Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 8

Morgunblaðið - 22.05.1999, Page 8
8 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagssto&mp um verðlagshœkkanir sfðustu þriggja mánaða ÞAR fór bremsan af verðbólguhjólinu. . Morgunblaðið/Ásdís LJOSMYNDARI Morgunblaðsins náði mynd af þýzka þingmannahópnum þar sem verið var að sýna honum húsakynni Alþingis. Frá vinstri: Klaus Brámig, Dr. Eberhard Brecht, Antje-Marie Steen, Birgit Roth, Sylvia Voss, Rosel Neuhauser, Stephan Dehe nefndarritari, Dr. Harald Kahl og lengst til hægri er Barbara Nagano, sendifulltrúi í þýzka sendiráðinu. Þýzkur þingmannahópur í íslandsheimsókn Fræddust um ís- lenzka ferðaþjónustu SJÖ þýzkir þingmenn, sem sæti eiga í ferðamálanefnd þýzka Sambands- þingsins, sóttu ísland heim í vikunni. Að sögn Antje-Marie Steen, þing- manns þýzka jafnaðarmannaflokks- ins SPD, sem fór fyrir sendinefnd- inni, var tilgangur heimsóknarinnar sá að fræðast um stöðu ferðamála á íslandi, einkum með tilliti til þess SAMKVÆMT tillögu frá Norður- landaráði hefur Norræna ráðherra- nefndin ákveðið að gera tilraun með þróunarverkefni næstu tvö árin og hefur veitt til þess fé. Verkefnið felst í því að styrkja einstaka skóla- bekki eða nemendahópa á aldrinum 13-16 ára til að skiptast á heimsókn- um milli Norðurlandanna. Nú geta íslenskir nemendur farið hvað verið sé að gera til að lokka Þjóðverja hingað sem ferðamenn, en Þjóðveijar eru sem kunnugt er mjög fjölmennir í hópi erlendra gesta á Is- landi. Nefndarmenn hittu meðal annars fulltrúa íslenzkra ferðaskrifstofa og sátu fund með samgöngunefnd Al- þingis, sem kölluð var sérstaklega í bekkjarferð til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Færeyjar eða Alandseyja og fengið til þess fjárstyrk. Umsóknir er hægt að nálgast hjá Norræna félaginu og umsóknar- frestur er til 1. júlí vegna haustferða 1999 og til 1. desember vegna vorferða 2000. saman af þessu tilefni. I samtali við Morgunblaðið sagði Antje-Marie Steen að sendinefndin hefði orðið þess vísari, að mikil þróun hefði átt sér stað í íslenzkri ferða- þjónustu á síðustu árum, og taldi hún líídegt að þá miklu aukningu sem verið hefur í komu ferðamanna hing- að megi rekja til þessarar þróunar. Þá hefði nefndarmönnum leikið for- vitni á að heyra um þau framtíðará- form sem hér væru uppi varðandi þjónustu við erlenda ferðamenn. Þetta var ekki fyrsta íslandsheim- sókn nokkurra í hópnum, en þeir nefndarmeðlimir sem Morgunblaðið hitti sögðust allir harma hve viðdvöl- in hefði verið stutt að þessu sinni, að- eins tveir dagar. „Þetta er örugglega ekki í síðasta sinn sem ég kem hing- að, og ég held það eigi við okkur öll,“ sagði Klaus Brámig, þingmaður kristilegra demókrata frá Saxlandi. Styrkir til nemendaheimsókna Kvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins Aðstaðan mætti batna Björn Finnsson slenski fjallahjóla- klúbburinn stendur fyrir kvöldferðum á hverju þriðjudagskvöldi í sumar, 12 til 30 km. Ferð- imar eru farnar um Reykjavík og nágrenni og öllum heimil þátttaka og er enginn kostnaður því samfara. Björn Finnsson hefur undanfarin sumur skipulagt þessar kvöld- ferðir. Hann var spurður hvers vegna staðið væri fýrir svona ferðum? „Ég var mikið í skáta- starfi og farastjóm hjá Utivist í mörg ár, þá hjólaði ég sjálfur talsvert og fór út í að skipuleggja hjólaferðir iyrir fólk. Þessar kvöldferðir em hugsaðar til þess að fá fólk út sem á reiðhjól en notar þau sjaldan. I leið- inni kynnist það borginni og ná- grenni.“ - Hvað lengi hafa svona ferðir verið farnar á vegum Fjailahjóla- klúbbsins? „Þetta er fimmta sumarið. Þegar þetta byrjaði hófust ferð- irnar við Fákshúsin gömlu við Elliðaárnar, þær stóðu yfir fyrsta sumarið allt og raunar fram í desember það ár, enda var veðurfar með eindæmum gott þá. Nú í seinni tíð þori ég ekki að halda þessu úti nema fram í sept- ember. Fólk er ekki útbúið til vetraraksturs á reiðhjólum, en komin eru nagladekk á reiðhjól. An þeirra finnst mér ábyrgðar- hluti að hvetja fólk í vetrarferðir. Þess vegna standa ferðimar núna aðeins út september. Sjálf- ur hjóla ég allt árið meira og minna.