Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 86
£( 86 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
0. J. Simpson bítur frá sér
O.J. SIMPSON komst í hann krappan, að eigin
sögn, þegar maður miðaði á hann byssu en flúði
þegar fótboltahetjan fyrrverandi réðst að honum
og beit hann í byssuhöndina.
Að sögn lögreglu var Simpson að fara úr golf-
skónum á Los Feliz-golfvellinum þegar „snyrtileg-
ur“ maður kom aðvífandi með byssu. Simpson
bauðst til að aflienda honum veski sitt og farartæki
en maðurinn skipaði honum í staðinn að setjast aft-
ur í vagninn. „Simpson fípaði árásarmanninn og
greip um byssuna," sagði talsmaður lögreglunnar.
„Hinum grunaða tókst að halda skotvopninu og
flýja af vettvangi á öðru farartæki."
Talsmaðurinn bætti við að engin vitni hefðu verið
að atburðinum.
Simpson sagði í samtali við KCBS-sjónvarps-
stöðina að hann hefði bitið árásarmanninn í hönd-
ina til að neyða hann til að sleppa skotvopninu.
„Ég beit hann,“ sagði hann og bætti við að hann
hefði skorið sig á fingri á byssuhlaupinu í slags-
málunum og síðan elt manninn sem flúði á hvítu
ökutæki.
„Eftjr að við slógumst hljóp hann í burtu og ég á
eftir. Ég hringdi í 911 [neyðarnúmer lögreglunnar]
og sagðist vera að elta hann,“ sagði Simpson og
bætti við að lögreglan hefði beðið hann um að
hætta eltingarleiknum sem hann hefði gert. Hann
lýsti árásarmanninum sem „myndarlegum náunga,
hvíthærðum, á milli fertugs og fimmtugs, vel á sig
komnum, í góðri þjálfun. Ekki ræfli."
O.J. Simpson var sem kunnugt er sýknaður í op-
inberum réttarhöldum af ákæru um að myrða fyrr-
verandi eiginkonu sína og vin hennar en síðar fund-
inn sekur um morðin í einkaréttarhöldum og
dæmdur til að greiða skaðabætur upp á 2,5 miHj-
arða króna.
.. \
Davíð
Oddsson
heidur fund í þínu kjördæmi
Suðurlandi
Borgarafundur í Samkomuhúsinu, Vestmannaeyjum
laugardaginn 17. apríl kl. 15:00.
Borgarafundur í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi
sunnudaginn 18. apríl kl. 15:00.
Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi taka þátt í umræðum.
Allir velkomnir
Arangur
’ALtA
MYNPBÖNP
Fjölskyldu-
vandræði
Óvænt líf
(An Unexpected Life)_
D i' a in a
★★
Framleiðsla: Lee Rose. Leikstjórn:
David Jones. Handrit: Lee Rose. Að-
alhiutverk: Stockard Channing og
Stephen Collins. 88 mín. Bandarísk.
CIC myndbönd. Öllum leyfð.
ÞESSI mynd fjallar um vandamál.
Og boðskapurin er einfaldur, vanda-
málin, hversu erfið sem þau virðast
viðfangs, eru til
þess eins að leysa
þau. Myndin er
ágæt að mörgu
leyti. Hún tekur á
verðugum málefn-
um og er byggð á
þokkalega skrif-
uðu handriti með
athyglisverðum
persónum. Leikur
er til fyrirmyndar,
þótt tiltölulega lítið sé um átök miðað
við gríðarlega dramatískt efnið. Þetta
er reyndar lýsandi fyrir myndina í
heild. Lítið samræmi er milli umfangs
erfiðleikanna sem tekist er á við og
lausnanna, sem koma einfaldlega að
sjáfum sér, þar sem allir eru svo góðir
innst inni. Eina spumingin sem lifir af
eftir að myndinni lýkm- er hvers vegna
þetta fullkomna fólk lenti í vandamál-
um til að byija með?
Fj ölskyldumynd
í hundakofanum
(In the Doghouse)_______
Gamaii/
fjölskyldumynd
★ ★Ví2
Leikstjórn: George Miller. Aðalhlut-
verk: Matt Frewer, Rhea Perlman
og Trevor Morgan. 90 mín. Banda-
rísk. CIC myndbönd, mars 1999.
Öllum leyfð.
BARNA- og fjölskyldumyndir eru
stór iðngrein í Bandaríkjunum, enda
bera flestar þeirra merki formúlu og
fjöldaframleiðslu.
Þessi mynd fellur
varla utan þess
ramma, en er
samt sem áður hin
ágætasta skemmt>
un. Stór og mynd-
arlegur hundur er
í mikilvægu hlut-
verki, sem er nyög
algengt í þessari
tegund kvik-
mynda. Sagan fjallar einmitt að hluta
til um framleiðslu slíkrar myndar.
Þetta gefur henni skemmtilegan svip
og kemur í veg fyrir að framleiðendur
taki vitleysuna of alvarlega. Leikur
jafnt sem tæknilegir þættir eru í góðu
lagi, en í heild er það skemmtilegur
húmor sem heldur frásögninni á flugi
og gerir það að verkum að flestir ættu
að geta notið léttrar stundar fyi-h'
framan skjáinn.
Guðmundur Ásgeirsson