Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagssto&mp um verðlagshœkkanir sfðustu þriggja mánaða ÞAR fór bremsan af verðbólguhjólinu. . Morgunblaðið/Ásdís LJOSMYNDARI Morgunblaðsins náði mynd af þýzka þingmannahópnum þar sem verið var að sýna honum húsakynni Alþingis. Frá vinstri: Klaus Brámig, Dr. Eberhard Brecht, Antje-Marie Steen, Birgit Roth, Sylvia Voss, Rosel Neuhauser, Stephan Dehe nefndarritari, Dr. Harald Kahl og lengst til hægri er Barbara Nagano, sendifulltrúi í þýzka sendiráðinu. Þýzkur þingmannahópur í íslandsheimsókn Fræddust um ís- lenzka ferðaþjónustu SJÖ þýzkir þingmenn, sem sæti eiga í ferðamálanefnd þýzka Sambands- þingsins, sóttu ísland heim í vikunni. Að sögn Antje-Marie Steen, þing- manns þýzka jafnaðarmannaflokks- ins SPD, sem fór fyrir sendinefnd- inni, var tilgangur heimsóknarinnar sá að fræðast um stöðu ferðamála á íslandi, einkum með tilliti til þess SAMKVÆMT tillögu frá Norður- landaráði hefur Norræna ráðherra- nefndin ákveðið að gera tilraun með þróunarverkefni næstu tvö árin og hefur veitt til þess fé. Verkefnið felst í því að styrkja einstaka skóla- bekki eða nemendahópa á aldrinum 13-16 ára til að skiptast á heimsókn- um milli Norðurlandanna. Nú geta íslenskir nemendur farið hvað verið sé að gera til að lokka Þjóðverja hingað sem ferðamenn, en Þjóðveijar eru sem kunnugt er mjög fjölmennir í hópi erlendra gesta á Is- landi. Nefndarmenn hittu meðal annars fulltrúa íslenzkra ferðaskrifstofa og sátu fund með samgöngunefnd Al- þingis, sem kölluð var sérstaklega í bekkjarferð til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Færeyjar eða Alandseyja og fengið til þess fjárstyrk. Umsóknir er hægt að nálgast hjá Norræna félaginu og umsóknar- frestur er til 1. júlí vegna haustferða 1999 og til 1. desember vegna vorferða 2000. saman af þessu tilefni. I samtali við Morgunblaðið sagði Antje-Marie Steen að sendinefndin hefði orðið þess vísari, að mikil þróun hefði átt sér stað í íslenzkri ferða- þjónustu á síðustu árum, og taldi hún líídegt að þá miklu aukningu sem verið hefur í komu ferðamanna hing- að megi rekja til þessarar þróunar. Þá hefði nefndarmönnum leikið for- vitni á að heyra um þau framtíðará- form sem hér væru uppi varðandi þjónustu við erlenda ferðamenn. Þetta var ekki fyrsta íslandsheim- sókn nokkurra í hópnum, en þeir nefndarmeðlimir sem Morgunblaðið hitti sögðust allir harma hve viðdvöl- in hefði verið stutt að þessu sinni, að- eins tveir dagar. „Þetta er örugglega ekki í síðasta sinn sem ég kem hing- að, og ég held það eigi við okkur öll,“ sagði Klaus Brámig, þingmaður kristilegra demókrata frá Saxlandi. Styrkir til nemendaheimsókna Kvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins Aðstaðan mætti batna Björn Finnsson slenski fjallahjóla- klúbburinn stendur fyrir kvöldferðum á hverju þriðjudagskvöldi í sumar, 12 til 30 km. Ferð- imar eru farnar um Reykjavík og nágrenni og öllum heimil þátttaka og er enginn kostnaður því samfara. Björn Finnsson hefur undanfarin sumur skipulagt þessar kvöld- ferðir. Hann var spurður hvers vegna staðið væri fýrir svona ferðum? „Ég var mikið í skáta- starfi og farastjóm hjá Utivist í mörg ár, þá hjólaði ég sjálfur talsvert og fór út í að skipuleggja hjólaferðir iyrir fólk. Þessar kvöldferðir em hugsaðar til þess að fá fólk út sem á reiðhjól en notar þau sjaldan. I leið- inni kynnist það borginni og ná- grenni.“ - Hvað lengi hafa svona ferðir verið farnar á vegum Fjailahjóla- klúbbsins? „Þetta er fimmta sumarið. Þegar þetta byrjaði hófust ferð- irnar við Fákshúsin gömlu við Elliðaárnar, þær stóðu yfir fyrsta sumarið allt og raunar fram í desember það ár, enda var veðurfar með eindæmum gott þá. Nú í seinni tíð þori ég ekki að halda þessu úti nema fram í sept- ember. Fólk er ekki útbúið til vetraraksturs á reiðhjólum, en komin eru nagladekk á reiðhjól. An þeirra finnst mér ábyrgðar- hluti að hvetja fólk í vetrarferðir. Þess vegna standa ferðimar núna aðeins út september. Sjálf- ur hjóla ég allt árið meira og minna.