Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 22.05.1999, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nítján manns falla í loftárás NATO á fangelsi í Istok í Kosovo Fregnir um að gert verði hlé á árásum bornar til baka London, París, Washington, Istok, Stokkhdlmi, Brusscl. Reuters. Reuters Á FRÉTTAMANNAFUNDI í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær ræddi Jamie Shea, talsmaður NATO, m.a. við Pandeli Majko, forsætisráðherra Albaníu, í gegnum gervihnött og iýsti Majko þar stuðningi sínum við að- gerðir NATO í Júgóslavíu. Hann hvatti til að þeim yrði haldið áfram uns Milosevic gæfi eftir. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Bretlandi gerðu í gær lítið úr getgát- um þess efnis að Atlantshafsbanda- lagið (NATO) hugleiddi nú að gera hlé ó loftárásum sínum á Júgóslavíu jafnvel þótt stjómin í Belgrad hefði ekki gengið að þeim skilyrðum sem NATO hefur sett til að slíkt geti orð- ið. Madeleine Albright, utanrQdsráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst í sam- tali við BBC ekki telja að yfirmenn NATO-herjanna litu á þessa hug- mynd sem valkost í stöðunni, en Massimo D’Alema, forsætisráðherra Italíu, ljáði máls á þessu í fyrradag. Breska dagblaðið The Daily Tel- egraph fullyrti í gær að NATO hug- leiddi af fullri alvöru að fallast á til- lögur Itala um hlé á loftárásum en Al- bright vildi aðeins staðfesta að hún hefði vitað um hugmyndir D’Alemas. „Það er fullt af hugmyndum uppi á borðinu en aðalatriðið er það skýra markmið NATO að halda áfram hörð- um loftárásum sem eru að skila okk- ur árangri, og sem valdið hafa serbneska hemum umtalsverðum skakkafollum,“ sagði Albright í BBC- viðtalinu. Don Henderson, ráðherra breskra hermála, tók í sama streng og sagði að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, yrði að gangast við kröfum NATO um að draga herhð sitt frá Kosovo og samþykkja að alþjóðlegar friðarsveitir fái að fylgjast með mál- um í Kosovo áður en til greina kæmi að gera hlé á loftárásunum. Frakkar virtust einnig útiioka þennan mögu- leika í gær en talsmaður franskra stjómvalda sagði aðildarlönd NATO sammála um þá stefnu sem fylgt væri. Árás á fangelsi og vestrænir sendiherrar í bráðri hættu Nítján manns era sagðir hafa farist þegar NATO gerði loftárásir á fang- elsi í Istok í Kosovo í fyrrinótt og tíu særst. Istok er um sjötíu kílómetra frá Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, og sagði fangelsisstjórinn Aleksander Rakocevic bæði fanga og starfsmenn fangelsisins hafa fallið í loftárásinni. Serbnesk stjómvöld sök- uðu NATO hins vegar um að hafa ætlað sér að frelsa alla fangana, sem margir hverjir vora liðsmenn skæra- liðssveita Kosovo-Albana (UCK). „Eitt þúsund fangar - það er fullkom- inn her,“ sagði talsmaður Júgóslavíu- stjómar. Fullyrt var í gær að þýsk stjóm- völd hefðu farið fram á það við yfir- stjórn NATO að bandalagið endur- skoðaði skotmörk sín í loftárásunum á Júgóslavíu en í fyrrakvöld brotnuðu rúður í bústað svissneska sendiherr- ans í Belgrad og kvöldið þar áður höfðu orðið skemmdir á sendiráði Svíþjóðar, Noregs og Spánar í ioft- árásunum. Rúðumar brotnuðu vegna högg- bylgju er myndaðist er sprengjum var varpað á olíubirgðastöðvar í ná- grenni bústaðar svissneska sendi- herrans í Belgrad. Engin meiðsl urðu á fólki. Samkvæmi stóð yfir á vegum svissneska sendiherrans þegar at- burðurinn átti sér stað og vora gestir að byija á eftirréttinum þegar sprengjum tók að rigna niður í ná- grenninu. Meðal gesta í veislunni var Mats Staffansson, sendiherra Svíþjóðar, en kvöldið áður hafði sænska sendiráðið orðið fyrir skemmdum í árásum NATO, eins og áður sagði. „Ég, sendiherra Slóvakíu og Páfagarðs skriðum þegar undir borðið til að komast hjá meiðslum af völdum fljúg- andi glerbrota," sagði Staffanson í samtali við Aftonbladet