Morgunblaðið - 22.05.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1999 57
KRISTJAN JULIUS
GUÐMUNDSSON
+ Kris(ján Júlíus
fæddist 28. sept-
ember 1911. Hann
lést á St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi
12. maí sl.
Foreldrar Krist-
jáns voru Guðmund-
ur Krislján Jensson,
f. 20. desember
1858, d. 21. apríl
1932, bóndi á
Brekku í Þingeyr-
arhreppi, og Jóm'na
Jónsdóttir, f. 14.
desember 1864, d.
25. febrúar 1938. Krislján var
yngstur af tíu systkinum og eru
þau öll látin.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
jáns er Auður Júlíusdóttir fædd
24. nóvember 1919. Börn þeirra
eru: 1) Gísli Guðmundur fæddur
Kristján Júlíus Guðmundsson
var fyrst og fremst þekktur sem
sldpasmiður. Hann vann við þá
iðngrein sína meðan ki'aftar entust
og síðustu starfsárin einkum við
smíði minni báta. Hans besti tími
sem skipasmiðs var áður en plast-
bátamir tóku við af tréskipunum,
sem Kristján þekkti best og kunni
tökin á. Og hann var skipasmiður
af hjartans list og handtök hans
við smíðamar vom traust og ör-
ugg. Hann stundaði einnig brúar-
smíði og byggingarvinnu meðfram
skipasmíðunum.
Þegar ég kynntist Kristjáni var
hann kominn af léttasta skeiði.
Hann vann engu að síður hörðum
höndum við bátasmíði í húsinu
sem hann hafði byggt við Slippinn
í Stykkishólmi yfír starfsemi sína.
Meðal vina og kunningja var hann
mjög tengdur Slippnum og jafnan
kallaður Stjáni slipp. Undir því
nafni var hann þekktur við
Breiðafjörðinn sem traustur
skipasmiður. Útvegsmenn kunnu
vel að meta viðskiptin við hann og
hann átti marga góða vini í hópi
þeirra sem beindu viðskiptum sín-
um til hans.
Fyrstu kynni mín af Kristjáni
vom þá er hann var með vinnu-
flokk í byggingarvinnu við Félags-
heimið að Lýsuhóh á vegum
frænda míns, oddvitans í Staðar-
sveit. Fór mjög orð af þeirri vösku
sveit sem þar var að verki undir
stjóm Kristjáns. Þegar ég kynntist
21. apríl 1942, d.
desember 1993,
maki Þóra Magnea
Halldórsdóttir. 2)
Erlar Jón fæddur
26. júní 1947,
ókvæntur. 3) Jónína
Kristín fædd 6. des-
ember 1948, maki
Bernt Hreiðar Sig-
urðsson, 4) Kristján
Júlíus, fæddur 9.
september 1955,
maki Svandís Ein-
arsdóttir.
Krislján lauk
námi í skipasmíðum
á Akureyri 1943 og vann þar í
tvö ár eftir nám, flutti síðan til
Stykkishólms 1945 þar sem
hann starfaði og bjó síðan.
títför Kristjáns fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 15.
honum síðar nánar í Sfykkishólmi
kom mér fátt á óvart í fari hans.
Hann var ekki allra og lítt gefinn
fyrir hátíðleika hvað þá formleg-
heit þegar hann gekk á minn fund
eða annarra embættismanna. Við
Kristján urðum góðir vinir í gegn-
um þau samskipti sem við áttum og
voru þau samt ekki öll mjög einföld
því hann vildi hafa frelsi og olnbog-
rými við Slippinn þar sem starfs-
vettvangur hans hafði verið. Sam-
skipti okkar vörðuðu þrætur um
lóðamörk, einnig Slippinn sem
bærinn átti og Rristján hafði
ákveðna skoðun á hvemig ætti að
nýta, um eignarlóðir og frágang
gatna og garða. A öllu var fundin
lausn í sátt og Kristján taldi þörf á
því að innsigla samninga með öðru
en kaffí. Og honum fannst embætt-
ismaðurinn fullmikið fyrir kafS-
drykkjuna eina og hæddist að öllu
saman á sinn hátt. Eins og fyrr
sagði var Kristján ekki allra og
hann gat verið fastur fyrir ef hon-
um þótti á rétt sinn gengið og trú-
lega hefur hann í sínum umsvifum
verið á stundum lítið auðsveipur
þeim sem næst honum stóðu. En
hann var vinur vina sinna og naut
ég þess.
