Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 25 ERLENT Rauðu herdeildirnar fram á sjónarsviðið á ný á ftalíu Hörð viðbrögð við morði D’Antonas Röm. Reuters. FJÖLMIÐLAR á Ítalíu brugðust í gær hart við morðinu á Massimo D’Antona, háttsettum ráðgjafa Antonios Bassolinos vinnumálaráð- heiTa, í Róm í fyrradag sem full- víst þykir að var af pólitískum rót- um nmnið. Lýstu ítölsku dagblöðin þeim ótta að morðið markaði aftur- hvarf til þeirrar skálmaldar sem ríkti á Italíu á öndverðum áttunda áratugnum og í byrjun þess ní- unda, þegar hrikti í stoðum ítalsks samfélags vegna umsvifa hryðju- verkamanna. Forsíður dagblaðanna í gær voru undirlagðar af morðinu á D’Antona en hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar lýstu ábyrgð á ódæðinu á hendur sér í fyrradag. „Morðingjar Rauðu herdeildanna snúa aftur“ sagði í risastórri fyrir- sögn á forsíðu ítalska dagblaðsins La Repubblica í gær og sum dag- blaðanna tileinkuðu morðinu allt að tíu síður. Óvíst um tengsl við umsvif áttunda áratugarins Morðið þykir minna mjög á þau ódæðisverk sem framin voru á átt- unda áratugnum, sem kallaður hef- ur verið „ár blýsins" vegna byssu- kúlnanna sem settu mark sitt á vettvang ódæðisverkanna með því að grafa sig inn í gangstéttir. En ef marka má yfirlýsingu Rauðu herdeildanna, sem þau sendu frá sér eftir að hafa lýst verkinu á hendur sér, tengdist morðið á D’Antona ekki einungis ítölskum innanríkismálum. Itölsk dagblöð greindu nefnilega frá því í gær að í yfirlýsingu Rauðu her- deildanna hafi verið að finna skírskotun til átakanna á Balkan- skaga. Sagði þar að árásir NATO væru í samræmi við stefnu sem NATO og Evrópuríkin hefðu mótað fyrr á þessum áratug en samkvæmt henni ætti því leynt og Ijóst að brjóta upp júgóslavneska ríkja- sambandið. Tilgangur loftárásanna væri að „færa fátækt yfir Serbíu og AP ÞETTA veggjakrot í miðborg Rómar í gær lýsir ótta ítala um að ný öld pólitískra hryðju- verka sé að hefjast í landinu. Moro, er nú laus úr fangelsi en sagði í gær að atburðurinn í fyrra- dag hefði verið sér mikið áfall. „Eg er reið og trúi þessu varla... hin vopnaða barátta má ekki eiga aft- urkvæmt", sagði hún í samtali við La Repubblica. En hverjir svo sem morðingjar D’Antonas eru þá rifjuðu atburðir fimmtudagsins upp tíma sem ítalir gjanian vilja gleyma. Jafnframt er ljóst að ítölsk stjórnvöld ætla ekki að leyfa skálmöld að ganga í garð á Italíu án þess að hreyfa mótmæl- um. „Rauðu herdeildirnar þurfa að vita að við réðum niðurlögum þeirra einu sinni og við munum vinna sigur á þeim á nýjan leik ef þær reyna aðför að ítölsku lýðræði og stofnunum þess,“ sagði Walter Veltroni, yfirmaður Vinstri demókrata, stærsta stjórnmála- aflsins í ítölsku samsteypustjóm- inni. þvinga upp á Serba yfirráð heims- valdasinna". Rauðu herdeildirnar urðu fræg- ar að endemi seinnipart áttunda áratugarins þegar þær stóðu fyrir fjölda pólitískra hryðjuverka á Italíu, þeirra þekktast ránið og morðið á Aldo Mpro, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu. Lögreglu tókst reyndar á sínum tíma að handsama flesta liðsmenn her- deildanna, sem mótað höfðu rót- tækar skoðanir sínar þegar á mót- mælaaðgerðum námsmanna stóð seint á sjöunda áratugnum, og talið var að tekist hefði að ráða niður- lögum Rauðu herdeildanna. Flestir enn í fangelsi Staðreyndin er sú að flestir liðs- manna sveitanna sitja enn í fang- elsi og ítalska lögreglan sagði