“ - Hvenær hófst starfsemi Fjallahjólaklúbbsins ? „Hann verður tíu ára nú í sum- ar. Fjallahjólaklúbburinn var að fá nýja aðstöðu, húsið er á homi Brekkustígs og Framnesvegar og það er verið að gera það í stand núna. Skráðir félagar í klúbbnum em núna um 250 manns. Þátt- taka hefur verið að smá aukast." - Hvers vegna var þessi klúbb- ur stofnaður? „Magnús Bergsson á aðallega heiðurinn að stofnun klúbbsins og hann hefur verið formaður þar til á síðasta aðalfundi, nú er AJda Jónsdóttir formaður. Klúbburinn var stofnaður til þess að berjast fyrir bættri aðstöðu hjólreiða- fólks í umferðinni og aukinni hjól- reiðanotkun til ferðalaga og efl- ingu reiðhjólsins sem farartækis. Loks má nefna umhverfisástæð- ur.“ - í hverju felst starfsemi Fjallahjólaklúbbsins auk kvöld- ferðanna? „í fyrsta lagi er alltaf opið hús á fimmtudagskvöldum, þá em bæði fræðslu- fundir, myndakvöld, viðgerðanámskeið og síðan eru sett upp ferðaprógrömm á hverju ári. Klúbburinn hefur að- stoðað t.d. Ferðafélagið við hjól- reiðaferðir, aðstoðað erlenda ferðamenn við skipulagningu ferða um landið og fleira.“ - Er mikið um að útlendingar ferðist á reiðhjólum um ísland? „Já, það er mikið um það. Þeir koma hingað með tvennum hætti, með Norrænu til Seyðisfjarðar, eða þá með flugvélum og þá fá þeir smjörþefinn af umferðar- menningu Islendinga á Reykja- nesbrautinni. Því miður verða nokkur slys þar á hverju ári, búið ►Bjöm Finnsson er fæddur að Holti á Kjalarnesi 1949. Hann lauk unglingaprófi frá Voga- skóla og fór siðan að vinna í versluninni Geysi. Eftir það starfaði hann um árabil hjá O. Johnsen & Kaaber, sem erind- reki hjá Bandalagi islenskra skáta og hjá Landvélum. Hann rak um tíma eigin heildverslun en starfar nú hjá Fálkanum. Björn hefur starfað við farar- sljórn hjá Utivist, hann annast nú kvöldferðir fyrir almenning á vegum Fjallalijólaklúbbsins. Björn er ókvæntur og barnlaus. er að ræða við yfirvöld um þessi mál og í undirbúningi er að bæta aðstöðu hjólreiðamanna á Reykjanesbrautinni." - Hvernig gengur að öðru leyti að fá bætta aðstöðu fyrir hjól- reiðamenn? „Það gengur heldur treglega. Það hefur verið nokkuð þokka- legt héma á höfuðborgarsvæð- inu, sérstaklega í nýjum hverfum. En tenging milli bæjarfélaga á þessu svæði er nánast engin. Ef fólk ætlar að hjóla úr Garðabæ upp í Mosfellsbæ á það enga greiða leið og verður víða að leggja sig í stór hættu. Það eina sem menn geta gert er að vera í umferðinni eða vegaröxlunum, sem eru ekki til þessa gerðar.“ - Er almenningur áhugasamur um hjólreiðar? „Ahugi hjólreiðamanna sést best á því að til íslands eru ár- lega flutt inn á milli fimmtán og sautján þúsund hjól. Þetta eru meðaltalstölur fyrir síðustu ellefu ár. Miðað við þetta eru um 150 þúsund hjól í gangi í landinu, langflest hér á höfuðborgarsvæð- inu - mörg þeirra barnahjól reyndar. Megnið af þessum hjól- um eru sáralítið í notkun, bara á góðviðriskvöldum og eina og eina helgi.“ - Er eftirsóknar- vert að hjóla? „Já, það er heilsu- bætandi að hjóla auk þess sem það er umhverfisbæt- andi, það mengar ekki og er loks mjög ódýr kostur." - Er ísland ekki erfitt land til hjólreiða? „Nei, við eigum mikið af fjalla- hjólum með gírabúnaði sem leyfir okkur að takast á við brekkur og erfitt landsvæði. Útlendingar sem ég hef talað við finnst veru- lega spennandi að hjóla á íslandi. Það er líka kominn mjög góður klæðnaður til hjólreiða. Fólki ætti því ekki að vera neitt að van- búnaði að fara að hjóla.“ Heilsu- bætandi að hjóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.