Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.06.1999, Blaðsíða 46
■ 46 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MININGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN FREYR ÓSKARSSON + Jón Freyr Óskarsson fæddist í Keflavík 23. nóvember 1977. Hann lést hinn 18. júní siðastliðinn. Móðir hans er Yal- borg Jónsdóttir frá Kolfreyju í Fá- skrúðsfírði, f. 25.1. 1936,_og faðir hans var Óskar Hlíðberg frá Sauðárkróki, f. " ' 14.8. 1936, d. 29.7. 1979. Fósturfaðir hans frá 10 ára aldri var Högni Jensson frá Skagaströnd, f. 21.8. 1931. Jón Freyr átti fjögur systkini. Þau eru: María Hlíðberg, maki hennar er Krislján Leifsson og Elsku drengurinn minn. Það er erfitt að horfast í augu við það sem hefur gerst. Ég veit að þú gast ekki meir,_bardaginn var orðinn þér um megn. Ég á svo margar góðar minningar sem ég get yljað mér við og ég ætla að gleyma hinum. Þú varst of viðkvæmur til að takast á við -■-* þennan harða heim. Upp hrannast minningar frá þvf þegar þú fæddist, hvað pabbi þinn og systkini voru stolt af stóra stráknum á fæðingardeildinni, þar sem þú varst stærstur. En þú fékkst ekki lengi að vera hjá pabba þínum, því þegar þú varst eins og hálfs árs gamall dó hann eftir sex mánaða erfið veikindi. Þú varst fljótt talandi og þegar við fórum að leiðinu hans pabba þíns, leistu framan í mig og sagðir: „Mamma, ekki gráta.“ Þú varst sem lítill dreng- ur alltaf á ferð og flugi, alltaf að stinga '~'af, oftast í fjöruna og líka í heiðina, sérstaklega í heiðina með litlu frændsystkinin að leita að eggjum og skoða fúgla. Ég vissi alltaf hvar ég átti að leita, enda hafði ég áður þurft að fylgjast með eldri bróður þínum, sem var álíka atorkusamur. Þegar þú varst þriggja ára varð björgunarsveitin Sig- urvon að leita að þér og Grétari Páli, vini þínum, því þið hurfuð og við stóð- um ráðalaus og gátum ekki vitað hvað af ykkur hefði orðið. En þá sátuð þið bara í besta yfirlæti hjá Jenna í Báru og drukkuð malt. Ég minnist líka samverustunda með þér og frændum þínum, Munda og Óskari, því þeir voru meira eins og bræður heldur en frændur. Ég > .keyrði með ykkur í veiði fyrir austan fjall og það var ýmislegt brallað og það voru oft blautir og drullugir strákar sem ég var að stússa með, þótt veiðin væri ekki mikil. Þú varst svo barngóður og þér þótti svo vænt um litlu frændsystkinin þín. Ung- lingsárin voru þér erfið, með öllum þeirra freistingum. Þú varst svo fljót- ur að skipta um skoðun og áhrifa- gjarn. Þú kynntist AA-samtökunum eiga þau tvö börn. Jónína Guðbjörg, maki hennar er Sig- urður Sv. Stein- grímsson og eiga þau fímm börn. Rúnar Helgi, maki hans er Torfhildur Jónsdóttir og _ eiga þau tvo syni. Óskar Valur, maki hans er Ólína Kristinsdóttir og eiga þau þrjú börn. Jón Freyr vann ýmis störf bæði á sjó og í landi frá 16 ára aldri. Hann var ókvæntur og barnlaus. títför Jóns Freys fer fram frá Hvalsneskirkju í dag, laugar- dag, og hefst klukkan 14. fyrst 16 ára gamall og stóðst þig vel í eitt ár en svo seig aftur á ógæfuhlið- ina, en samt komu góðir tímar á milli. En ég verð samtökunum ævinlega þakklát, þú lærðir svo margt gott þar og þeir styrktu þig í trú þinni á góðan guð, sem okkur finnst stundum ekki réttlátur, en er eina hálmstráið sem við getum gripið í á svona stundu. Þú varst fljótur að fyrirgefa og varst aldrei lengi reiður. Það var mörg andvökunóttin sem ég gekk um gólf eða sat frammi í eldhúsi í Heiðar- hvamminum í Keflavík og beið og bað til guðs að þú kæmir heim og allt væri í lagi. Þú áttir góða og trygga vini, sem brugðust þér aldrei og hafa sýnt það best núna. Ég