Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞAU tóku við veitingarekstri Blönduskáians sem nú heitir Grillbær, f.v. Svenny Hallbjörnsdóttir, Kristín Inga Hólmsteinsdóttir, Gunnar Ilalldórsson og Iiallbjörn Iljartarson. Könnun PricewaterhouseCoopers 38% hafa gefið blóð UM 38% íslendinga á aldrinum 18-67 ára hafa gefið blóð, ef marka má nýja könnun Pricewater- houseCoopers. Karlar eru hlutfalls- lega mun fleiri í blóðgjafahópnum. Könnunin var gerð símleiðis dagana 16.-24. febrúar sl. og var úrtakið 1000 manns á öllu landinu. Svarhlutfall var um 70%, þegar dregnir höfðu verið írá látnir, er- lendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. 51% karla sögðust hafa gefið blóð en 26,4% kvenna. Af þeim sem voru á aldrinum 18-29 ára höfðu 26,2% gefið blóð, 40,2% þeirra sem voru á aldrinum 30-49 ára og 49,3% þeirra sem voru á aldrinum 50-67 ára. Þegar spurt var um af hverju menn hefðu ekki gefið blóð svöruðu 33% að þeir mættu það ekki en rúmlega 29% kenndu um trassa- skap. Konur voru fjölmennari í hópnum sem nefndi fyrri ástæðuna en karlar í þeim sem nefndi síðari ástæðuna. Ibúar höfuðborgarsvæð- isins voru hlutfallslega mun fjöl- mennari í hópi þeirra sem ekki sögðust mega gefa blóð. Af lands- byggðarbúum töldu 14,5% stað- setningu Blóðbankans hafa hamlað því að þeir gæfu blóð. Kántrý- bær teygir út anga sína Blöndudsi. Morgunblaðið. KÁNTRÝBÆR ehf., fyrirtæki Hallbjörns Hjartarsonar á Skagaströnd og fjölskyldu hans, hefur tekið við rekstri Blöndu- skálans á Blönduósi og hafið starfsemi undir nafninu Grill- bær. Jafnframt er Hallbjörn að undirbúa útsendingar Utvarps Kántrýbæjar í Skagafírði. I Grillbæ verður hægt að fá grillrétti hverskonar og pítsur og þar á meðal kántrýpítsuna skagstrensku. Eins og vafalítið flestir vita er Kántrýbær ehf. sama fyrirtækið og rekur sam- nefndan bæ á Skagaströnd og má segja með þessu að Hall- björn Hjartarson, kúreki norð- ursins, hafi hafið innreið sfna í Blönduósbæ. Kántrýbær ehf. er Qölskyldu- fyrirtæki og ásamt Hallbirni eru þar fremst í flokki dóttir hans og tengdasonur, Svenny og Gunnar Halldórsson. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Gunnar að veitingastaðurinn væri meðal annars hugsaður sem framlenging á Kántrýbæ eða jafnvel vegvísir þangað. „Staðurinn verður með svolitl- um „kántrýblæ"; hjá okkur mun „kántrýtónlistin“ frá Utvarpi Kántrýbæ hljóma." Hallbjörn kántrýkóngur hyggur á fleiri landvinninga, nú til austurs. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að Útvarp Kántrýbær mundi hljóma um Skagafjörðinn um miðjan júní ef allt færi sem nú horfði. Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva 16. sætið er Islending- um kært FLESTIR íslendingar spá Selmu Bjömsdóttur 10. sæti í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem fram fer í Israel eftir viku, skv. nýlegri könnun PricewaterhouseCoopers. Næst- flestir spáðu íslenska laginu 16. sæti. Niðurstöðumar skjóta heldur skökku við, því lagið nýtur mikilla vinsælda á Netinu. Þar er því spáð einu efstu sætanna. Eins og kunnugt er vom íslend- ingar nánast áskrifendur að 16. sæti söngvakeppninnar um skeið, nokkur íhaldssemi virðist því eiga þátt í spá margra. fimmtudag til mánudags í bakka kr Blandaðir litir [altuhlanda> 30 1. fcw 3JJ Hentar vel í útikerin, blómabeðin og í kirkjugarðinn. Tilvalin með stjúpunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.