í gær. Var haft eftir Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands, í gær að rétt væri að ræða um skotmörk bandalagsins, en skemmdimar á sendiráðum vestrænna ríkja þykja mjög hafa skaðað almenningsálitið í þessum löndum, og jafnvel dregið úr stuðningi við aðgerðir NATO. 50 þúsund hermenn við landa- mæri Kosovo? Þau Albright og Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, sem var í heimsókn í Bandaríkjunum, komu fram saman í fjölda viðtala í banda- rískum sjónvarps- og útvarpsstöðvum í gær og lögðu sig fram um að sýna fram á að þau stæðu algerlega sam- einuð, og að afstaða þeirra til hernað- araðgerðanna í Júgóslavíu væri sú sama, jafnvel þótt svo hafi virst und- anfama daga sem Bretar og Banda- ríkjamenn væra ekki á eitt sáttir um nauðsyn landhemaðar í Kosovo. Bandaríkjastjóm mun síðustu dag- ana hafa þrýst á Breta að halda sig við handritið, og ljá ekki opinberlega máls á landhernaði, þar sem augljós- lega sé ekki meirihluti fyrir slíku inn- an NATO, og á þeim forsendum að aðeins það að ræða um slíkt skaði við- ræður um pólitíska lausn á deilunni. Bandaríska dagblaðið The New York Times staðhæfði engu að síður í gær að Wesley Clark, yfirmaður her- afla NATO, hefði að undanfómu beitt sér fyrir því að hafist yrði handa við að safna saman 45-50 þúsund manna her við Albaníuiandamæri Kosovo í því skyni að auka þrýsting á Milos- evic að samþykkja skiimála NATO. Hafði blaðið eftir háttsettum emb- ættismönnum að markmið Clarks væri ekki endilega að undirbúa land- hernað í Kosovo heldur hitt að sýna Milosevic fram á hvað biði - og fá hann þannig til að koma til móts við kröfur vesturveldanna. Er enda sagt nánast útilokað nú að NATO hefji landhernað, ekki síst í ljósi ummæla Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, fyrr í vikunni þar að lút- andi. Á hinn bóginn yrði hvort heldur er alltaf að senda hermenn inn í Kosovo að átökunum loknum, og því yrði hér í reynd um eins konar undirbúning fyrir staif friðargæslusveita í hérað- inu að afloknum átökunum að ræða. Aukinheldur hefði NATO þá það spil uppi í erminni að geta gripið til land- hemaðar með stuttum fyrirvara, yrðu menn sammála um að loftárás- irnar skiluðu ekki tilætluðum ár- angri. Kennara- verkfalli afstýrt FÆREYSKIR stúdentar munu ná að útskrifast þetta vorið, eftir að í gærmorgun náðist samkomulag milli fær- eyskra framhaldsskólakennara og landstjórnarinnar um nýjan kjarasamning kennara. Þeir höfðu boðað verkfall frá mið- nætti á fimmtudagskvöld, og allt leit út fyrir að því yrði ekki afstýrt eftir að kennarar höfn- uðu málamiðlunartilboði á þriðjudag. Þar með hefðu engin próf farið fram í færeyskum framhaldsskólum og ekki verið hægt að útskrifa stúdenta. Eft- ir samningafund sem stóð alla aðfaranótt föstudágs var sætzt á að kennarar fengju 6,5% launahækkun á næstu tveimur árum. Raðnauðgari dæmdur EINN stórtækasti raðnauðgari sem um getur í sögu Bretlands var dæmdur á fimmtudag á grandvelli tólf ákæruatriða, og í gær setti lögregla upp sér- staka símalínu fyrir fórnarlömb nauðgarans. Lögreglan telur að með því sé hugsanlegt að „um 100 fórnarlömb finnist til við- bótar.“ Afbrotamaðurinn, Ric- hard Baker, er 34 ára gamall plötusnúður sem getið hefur sér orð fyrir að vera bæði myndarlegur og kvensamur. Er Baker granaður um að hafa framið kynferðisglæpi víðar en í Bretlandi. Viðskiptastríð magnast VIÐSKIPTASTRÍÐ Banda- ríkjanna og Evrópusambands- ins (ESB) magnaðist í gær er yfirvöld í Bandaríkjunum sögð- ust myndu setja refsitolla á vörur frá ESB-löndunum sem næmu tæplega fjórtán og hálf- um milljarði króna, ef innflutn- ingsbann á hormónakjöt frá Bandaríkjunum til Evrópu yrði ekki afnumið. Charlene Bars- hefsky, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði Banda- ríkin hins vegar tilbúin til samningaviðræðna. Boris