Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 4 Baugur teygir anga sína vestur á land Kaupir verslunina Stykkiskaup VERSLUNARKEÐJAN Hraðkaup hefur gengið frá samningi við eig- endur Stykkiskaupa ehf. um kaup á fasteignum og verslunarrekstri Stykkiskaupa í Stykkishólmi. Hrað- kaup tekur við rekstrinum frá 1. júní næstkomandi en þetta er fjórða verslun keðjunnar. Að sögn Jóns Scheving Thor- steinssonar, forsvarsmanns Hrað- kaups, verður verslunin í Stykkis- hólmi rekin með svipuðu sniði í sum- ar og verið hefur. „Við sjáum ekki ástæðu til að breyta miklu í byrjun enda er versl- unin rekin með glæsibrag. Fyrri eig- endur munu starfa hjá okkur og við ætlum að nota sumarið til að læra á þennan markað,“ segir Jón. Fyrri eigendur Stykkiskaupa hafa rekið verslunina í fimm og hálft ár. Einn þeirra, Ingibjörg Benedikts- dóttir, segist þess fullviss að kaup Hraðkaups á versluninni verði bæj- arbúum til góðs og til þess fallin að efla verslun í Stykkishólmi. „Hraðkaup leggur fyrst og fremst áherslu á ferskvöru og langan af- greiðslutíma. Markmið okkar er að færa út á landsbyggðina þá byltingu sem hefur átt sér stað á höfuðborg- arsvæðinu á síðustu árum,“ segir Jón. Verslunin í Stykkishólmi verður sú fjórða í Hraðkaupskeðjunni. Fyrsta verslunin var opnuð í Borg- arnesi í byrjun árs 1998 og í október DAVID M. Brewer, sem verið hefur aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation, hefur tekið við stjór á daglegum rekstri fyrirtækisins, seg- ir í fréttatilkynningu. í verkahring Brewers verða meðal annars öll rekstrarleg tengsl við Norðurál hf. á Grundartanga en eig- sama ár var önnur verslun opnuð á Egilsstöðum. Sú þriðja var svo opn- uð á Akureyri í mars síðastliðnum. Um samkeppni frá öðrum verslun- um á svæðunum segir Jón: „Við höf- um ekki mætt neinni samkeppni að ráði, enda teljum við okkur vera að auka þjónustuna í þessum byggðar- lögum.“ Hann bætir við að í könnun sem Stefán Ólafsson lektor vann um fólksfækkun á landsbyggðinni hafi komið fram að fjárfesting í verslun andinn, Kenneth D. Peterson, verð- ur áfram stjómarformaður. Mun hann nú einbeita sér enn frekar að stefnumótun Columbia Ventures og þróunarverkefnum. Brewer hefur starfað hjá Col- umbia Ventures í 10 ár og hefur 30 ára reynslu að baki í áliðnaðinum. og þjónustu víða úti á landi sé lítil og störfin fá. „Pað er oft lítil verslun og þjón- usta á þessum stöðum. Það kom einnig fram í þessari könnun að fólk á landsbyggðinni vill ekki einungis betra vöruverð heldur einnig meira vöruúrval og gæði. Það vill ferska vöru og fjölbreytileika." Jón fullyrðir að ekki standi til að opna fleiri Hraðkaupsverslanir á næstunni en ýmislegt sé þó til skoð- unar. „Við forum okkur hægt og viljum gera þetta vel. Þetta tekur allt sinn tíma, að fá allt til að virka og skil- greina stefnuna í markaðsmálum á hverjum stað. Menn eru fyrst og fremst að vanda sig, njóta þess að vera kaupmenn og geta komið með eitthvað nýtt og skemmtilegt inn á svæði og gert þetta vel. Ef maður ætlar bara að vaða einhvers staðar inn og reyna að ná sem mestri veltu þá endar það bara í ljótum og skítug- um búðum með fáu fólki og lélegri þjónustu. Þá er ekkert gaman að vera kaupmaður lengur,“ segir Jón. Columbia Ventures Breytingar á stjórnun Fyrsti hagn- aður Mazda í 6 ár Tókýó. Reuters. MAZDA Motor hefur skýrt frá fyrsta hagnaði fyrirtækisins í sex ár og spáir mesta hagnaði sínum