Eg vil votta eftirlifandi eigin-
konu Kristjáns, Auði Júlíusdóttur,
og fjölskyldu þeirra samúð og
heiðra minningu Kristjáns og
minnast hans að leiðarlokum með
þakklæti.
Sturla Böðvarsson.
GUÐMUNDUR
SIGURBJÖRNSSON
Guðmundur
Sigurbjömsson
fæddist á Akureyri
22. maí 1949. Hann
lést á heimili sínu 7.
júlí 1998 og fór út-
för hans fram frá
Akureyrarkirkju
16. júlí 1998.
Elsku pabbi minn.
Mig langar að skrifa
nokkur orð til þín hér
niður á blað, vegna
þess að í dag er af-
mælisdagur þinn og
þú hefðir orðið fímmtugur, ég gat
ekki gert það þegar þú lést 7. júlí
sl. Þú varst nú búinn að ákveða að
halda stóra og skemmtilega fímm-
tugsafmælisveislu í dag, 22. maí.
Skyndilega veiktist þú þann 28.
janúar 1998 af þessum alvarlega
sjúkdómi, krabbameini, og lifðir
ekki nema í fimm mánuði eftir það.
En dagurinn í dag lifír samt í
hjörtum okkar fjölskyldunnar, við
munum minnast þín með miklum
söknuði en góðum minningum. Ég
trúði ekki að þú gætir farið svona
fljótt frá okkur, þú vars svo yndis-
legur, hjartahlýr mað-
ur og klár. Þú gast
nánast veitt manni
hvaða hjálp sem var,
hvort sem það var lær-
dómurinn eða eitthvað
annað.
Ég hugsa oft með
sjálfri mér hvort þú
sért virkilega farinn
frá okkur. Þetta er
svo skrítið, þegar
maður kemur heim þá
er enginn pabbi til að
tala við, eða heyra
rödd þína þegar þú
komst heim úr vinnunni og kallað-
ir hæ!
Þú tókst svo oft utan um mig og
sagðir mér hvað þér þætti vænt um
mig, einu dótturina. Þetta eru ljúf-
ar minningar, ég gæti haidið hér
endalaust áfram að skrifa um góðu
kostina þína en það var ekki þinn
stíll að halda slíku á lofti.
Ég trúi því að við eigum eftir að
hittast seinna, pabbi minn.
Guð varðveitir þig og geymir.
Ástarþakkir fyrir allt.
Þín dóttir
Klara Guðmundsdóttir.
í dag, 22. maí, verður vinur
minn, Kristján J. Guðmundsson,
eða Stjáni Slipp, eins og hann oft-
ast var kallaður, jarðsunginn frá
Sfykkishólmskirkju.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Kristjáni í ársbyrjun
1976, er ég tók við framkvæmnda-
stjóm Bátatryggingar Breiða-
fjarðar. Átti ég upp frá því mikið
og mjög gott samstarf við Krist-
ján. Segja má að Kristján hafi leitt
mig inn í starfið með allri sinni
þekkingu á skipum, búnaði þeirra
og byggingu. Við Kristján unnum
því mikið saman við að skoða og
meta báta hér á árum áður og voru
því samfara margar ferðir famar.
Við þessi störf naut ég þekkingar
og kunnáttu Kristjáns sem seint
verður til fulls þakkað.
Það er svo ótal margt sem kem-
ur upp í huga minn þegar ég sest
niður og ætla að koma nokkmm
minnispunktum á blað um þennan
vin minn, að það verður vandi úr
að velja. En svo er líka hitt, að
sumt eigum við bara tveir.
Við Kristján áttum ótal aðrar
stundir saman en bara við störf. Á
meðan þrek og heilsa entist var
farið í eins og einn veiðitúr á ári.
Má þar nefna í Miðfjörðinn, Laxá í
Dölum, til Samúels í Djúpadal og
svo að sjálfsögðu í Skoravíkurá á
Fellsströnd. Allar þessar ferðir
veittu okkur báðum mikla ánægju.
Það var útiveran, puðið og svo ekki
síst að glíma við fiskinn. Kristján
var mikið fyrir að veiða hvort held-
ur var á stöng eða með byssu,
enda mikill veiðimaður og hafði
hann alveg sérstakt lag á að renna
fyrir fisk þar sem mér var ómögu-
legt að fá fisk.
