Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞAU tóku við veitingarekstri Blönduskáians sem nú heitir Grillbær, f.v. Svenny Hallbjörnsdóttir, Kristín Inga Hólmsteinsdóttir, Gunnar Ilalldórsson og Iiallbjörn Iljartarson. Könnun PricewaterhouseCoopers 38% hafa gefið blóð UM 38% íslendinga á aldrinum 18-67 ára hafa gefið blóð, ef marka má nýja könnun Pricewater- houseCoopers. Karlar eru hlutfalls- lega mun fleiri í blóðgjafahópnum. Könnunin var gerð símleiðis dagana 16.-24. febrúar sl. og var úrtakið 1000 manns á öllu landinu. Svarhlutfall var um 70%, þegar dregnir höfðu verið írá látnir, er- lendir ríkisborgarar og þeir sem búsettir eru erlendis. 51% karla sögðust hafa gefið blóð en 26,4% kvenna. Af þeim sem voru á aldrinum 18-29 ára höfðu 26,2% gefið blóð, 40,2% þeirra sem voru á aldrinum 30-49 ára og 49,3% þeirra sem voru á aldrinum 50-67 ára. Þegar spurt var um af hverju menn hefðu ekki gefið blóð svöruðu 33% að þeir mættu það ekki en rúmlega 29% kenndu um trassa- skap. Konur voru fjölmennari í hópnum sem nefndi fyrri ástæðuna en karlar í þeim sem nefndi síðari ástæðuna. Ibúar höfuðborgarsvæð- isins voru hlutfallslega mun fjöl- mennari í hópi þeirra sem ekki sögðust mega gefa blóð. Af lands- byggðarbúum töldu 14,5% stað- setningu Blóðbankans hafa hamlað því að þeir gæfu blóð. Kántrý- bær teygir út anga sína Blöndudsi. Morgunblaðið. KÁNTRÝBÆR ehf., fyrirtæki Hallbjörns Hjartarsonar á Skagaströnd og fjölskyldu hans, hefur tekið við rekstri Blöndu- skálans á Blönduósi og hafið starfsemi undir nafninu Grill- bær. Jafnframt er Hallbjörn að undirbúa útsendingar Utvarps Kántrýbæjar í Skagafírði. I Grillbæ verður hægt að fá grillrétti hverskonar og pítsur og þar á meðal kántrýpítsuna skagstrensku. Eins og vafalítið flestir vita er Kántrýbær ehf. sama fyrirtækið og rekur sam- nefndan bæ á Skagaströnd og má segja með þessu að Hall- björn Hjartarson, kúreki norð- ursins, hafi hafið innreið sfna í Blönduósbæ. Kántrýbær ehf. er Qölskyldu- fyrirtæki og ásamt Hallbirni eru þar fremst í flokki dóttir hans og tengdasonur, Svenny og Gunnar Halldórsson. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Gunnar að veitingastaðurinn væri meðal annars hugsaður sem framlenging á Kántrýbæ eða jafnvel vegvísir þangað. „Staðurinn verður með svolitl- um „kántrýblæ"; hjá okkur mun „kántrýtónlistin“ frá Utvarpi Kántrýbæ hljóma." Hallbjörn kántrýkóngur hyggur á fleiri landvinninga, nú til austurs. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að Útvarp Kántrýbær mundi hljóma um Skagafjörðinn um miðjan júní ef allt færi sem nú horfði. Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva 16. sætið er Islending- um kært FLESTIR íslendingar spá Selmu Bjömsdóttur 10. sæti í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem fram fer í Israel eftir viku, skv. nýlegri könnun PricewaterhouseCoopers. Næst- flestir spáðu íslenska laginu 16. sæti. Niðurstöðumar skjóta heldur skökku við, því lagið nýtur mikilla vinsælda á Netinu. Þar er því spáð einu efstu sætanna. Eins og kunnugt er vom íslend- ingar nánast áskrifendur að 16. sæti söngvakeppninnar um skeið, nokkur íhaldssemi virðist því eiga þátt í spá margra. fimmtudag til mánudags í bakka kr Blandaðir litir [altuhlanda> 30 1. fcw 3JJ Hentar vel í útikerin, blómabeðin og í kirkjugarðinn. Tilvalin með stjúpunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.