leitt verður framleiðnin betri og starfsmenn eiga eitthvað þegar starfsævi lýkur. Réttlátari skipting arðsins fæst m.a. með því að hindra að stærsti hluti afkomunnar verði notaður af fjármagnseigendum í spákaupmennsku, sem hefur m.a. lagt mörg hagkerfi í rast og stuðlar að því að fjármagn færist sífellt á færri hendur. Lög um eignaraðild starfsmanna Paola Parra sagði: „í hverju felst hugmyndin um eignarhlut vinnu- aflsins?“ Lagasetningin miðar að því að hvetja til að starfsfólkið verði meðeigendur í fyrirtækjum með því að veita þeim fyi-irtækjum, sem veita starfsmönnum hlut, skattaaf- slátt. Við höfum safnað upplýsingum um fyrirtæki um allan heim sem hafa veitt starfsmönnum sínum slíka eignarhlutdeild. í Bandaríkj- unum hafa verið gerðar mikilvæg- ar tilraunir af þessu tagi í kjölfar lagasetningar 1974. í Bandaríkjun- um eru meira en 15 milljónir laun- þega (15% vinnuafls) eignaraðilar að fyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Starfsfólkið á 10% til 60% hlut í fyi-irtækjunum. Fjöldi fyrirtækjanna eru rúmlega 10 þúsund. Stærstu fyrirtækin hafa að meðaltali yfir 70 þúsund starfsmenn innan sinna vébanda. Þekktust þeirra era: Flugfélagið United Airlines, flugvélafram- leiðandinn McDonnel Douglas, stáliðnaðar- fyi-irtækið Bethlehem Steel og bílaleigan Av- is. Um það bil 8,3% verðmætis banda- rískra fyrirtækja eru í eigu starfsmanna. Það er líka hægt að benda á slæma reynslu þar sem eignarað- ild almennings eða starfsmanna hefur ekki borið þann árangur sem Tilvist Kominn er tími til að afnema leikreglur nýfrjálshyggjunnar, segir Júlíus Valdimars- son, og tileinka sér tilvistarsjónarmið. skyldi. Þetta á einkum við um rík- isfyrirtæki sem skyndilega hefur verið breytt í einkafyrirtæki. í mörgum tilfellum hefur eignarhlut- deild vinnuaflsins verið misnotuð. Þetta hefur verið gert til að veikja andstöðu starfsmanna við einka- væðinguna. Starfsfólkið fékk hluta- bréf á lágu verði, en síðan var allt gert til að þeir seldu hlut sinn brátt aftur. Slík vinnubrögð eiga ekkert skylt við raunverulega eignarþátt- töku starfsmanna í fyrirtækjum. Raunveraleg eignarþátttaka greinir sig frá málamyndaþátttöku með tvennu móti: 1. I fyrsta lagi er flyggt að eign- arhlutur starfsmanna sé varan- legur. Ef t.d. er um að ræða hlut sem starfsmenn fá gefinn er bundið svo um hnútana að þeir mega ekki selja meira en 25% af hlut sínum áður en þeir fara á eft- irlaun eða láta af störfum hjá fyr- irtækinu. 2. Aðgerðinni er beitt í einkafyr- irtækjum og þjónar því ekki þeim tilgangi að einkavæða ríkisfyrir- tæki. Langtímamarkmið stéttarfélaga Atvinnuöryggi verkafólks fer minnkandi um heim allan. Ný tækni þjónar ekki vinnuaflinu heldur að- eins fjármagnseigendum, sem lýsir sér m.a. í því að þegar ný tækni er innleidd, þá er starfsmönnum sagt upp í stað þess t.d. að stytta vinnu- tímann. Víðast hvar er vinnutími lengdur og starfsmenn verða fyrir ýmsu neikvæðu áreiti. Allt útlit er fyrir að stéttarfélögin verði á ný að berjast fyrir mannsæmandi vinnu- skilyrðum og launum í stað þess að geta unnið með langtíma áætlanir, eins og vera myndi ef fjármagnið væri að hluta til í eigu starfsmanna. í flestum tilfellum eiga fyrirtæki velgengni sína starfsfólkinu að þakka. I dag vinna stéttarfélög að mestu leyti að skammtímaverkefn- um svo sem launahækkunum og vinnuskilyi'ðum. Um leið og starfs- menn hafa eitthvað að segja um skiptingu ágóða, stefnumótun og stjórn fyrirtækja gætu verkalýðsfé- lög snúið sér að langtímaverkefn- um. Við teljum nauðsynlegt að tekið verði af skarið til að tryggja þátt- töku vinnuaflsins í hagnaði fyrir- tækjanna og öllum ákvörðunum. Hingað til hefur það verið viðtekin regla að hagnaðurinn rennur til fjármagnseigenda og launin til starfsfólksins. Starfsfólkið hefur lít- ið fengið að fylgjast með gangi mála nema þegar illa gengur og fjár- magnseigendur vilja lækka laun eða segja upp