frá upphafí á næsta ári. „Ég segi frá því með nokkru stolti að takmark okkar til marz árið 2000 er að setja algert met,“ sagði yfir- fjármálastjóri Mazda, Gary Hexter, á blaðamannafundi. Mazda er fimmti helzti bílafram- leiðandi Japans og skilaði 312 millj- óna dollara nettóhagnaði á síðasta reikningsári til marzloka. Unnið hefur verið að endurskipu- lagningu fyrirtækisins í mörg ár og afkoma þess hefur ekki verið betri í 14 ár. Afkoman er betri en sérfræðingar höfðu spáð. Sömu sögu er að segja um spá fyrirtækisins um að nettó- hagnaður aukizt úr 38,71 milljón í 40 milljarða jena á yfirstandandi reikn- ingsári. ------------------ Naust Marine tekur við sölu á sjálfvirknibún- aði Tæknivals GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að Naust Marine í Garðabæ kaupi sölusvið sjálfvirknibúnaðar hjá iðnstýrideild Tæknivals hf., og mun iðnstýrideild hér eftir einbeita sér að hönnun og þróun stjórn- og eftirlits- kerfa sem er meginverkefni deildar- innar, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Tæknivali. Með þessu samkomulagi flyst m.a. sala á sjálfvirknibúnaði frá Omron, Fluke, Hitachi og PR Electronic til Naust Marine. Starfsmenn Naust Marine eru sjö, en fyrirtækið hefur meðal annars sérhæft sig í stýrikerf- um fyrir togvindur í togara. Það hef- ur um árabil verið í samstarfi og við- skiptum við Tæknival og er fyrirhug- að að efla og treysta samstarf fyrir- tækjanna enn frekar. Geir Arnar Geirsson, sölustjóri sjálfvirknibúnað- ar Tæknivals, fer til starfa hjá Naust Marine vegna þessara breytinga. Kringlunni 4—12 Sími 568 6010 Fundir íslensk-sænska verslunarráðsins í Stokkhólmi: Gert er ráð fyrir að umfang starfseminnar í Svlþjóð eigi eftir aukast á næstunni. Aðalfundur íslensk-sænska verslunarráðsins í Stokkhólmi Rafræn viðskipti til sérstakrar umfjöllunar ÍSLENSK-sænska verslunarráðið hélt aðalfund sinn í Stokkhólmi 18. maí sl. í húsakynnum Verslunarráðs Stokkhólms. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa voru rafræn viðskipti til sérstakrar umfjöllunar á fundin- um, og kynntu þeir Skúli Mogensen frá OZ og Henrik Bergquist frá Ericsson samstarfsverkefni þeirra „iPulse", sem tengir saman ólíka samskiptamiðla eins og síma, tölvur og Netið. Þá kynnti Johan Brenner starfsemi Etrade Nordic, sem í dag er annað stærsta fyrirtækið í heim- inum í verðbréfaviðskiptaþjónustu á Netinu. Etrade hefur gert sérstak- an samning við Verðbréfastofuna á Islandi um miðlun þjónustunnar hérlendis. í framhaldi af fundinum var farið í heimsókn til Ericsson í Stokkhólmi. íslensk-sænska verslunarráðið var stofnað í júní 1997 og telur nú tæplega 60 meðlimi, mest íslensk fyrirtæki. í fréttatilkynningu frá Verslunarráði íslands kemur fram að gert sé ráð fyrir að umfang starf- seminnar í Svíþjóð eigi eftir að aukast á næstunni og fleiri sænsk fyrirtæki gangi í ráðið. Fram- kvæmdastjórn ráðsins er í höndum Verslunarráðs íslands, en það á einnig gott samstarf við sænska sendiráðið á íslandi og íslenska sendiráðið í Stokkhólmi. I stjóm Islensk-sænska verslun- arráðsins voru kjömir: Bergþór Konráðsson, Sindrastáli, formaður, Geir Zoéga, ísaga, Pétur J. Eiríks- son, Flugleiðum, Gunnar Jóakims- son, SÍF, Skúli Mogensen, OZ, Hjörtur Hjartar, Eimskipi í Svíþjóð, Hans-Áke Pehrsson, DFDS Tran- sport, Yngve Redling, Ericsson, og Janne Lundbladh, Comvision. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.