er innilega þakklát drengjunum sem studdu þig þessa síðustu viku, þeim Gísla og Elimar, ásamt Nínu, systur þinni, og Óskari Hlíðberg, frænda þínum. Ég vil líka þakka Högna fyrir allt sem hann var þér og fyrir að sýna þér aldrei annað en gott viðmót. Þakkir til Mollýjar, Armeyjar og Rebekku sem aldrei brugðust þér, líka þakkir til Rúnars og Torfhildar, sem allt vildu fyrir þig gera, og bara til allra sem vildu þér vel. Einum má ég held- ur ekki gleyma, sem alltaf spurði eft- ir þér daglega og sagði: „Hringdi ekki vinur minn? Bað hann ekki að heilsa mér? Er hann ekki búinn að jafna sig, eins og Grétar frændi?" og það er hann Steini hjá HB. Ég þakka líka innilega þá samúð sem mér er sýnd og þær Þórunn María og Sandra Sif passa upp á ömmu sína og víkja varla frá mér, enda sagðir þú oft: „Hún Sandra mín er eins og ég, hún er svo lítil inni í sér.“ Aðalheiði Ósk þakka ég yndislegt samtal í gær og fallegar fyrirbænir þér til handa. Elsku unglingar, lærið af þessu áð- ur en þið farið þessa sömu leið, og for- eldrar, reynið að fylgjast með bömun- um ykkar, þó að þau séu orðin eldri en 16 ára; þau eru og verða alltaf bömin okkar hvað sem þau em gömul. Ég vissi að þér þótti vænt um + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Nína Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Þorvaldur Einarsson, Guðrún Gísladóttir, Júlíus Rafnsson, Helga Gísladóttir, Richard Faulk, ömmuböm og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir o amma, HELENA B. CLAUSEN, lést að kvöldi þriðjudagsins 22. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hans A. Clausen, börn, tengdabörn og barnabörn Emmu, elsku drengurinn minn, þó að gengi nú á ýmsu hjá ykkur. Ég bið al- góðan guð að leiða hana í gegnum lífið og eins bróður hennar, sem þér þótti svo vænt um. Ég trúi og vona að þér líði vel núna og þú sért nú loksins bú- inn að hitta pabba þinn, afa og ömm- umar þínar ásamt Svavari Steini. Með kalið hjarta og kaldar hendur ég kvelst og hugsa um drenginn minn. En nú veit ég að hann er öruggur, hann er kominn inn í himininn. Ég kveð þig að sinni og bið guð að geyma þig fyrir mig þangað til við sjáumst. Þín elskandi mamma. Elsku Jón Freyr minn, þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilbúin að viður- kenna að einhver hafi verið of góður fyrir þennan heim. Þú varst það, svo viðkvæmur, blíður og heiðarlegur, en þú komst þér út í lífemi sem þú vildir ekki lifa í, þú hafðir alltaf svo mikið samviskubit út af öllu. En það var erfitt að ná sér upp, þótt allir væru af vilja gerðir til að hjálpa þér, en elsku Jón Freyr minn, ég virði þessa ákvörðun þína sem þú tókst, en það er rosalega erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, en þú sagðir við mig: „Veistu það, Nína, ég höndla ekki þetta líf.“ Og það ætla ég að vona að þessir „félagar" þínir hugsi sig vel um núna. Þessi vika síðan þú komst frá Portúgal er okkur öllum ógleyman- leg, þú varst alla daga hjá okkur með Munda og Óskari í tölvunni eða á rúntinum með Óskari og Heimi. Það var stefnan hjá þeim að passa þig og styðja við bakið á þér. Þú komst 17. júní og hjálpaðir okkur Sigga að saga timbur, ég var alsæl, þú varst kominn aftur til okkar og ég söng og raulaði: „Það er kominn 17. júní“. Og núna sástu hverjir era vinir. Elimar og Gústi brugðust þér ekki. Þakka ykk- ur kærlega fyrir, strákar mínir. Stelpumar eiga eftir að sakna þín því þú varst þeirra besti frændi. Þú sagðir alltaf: „Aumingja Sandra, hún er alveg eins og ég, alltaf með tárin í augunum." En elsku Jón Freyr minn, það er engin skömm að líkjast þér, við