Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 1B
FRETTIR
Samvist, Qölskylduráðgjöf, lögð niður
Aform um ný meðferð-
arúrræði með haustinu
ÁFORM eru uppi um að í stað Sam-
vistar fjölskylduráðgjafar, sem lögð
hefur verið niður, verði leitað nýrra
úrræða í samvinnu við aðra með-
ferðaraðila. Áhersla yrði lögð á að
ná til fjölskyldna þeirra sem ánetj-
ast hafa fíkniefnum.
Samvist fjölskylduráðgjöf, sem
stofnuð var sem tilraunaverkefni
tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur-
borgar og Mosfellsbæjar, og starfað
hefur síðan í mars 1996, hefur nú
verið lögð niður og er hætt að taka
við tilvísunum. Jón Björnsson,
framkvæmdastjóri þróunar- og fjöl-
skyldusviðs borgarinnar, sagði að
með ákvörðun Mosfellsbæjar að
taka ekki áfram þátt í verkefninu
hefði verið sjálfgert að endurskoða
yrði starfsemina. I Samvist sagði
Jón að tekist hefði að byggja upp
mjög góðan hóp fagmanna sem unn-
ið hefði vel saman, en borginni hefði
þó ekki fundist að nýttist sem skyldi
og hefði kostað meira en ásættan-
legt hefði verið talið.
Um hugsanleg kaup borgarinnar
á þjónustu Samvistar sagði Jón að
ekki hefði náðst saman um þann
þátt, en hinsvegar væri áætlað að
ná samningum við hliðstæðan aðila
sem starfaðþ utan borgarkerfisins
og óháð því. Áhersla yrði á það lögð
að ná til fjölskyldna þeirra unglinga
sem ánetjast hefðu fíkniefnum svo
og að sinna forvarnarverkefnum.
Sagði Jón að stefnt væri að því að
þessi þjónusta yrði í boði með
haustinu.
Yfir 2000 viðtöl
Að sögn Brynjólfs Brynjólfssonar
sálfræðings, eins af fimm starfs-
mönnum Samvistar, var þjónusta
ráðgjafarinnar mikið notuð. Til að
mynda voru á árinu 1998 skráð 364
tímapantanir, sem leiddu til 2.088
viðtala við einstaklinga og fjölskyld-
ur. Þá sagði Brynjólfur að telöiar
hefðu verið upp viðræður við borg-
ina þegar kom að því að sá tími sem
verkefninu var ætlaður var liðinn,
bæði hvað varðar aukin verkefni en
einnig að hugsanlegt væri að borgin
gerði þjónustusamning við Samvist
varðandi áframhald á starfinu, en
uppúr þeim viðræðum hefði slitnað
nú í apríl. Þá hefði einnig verið
horft til þess að Samvist gæti ann-
ast alla lögbundna skilnaðarráðgjöf
í sveitarfélögunum tveim, en sú
hugmynd hefði ekki náð fram að
ganga.
Sagði Brynjólfur mjög alvarlegt
að nú virtist blasa við úrræðaleysi
fyrir þann fjölda fólks sem ljóst
væri að vildi nýta sér þjónustu sem
fengist utan skóla og félagslega
kerfis borgarinnar, og innan Sam-
vistar hefði byggst upp mikil
reynsla og þekking sem nú nýttist
miklu síður.
Alvai-legt ástand
blasir við
Regína Ásvaldsdóttir, forstöðu-
maður Miðgarðs félagsmiðstöðvar
Grafarvogs, taldi mjög alvarlegt
ástand blasa við ef ekki kæmu til
önnur úrræði í stað Samvistar, sem
hún sagði mjög mikið nýtt af íbúum
Grafarvogs. „Við vitum ekki hvert
við eigum að beina þeim sem þurfa
á þessari þjónustu að halda,“ sagði
Regína og benti einnig á að eftir því
sem hún vissi til hefði álagið þyngst
á Fjölskylduþjónustu kirkjunnar,
sem sinnt hefði sömu þjónustu og
Samvist og hefðu biðlistar þar
lengst vemlega.
Byggðastefna
' borg
I
Ráðstefna Reykjavíkurlistans um
skipulagsmál höfuðborgarinnar
laugardaginn 17. apríl kl. 13.00 - 16.30
í Norræna húsinu
Dagskrá
13.00-13.15 Skráning fundarmanna
13.15-13.25 Ráðstefnan sett
ri
Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulags- og
umferðarnefndar Reykjavíkur.
Fyrri hluti
13.25 -14.00 Reykjavík og höfuðborgarsvæðið
- svæðisskipulag
Hvert á borgin að vaxa?