í gær að þeir sem lýstu ábyrgð á ódæð- inu í fyrradag á hendur sér í nafni Rauðu herdeildanna ættu að öllum líkindum h'til eða engin tengsl við hópinn sem lét að sér kveða fyrir og eftir 1980. Adriana Faranda, ein þeirra sem stóð að ráninu á Aldo I3ICMIEGA E-vítamín I VÍTAM fN ■s -a Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. O Omega Farma Ég sendi öllum þeim, sem glöddu mig og fögnuðu með mér áttrœðisafmœli mínu í Elliðaárdal þann 14. maí 1999, mínar bestu þakkir. Matthildur S. Maríasdóttir. förd á Suðurlandi skammt frá Reykjavík til sölu. Kindakvóti getur fylgt. Er laus nú þegar. Lysthafendur leggi inn nafn, heimilisfang og síma- númer á afgreiöslu Mbl., merkt: „Jörð — 8076“. (£ Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Sl Haldið verður 5 vikna námskeið fyrir bulimiur og fólk með ofátsvandamál. Einnig er stuðningshópur fyrir bulimiur. Einkaviðtöl. Stuðst er við 12 spora kerfið. Nýtt námskeið að hefjast. Upplýsingar eru gefnar í síma 552 3132. Fáein laus pláss. Inga Bjarnason. Falls Suhartos minnst með mótmælum Lögregla tvístr- ar námsmönnum Jakarta. Reuters. INDÓNESÍSKIR hermenn skutu viðvörunarskotum upp í loftið og beittu táragasi til að dreifa náms- mönnum, sem reyndu að ráðast inn í þinghúsið í Jakarta á mótmæla- göngu í gær í tilefni þess að ár er liðið frá því Suharto forseti sagði af sér. Þetta eru mestu átökin sem orð- ið hafa í indónesísku höfuðborg- inni í þrjá mánuði og margir óttast að mannskæðar óeirðir blossi upp í landinu fyrir þingkosningarnar sem ráðgerðar eru 7. næsta mán- aðar. Um 3.000 námsmenn voru við þinghúsið og söfnuðust þar aftur saman eftir að hermennirnir skutu viðvörunarskotunum. Að minnsta kosti þrír lögreglumenn og nokkrir námsmenn særðust í átökunum. Námsmennimir hættu mótmælun- um síðar um daginn. Suharto sagði af sér fyrir ári vegna mótmælaaðgerða náms- manna og stuðningsmanna þeirra víða um landið í kjölfar mestu efna- hagskreppu Indónesíu í marga ára- tugi. Hartnær 1.200 manns biðu bana í óeirðum í höfuðborginni einni. Tugþúsundir námsmanna lögðu þinghúsið undir sig fyrir rúmu ári til að krefjast afsagnar Suhartos og mótmælunum linnti ekki fyrr en hann varð við kröfunni. Reyndu að ráðast inn í hús forsetans Um hundrað námsmenn reyndu einnig í gær að ráðast inn á heimili eftirmanns Suhartos, B.J. Habibie, en tugir lögreglumanna stöðvuðu þá. Habibie var ekki í húsinu. Efnt var til mótmæla víðar í Indónesíu og lögreglumenn beittu bareflum á um 300 námsmenn sem reyndu að ráðast inn í útvarpsstöð í borginni Bandung. Þeir sögðu að námsmennirnir hefðu reynt að út- varpa kröfum sínum um að Suharto yrði sóttur til saka fyrir spillingu. Um 2.000 námsmenn gengu einnig að ýmsum opinberum bygg- ingum í Surabaya, næststærstu borg landsins. ARSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 1999 kl. 17:15, A sal Hótcl Sögu LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA Kirkjusandui; 155 Reykjavík Sími: 56Q 8970. Myndsendir: 560 8910 Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Onnur mál. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir lífeyrismál. Sjóðfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn! Að fundi loknum verður boðið upp á léttan kvöldverð. REKSTRARAÐILI: VÍB • Kirkjusandi, 155 Reykjavík • sími: 560-8900 • myndsendir: 560-8910 netfang: vib@vib.is • veffang: www.vib.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.