Kristján var mikill grínisti og
hafði margar góðar sögur að sega
enda var ávalit glens og gaman á
góðum dögum með honum.
Nú skilja leiðir að sinni og er
mér þá efst í huga hjartans þökk
fyrir það að hafa fengið að ganga
veginn um stund með þér og þökk
fyrir sérlega góð kynni.
Ég vil votta öllum aðstandend-
um samúð mína. Guð blessi minn-
ingu um góðan mann.
Gissur.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
hngur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að
senda greinamar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í
bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tah eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
vinnslu.
Um hvern látinn einstakhng
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar
greinar um sama einstakhng
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skfrnamöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
GUÐLEIF
JÓNSDÓTTIR
+ Guðleif Jóns-
dóttir fæddist
að Lundum í Staf-
holtstungum 5.
febrúar 1908. Hún
lést á Dvalarheimili
aldraðra í Borgar-
nesi 15. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ingi-
gerður Kristjáns-
dóttir, f. 27. ágúst
1877, d. 12. janúar
1969, og Jón Gunn-
arsson, f. 3. ágúst
1877, d. 30.júlí
1960. Systkini Guð-
leifar eru Krislján, f. 30.11.
1901, d. 11.2. 1978, Sæmundur,
f. 7.9.1904, Páll, f. 20.6. 1909, d.
27.5. 1985, Gunnar, f. 2.4. 1913,
og Gunnhildur, f. 2.2.1918.
f september 1932 giftist Guð-
leif Ólafi Þórðarsyni járnsmið,
f. 2. nóvember 1898, d. 31.
ágúst 1963. Þau hófu búskap
sinn í Reykjavík, en fluttu í
Borgarnes 1935 þar sem þau
Hugurinn rennur til baka þó tím-
inn renni fram. Leifa frænka er dá-
in. Hin eina sanna Leifa frænka.
Þessi fasti punktur í tilvemnni. Frá
því hún fluttist hingað til Borgar-
ness, ásamt eiginmanni sínum Olafi
Þórðarsjmi, járnsmið, og dótturinni
Ásu. Þau vora þá búin að búa í
Reykjavík í fáein ár. Óh hafði keypt
hér jámsmiðju sem hann vann svo
við allt til dauðadags.
Þessi ágætu hjón bjuggu allan
sinn búskap héma í Borgarnesi í
húsi sínu að Egilsgötu 6 en það hús
byggðu þau eftir að þau settust hér
að.
I kringum þetta ágæta fóík var
alla tíð mildll gestagangur. Þá kom
ferðafólk með áætlunarbílum sem
síðan tengdust skipsferðum.
Hversu oft var eldhúsið hennar
Leifu ekki þétt setið af fólki sem var
að koma eða fara í sveitina eða til
Reykjavíkur. Allt þótti þetta sjálf-
sagður hlutur. Hún lagði mikla
vinnu í sínar rómuðu kökur og kaffí
eða matarveitingamar. Það var al-
veg einstakt.
Eg var ein af þeim lánsömu ein-
stakhngum sem kynntist vel þessu
góða fólki. Það þótti svo sjálfsagt
þegar ég fór að vinna í Kaupfélag-
inu að ég kæmi í kaffi til Leifu og
Óla og í vondum veðram þá skyldi
ég koma í mat líka. Allt þótti þetta
svo sjálfsagt. Þó gat ég aldrei þakk-
að þér alla þá hjálp sem þú veittir
mér og mínu heimili þegar hér
fæddust tvíburar og þú komst eins
og engill með þínar hjálparhendur
og liðsinntir þessum krílum og
stærri drengjunum líka. Ávallt
sýndir þú mér og mínu fólki áhuga
og fylgdist með öllum fjölskyldu-
meðlimunum og var það dæmi um
trygglyndi þitt og góðvild.
Að leiðarlokum þökkum við þér
öll í fjölskyldunni samfylgdina og
tryggðina í okkar garð og ástvinum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Ása Sveins og fjölskylda.
Látin er í Borgamesi heiðurskon-
an Guðleif Jónsdóttir. Guðleif var
gift föðurbróður mínum, Ólafi Þórð-
arsyni jámsmið í Borgamesi, sem
margh' muna eftir en hann lést árið
1963. Heimili þeirra Ólafs og Guð-
leifar var rómað myndarheimili.
Gestkvæmt var oft þegar Laxfoss
kom í Borgames og margir heim-
sóttu þau hjón þar, enda ekki í kot
vísað þar sem Guðleif stóð fyrir
veitingum af miklum myndarbrag.