starfsfólki. Þetta ósam- ræmi er réttlætt með þeim rökum að fjárfestingar feli í sér áhættu, rétt eins og vinnuaflið taki ekki sömu áhættu ef illa gengur! Aldrei fyrr hefur ríkt jafn mikið óöryggi og óvissa á meðal verka- fólks. Því er kominn tími til að af- nema leikreglur nýfrjálshyggjunnar og tileinka sér tilvistarsjónarmið. Þróun mannkyns ætti sér bjarta framtíð ef ekki væri við ofurefli fjármagnsins að stríða. Til þess að fá þessu breytt verð- um við að trúa því að það sé mögu- legt. Höfundur er talsmaður Húmanistaflokksins. Júlíus Valdimarsson NATO á tímamótum RÉTT er að rifja upp við 50 ára afmæli NATO að íslensk stjómvöld vildu vita hvaða skyldur fælust í bandalagssáttmálan- um. Þeirra skilyrði fyi'h' aðild voru: a) að frændþjóðirnar Norð- menn og Danir yrðu í bandalaginu og b) að Islendingum yrði ekki gert að hervæðast eða leyfa herstöðvar í landinu á friðartíma. í mars 1949, þegar stofnun NATO komst á lokastig, var nefnd þriggja ráðherra send til Washington. Þeir voru Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson .og Emil Jónsson. Erindið var að fylgja eftir nefndum fyrii-vörum. Það er skemmst af að segja, að fjTÍrvararnir voru samþykktir af bandalagsríkjunum. Hins vegar gerðu bandarískir herforingjar ráðherrunum grein fyrir styrjald- arhættu á Islandi, nema lands- menn sjálfir tækju þátt í varnará- ætlunum, m.a. með aðild að NATO. Með þann boðskap snera ráðherrarnir heim og Alþingi samþykkti þátttöku í stofnun Atl- antshafsbandalagsins. Horfið var frá hlut- leysi. Lítið var um beinar aðgerðir hérlendis allt til ársins 1983 þegar Geir Hall- grímsson var utanrík- isráðherra. Sá sem nú fer með utanríkismál- in, Halldór Ásgríms- son, er mun róttæk- ari. Hann vill taka virkan þátt í „friðar- gæslu“, sem svo er kölluð, og þar með senda á vettvang átakssveitir hjúkrunarliðs og lögreglumanna. Þetta kann að verða fyrsti vísir að íslenskum her sem sumir gera sér vonir um. Vert er að huga að því að NATO stendur nú á tímamótum. Stofnunin var upphaflega varnar- bandalag lýðræðisþjóða í Evrópu gegn yfirgangi Rússa sem hremmdu hvert ríkið á fætur öðru undir valdahramm sinn að lokinni seinni heimsstyi'jöld og í kalda NATO Þetta, segir Eggert Haukdal, kann að verða fyrsti vísir að íslenskum her. stríðinu. Nú er kommúnisminn hruninn og hættur ekki lengur fyrir hendi úr þeirri átt. Innrás NATO í Júgóslavíu er nýtt fyrir- bæri sem vekur spurningar: Tak- markast slíkar aðgerðir við Evr- ópu eða má vænta þeirra í öðrum heimshlutum? Ef svo er, væri tímabært að setja fram skilyrðin tvö fyrir aðild okkar sem rædd voru hér að framan. Við skuldum NATO ekki neitt. Landsvæðið sem við veitum öflugasta sam- herja þeirra, Bandaríkjunum, verður ekki metið til fjár. Minna má á hin merku orð Einars Bene- diktssonar: „Áttvís á tvennar álfu- strendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuð- ið.“ Núverandi utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson lætur sér ekki Eggert Haukdal Otrúleg umræða MÁLALIÐAR rík- isstj órnarílokkanna keppast við að telja al- menningi trú um að lausn á deilunni um fiskveiðistj órnarólögin sé á næsta leiti. Davíð OddsSon og Halldór Ásgrímsson hafi talað, lausn sé í sjónmáli, og ekki verði þeir herrar vændir um óheilindi. En í hverju eru yfir- lýsingar formanna kvótaflokkanna fólgn- ar aðallega? Landsfundarsam- þykkt Sjálfstæðis- flokksins verður ekki misskilin: Grundvallaratriði nú- gildandi fiskveiðistjórnarkerfis skulu óbreytt standa. Fonnaður hins kvótaflokksins, Halldór Ásgi-ímsson, einn af Fiskveiðistjórnun Að vísa til auðlinda- skattsnefndar, sem Al- þýðubandalagið sáluga átti frumkvæði að, segir Sverrir Her- mannsson, er aumlegt yfirklór, enda hefir sú nefnd ekkert með aðal- efni deilunnar að gera. stærri kvótaeigendunum, sagði á miðstjórnarfundi flokksins að at- huga mætti að breyta lögunum í afmörkuðum atriðum, en grund- vallarkerfð yrði