Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ISLENSKU þátttakendurnir, á íjórða tug talsins, áður en lagt var af stað vestur um haf. Morgunblaðið/Jim Smart Opnunarhátíð alþjóðaleika þroskaheftra fer fram 1 dag Rtímlega þrjátíu héðan taka þátt 37 ÍSLENSKIR keppendur, auk þjálfara, foreldra og aðstandenda, eru komnir til Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til að taka þátt í al- þjóðaleikum þroskaheftra (Special Olympics) sem skipuleggjendur segja stærsta íþróttaviðburð í heim- inum á þessu ári. Um 7000 þátttak- endur frá 150 löndum ásamt 3 þús- und þjálfurum og fararstjórum - auk 35 þúsund sjálfboðaliða - koma á leikana sem standa yfir frá 26. júní til 4. júlí. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun verða við- staddur opnunarhátíðina sem hefst klukkan 18 í dag að staðartíma. Köi-fuknattleikshetjan Michael Jordan er heiðursformaður leikanna og formaður undirbúningsnefndar er dr. LeRoy T. Walker, fyrrverandi fonnaður bandarísku ólympíunefnd- arinnar. Leikarnir fara fram á þremur stöðum í Norður-Karólínu; Raleigh, Durham og Chapel Hill sem eru skammt hver frá öðrum, en að auki þáði íslenski hópurinn boð um að dvelja nokkra daga fyrir leikana í Lenoir, vinabæ íslands, sem er í um 200 km fjarlægð frá mótssvæðinu. Allir geta verið með Special Olympics eru samtök sem Kennedy-fjölskyldan í Bandaríkjun- um stofnaði árið 1968. Markmið samtakanna er að bjóða upp á íþrótt- ir íyrir þroskahefta og fólk sem á við námserfiðleika að stríða. Keppnis- formið er þess eðlis að allir geta ver- ið með og eiga sömu möguleika á að sigra og er því gjörólíkt því sem þekkist á hefðbundnum íþróttamót- um. Stærsta verkefni samtakanna er alþjóðaleikarnir sém haldnir eru á fjögurra ára fresti og í ár eru þeir haldnir í 10. sinn. íþróttasamband fatlaðra fékk út- hlutað kvóta í 8 íþróttagreinum á leikunum, þ.e. sundi, frjálsum íþrótt- um, borðtennis, keilu, lyftingum, knattspymu, boccia og fimleikum. ÍF, sem hefur verið aðili að sam- tökunum frá 1989, skipulagði ferð fyrir foreldra og aðstandendur á leikana. Alþjóðaleikar Special Olympics tengjast ekki ólympíumóti fatlaðra sem haldnir eru í kjölfar Ólympíuleikanna fjórða hvert ár. Ólympíumót fatlaðra fer fram í Sidn- ey í Astralíu á næsta ári og mun IF senda þangað afreksfólk til keppni. Vörubfll valt undir Hafnarfjalli VÖRUBIFREIÐ á norður- leið fór út af veginum við Hafnarfjall og valt á hliðina í gærkvöldi. Ökumaður missti bílinn út af veginum þegar sprakk á framdekki og kom hann niður á hliðinni í mjúk- um jarðvegi. Tvennt var í bílnum og meiddist hvorugt. Ekki var ljóst hvort miklar skemmdir urðu á bílnum eða á gröfu sem fest var á palli bflsins. Unnið var að því í gærkvöldi að ná bflnum upp á veginn með aðstoð kranabíls. Olíulekinn er enn til staðar OLÍA heldur áfram að streyma í Hafnarfjarðarhöfn og skiptir magn- ið þúsundum lítra, að sögn starfs- manna í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki er vitað hvaðan olían kemur en hafnar- starfsmenn telja að hún komi ekki frá skipum. Olían hefur dreifst um alla höfnina og nær út lyrir hana. Erfitt er að dæla henni upp vegna þess hve dreifð hún er. Grunur beindist fyrst að skipum í höfninni. Einnig var talið líklegt að lekinn gæti komið frá bátnum Hrauney sem sökk í Hafnarfjarðar- höfn 12. júlí sl. Báturinn hafði verið í reiðileysi um langan tíma og hafði Hafnarfjarðarhöfn auglýst eftir eig- anda hans án árangurs. Báturinn var settur á flot og tæmdur af olíu en enn virðist sem lekinn haldi áfram. „Það er til nokkuð sem heitir úr- eldingarsjóður fiskiskipa. í mínum huga ætti hann að vera til þess að farga skipum en í raun virðist hann hafa