Jeltsín Rússlandsforseti fer 1 fri eftir að hafa skipað nokkra nýja ráðherra Berezovskí reynir að komast tíl áhrifa á ný Moskvu. Reuters, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hóf tveggja vikna orlof í Svartahafsbæn- um Sochi í gær eftir að hafa endur- skipað fjóra ráðherra í stjórnina og skipað nýjan innanríkisráðherra og fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Fregnir hermdu að Borís Berezov- skí, viðskiptajöfurinn sem hefur oft verið líkt við rússneska munkinn Raspútín vegna mikilla áhrifa sinna á ráðamenn Rússlands, væri nú að reyna að endurheimta völd sín, sem virtust hafa orðið að engu fyrir nokkrum vikum. Skýrt var frá því í gær að Jeltsín hefði skipað Vladímír Rúshaílo í embætti innanríkisráðherra. Rús- haíio er 45 ára og honum var falið að stjórna herferð lögreglunnar gegn glæpum í Moskvu 1993. Níkolaj Aksjonenko, sem fór með jámbrautamál í fráfarandi stjóm, var skipaður fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra. Aksjonenko er lítt þekktur og hefur aldrei verið áhrifamikill í rússneskum stjórnmálum. Skjótur og óvæntur frami hans olli vanga- veltum í rússneskum fjölmiðlum um að Berezovskí hefði beitt sér fyrir því að hann yrði fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra. ívanov heldur utanríkisráðuneytinu Fjórir ráðherrar fráfarandi stjórnar vora einnig endurskipaðir í embætti sín, þeir Igor ívanov utan- ríkisráðherra, ígor Sergejev varnar- málaráðherra, Pavel Krashenínníkov dómsmálaráðherra og Sergej Shoigu orkumálaráðherra. Sergej Stepashín forsætisráð- herra sagði ekkert um stjómar- myndunina en hermt var að Jevgení Savtsjenko, einn af forystumönnum Bændaflokksins, hefði hafnað tilboði um að taka við landbúnaðarráðu- neytinu. Míkahíl Lapshín, leiðtogi flokkins, sagði að hann vildi að Gennadí Kúlík, sem er einnig í Bændaflokknum, yrði áfram í emb- ættinu en gaf til kynna að Jeltsín hefði útilokað þann möguleika. Stepashín þarf að ljúka stjórnarmynduninni fyrir lok næstu viku og líklegt er að hann fari til Sochi tii að leggja tillögur sfn- ar fyrir forsetann. Talsmenn Jeltsíns vildu ekki skýra frá því hvað forsetinn hygðist gera í fríinu. Fréttastofan RIA sagði líklegt að Jeltsín myndi sitja nokkra fundi í Sochi, meðal annars með Kim Dae-jung, forseta Suður-Kóreu. Rússneska sjónvarpið NTV sagði hins vegar að Jeltsín kynni að fara til Moskvu til að ræða við Kim, sem verður í Rússlandi 27.-30. maí. Berezovskí snýr aftur Fregnir herma að Berezovskí hafi verið í Moskvu síðan á mánudag og beitt sér á bak við tjöldin fyrir því að bandamenn sínir fengju mikilvæg- ustu ráðherraembættin á sviði efna- hags- og fjármála. Margir afskrifuðu Berezovskí fyr- ir tæpum mánuði þegar hann var sviptur stöðu framkvæmdastjóra Samveldis sjálfstæðra ríkja og átti yfir höfði sér ákæru vegna vafa- samra viðskiptahátta, en viðskipta- veldi hans á nú undir högg að sækja. Andstæðingar Berezovskís óttast nú að hann sé aftur að komast til áhrifa í Kreml með því að tryggja stuðningsmönnum sínum mikilvæg ráðherraembætti. Hann hefur nú losnað við tvo af hættulegustu and- stæðingum sínum, þá Jevgení Prímakov, sem Jeltsín rak úr forsæt- isráðherraembættinu fyiár rúmri viku, og Alexander Khinshtein, rannsóknarblaðamann er afhjúpaði tengsl viðskiptajöfursins við ráða- menn í Kreml. Umferðarlögreglan stöðvaði Khinstein um síðustu helgi og hann hefur verið ákærður fyrir að sýna fölsuð persónuskilríki. Margir telja að Berezovskí hafi átt stóran þátt í þeirri ákvörðun Jeltsíns að reka Prímakov þótt hann hafi ver- ið í Frakklandi á þeim tíma. „Mikil- vægasta lexían síðustu daga er sú að menn ættu ekki að þræta við Borís Berezovskí,11 sagði stjórnmálaskýr- andinn Iosif Dizkin eftir brottvikn- ingu Prímakovs. Borís Berezovski'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.