“ - Hvenær hófst starfsemi Fjallahjólaklúbbsins ? „Hann verður tíu ára nú í sum- ar. Fjallahjólaklúbburinn var að fá nýja aðstöðu, húsið er á homi Brekkustígs og Framnesvegar og það er verið að gera það í stand núna. Skráðir félagar í klúbbnum em núna um 250 manns. Þátt- taka hefur verið að smá aukast." - Hvers vegna var þessi klúbb- ur stofnaður? „Magnús Bergsson á aðallega heiðurinn að stofnun klúbbsins og hann hefur verið formaður þar til á síðasta aðalfundi, nú er AJda Jónsdóttir formaður. Klúbburinn var stofnaður til þess að berjast fyrir bættri aðstöðu hjólreiða- fólks í umferðinni og aukinni hjól- reiðanotkun til ferðalaga og efl- ingu reiðhjólsins sem farartækis. Loks má nefna umhverfisástæð- ur.“ - í hverju felst starfsemi Fjallahjólaklúbbsins auk kvöld- ferðanna? „í fyrsta lagi er alltaf opið hús á fimmtudagskvöldum, þá em bæði fræðslu- fundir, myndakvöld, viðgerðanámskeið og síðan eru sett upp ferðaprógrömm á hverju ári. Klúbburinn hefur að- stoðað t.d. Ferðafélagið við hjól- reiðaferðir, aðstoðað erlenda ferðamenn við skipulagningu ferða um landið og fleira.“ - Er mikið um að útlendingar ferðist á reiðhjólum um ísland? „Já, það er mikið um það. Þeir koma hingað með tvennum hætti, með Norrænu til Seyðisfjarðar, eða þá með flugvélum og þá fá þeir smjörþefinn af umferðar- menningu Islendinga á Reykja- nesbrautinni. Því miður verða nokkur slys þar á hverju ári, búið ►Bjöm Finnsson er fæddur að Holti á Kjalarnesi 1949. Hann lauk unglingaprófi frá Voga- skóla og fór siðan að vinna í versluninni Geysi. Eftir það starfaði hann um árabil hjá O. Johnsen & Kaaber, sem erind- reki hjá Bandalagi islenskra skáta og hjá Landvélum. Hann rak um tíma eigin heildverslun en starfar nú hjá Fálkanum. Björn hefur starfað við farar- sljórn hjá Utivist, hann annast nú kvöldferðir fyrir almenning á vegum Fjallalijólaklúbbsins. Björn er ókvæntur og barnlaus. er að ræða við yfirvöld um þessi mál og í undirbúningi er að bæta aðstöðu hjólreiðamanna á Reykjanesbrautinni." - Hvernig gengur að öðru leyti að fá bætta aðstöðu fyrir hjól- reiðamenn? „Það gengur heldur treglega. Það hefur verið nokkuð þokka- legt héma á höfuðborgarsvæð- inu, sérstaklega í nýjum hverfum. En tenging milli bæjarfélaga á þessu svæði er nánast engin. Ef fólk ætlar að hjóla úr Garðabæ upp í Mosfellsbæ á það enga greiða leið og verður víða að leggja sig í stór hættu. Það eina sem menn geta gert er að vera í umferðinni eða vegaröxlunum, sem eru ekki til þessa gerðar.“ - Er almenningur áhugasamur um hjólreiðar? „Ahugi hjólreiðamanna sést best á því að til íslands eru ár- lega flutt inn á milli fimmtán og sautján þúsund hjól. Þetta eru meðaltalstölur fyrir síðustu ellefu ár. Miðað við þetta eru um 150 þúsund hjól í gangi í landinu, langflest hér á höfuðborgarsvæð- inu - mörg þeirra barnahjól reyndar. Megnið af þessum hjól- um eru sáralítið í notkun, bara á góðviðriskvöldum og eina og eina helgi.“ - Er eftirsóknar- vert að hjóla? „Já, það er heilsu- bætandi að hjóla auk þess sem það er umhverfisbæt- andi, það mengar ekki og er loks mjög ódýr kostur." - Er ísland ekki erfitt land til hjólreiða? „Nei, við eigum mikið af fjalla- hjólum með gírabúnaði sem leyfir okkur að takast á við brekkur og erfitt landsvæði. Útlendingar sem ég hef talað við finnst veru- lega spennandi að hjóla á íslandi. Það er líka kominn mjög góður klæðnaður til hjólreiða. Fólki ætti því ekki að vera neitt að van- búnaði að fara að hjóla.“ Heilsu- bætandi að hjóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.