Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Sjóræningjar og apar með drauma um skegg LEIKIR eiga það sameiginlegt að vera í Karíbahafinu. Hönnuðir LucasArts hafa gert sitt besta til að líkja sem best eftir andrúmsloftinu sem þar ríkir og tekist það afar vel. I öllum leikjunum hljómar hugljúf reggí- groove-tónlist og langar hvítar strendur og pálmatré gegna stóru hlutverki í hverjum einasta leik. Aðalpersóna leiksins er Guy- brush Threepwood, ungur maður sem á sér þann draum að gerast sjóræningi. Hann birtist fyrst á eyjunni Mélée þar sem hann hafði vonast eftir að hitta einhvern sem gæti kennt honum undirstöðuatriði iðnarinnar. í gegnum alla þrjá leik- ina breytast draumar seinheppnu hetjunnar lítið en hann nær aldrei þvi takmarki að finna fjársjóð eða verða alvöru sjóræningi, a.m.k. ekki í þeim skilningi er hann hafði vonast eftir. Annar stór draumur Guybrush er að honum vaxi loksins skegg, en það virðist ekki ætla að rætast úr þessu, í öðrum leiknum hafði hann reyndar ágætis alskegg en í þriðja leiknum hvarf það aftur Guybrush til mikillar armæðu. Þrjár aðrar aðalpersónur ganga í gegnum alla leikina: Elaine Marley landstjóri, eina sanna ástin í lífi Gu- ybrush, sem er því miður meiri maður en Guybrush og eiga þau fremur stormasamt samband. Sjóræninginn LeChuck, hættulegur og dauður sjóræningi sem varð snemma erkió- vinur Guybrush vegna ástai- hans á Elaine og að lokum kona, sem, vegna vöntunar á betra nafni, við skulum nefna Voodoo-kon- una, hún er alltaf í öllum leikjunum og sú persóna er hjálpar Guybrush mest í baráttu sinni við LeChuck. Olíkt leikjum eins og Blade Runner eiga leikirnir þrír það sameiginlegt að LucasArts hefur aldrei reynt að gera þá of raunverulega. í fyrstu vegna skorts á þekkingu til þess arna en síðar vegna þess að söguþráður leiksins Monkcy Island Monkey Island-Ieikjasyrpa frá LucasArts þar sem saman er pakkað þremur lcikjum; The Secret Of Mon- key Island, Monkey Island: LeChucks Revenge og The Curse Of Monkey Is- land. LucasArts gefur út, Activision dreifir. THE SECRET Of Monkey Is- land var fyrst gefinn út af LucasArts, sem þá var lítið fyrir- tæki, árið 1990. Þá voru ævintýra- leikir óþróaðir og oft voru leikirnar bara með texta. Leikurinn sló umsvifalaust í gegn fyrir ótrúlegan söguþráð, snjallar persónur og fyndni. Leikurinn Monkey Island: LeChucks Revenge fylgdi í kjölfarið árið 1992 og vakti ekki síður athygli aðdáenda ævintýraleikja. Þegar hér var komið var LucasArts þegar komið í fremstu röð í hönnun ævintýra- leikja og önnur fyrirtæki farin ac apa eftir. Enginn Monkey Island-leikur var áætlaður eftir LeChucks Revenge en árið 1995 ákváðu LucasArts- menn að gera Monkey Island-leik til, The Curse Of Monkey Island. Sá sló einnig í gegn og var meðal ann- ars valinn bestí leikur ársins af fjöl- mörgum leikjatímaritum. Fyrir stuttu kom út sérstök heildarútgáfa af Monkey Island-leikjunum, þar sem þeim er öllum pakkað saman í þriggja diska sett. Monkey Island-leikirnir gerast allir á mismunandi eyjum sem allar myndi ekki passa við raunverulega grafík. Ekki það að leikirnir séu of ýktir eða persón- urnar fáránlegar, langt því frá. Monkey Is- land-leikirnir hafa hlotið mikið lof fyrir flottar persónur og vel teiknað landslag. Einnig hefur ákvörðunin um að halda leikjunum teiknuðum auð- veldað þeim mikið að skapa þetta sérstaka Monkey Island-andrúms- loft sem höfðar til svo margra spi- lenda. Þeim, sem hafa hugsað sér að prófa leikina, er eindregið ráðlagt að byrja á fyrsta leiknum þrátt fyrir yfirburði þriðja leiksins í grafík og hljóði. Ástæðan fyrir því er einfald- lega sú að án þekkingar á bak- grunni Guybrush og annarra per- sóna og staða í leiknum er erfitt að klára þriðja leikinn. Einnig er það margra mat að fyrsti leikurinn sé sá allra besti í seríunni. Flestir sem spilað hafa seríuna í gegn geta vafalaust verið sammála greinarhöfundi um það að Monkey Island-leikimir séu án efa allra bestu ævintýraleikir sem komið hafa út til þessa. Meðal annars hafa verið gefnar út þónokkrar Monkey Island-sögur sem samdar hafa verið út frá leikjunum. I dag er hins veg- ar aðeins hægt að nálgast þær á Netinu þar sem fjölmargar Monkey Island-heimasíður hafa verið settar upp. Ingvi Matthías Árnason Þráðlaus blá- tannarstaðall SAMHLIÐA því sem notkun eykst á farsím- um og lófatölvum eykst áhugi manna fyrir þráðlausum gagnasendingum, ekki síst til að hægt sé að senda upplýsingar á milli slíkra tóla og einnig auðvelda samskipti við móður- tölvu og myndavélar. Á nýafstaðinni CeBIT- sýningu kynntu fjölmargir framleiðendur nýjan staðal á því sviði