Sem bam dvaldi ég oft á heimili
þeirra hjóna yfir sumartímann, þá
var einkadóttir þein-a fædd og var
hún mikill sólargeisli á heimihnu.
Ég vil nú þakka Guðleifu fyrir mig,
og þar sem ég eldist eins og annað
fólk veit ég að ég á oft eftir að hugsa
með ánægju um þann góða og
skemmtilega tíma sem ég átti með
þessari fjölskyldu á heimili þeirra.
reistu sér hús að
Egilsgötu 6 þar sem
Ólafur rak járn-
smiðju allt til ævi-
loka. Þar bjó Guð-
leif þangað til fyrir
rúmum tveimur ár-
um að hún flutti á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi.
Guðleif og Ólafur
eignuðust eina dótt-
ur, Ásu, f. 5.10.
1933, gift Kristjáni
Ólafssyni, f. 9.5.
1928. Dóttir þeirra
er Ólöf, f. 3.7. 1964.
Hennar sonur er Kristján
Andri, f. 18.6. 1996. Dóttir Asu
og Guðmundar Þórðarsonar er
Sigrún, f. 21.8.1951, gift Sigur-
jóni Ólafssyni, f. 29.5. 1948.
Dætur þeirra eru Svandís Ása,
f. 16.3. 1971, og Sandra Björg,
f. 18.3. 1985.
títför Guðleifar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ásu og hennar fjölskyldu sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þóra Guðjónsdóttir.
Elsku amma mín. Það er komið
að kveðjustund, þú ert búin að fá
hvfldina sem þú þráðir svo mikið.
Það var á mánudaginn síðasta sem
mamma hringdi í mig og sagði að þú
værir orðin veik. Leiðin milli
Blönduóss og Borgamess hefur
aldrei verið eins löng og þá, en þeg-
ar ég var komin til þín áttum við
góða samverastund og gátum rætt
ýmislegt. Aðallega þurftir þú að
koma kveðjum og skilaboðum til
vina og ættingja og þar sem ég sat
hjá þér um nóttina komu margar
góðar minningar upp í hugann. Á
þriðjudag var mjög af þér dregið og
lítið hægt að tala við þig, það virtist
á tímabih sem þú værir komin aftur
í rúmið þitt á Egilsgötunni og að við
væram þar tvær saman eins og við
voram eftir að afi dó. Að alast upp
hjá þér og afa var mjög gott, en hjá
ykkur bjuggum við mamma þar til í
júní 1963 og ég var svo komin aftur
til þín í september eftir að afi dó.
Það var alltaf mjög kært á milli
okkar, elsku amma mín, og margar
samverustundir koma upp í hugann,
til dæmis ferðimar upp á Kolásinn á
berjamó, þá fóram við með nesti og
tíndum ber allan daginn. Það var
alltaf mikill gestagangur hjá ykkur
afa, ég held að það hafi verið í færri
skipti sem við sátum bara fjögur við
eldhúsborðið en það var þitt stolt að
taka vel og rausnarlega á móti gest-
um og alltaf varst þú tilbúin að
hjálpa ef leitað var til þín.
Eftir að ég fór að búa á Blönduósi
þurftir þú að fylgjast vel með öllu
hjá okkur Sigurjóni og stelpunum
okkar. Við töluðum saman oft í viku
og gátum rætt um alla hluti. Lengi
vel komst þú heimsókn til okkar en
síðustu árin treystir þú þér ekki til
þess. Þann 2. maí var Sandra
fermd. Við töluðum oft saman því
þú vildir fylgjast vel með öllu og
baðst mig um að passa að hafa nóg
af öllu. Það var þinn helsti eiginleiki
að miðla og gefa.
Elsku amma mín, ég þakka þér
kærlega fyrir allar samverastund-
imar, þín verður sárt saknað og við
biðjum góðan guð að geyma þig og
varðveita.
Þín,
Sigrún.
Elsku langamma. Okkar innileg-
ustu þakkir skaltu fá fyrir allt sem
þú hefur kennt okkur og fyrir allan
þann stuðning sem þú hefur veitt
okkur systram í hfinu. Við höfum
verið lánsamar að hafa þig svona
lengi hjá okkur og minningin um
þig mun lifa í hjörtum okkar. Vertu
sæl, elsku amma.
Svandís og Sandra.