Þurfa öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
að vaxa í takt?
Höfuðborgin - landsbyggðin!
Frárennslismál margra sveitarfélaga í ólagi
VERIÐ er að leggja mikið ræsi út frá Arnarneslandi í Garðabæ.
Víða ekki hægt að
standa við tímamörk
Framsögumenn:
Sigfús Jónsson, ráðgjafi og landfræðingur.
Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður
byggðaþróunarmála Þjóðhagsstofnunar.
14.00 -14.35 Umræður og fyrirspurnir
Þátttakendur í pallborði auk framsögumanna:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi.
Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins.
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur.
14.35- 14.55 Kaffihlé
Seinni hluti
14.55 -15.40 Miðborgin og þróunaráætlun
Landfyllingar - umhverfismál.
Sambýli flugs og byggðar.
Áhrif landfyllinga á umhverfi og náttúrufar.
Framsögumenn:
Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkur.
Trausti Baldursson sviðsstjóri vistfræðisviðs
Náttúruverndar ríkisins.
Trausti Valsson skipulagsfræðingur og
dósent við Háskóla Islands.
15.40 -16.15 Umræður og fyrirspurnir
Þátttakendur í pallborði auk framsögumanna:
Helgi Hjörvar borgarfulltrúi.
Álfheiður Ingadóttir líffræðingur.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
HJÁ mörgum sveitarfélögum sem
enn eiga eftir að koma frárennslis-
málum sínum í lag standa nú yfir
forathuganir og hönnunarvinna á
mannvirkjum. Ljóst er að mörg
þeirra munu ekki geta staðið við
tímamörk sem lög kveða á um
vegna mikils kostnaðar við fram-
kvæmdimar, en mengunarvarna-
reglugerð kveður á um að öll sveit-
arfélög eigi að hafa lokið þessum
framkvæmdum fyrir árslok 2005.
Sveitarfélögin standa nú frammi
fyrir kröfum um hreinsun frá-
rennslis og fórgun úrgangs en
framkvæmdir þessar eru mjög
fjárfrekar og reynast mörgum
sveitarfélögum þungar í skauti. AI-
þingi setti árið 1995 lög um hvemig
ríkið ætlar að koma til móts við
sveitarfélögin með styrkjum til
þessara framkvæmda.
Að sögn Hafsteins Helgasonai-,
verkfræðings hjá Línuhönnun hf.,
sem sér um flestar forathuganir og
hönnun fyrir sveitarfélög um land
allt, er víða verið að skoða þessi
mál. Til að geta sótt um styrk
verða sveitarfélögin að láta vinna
forathugun sem Línuhönnun hf.
eða aðrir til þess bærir aðilar fram-
kvæma. I skýrslu Línuhönnunar
koma fram nokkrir kostir sem
sveitarfélagið getur valið um og
innifelur kostnaðaráætlun við
mannvirkjagerð, hönnunarvinnu
og rekstur fráveitunnar. Þegar
sveitarfélagið hefur lagt fram
framkvæmdaáætlun og skýrslu um
forathugun getur það sótt um
styrk hjá fráveitunefnd umhvei'fis-
ráðuneytisins.
Að sögn Hafsteins má gróflega
áætla að kostnaðurinn við að koma
þessum málum í lag sé á bilinu
40-60 þúsund krónur á íbúa.
Þannig er kostnaður bæjarfélags
með tvö þúsund íbúa um 100 millj-
ónir króna. Styrkir fráveitunefndar
eru greiddir eftir á, aðeins til verk-
legra framkvæmda.
Víða unnið að úrbótum
Hjá Línuhönnun hf. er í samvinnu
við verkfræðistofur úti um land,
sem eru í fyrirtækjaneti verkfræði-
stofa, verið að vinna að eða er ný-
lokið forathugunum og hönnunar-
vinnu, t.d. fyrir Akranes, Tálkna-
fjörð, Bolungarvík, Sauðárkrók,
Dalvík, Siglufjörð og Selfoss.
„Framkvæmdir í Reykjavík eru
á lokastigi, á Akureyri og Hafnar-
firði eru þær langt komnar og
miklar framkvæmdir standa nú yf-
ir í Garðabæ. Þá er hönnun fráveit-
unnar hafin á Selfossi," sagði Haf-
steinn Helgason, yfirmaður um-
hverfissviðs Línuhönnunar hf.
16.15 -16.35 Samantekt - ráðstefnuslit
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Ráðstefnustjóri:
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans.
Ráðstefnugjald 500 kr.
Allir velkomnir
REYKJAVIKUR
LISTINN