sem dregur nafn sitt af Haraldi blátönn Danakonungi. IrDA, innrauð tengi, eru víða eins og flestir þekkja en þeir eru teljandi á fingrum annarr- ar handar sem nota þau. Það er ekki síst vegna þess að þó IrDA-tengi sé til staðar er ekki víst að hægt sé að nota það, meðal ann- ars vegna þess að staðlar eru svo skammt á veg komnir. Gott dæmi um það er auglýsing sem birt var í blöðum í tilefni af myndinni You’ve Got Mail, þar sem Ericsson sími var notaður við Macintosh PowerBook-tölvu til að senda póst og taka við honum um innrautt tengi. Leit vel út í auglýsingunni en ekki eins vel í raunveruleikanum því samkvæmt upp- lýsingum á vefsvæði Ericssons er þetta ein- faldlega ekki hægt og verður ekki hægt í fyr- irsjáanlegri framtíð. Álíka vandræði blasa við Nokia 6110-notendum sem ætla að nota sím- ann sinn til að „tala“ við Macintosh PowerBook eða vélar með WindowsCE um innrauða tengið; það er ekki hægt og verður ekki hægt. Prentaraframleiðendur hafa og verið seinir á sér að setja innrauð tengi á prentara sína, þrátt fyrir augljóst hagræði, og ekki nema einn, Hewlett-Packard, sem er með IrDA-tengi sem staðal á prenturum sín- um. Stjórn IrDA-félagsins hefur tekið undir gagnrýni á IrDA-staðalinn og lofar bót og betrun með nýjum staðli, IrDA 2.0. Flutn- ingsgeta verður þá verulega aukin, stuðning- ur innbyggður fyrir nettengingu og auðvelduð uppsetning og stýring. Nýi staðallinn kemur í kjölfar aukins áhuga á IrDA-tækni, meðal annars eru að koma á markað tengi fyrir myndavélar og mótöld og sumir framleiðend- ur hafa kynnt smávaxna Ijósmyndaprentara sem tekið geta við myndum beint úr mynda- vél með IrDA-tengi. Þrátt fyrir þetta tefla margir fram nýjum staðli á móti IrDA, og flestir fremstu framleiðendur tækni- og tölvu- búnaðar hafa tekið upp á sína arma Blátann- arstaðalinn. Blátönn, sem dregur nafn sitt af Danakon- ^ Bluetooth. ungi, er staðall yfir útvarpstækni, sem fram- leiðendur sjá fyrir sér að eigi eftir að koma í stað IrDA. Sendingar samkvæmt Blátannar- staðli geta flutt bæði gögn og rödd og hafa það framyfir IrDA meðal annars að þurfa ekki að vera í sjónlínu til að senda eða taka við. Blátönn notar 2,4 GHz bylgjusviðið sem hefur verið nokkuð notað og fyrir vikið eru sendar og móttökubúnaður ódýr og víða til. Búnaðurinn leitar uppi hreina rás innan sviðs- ins og stillir sig eftir því sem truflanir krefj- ast. Flutningsgeta Blátannartækja verður tals- vert meiri en IrDA, en sem stendur er hún áætluð 721.000 bitar á s. Talsverð áhersla er lögð á öryggi í gagnaflutningi og meðal ann- ars beitt dulritun og tíðnistökkum til að tor- velda njósnir. Tæknin byggist á pakkasend- ingum og nær sambandi upp undir tíu metra frá sendi/móttakara. Pakkamir eru smærri en áður hefur tíðkast og tíðnistökkin örari, en það gefur betra samband, minnkar möguleika á njósnum eins og getið er en minnkar líka líkur á truflunum. Á móti kemur að 2,4 GHz sviðið hefur sín- ar takmarkanir, því eftir því sem fleiri tól fara að nota það til að senda gögn eða taka við þeim því meiri líkur eru á að þau trufli hvert annað og kallar meðal annars á lengri bið eftir hreinni rás. 2,4 GHz er einnig sveiflutíðni vatnssameinda og notað í ör- bylgjuofnum sem valda truflunum í sending- um og geta jafnvel hindrað þær á stóru svæði ef ofninn lekur. Einnig fara sendingar í gegnum veggi og því illt við að eiga ef ein- hver í næstu íbúð eða skrifstofu er með 2,4 GHz nettenginu, því þá er lítið afgangs fyrir aðra í nágrenninu. Blátannarstuðningsaðilar eru flestir helstu framleiðendur á sviði tölvu- og fjarskipta- tækni, þar á meðal Intel, IBM, Toshiba, Ericsson, Nokia, 3COM/Palm, Compaq, Dell, Lucent, Motorola, Qualcomm og svo má telja en alls eru um 200 þátttakendur í verkefninu. Gefur augaleið að Blátönn á eftir að verða ríkjandi staðall, en þó líklegt að innrauð sam- skipti haldi velli enn um sinn. Þessar þýsku gæðavélar hafa heldur betur slegið I gegn. Nú koma þær með innbyggðu 12MB Voodoo2 þrfviddarkorti og 4 leikir fylgja. 17' skjár og DVD fullkomna dæmið. • 17* skjár • Intel 400 Mhz örgjörvi • 64 MB innra minni ■ 8 A GB diskur • 8 MB skjákort • DVD drif • 12MB Voodoo2 þrivlddarhraðall • 56K mótald og 2 mánuðir á netinu • 16 bita hljóðkort og hátalarar • Lyklaborð og mús Voodoo2 er orðinn staðallinn I þrfvíddarkortum i dag. Leikir sem styðja 3D hraðal umturnast. Þrlvlddarkortinu er bætt aukalega við það sem er I tölvunnt^^ Einfalt I uppsetningu ■ geðveik áhrif! Opið laugardag og surmudag! PIOMEER Tómir geisladiskar á frábæru veroi. Seldir I stykkja tali! BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.