óbreytt, enda hefði það reynzt okkur vel. Hver era svo þessi umtöluðu grandvallaratatriði? Að sjálfsögðu gjafakvótakerfið og hið frjálsa framsal veiðiheimildanna. Um þessi atriði snýst öll deilan en ekki um aukaatriði eins og auðlinda- skatt, sem flaggað er með til að drepa á dreif því sem máli skiptir. Málpípur kvótaflokkanna full- yrða að því megi treysta að þeir muni standa við orð sín eftir kosn- nægja virka þátttöku í NATO. Hann vill láta kanna alla mögu- leika á inngöngu í ESB, jafnvel freista þess að fá undanþágu fyi'ir okkur frá landhelgisstefnu þeirra sem er frágangssök fyrir okkur. Sú undanþága fengist vart. Þessi afstaða formannsins hefir veikt fylgi Framsóknar, sem hefir minnkað veralega skv. nýlegum skoðanakönnunum. Landsmenn vilja ekki verða fylki eða sveitarfélag í nýju sam- bandsríki, sem ESB stefnir að á yfirlýstan hátt. Ekki bætir úr skák, að Halldór var einn af frum- kvöðlum „kvóta“-kerfisins sem þjóðin þolir ekki lengur. Sjálfur á hann (eða fjölskyldan) ríflegan „kvóta“. Lesendum Morgunblaðsins gafst í sl. mánuði kostur á að sjá stóra mynd af Halldóri á síðum blaðsins ásamt áróðursauglýsing- um, fjóra daga í röð. Þar þakkar hann sjálfum sér góðærið sem ver- ið hefir í landinu síðustu ár og kall- ar það „efndir Framsóknar". Landsmönnum er ljóst að góðærið stafar af háu afurðaverði og hóf- legri stjórn ríkisfjármála. Margt gott má um Framsókn segja, eink- um frá löngu liðinni tíð. Forustan er hins vegar ekki sem skyldi um þessar mundir. Höfundur er fv. alþingismnður. ingar um breytingar á kerfínu. Það má vel vera, enda þótt enginn viti í hverju þær breytingar eigi að vera fólgnar. En hitt vita menn líka, að þeir muni standa við þær yfirlýsingar að kerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum. Yfirlýsingar foringj- anna og samþykktir æðsta valds flokkanna eru ótvíræðar: Grund- vallaratriði núgildandi fiskveiðistjórnar skulu óbreytt standa! Fái þeir til þess umboð í kosningunum 8. maí að stjói'na áfram mun aðalatriðum kerfisins fram haldið óbreyttum með aug- ljósum afleiðingum, sem menn hafa þegai- fyrir augum: Aðal-auðlind þjóðarinnar mulin undir örfáa léns- hen-a; ofboðslegt fjárstreymi úr gi’eininni vegna sölu sægreifanna á gjafakvótanum fyrir eigin reikn- ing; áframhaldandi brottkast fisks fyrir milljarða árlega; sjávarftveg- urinn lokuð starfsgi'ein fyrir ung- um athafna- og aflamönnum. Að því er varðar aðalatriði fisk- veiðideilunnar tala formenn ríkis- stjói'narfokkanna af fullum heil- indum: Þefr ætla þar engu að breyta. En látalæti þeirra í orði um að þeir muni leita sátta vekja gran um hreinræktuð loddai'abrögð. Skrfðmælgi þeirra nú rétt fyrir kosningar um nauðsyn þess að ná sáttum um sjávarótvegsmálin er glært froðusnakk, enda ekki bent á eitt einasta atriði sem sættir gætu tekizt um. Að vísa til auðlinda- skattsnefndar, sem Alþýðubanda- lagið sáluga átti framkvæði að, er aumlegt yfirklór, enda hefir sú nefnd ekkert með aðalefni deilunn- ar að gera. Á það skal minnt hér í framhjáhlaupi, að 17 þingmenn rit- uðu 105 háskólaprófessorum bréf rétt fyrir jólin, þar sem þingmenn- irnh' töldu þá standa fyrir „aðfór að landsbyggðinni" vegna hugmynda prófessoranna um auðlindaskatt. Það er ekki að undra þótt gjafa- kvótamenn taki friðþægingartali stjórnarherranna feginsamlega. Þeir vai-pa öndinni léttar því hags- munir þefrra eru í höfn ef núver- andi stjórnvöld halda áfram um taumana, svo sem' samþykktir kvótaflokkanna sanna svo ekki verður um villzt. En umræða einstakra fjölmiðla í kjölfar skrautyi'ða flokksformann- anna er ótróleg. Engum getum skal að því leitt hvað þeim gengur til, en greinilegt er að þefr leggja sig í líma við að aðstoða stjórnar- herrana við að slá ryki í augu kjós- enda. Höfundur er formaður Frjdlslynda flokksins. íþróttir á Netinu mbl.is __ALLTAf^ £ITTH\TAH /<JÝTT Sverrir Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.