það verkefni að úrelda útgerð- armenn, en vandamálið, bátamir, er skilið eftir. Bátarnir skapa slysa- og mengunarhættu og þeir taka pláss,“ sagði Páll Stefánsson hjá Heilbrigð- iseftirliti Hafnarfjarðar. Fyrirtækið Uppdæling dældi upp um 1.700 lítrum af olíu í gær. Veg- farendur á Strandgötu fundu í gær- kvöldi megna olíulykt leggja frá sjónum. Hafnarstarfsmenn segja að sem betur fer sé hér um hráolíu að ræða en ekki svartolíu og er mengun því minni í fjörum en ella. Reyndar vilja starfsmenn halda því fram að olían hafi hreinsað hroða úr fjörum og bryggjum. Þeir hallast helst að því að lekinn komi úr ræsum. Páll segir að ábendingar hefðu borist í gærmorgun og sennilegasta skýringin hefði verið talin sú að olí- an kæmi frá Hrauney. Hressir ferðamenn orátt fyrir ’ íryssings- legt veður Á ÍSLANDI er allra veðra von og flestir erlendir ferðamenn eru undir það búnir að hér á landi er engu að treysta þegar veðrið er annars vegar. Flestir mæta því vel útbúnir hingað til lands, en að sjálfsögðu vonast þeir einnig eftir góðu veðri. Engum finnst eftir- sóknarvert að skriða út úr tjaldi á hryssingslegum og köldum rign- ingarmorgni hér uppi á Fróni. Morgunblaðið kom við á tjald- stæðinu í Laugardal og kannaði hvernig veðrið fór í erlendu ferðamennina sem áttu þar næt- urgistingu. Hjólar mörg þúsund kílómetra Michael frá Þýskalandi var að skriða út úr tjaldinu þegar blaða- mann og ljósmyndara bar að garði og heilsaði með bros á vör. Hann sagði að sér fyodist heldur kalt og var ekkert allt of hrifinn af rigningunni, en hann var samt sem áður ánægður með dvölina hér á landi. Hann kom til íslands 12. júní og var búinn að ferðast um Suðurlandið og meðal annars hafði hann hjólað alla leið til Hafnar í Hornafirði en hafði svo tekið rútu til baka. Þá heimsótti hann Grindavík og ætlaði nú að eyða tveimur dögum í höfuðborg- inni áður en hann héldi aftur Morgunblaðið/Ásdís ANNE og Esa voru vel búin í rigningunni. MICHAEL með þjólið sitt. heim til Þýskalands. Michael sagði að hann væri búinn að leggja um 2.000 kílómetra að baki á ferð sinni um landið. Veðrið breytist oft á dag Esa Klemola og Anne Hyvarinen eru frá Finnlandi. Þau komu hing- að til lands með Norrænu til Seyð- isfjarðar. Síðan þá hafa þau ferð- ast um Norðurlandið og meðal annars gengu þau um í umhverfi Mývatns. Að sögn Esa komust þau að því á gönguferðum sínum að veðrið getur breyst fimm til sex sinnum á sólarhring hér á landi. Þau voru samt mjög ánægð og kvörtuðu alls ekki yfir rigning- unni, sem hafði heilsað þeim fyrsta morguninn í höfuðborginni. Þau sögðust vera vel útbúin, höfðu meðferðis bæði regnföt og hlýjan skjólfatnað og báru sig því mjög vel. Þetta er fyrsta ferð þeirra til ís- lands en þau langar til að koma sem fyrst aftur, jafnvel fyrir næstu jól. Þess má geta að Esa starfar fyrir útgáfufyrirtæki sem leitar að hljómsveitum á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, og þó hann væri í fríi þá sagðist hann alltaf hafa augun opin. Kalt í tjaldinu Maartje van de Ven og Hendri van de Mortel urðu næst á vegi blaðamanns en þau eru frá Hollandi. Þeim fannst veðrið slæmt og Martje sagði að sér hefði verið fremur kalt í tjaldinu um nóttina. Þrátt fyrir það sögðust þau hafa búist við svona veðri hér á landi og voru með mikið af góð- um hh'fðariotum með sér. Þetta var fyrsti dagurinn þeirra hér á landi og jafnvel þótt landið heils- aði þeim kuldalega var engan bil- bug á þeim að finna. Þau ætluðu að fara í hringferð um landið og vonuðust tii þess að rekast ein- hvers staðar á betra veður. HENDRI og Maartje fannst heldur kalt og vonuðust eftir betra veðri. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.