Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 86
£( 86 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM 0. J. Simpson bítur frá sér O.J. SIMPSON komst í hann krappan, að eigin sögn, þegar maður miðaði á hann byssu en flúði þegar fótboltahetjan fyrrverandi réðst að honum og beit hann í byssuhöndina. Að sögn lögreglu var Simpson að fara úr golf- skónum á Los Feliz-golfvellinum þegar „snyrtileg- ur“ maður kom aðvífandi með byssu. Simpson bauðst til að aflienda honum veski sitt og farartæki en maðurinn skipaði honum í staðinn að setjast aft- ur í vagninn. „Simpson fípaði árásarmanninn og greip um byssuna," sagði talsmaður lögreglunnar. „Hinum grunaða tókst að halda skotvopninu og flýja af vettvangi á öðru farartæki." Talsmaðurinn bætti við að engin vitni hefðu verið að atburðinum. Simpson sagði í samtali við KCBS-sjónvarps- stöðina að hann hefði bitið árásarmanninn í hönd- ina til að neyða hann til að sleppa skotvopninu. „Ég beit hann,“ sagði hann og bætti við að hann hefði skorið sig á fingri á byssuhlaupinu í slags- málunum og síðan elt manninn sem flúði á hvítu ökutæki. „Eftjr að við slógumst hljóp hann í burtu og ég á eftir. Ég hringdi í 911 [neyðarnúmer lögreglunnar] og sagðist vera að elta hann,“ sagði Simpson og bætti við að lögreglan hefði beðið hann um að hætta eltingarleiknum sem hann hefði gert. Hann lýsti árásarmanninum sem „myndarlegum náunga, hvíthærðum, á milli fertugs og fimmtugs, vel á sig komnum, í góðri þjálfun. Ekki ræfli." O.J. Simpson var sem kunnugt er sýknaður í op- inberum réttarhöldum af ákæru um að myrða fyrr- verandi eiginkonu sína og vin hennar en síðar fund- inn sekur um morðin í einkaréttarhöldum og dæmdur til að greiða skaðabætur upp á 2,5 miHj- arða króna. .. \ Davíð Oddsson heidur fund í þínu kjördæmi Suðurlandi Borgarafundur í Samkomuhúsinu, Vestmannaeyjum laugardaginn 17. apríl kl. 15:00. Borgarafundur í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi sunnudaginn 18. apríl kl. 15:00. Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi taka þátt í umræðum. Allir velkomnir Arangur ’ALtA MYNPBÖNP Fjölskyldu- vandræði Óvænt líf (An Unexpected Life)_ D i' a in a ★★ Framleiðsla: Lee Rose. Leikstjórn: David Jones. Handrit: Lee Rose. Að- alhiutverk: Stockard Channing og Stephen Collins. 88 mín. Bandarísk. CIC myndbönd. Öllum leyfð. ÞESSI mynd fjallar um vandamál. Og boðskapurin er einfaldur, vanda- málin, hversu erfið sem þau virðast viðfangs, eru til þess eins að leysa þau. Myndin er ágæt að mörgu leyti. Hún tekur á verðugum málefn- um og er byggð á þokkalega skrif- uðu handriti með athyglisverðum persónum. Leikur er til fyrirmyndar, þótt tiltölulega lítið sé um átök miðað við gríðarlega dramatískt efnið. Þetta er reyndar lýsandi fyrir myndina í heild. Lítið samræmi er milli umfangs erfiðleikanna sem tekist er á við og lausnanna, sem koma einfaldlega að sjáfum sér, þar sem allir eru svo góðir innst inni. Eina spumingin sem lifir af eftir að myndinni lýkm- er hvers vegna þetta fullkomna fólk lenti í vandamál- um til að byija með? Fj ölskyldumynd í hundakofanum (In the Doghouse)_______ Gamaii/ fjölskyldumynd ★ ★Ví2 Leikstjórn: George Miller. Aðalhlut- verk: Matt Frewer, Rhea Perlman og Trevor Morgan. 90 mín. Banda- rísk. CIC myndbönd, mars 1999. Öllum leyfð. BARNA- og fjölskyldumyndir eru stór iðngrein í Bandaríkjunum, enda bera flestar þeirra merki formúlu og fjöldaframleiðslu. Þessi mynd fellur varla utan þess ramma, en er samt sem áður hin ágætasta skemmt> un. Stór og mynd- arlegur hundur er í mikilvægu hlut- verki, sem er nyög algengt í þessari tegund kvik- mynda. Sagan fjallar einmitt að hluta til um framleiðslu slíkrar myndar. Þetta gefur henni skemmtilegan svip og kemur í veg fyrir að framleiðendur taki vitleysuna of alvarlega. Leikur jafnt sem tæknilegir þættir eru í góðu lagi, en í heild er það skemmtilegur húmor sem heldur frásögninni á flugi og gerir það að verkum að flestir ættu að geta notið léttrar stundar fyi-h' framan skjáinn. Guðmundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.