höfum reyndar fengið það bæði í hausinn að við séum skaplaus, en það er ekki það, við viljum alltaf halda friðinn. Gerðu eitt fyrir mig, passaðu litlu dúlluna mína, hann Aron Val, og segðu honum frá litlu systur sem þú sást á myndinni. Ég veit að nú hefur pabbi tekið þér opnum örmum, hann fékk að hafa þig svo stuttan tíma hérna megin. Elsku Jón Freyr minn, þú vissir alltaf hvað mér þótti vænt um þig og þykir enn, mér fannst ég alltaf eiga þig, þú varst bara einn af strákunum mínum. Ég ætla að reyna að passa mömmu, Högna og Emmu fyrir þig. Við vitum öll hvað þér þótti vænt um þau. Elsku hjartans litli bróðir minn, hvfidu í friði og Guð blessi þig. Við ykkur hin segi ég það sem pabbi sagði við mig þegar ég kvaddi hann: Munið hann eins og hann var. Þin systir, Nína. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ó.S.) Óskar Valur og Ólína. Elsku Jón Freyr minn. Nú þýðir ekki lengur að segja: „Blessaður, viltu koma að leika?“ Eg var svo glaður þegar þú komst heim, ætlaðir að hætta og vera hér hjá ömmu, ég ætlaði að passa þig, vera með þér, taka þig með mér og minum vinum þangað sem við fómm. Við Heimir leituðum að þér allt föstu- dagskvöldið, við voram ákveðnir í að sækja þig, hvar sem þú værir. Þér fannst ég stundum Ula klikkaður, þegar ég var að fiflast, enda hafði ég svo gaman af því hvað þú gast hlegið, þegar við voram í tölvunni. Þú veist alveg hvað mér þótti vænt um þig, ég passa upp á ömmu fyrir þig. Mér finnst þetta rosalegt, en ég vona að þér líði vel. Þinn frændi og vinur, Óskar Hlíðberg. Elsku Jón Freyr minn. Ég vil þakka þér fyrir allt og þú veist hvað mér þótti vænt um þig. Þegar þú varst í Portúgal og hringdir í ömmu og spurðir: „Er allt í lagi hjá Munda frænda? Mig dreymdi hann svo illa,“ þá stóð reglulega illa á hjámér. Ég veit þú passar Aron minn fyrir mig, þú varst svo mikill bamakall. Ég vona að þér líði vel. Hvfl í friði. Þinn frændi og vinur, Guðmundur Valur. Elsku Jón Freyr. Það er svo skrýtið að sitja hér og ætla að skrifa kveðjuorð til þín. Við héldum öll að þú yrðir hjá okkur þar til við yrðum gömul. Ég man nú fyrst eftir þér tæplega fjögurra ára og þá var nú fjör í kringum þig. Þú alltaf með kisuna, hann Snúð, hvert sem þú fórst, stóri bróðir svo montinn af þér en þú hálffeiminn við mig. En síðan fórstu að koma í Kópavoginn til okkar og þá urðum við góðir vinir og bröll- uðum margt saman, fórum í sund og ótalmargt fleira. Þá fæddist Helgi Freyr og þá varst þú allt í einu orðinn stóri frændinn en samt svo lítill. Við fóram saman til Spánar og þú varst svo góður við Helga Frey. Unglings- árin reyndust þér erfið, þú svo við- kvæmur og góður og hættumar á hverju homi og erfitt að standast freistingamar. Þú áttir þó þínar góðu stundir og þá urðu allir svo glaðir og þá ekki síst hún mamma þín, sem stóð alltaf við hlið þér, sama hvað gekk á. Við hér í Kópavoginum viljum sér- staklega minnast sumarsins í fyrra en þá bjóstu hjá okkur í tvo mánuði og varst svo ákveðinn í að standa þig. Við eigum góðar minningar frá þeim tíma; þér fannst svo mikill kraftur í Magnúsi Torfa og sagðir oft að hann myndi nú njóta þess að vera lítill strákur í Sandgerði í náinni snertingu við sjóinn, fuglana og náttúrana. Þú fylgdist með Helga Frey í fótboltan- um og þið bræðurnir náðuð vel sam- an, fórað saman að veiða og margt fleira. Elsku Jón Freyr, við vonum að þér líði nú vel og strákarnir eru þess full- vissir að nú sértu kominn til Nangi- jala og búinn að hitta hann pabba þinn og erfiðleikamir séu að baki. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu Valborgu, afa Högna og Nínu frænku en þau stóðu alltaf svo vel með þér. Við viljum kveðja þig með bæninni sem við fóram alltaf með á kvöldin: Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mætí. (Höfók.) Ástarkveðjur, Rúnar Helgi, Torfhildur (Tobba), Helgi Freyr og Magnús Torfí. Elsku besti frændi minn. Ég er svo sár að þú sért farinn frá okkur, ég trúi því varla, en ég veit að þú ert hjá okkur og fylgist með okkur. Þú hefur alltaf verið besti frændi minn. Núna færðu að kynnast pabba þínum. Ég var svo ánægð þegar þú komst að horfa á mig keppa og við unnum 17-1 og við héldum bæði upp á Man. Utd. Mér þykir svo vænt um þig, vonandi líður þér vel. Þín besta frænka, Þórunn María. Elsku Jói frændi. Okkur langar svo að segja þér hvað okkur þótti og þykir enn mikið vænt um þig. Við voram svo glaðar því þú varst kominn aftur til ömmu, fluttur úr Ijóta bleika húsinu. Þú komst tfl okkar á hverjum degi, við áttum bara eftir að fara í kríueggjaleitina, en afi fer bara seinna með okkur fyrir þig. Við ætlum að passa ömmu og afa voða vel. Elsku Jói, við vonum að englarnir passi þig og að þér líði vel, að þér sé batnað í sálinni og hjartanu þínu. Við kveðjum þig með bæninni okkar. Leiddu mina litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Þínar litlu frænkur, Sandra Sif og Sunna Björk. Elsku vinur. Ég hefði viljað sjá hamingju í aug- unum á þér. Ég hefði vfljað halda í höndina á þér. Ég hefði viljað sjá þig hlæja. Ég hefði viljað halda utan um þig. Ég vona að þú finnir hamingjuna við endann á göngunum. Ég vona líka að þar sem þú ert núna þorir þú að vera þú sjálfur. Þú varst í raun bara lítið barn í of stóram líkama. Ég mun hafa þig í mínu hjarta, að eilífu, þín Sólrún Steinarsdóttir. Kæri vinur minn. Skarðið sem þú skildir eftir í veröld minni er ófyllanlegt, því svona vin er erfitt að finna. Takk fyrir allar stund- imar sem við áttum saman, ég mun ætíð geyma þær. Þegar sólargeislinn brotnar á vatninu, sé ég bros þitt, þegar stjömumar blika á himnum, sé ég augun þín, þegar blærinn strýkur vanga mína finn ég þig, bara þig. Góði Guð, vfltu passa Jón Frey fyr- ir okkur og varðveita. Elsku Valborg og aðrir aðstand- endur, missir ykkar er mestur og bið ég Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Þín vinkona að eilífu Mollý. Elsku Jón Freyr minn. Hér sit ég og skrifa nokkur kveðju- orð til þín. Þig hef ég þekkt frá því að þú varst smágutti og vinur hans Svavars Steins, sonar míns. Ég gæti skrifað heila bók um öll prakkara- strfldn sem þið frömduð á uppvaxtar- áram ykkar. Það má nefna sérstak- lega allar ferðimar sem þið þrír, þú, Svabbi og Gísli vinur ykkai’, fórað upp í gryfju á ykkar „glæsilega“ Böggýbíl. Þið vorað svo lánsamir að vera vinir allir saman, bæði í leik og svo seinna til sjós. En elsku Jón Freyr minn, ég veit að lífið var ekki alltaf dans á rósum. Þú áttir þína erf- iðu daga, elsku kallinn minn, eins og við öll. Það var ykkur vinunum mjög sárt að þurfa að kveðja Svavar Stein, son minn, hinn 30. júní 1997. Ég hef þá trú að Svavar taki vel á móti þér við hið Gullna hlið og þið leiðist sam- an inn í Paradís ásamt föður þínum. Ég bið Guð að styrkja Valborgu móð- ur þína, Högna fósturfoður þinn, systkini þín, Emmu þína og öll frændsystkinin og veita þeim hand- leiðslu til að komast í gegnum þessa erfiðu lífsins þraut. Einnig bið ég um styrk til vinahópsins sem á um sárt að binda. Elsku Jón Freyr, ég kveð þig nú hinstu kveðju með Ijóðinu sem þú kvaddir son minn með: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Sesse(ja (Daddý).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.